Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981
Dýralæknafélag Islands:
Jón Guðbrandsson
endm*kjörinn formaður
DAGANA 21. og 22. ágúst var
haldinn á Sauðárkróki aðalíund-
ur Dýralæknafélags íslands.
Fyrri daginn sátu dýralæknar
á skúlabekk og hélt prófessor
Sönnichsen frá Kaupmannahafn-
arháskóla fyrirlestur um helti i
hestum og sýndi bæði með mynd-
Loðnuveiðin:
Tveir á leið
með afla
TVÖ loðnuskip eru nú á leið
til landsins með afla. Þau eru
Helga Guðmundsdóttir með
650 tonn og Harpa með 600
tonn. Á miðvikudag fór Haf-
rún af loðnumiðunum við Jan
Mayen með 200 tonn, en hún
hélt til Bolungarvíkur vegna
bilunar. samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið
fékk hjá loðnunefnd í gær.
Nú eru sex bátar á leið á
loðnumiðin, en það eru Pétur
Jónsson, Helga II, Örn, Gísli
Árni, Keflvíkingur og Sæ-
björg. Veiðin hefur gengið
heldur treglega á miðunum við
Jan Mayen að undanförnu, en
nú eru þrjú skip þar við
veiðar. Loðnuafli íslensku
skipanna á þessari vertíð er nú
um 40 þúsund tonn.
um og verklega hvernig finna
mætti út með staðdeyfingum og
öðrum aðferðum hvar heltin ætti
upptök sin.
Seinni daginn var svo auk
venjulegra aðalfundarstarfa hald-
ið fræðsluerindi um svokallaða
rafmagnsmeyrnun á kjöti, sem
Sigurður Örn Hansson dýralæknir
hélt, en hann starfar við kjötiðn-
aðarstöð Sambandsins.
Þessi aðferð hefur mjög víða
verið tekin í notkun í helstu
kjötframleiðslulöndum heims, svo
sem Nýja Sjálandi og Ástralíu. I
Svíþjóð er kjöt sem hefur fengið
þessa meðferð selt með ábyrgð á
að það sé meyrt. Gerð verður
tilraun með þessa aðferð hér á
landi á nokkrum stöðum í slátur-
tíðinni í haust.
Á fundinum var gerð grein fyrir
könnun sem Hagvangur hf. hefur
gert á kjörum dýralækna og kom
þar fram að meðaltímakaup er
svipað og hjá sveinum í húsgagna-
smíði, og vinnuálag er mjög mikið
í sumum héruðum auk mikils
álags vegna stöðugra bakvakta.
Þrír nýir dýralæknar bættust í
félagið á fundinum og eru þá
dýralæknar á íslandi orðnir 40, en
auk þess eru 6 starfandi erlendis.
Stjórn félagsins var endurkosin
en hana skipa: Jón Guðbrandsson,
Selfossi, formaður, Sigurður Örn
Hansson Reykjavík, gjaldkeri,
Halldór Runólfsson Kirkjub.
klaustri, ritari.
(Fréttatilkynninir.)
Skólagerði 42 og 44, en eigendum þessara húsa var veitt viðurkenning fyrir fallegt og snyrtilegt
umhverfi við sambýlishús.
Fegrunarnefnd Kópavogs:
Yeitt verðlaun og
viðurkenningar
FEGRUNARNEFND Kópavogs
veitti verðlaun og viðurkenn-
ingar fyrir fagra og snyrtilega
garða i Kópavogi þ. 29. ágúst sl.
Reynihvammur 40 var að
þessu sinni valinn sem fegursti
garðurinn í Kópavogi 1981.
Eigendur hans eru hjónin Guð-
rún Guðmundsdóttir og Kol-
beinn Kolbeinsson.
Fegrunarnefnd Kópavogs hef-
ur á síðastliðnum árum veitt
viðurkenningu fyrir fallegt og
snyrtilegt umhverfi við sambýl-
ishús. I ár varð fyrir valinu
parhús að Skólagerði 42 og 44.
Eigendur þess eru hjónin Alda
Guðmundsdóttir og Jón Óskar
Magnússon, Skólagerði 42 og
hjónin Margrét Karlsdóttir og
Magnús Magnússon, Skólagerði
44.
Að venju hefur fegrunarnefnd
Kópavogs veitt fyrirtæki eða
stofnun viðurkenningu fyrir
snyrtilegan frágang utanhúss.
Þá viðurkenningu hlaut Rann-
sóknarlögregla ríkisins, Auð-
brekku 61.
Athöfnin fór fram í Félags-
heimili Kópavogs.
/
ÁRBÆJAR
mw / +
MARKAÐURINN
Hittumst öll í Árbæjarmarkaðnum
Heimsendingaþjónusta. Sími 71200.
Nýkomið
Einstakt rúm — 3 breiddir
90 cm — 105 cm — 120 cm.
Úrvalið aldrei meira
Hagstætt verð
Opiö föstudag til kl. 8.
Opiö laugardag kl. 9—12.
Vörumarkaðurinn hf.
sími 86112.