Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 11 Aðeins um þaö spurt hvers konar borgaraleg stjórn taki við völdunum eftir kosningar, þriggja flokka stjórn eöa minni- hlutastjórn Hægri- flokksins. stjórn meö stuöningi tveggja þing- manna Sósíalíska vinstri flokksins eins og veriö hefur. Þó aö Verka- mannaflokkurinn hafi nokkuð sótt í sig veöriö aö undanförnu eru engin líkindi til aö hann geti brúaö þetta bil og bætt viö sig 150.000 at- kvæðum. Eins og fyrr segir er mesta óvissan viö þessar kosningar sú, hvers konar borgaraleg stjórn veröur í Noregi eftir 14. septem- ber. Hægriflokkurinn, Kristilegi þjóöarflokkurinn og Miðflokkurinn hafa skuldbundiö sig til aö hefja stjórnarmyndunarviöræöur ef þeir fá meirihluta í kosningunum, en þessum flokkum ber hins vegar svo mikiö á milli um margt, aö engum ætti aö koma á óvart þó aö þær viðræður færu út um þúfur. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur gert þá samþykkt, aö ef slík þriggja flokka stjórn fellst ekki á aó nema úr gildi lögin um frjálsar fóstureyöingar, muni hann ekki taka þátt í henni, og forystumenn Miðflokksins segja, aö ekki komi til mála, aó þeir veröi einir í stjórn með Hægriflokknum. í þessum arviðræðurnar fara út um þúfur þá er ekki um annað aö ræöa en minnihlutastjórn Hægriflokksins meö stuóningi hinna borgaraflokk- anna. í Hægriflokknum eru líka margir sem óska slíkrar niöur- stööu og vilja þess vegna, aö ekkert veröi gefiö eftir í viöræöun- um viö hina flokkana. Þeir segja sem svo, aö einir gætu þeir komiö miklu meiru til leiöar og, ef vel gengur, jafnvel oröiö stærsti flokk- urinn í Noregi eftir kosningarnar 1985. Fjóröi borgaraflokkurinn í Nor- egi, Vinstriflokkurinn, kann aö gera þessar bollaleggingar óþarfar ef svo fer, sem sumir spá, aö hann komist í oddaaöstööu eftir kosn- ingarnar. Vinstriflokkurinn, sem nú hefur tvo menn á þingi og er talinn líklegur til aö auka fylgi sitt.er hlynntur borgaralegri ríkisstjórn en þvertekur hins vegar fyrir hreina Hægriflokksstjórn. Samkvæmt skoóanakönnunum er þó langlík- legast, aö fyrrnefndu borgara- flokkarnir þrír fái hreinan meiri- hluta og þurfi ekki á náö og miskunn Vinstriflokksins aó halda. Eins flokks er enn ógetiö, Fram- faraflokksins, sem er nýr af nálinni og er norsk útgáfa af flokki Glistrups í Danmörku. Þessi nýi flokkur, sem spáö er einum eöa jafnvel tveimur mönnum á næsta þingi, er hlynntur borgaralegri rík- isstjórn en vill þó helst, að Hægri- flokkurinn veröi einn í stjórn. Ástæóan fyrir því er sú, aö sögn formanns Framfaraflokksins, Carl I. Hagens, aö þá muni nefnilega koma í Ijós, aö litlu máli skipti í raun hvort Hægriflokkurinn eöa Verkamannaflokkurinn heldur um stjórnartaumana. Þótt úrslit kosninganna nk. mánudag séu ráöin í flestra augum er beöiö eftir því meö nokkurri eftirvæntingu hve mikiö fylgi Verkamannaflokkurinn fær. Leiðtogar flokkanna koma víöa viö í kosningabaráttunni. Hér er Kare Willoch, forsætisráöherraefni Hægriflokksins, og nýtur ilmsins af reyktum makríl, sem hann hélt raunar aö væri reyktur smáufsi. kosningum er Miöflokknum