Morgunblaðið - 11.09.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981
5
Búnaðarbankinn með
útibú í Breiðholti
BÚNAÐARBANKI íslands mun
á næstunni opna nýtt útibú í
Breiðholtshverfi í Reykjavík. að
sögn Magnúsar Jónssonar.
bankastjóra.
Magnús Jónsson sagði, að til-
skylin leyfi væru þegar fengin hjá
Seðlabanka íslands, en hins vegar
væri enn óljóst með staðsetningu,
en málið væri í borgarkerfinu, þar
sem formlegt leyfi yfirvalda þyrfti
varðandi staðsetningu útibúsins.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hver verður útibússtjóri í hinu
nýja útibúi, sem er sjötta útibú
Búnaðarbankans í Reykjavík.
Strokufanginn
ófundinn enn
FANGI strauk frá fangels-
inu að Litla-Hrauni á
mánudaginn og hefur ekki
náðst enn, samkvæmt upp-
lýsingum sem Morgun-
blaðið fékk hjá Helga
Gunnarssyni yfirfanga-
verði í gær. Þó hefur frést
af manninum í Reykjavík,
þótt ekki hafi tekist að
hafa hendur í hári hans.
í samtali við Morgun-
blaðið sagði Helgi að mað-
urinn hefði hreinlega labb-
að út um miðjan dag, en
hann var við vinnu á
steypuplani við fangelsið.
Helgi sagði að engin girð-
ing væri umhverfis Litla-
Hraun og hefði svo verið
frá upphafi. Slíkt væri
dæmalaust, og því væri
gæslan ófullnægjandi og
engan veginn samboðin
staðnum. „Þetta er eina
ríkisfangelsi íslendinga og
með endemum að fjárveit-
ingavaldið skuli ekki hafa
séð ástæðu til að veita fé í
girðingu hérna í kring, sem
við erum búnir að biðja um
í átta ár,“ sagði Helgi.
Rauði krosss íslands:
t sumar hafa staðið yfir lagfæringar á flugbrautum Keflavikurflugvallar, en þær eru nú á lokastigi.
Myndina tók Kristján Einarsson yfir Keflavikurflugvelli i vikunni. og sjást viðgerðarmenn með tæki
sin við siðasta blettinn, sem er á brautamótum, og Boeing-727-þota Flugleiða er að klifra eftir flugtak
af einni brautanna.
Námsstefna um öldnmarmál
NÁMSSTEFNA um öldrunarmál
verður haldin á vegum Rauða kross
tslands að Hótel Heklu i Reykjavik
i dag og á morgun, 11. og 12.
september. Fjölmargir fyrirlesarar
munu flytja þar erindi um ýmsa
þætti öldrunarmála. Til námsstefn-
unnar munu koma milli 50 til 00
manns frá nær öllum deildum
Rauða krossins á tslandi. Fyrr i
sumar ákvað stjórn RKÍ að fela
deildum að skipa öldrunarnefndir
og gera ráðstafanir til að fulltrúar
þeirra kæmu til námsstefnunnar.
en vonir standa til að þar verði
mörkuð framtíðarstefna RKt í mál-
um aldraðra og störf deilda sam-
ræmd að framkvæmd hennar.
Kröpp lífskjör margra aldraðra og
síhækkandi hundraðstala þeirra af
íbúafjölda flestra landa hafa leitt til
þess að Rauði krossinn hefur að
undanförnu veitt vandamálum
þeirra vaxandi athygli. Starfsmenn
og sjálfboðaliðar Rauða krossins
hafa skipulagt aðstoð við aldraða
sem veitt hefur verið á fjölmörgum
sviðum þar sem þörf var liðveislu.
Er nú svo komið að víða erlendis eru
öldrunarmál orðin mjög gildur þátt-
ur í starfsemi fjölmargra deilda
Rauða krossins.
Hér á Islandi hafa ýmsar deildir
Rauða krossins lagt öldrunarmálum
lið, sumpart eingöngu innan vé-
banda Rauða krossins, sumpart í
góðri samvinnu við opinbera aðila og
félög sem hafa menningar- og líkn-
armál á stefnuskrám sínum. Þá
hefur Rauði kross íslands einnig að
undanförnu átt góða samvinnu við
norræn samtök um öldrunarmál.
Þar sem stjórn RKÍ taldi nauðsyn-
legt að samræma störf allra félags-
deilda sinna að öldrunarmálum og
hafa lokið við að marka heildar-
stefnu vegna árs aldraðra, 1982, og
annarra ókominna ára þá ákvað hún
að skipa á sl. hausti öldrunarmála-
nefnd sem falið var að gera tillögur
um framtíðarskipan öldrunarmála
innan RKI. Snemma á þessu ári
lagði nefndin m.a. til að samið yrði
leiðbeiningarit um starf RKÍ-deilda
að öldrunarmálum og kvödd saman
námsstefna þar sem ritið yrði kynnt
og heildarstefna mörkuð. Var Ásdís
Skúladóttir félagsfræðingur fengin
til að rita bæklinginn. Er hann nú
fullprentaður.