Morgunblaðið - 11.09.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981
3
Talsvert af
síld til Eyja
Vestmannaeyjum. 10. september.
SÆMILEGUR síldarafli hefur
verið hjá bátunum skammt vest-
an Vestmannaeyja síðustu daga,
en norðanþemba tíorði sjómönn-
um þó lífið leitt i gærmorgun.
Síidin er orðin yfir 22% feit og
þvi hæf tii söitunar. Enn sem
komið er, hefur hún þó öll farið i
fiökun ok frystinKU.
Á miðvikudag fékk lítill bátur
góðan afla uppi undir landsteinum
eða 32 tunnur í 6 lagnet, þar af 15
tunnur í tveggja neta trossu. Þá
landaði Danski Pétur 80 tunnum,
Gullborgin 40 tunnum og Sæunn
Sæmundsdóttir var með reytings-
afla.
Akranes:
Vatnshreinsi-
tækin væntanleg
í október
EINS OG kunnugt er af fréttum
hefur Akraneskaupstaður fyrir
nokkru fest kaup á gerlahreinsi-
tækjum til að hreinsa neyzluvatn
sitt, en það hefur verið nánast
ódrykkjarhæft að undanförnu.
Að sögn Magnúsar Oddssonar,
bæjarstjóra á Akranesi, er nú
vonast til þess að tækin fáist
afgreidd frá verksmiðju í október-
mánuði og verður síðan uppsetn-
ingu þeirra flýtt eins og unnt
verður vegna hins slæma ástands
neyzluvatnsins nú. Magnús sagði,
að þetta væri venjulega versti
árstíminn hvað varðaði gerla í
vatninu, því þá skoluðu haustrign-
ingarnar fulgaskítnum og óþverr-
anum úr fjallinu, en þar er
talsvert veiðibjölluvarpland.
Hann sagðist einnig búast við því
að ástandið lagaðist er kólnaði í
veðri, en taldi öruggara að sjóða
neyzluvatnið fyrst um sinn.
I dag var Sæunn með 200
tunnur, Hringur SH 30 og Árni í
Görðum með um 100 tunnur. Sjö
bátar eru nú byrjaðir á reknetum
og landa hér, en fleiri halda á
veiðar næstu daga. Eins og áður
sagði, er tíðin rysjótt og suma
daga lítið næði hjá bátunum.
Fréttaritari
Liflegar stúlkur í síldinni i Eyjum.
(LiÓNm.: SÍKuraeir)
Kartöfluupptaka
í fullum gangi
í Þykkvabæ
Kartöflubamdur i Þykkva-
hænum standa nú upp fyrir
haus í upptóku. og gengur vel.
Kartöflurnar eru sæmilega
sprottnar og gullaugað heldur
betur en rauður, og að sögn
bænda virðist útlit fyrir þokka-
lega uppskeru í ár. Reiknast
mönnum til að Þykkvabæjar-
bændur taki nú upp daglega
milli 7 og 800 tonn af kartöflum.
Með mörg tæki í takinu?
ESSOLUBE XD-3 isw/40
fjölþykktarolían
á allan tækjaflotann,
alttárið!
Ferðamanninum
sleppt úr gæslu
— Ekki aðhafst frekar í
nauðgunarmálinu
ERLENDUM ferðamanni, sem
verið hefur i gæsluvarðhaldi að
undanförnu vegna gruns um tii-
raun til nauðgunar. var sleppt úr
gæsiu kiukkan 17 á miðvikudag,
samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá embætti
rikissaksóknara.
Málið barst ríkissaksóknara í
fyrradag til athugunar, og var
niðurstaðan sú að ekkert yrði
aðhafst í málinu. Maðurinn átti að
fara utan í gær. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins gáfu gögn
málsins ekki tilefni til frekari
aðgerða gegn manninum, vegna
þess að tvimælis orkaði hvort um
tilraun til nauðgunar hefur verið
að ræða.
Nýkynslóð afolíu
ESSOLUBE XD-3 15W/40 er í raun
ný kynslóð af alhliða mótorolíu. Hún er
kjörin fyrir nær allar díesel- og 4-gengis
bensínmótora og þolir öll vinnuskilyrði
sumar sem vetur, í hita sem frosti.
ESSOLUBE XD-3 15W/40 hefur að
geyma ný bæti- og hreinsiefni sem gera
það að verkum að mótorinn helst hreinn
og slit í lágmarki. Eiginleikar ESSO-
LUBE XD-3 15W/40 felast og m.a. í
því að hún verður fyrir litlum þykktar-
breytingum vegna hita og kulda.
Þetta tryggir auðvelda gangsetningu
í miklum kuldum og ekki síður örugga
smurhæfni við hátt hitastig og mikið álag.
Þannig helst smurolíu- og eldsneytis-
eyðsla í lágmarki, en öryggið í hámarki.
Hverjir nota ESSOUJBE XD315W/40?
ESSOLUBE XD-3 15W/40 hentar
þeim sérlega vel sem eru með blandaðan
tækjaflota s.s. fyrirtækjum, verktökum
og þeim sem reka langferðabíla t.d.
Ein smurolía, ESSOLUBE XD-3
15W/40 allt árið gefur aukið rekstrar-
Eldur í
strætó
ELDUR kom upp i einum af
vögnum StrætisvaKna KópavoKS
um hádeKÍsbilið i «ær. Vagninn
var að koma að skiptistöðinni i
KópavoKÍ er eldsins varð vart o»
maKnaðist hann talsvert i norð-
anstrekkingnum þannÍK að kalla
varð á slökkviliðið til að ráða
niðuriöKum hans. Nokkrir far-
þegar voru í vaKninum. en engan
þeirra sakaði.
Áð sögn Karls Árnasonar, for-
stöðumanns Strætisvagna Kópa-
vogs, urðu talsverðar skemmdir á
vagninum, aðallega undir gólfi þar
sem vél, raflínur og ýmsar leiðslur
eru staðsettar.
ESSOLUBE XD-315W/40
Þú manst nafnið eftir fyrstu notkun!