spáö um 7% atkvæöa en Kristilega þjóöarflokknum 9—10%. Heldur þykir þaö þó auka líkurn- ar á samstarfi borgaraflokkanna eftir kosningar, að nýlega uröu formannsskipti í Kristilega þjóöar- flokknum. Káre Kristiansen heitir nýi formaöurinn og er hann sagóur miklu sveigianlegri en fyrirrennari hans, Lars Korvald. Kristiansen hefur lýst yfir miklum áhuga á samstarfi borgaraflokkanna og tel- ur aö semja megi um fóstureyö- ingamáliö, en í hans eigin flokki er þó mikil andstaöa vió allan undan- slátt í því máli og jafnvel talin hætta á „innanflokksstyrjöld” ef forystumennirnir reyna aö sniö- ganga fyrri samþykktir. Hægriflokkurinn neitar aö skuldbinda sig til aö breyta fóstur- eyöingarlögunum og segir, aö þingmenn hans séu frjálsir aö því aö greiöa atkvæöi eins og sam- viskan bjóöi þeim. Ef ríkisstjórn- Stjórnmálaskýrendur segja, aö framtíö Gro Harlem Brundtlands sé í veöi, ef flokkurinn fær mikiö undir 38% telja þeir ólíklegt, aö hún veröi aftur í fararbroddi 1985, en ef fylgiö losi hins vegar 40% muni hún ekki þurfa að óttast um sinn hag. Raunar hefur þaö valdiö nokkurri óvissu fyrir þessar kosn- ingar, aö skoðanakönnunum ber ekki alls kostar saman og af þeim sökum hafa veriö uppi raddir um aö banna slíkar kannanir síóasta hálfa mánuöinn fyrir kjördag. Hvaö sem öllu líöur — stjórn- málamennirnir halda sínu striki og fara dagfari og náttfari á yfirreið sinni yfir landiö. Þeir láta taka af sér myndir viö hinar kátlegustu kringumstæöur oft á tíöum og aldrei hafa þeir veriö brosmildari. Þaö á jafnt viö um Kára sem Gróu og hvorugt þeirra mun láta af brosviprunum fyrr en kjörstööum veröur lokaö kl. 9 aö kvöldi mánudagsins 14. september. ' ^VvS^^dsVvÖÍða .\xöV&& vl° ^T\ílVgar Stórkostlegt úrval af buxum Barnabuxur, unglingabuxur, herrabuxur, dömubuxur, allar stærðir — 18 gerðir í öllum litum. Verð frá kr. 50.- Fyrir skólafólkið Jakkar, jogging gallar, peysur, buxur, blússur, skyrtur, bolir, vesti, sokkar, sokkabuxur, dragtir (dress) o.fl. Fyrir yngsta fólkið Kjólar, bolir, stuttbuxur, buxur, skyrtur o.fl. Fyrir dömur Kápur, jakkar, dragtir, prjónakjól- ar, buxur, kjólar, bolir, stök pils, blússur, skór. Fyrir herra Stakar buxur, og skyrtur í rniklu úrvali, peysur, bolir, jakkaföt í litlum númerum, bindi, belti, slauf- ur, nærföt sokkar o.fl. Auk alls þessa bjóöum viö á sannkölluöu úrval af ýmsum vörum s.s. herraskyrtur, stæröir 36—37 kr. 30.-, buxur stæröir 26 og 27 kr. 50.- Jakkaföt lítil númer kr. 500.- Dragtir lítil númer kr. 350.- Stórkostlegt úrval af efnum — alls konar. Ótrúlegt er satt Það er geysilegt úrval góðra platna á enn betra verði en þig grunar, á útsölumark- aðnum okkar. Hér er smá dæmi um hina sprenghlægilegu prísa. Rod Stewart — Greatest Hits kr. 35.- Willi Nelson — Stardust, kr. 35.- t>ctW «« aialtia tttw etU; sta6\tvtv^v^ W*tVr „ á ^t r \r\assa 3* vet^t. ^ cy eY Vtttttv' vff Emil í Kattholti — Ævintýri Emils kr. 35.- w Diddú og Egill — Þegar amma var ung kr. 35.- þ\Ð ER N ^áST^KVHÆV AÐ gera REtRV Opið kl. 1—6 daglega. Laugardaga kl. 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.