Morgunblaðið - 11.09.1981, Page 2

Morgunblaðið - 11.09.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 Viðtal Vals Arnþórssonar við Tómas Árnason í rikisútvarpinu: „Milliliðalaust samtal um mismun- andi skoðanir44 — segir Sigmar B. Hauksson stjórnandi VALUR ARNbÓRSSON, kaupfélagsstjóri KEA á Akureyri ok stjórnarformaAur SÍS, tók viðtal viA Tómas Arnason, viAskiptaráA- herra. í Kærkvoldi í þættinum Á vettvanjfi undir stjórn Sigmars B. Haukssonar. MornunblaAiA innti Sigmar eftir ástæAu þess aA hann fékk Val til þess aA taka viAtal viA Tómas í rikisútvarpinu. „Jú, þaA er rétt að Valur Arn- því öðruvísi en samrýmdist verk- þórsson var samstarfsmaður minn í þættinum, en ég hef ákveðið að einu sinni í viku verði liður í þættinum sem flokkast undir það að vera milliliðalaus," sagði Sig- mar. „Ég mun fá einhverja menn til þess að leggja spurningar fyrir aðra menn þar sem von er á mismunandi afstöðu til ákveðinna mála. Spyrjandi fær 4—5 spurn- ingar og ellefu mínútur til um- ráða. Ástæðan fyrir því að ég valdi Val er sú að ég las erindi eftir Val um vandamál verzlunar í dreifbýli og mér fannst ýmislegt í um núverandi ríkisstjórnar og því þótti mér forvitnilegt að heyra hvernig Tómas myndi bregðast við spurningum Vals þar sem saman rækjust mismunandi skoðanir þessara forystumanna Framsókn- ar og ég upplifði það þannig að hjá vissum öflum innan Framsóknar- flokksins og SÍS sé um að ræða mismundandi túlkun á hlutum og veruleikanum. Hér er ekki um neitt makk að ræða, hér spyr maður mann á öndverðum meiði a.m.k. að einhverju leyti." Mikil vonbrigði — segir Eyjólfur ísfeld um kaup Sambandsins á Freyju, Flateyri „FYRIR mig persónulega cr þessi þróun mála mikil von- brigði, þar sem hér eiga hlut að máli menn, sem ég met mikils,“ sagði Eyjólfur ísfeld Sjálfstæðisflokkurinn: Viðræðum haldið áfram ANNAR viðræðufundur for- ystumanna Sjálfstæðisflokks- ins og ráðherra sjálfstæð- ismanna í ríkisstjórninni fór fram í gær. Að sögn Olafs G. Einarssonar, formanns þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, var ákveðið að halda viðræðun- um áfram, en næsti fundur hefur ekki verið dagsettur. Eyjólfsson, forstjóri SII, er Morgunblaðið ræddi við hann um kaup sjávarafurðadeildar SÍS á Freyju á Flateyri. „Þetta er ekki aðeins eitt af stærstu frystihúsunum innan SH, heldur einnig fyrirtæki, sem hefur haft fullan skilning á samstöðuhlutverki sölumið- stöðvarinnar. Þegar slík slys eiga sér stað, hlýtur maður að spyrja sjálfan sig hvort hags- munagæzlan hafi brugðizt. Ef slíkt á að endurtaka sig, hljóta menn að bregðast við með öðrum hætti en blaðaskrif- um,“ sagði Eyjólfur. Að öðru leyti vildi Eyjólfur ekki tjá sig um málið. 'O INNLENT Framkvæmdirnar í Hólmahverfi í FRAMHALDI af frétt Morgun- blaðsins í gær um gatnafram- kvæmdir í Hólmahverfi í Kópa- vogi skal þess getið, að meðal þeirra viðskiptabanka íbúanna, sem lánuðu fé til þessara fram- kvæmda, er Sparisjóður Kópa- vogs. Frá Djúpuvík við Reykjarfjörð. Ljósm. Snorri Snorrason. íslenzk f rímerki metin á 3 til 4 millj. boðin upp í Sviss FÁGÆT og verðmikil íslenzk frímerki verða á alþjóðlegu frimerkjauppboði, sem fram fer í Ziirich í Sviss síðar í þessum mánuði, en þar verða einnig boðin upp frímerki frá hinum Norðurlöndunum. Talið er að verðmæti ís- lenzku merkjanna sé á milli 3 og 4 milljóna króna og þau dýrustu eru skildingabréf frá danska tímabilinu 1870 til ’72, lágmarksboð um 370.000 krón- ur íslenzkar og tvö umslög með skildingamerkjum, lágmargs- boð 300.000 og 220.000 krónur. Meðal merkjanna, sem þarna verða boðin upp er umslag merkt Þorsteini Þor- steinssyni, fyrrverandi hag- stofustjóra, en safn hans hefur verið til geymsíu í Seðlabank- anum, en eins og kunnugt er af fréttum hurfu þaðan frímerki fyrr á þessu ári. Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri, sagði í samtali við blaðið, að þó svo væri, að safn Þorsteins hefði þá verið geymt í Seðlabankanum, væri ekkert sem benti til þess að þetta umslag væri þaðan komið. Safnið hefði verið óskráð og því engin leið til að segja um það hvort umslagið hefði verið í safninu eða ekki. Karvel Pálmason varaformaður Alþýðusambands Vestfjarða: Höfum ekki góða reynslu af SÍS — at- vinnuöryggi betur tryggt án íhlutunar þess Ekkert vafamál að ástæða er til að gjalda varhug við að Sambandsveldið tröllríði atvinnulífinu _ÉG SÉ enga ástæðu frá mínum sjónarhóli að óska þess að Sambandið festi mikií ítök í atvinnulífinu á Vestfjörðum. Ég hef ekki góða reynslu af SlS hvað snýr að launþegum. og tcl að atvinnuöryggi fólks sé betur tryggt án íhlutunar SÍS. Auð- vitað verður líka að líta á þetta frá víðari sjóndeildarhring. Það er ckkert vafamál. að ástæða er til að gjalda varhug við að Sambandsveldið tröllríði atvinnulífinu. Við sjáum dæmin fyrir okkur,“ sagði Karvcl Pálmason. alþingismaður og varaformaður Alþýðusamhands Vestfjarða, í samtali við Mbl. í gær i tilcfni af yfirlýsingum Vals Arnþórssonar. stjórnar- formanns SÍS, i Mbl. i gær um að Vestfirðingar hefðu á svæða- þingum samvinnuhreyfingar- innar sýnt mikinn áhuga á að SÍS keypti hluti og meirihluta i sjávarútvegsfyrirtækjum þar. Karvel sagði einnig: „Dæmin tala um hver áhrif SIS eru á atvinnulífið. Á sama tíma og iðnaðardeild Sambandsins er að berja sér og kemur nánast skríð- andi á fótum sér til ríkisvalds- ins, þá geta þeir lagt svo skiptir milljörðum í kaup á annars konar fyrirtækjum. Maður skyldi þá ekki ætla að það geti frekar átt fjármuni til að reka þau fyrirtæki sem þeir festa kaup á. Mér finnst að minnsta kosti, að á meðan sá atvinnurekstur, sem Sambandið er með, er ekki betur staddur, þá sé ekki heilla- vænlegt að það færi út kvíarnar. Ég vona, að þeir eigi ekki eftir að auka eignir sínar á Vestfjörðum, hvernig svo sem litið er á málið.“ Þá sagði Karvel, að launþega- samtökin á Vestfjörðum hefðu ekki góða reynslu af SÍS. „Mér vitanlega hafa ekki verið betri samskipti við Sambandsfrysti- húsin á Vestfjörðum, nema síður sé, en við einkafyrirtækin. Þar má nefna, að öll samningagerð og allt henni fylgjandi, hefur yfirleitt legið að meginþunga til á herðum forsvarsmanna einka- fyrirtækja og ég tel, að fenginni reynslu, að atvinnuöryggi fólks sé betur tryggt án íhlutunar SÍS. Hvað varðar þessa fundi sem stjórnarformaðurinn nefnir og segir frá, þá get ég aðeins sagt, að það er mér nýlunda, ef Vestfirðingar koma skríðandi á fjórum fótum til SÍS til að biðja sér ásjár," sagði Karvel að lok- Síldarverð dregst á langinn ÁKVÖRÐUN var tckin um það á fundi verðlagsráðs um verðlagn- ingu síldar i gær að vísa ákvörð- un um verð á saltaðri síld til yfirnefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsins, en ákvörðun um verð á frystri síld var frestað. Á fundi þessum voru mættir meðal annarra bæði fulltrúar frystingar og söltunar eins og oft er í upphafi viðræðna um verð. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér mun mikið bera á milli hjá kaupendum og seljendum vegna slæmrar af- komu, óhagstæðs gengis og verð- bólgu. Þá munu seljendur vilja tvö verðtímabil en kaupendur eitt. Það mun vera algengt að ákvörðun um síldarverð dragist á langinn og komi ekki fyrr en nokkru eftir að veiðar hefjast, en nú telja menn líkur á því, að mjög langt verði í það að ákvörðun um verð verði tekin. Blönduós: Slátrun hafin að fengnu bráða- birgðaleyfi SLÁTRUN hófst I hinu nýja stórgripasláturhúsi á Blönduósi, sem er í eigu Sölufélags Austur- Húnvetninga. í gær, en bráða- birgðaleyfi til slátrunar fékkst síðastliðinn miðvikudag. Leyfið gildir til slátrunar á 250 naut- gripum, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Sig- urði Péturssyni, dýralækni á Blönduósi, í gær. I samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður að nú væri verið að byggja sláturhúsið og ekki væri hægt að gefa fullnaðarleyfi til slátrunar, vegna þess að margt væri ógert í húsinu, en venja væri að byrjað væri að slátra í skjóli bráðabirgðaleyfis í ófullgerðum sláturhúsum. Sigurður sagði að það væri skilyrði fyrir leyfisveit- ingunni að vinnu við húsið yrði haldið áfram að lokinni slátrun þeirra 250 nautgripa sem leyfið nær til, þannig að húsið yrði komið í betra horf þegar hrossa- slátrun hr"fist síðar í haust. Sigurður sagði að yfirdýralæknir veitti umrætt leyfi, að fenginni umsögn héraðsdýralæknis. Þá gat Sigurður þess að þó um bráða- birgðaleyfi væri að ræða, þá væri þetta sláturhús þegar orðið betra en gamla sláturhúsið var, öll slátrunar- og vinnuaðstaða byði upp á möguleika til að skila mun betra kjöti en unnt var í gamla húsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.