Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981
• Nýkomið
Barnarim
arum
Efni: Brenni — lakkaö — bæsað brúnt — hvítlakkað.
Verð kr. 624.-
Dýnusett: Dýna — klæðning — púði.
Verð kr. 473.-
Norskar þvottekta ungbarnasængur og koddar:
Verð sæng kr. 149.-
verð koddi kr. 48.-
Sendum um land allt.
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1 A. Sími: 86117.
Opið föstudaga til kl. 8
Opið laugardaga kl. 9—12
Ný LP plata
Splunkuný LP plata
meö
EINARI VILBERG
Utgefandi Tony Permo t.d.,
Dreifing
FÁLKINN
Sími 84670.
EF ÞAÐERFRÉTT- 9) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í Vmorgunblaðinu
Úrslitin talin
ráðin í norsku
kosningunum
Ekkert nema óvænt umskipti í norskum stjórnmál-
um geta komiö í veg fyrir, aö leiötogi Hægriflokksins,
Káre Willoch, verði forsætisráöherra eftir stórþings-
kosningarnar, sem fram fara nk. mánudag, 14.
september. Heita má ómögulegt fyrir Gro Harlem
Brundtland að auka svo ffylgi sitt og Verkamanna-
flokksins, að það hrökkvi til aö tryggja stjórnarsetu
áfram, en til þess þarf hvorki meira né minna en
150.000 atkvæði. Þaö eina, sem nú virðist vera á
huldu, er hvort viö taki borgaraleg þriggja flokka
stjórn eöa Hægriflokkurinn myndi einn minnihluta-
stjórn.
Kosningabaráttan í Noregi hefur
aö þessu sinni verið óvenjulega
daufleg og hreint alveg laus viö
pólitískar uppákomur. Flokkarnir
hafa haldið kyrru fyrir í sínum
pólitísku skotgröfum og svarað
þaðan hrinum andstæöinganna,
en um meiriháttar sóknartilburöi
hefur ekki verið að ræða. Á
gunnfána ríkisstjórnarinnar stend-
ur „Atvinna fyrir alla" og kemur
fáum á óvart, því að þetta er í
annað sinn, sem hún notast við
þetta slagorö í kosningum. Forysta
Verkamannaflokksins hyggur enda
á litlar breytingar en leggur þeim
mun meiri áherslu á aö fylgja eftir
þeim pólitísku ráöstöfunum, sem
gert hafa Norömen aö ríkri þjóð.
Hægriflokkurinn hefur einrrig
farið troönar slóðir í kosninga-
baráttunni og fitjaö upp á fáu nýju,
nema ef vera skyldi aö hann hóf
slaginn meö því að lofa skatta-
lækkunum upp á sjö milljarða nkr.
og duglegum niöurskuröi á opin-
berum útgjöldum. Ríkisstjórnin
hetur ráöist harkalega á þessa
fyrirhuguðu skattalækkun og nú
síðustu dagana hefur Hægriflokk-
urinn heldur verið aö draga í land
með hana, enda er það nú mál
manna í Noregi, að Hægriflokkur-
inn sé ekki lengur meö kosn-
ingarnar nk. mánudag í huga,
heldur kosningarnar 1985. Þessar
kosningar séu nefnilega þegar
unnar og nú ríöi á aö lofa ekki svo
upp í ermina á sér, að það geti
komiö honum í koll eftir fjögur ár.
í augum margra Norömanna
hefur kosningabaráttan fyrst og
fremst einkennst af stóryrðum og
oröbragöi, sem fólki þykir Ijótt (aö
vísu sannkölluöu guösbarnamáli ef
frónbúinn ætti í hlut) og er Gro
Harlem Brundtland, forsætisráö-
herra, kennt um aö hafa hafið
þann Ijóta leik meö því aö fullyröa
í upphafi kosningabaráttunnar, aö
ef borgaraflokkarnir tækju viö
stjórn væri úti um norsku velferð-
ina. Leiötogar borgaraflokkanna
brugðust ókvæöa við og svöruöu
Gro fullum hálsi, sögöu aö hún
færi meö „slúöur" og „dulbúin
ósannindi" og aö „hún talaöi gegn
betri vitund". Á þessu þykir síöan
hafa gengiö en minna farið fyrir
raunverulegri, pólitískri umræöu.
Skoöanakannanir, sem geröar
hafa verið meðal kjósenda, leiða í
Ijós, að flestum finnst lítiö til
kosningabaráttunnar koma. Fólki
finnst sem stjórnmálamennirnir tali
bara hver upp í annann en sleppi
alveg umræöum um það hvernig
landsstjórninni veröi best hagað,
og höföu margir á oröi, aö illa væri
fariö með þaö fé, sem til kosn-
ingabaráttunnar færi.
Gro Harlem Brundtland, forsæt-
isráöherra, og leiötogi Hægri-
flokksins, Káre Willoch, hafa fjór-
um sinnum leitt saman hesta sína i
opinberri umræöu og þykir
Brundtland, eða bara Gro eins og
hún heitir í munni fólks, einkum
hafa fariö illa út úr sjónvarpsein-
víginu. Hún greip stööugt fram í
fyrir Willoch og var svo ágeng, aö
því var líkast aö hún heföi engan
hemil á sér, og vitnaöi auk þess í
tölur, sem bornar voru til baka
daginn eftir af opinberri hálfu.
Þetta einvígi fór reyndar fram
snemma á forsætisráöherraferli
Gro en síöan hefur framkoma
hennar tekiö stakkaskiptum til
hins betra. Hún stóö sig vel í
sjónvarpinu fyrir skemmstu þegar
hún varöi stefnu stjórnarinnar, var
róleg og skýrmælt og kryddaöi
ekki mál sitt meö óþörfum auka-
setningum eins og hún var vön. Nú
kemur hún fram sem sá myndar-
kvenmaöur sem hún er, vel klædd
og hugguleg og miklu rökvísari en
fyrr.
Þrátt fyrir það þarf meira til aö
hinn nýbakaöi forsætisráöherra
haldi völdunum. Nú í lok kosn-
ingabaráttunnar er Verkamanna-
flokknum spáö 33—34% atkvæöa
en hann þarf a.m.k. 40—43% til aö
geta áfram myndaö minnihluta-
Tíminn er að renna út fyrir Gro og
Verkamannaflokkinn. Samkv. skoö-
anakönnunum standa Verkamanna-
flokkurinn og Hægriflokkurinn nokk-
urn veginn jafnt aö vígi skömmu fyrir
kosningar.
Gro Harlem Brundtland, forsætisráöherra Verkamannaflokksins, og
Káre Willoch, leiötogi Hægri flokksins, hafa marga hildi háö aö
undanförnu enda kosningabaráttan verið eins konar einvígi milli
þessara tveggja stærstu flokka í norskum stjórnmálum.
Fyrirsagnir í norsku blöðunum. Sigurvegari kosninganna veröur Hægri
flokkurinn að allra dómi.