Morgunblaðið - 11.09.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981
15
„Guernica“, sem er 7 metrar á lengd og 3 metrar á hæð var pakkað inn i trékassa sem vóg tonn á leiðini frá
New York til Madrid. Á myndinni sést þegar verið var að taka myndina úr flugvélinni á flugvellinum i
Madrid.
„Guernica66
komin heim
Með Bogart
uppá arminn
London. 10. soptember. AP.
KENNY Whymark hefur fundið
leið til að græða á útlitinu. Hann
líkist mjög kvikmyndaleikaranum
Humphrey Bogart og fylgir nú
konum í brúðarskarti til kirkjunn-
ar fyrir 200 pund í svörtum Buick
frá 1938, hvítum regnfrakka og
með slútandi hatt.
Rafmagns-
laust á
Manhattan
Ncw York. 10. scptcmbcr. AP.
SPRENGING varð og eldur braust
út í rafmagnsstöð i New York á
miðvikudagseftirmiðdag. Rafmagn
fór af öllum neðri hluta Manhattan
í fjóra tima. Fólk sat fast i lyftum,
mikið umferðaröngþveiti varð, pen-
ingamarkaðir lokuðu og neðanjarð-
arlestir snigluðust áfram.
Ekki er vitað hvað olli sprenging-
unni í Con Ed-spennistöðinni.
Slökkviliðsmenn unnu bug á eldinum
á tveimur og hálfum tíma. Edward
Koch, borgarstjóri New York, sagði
á blaðamannafundi að starfslið
borgarinnar stæði sig vel og allt
væri með kyrrum kjörum.
Rafmagnslaust varð á stóru svæði
í norðausturhluta Bandaríkjanna
nóttina 9. nóvember 1965. Raf-
magnslaust var í New York í 25 tíma
13. júlí 1977 en þá notuðu margir
tækifærið og brutust inn í verslanir
og höfðu verðmæta hluti á brott með
sér.
Kardináli
grunaður
um fjársvik
Chicago. 10. scptcmbcr. AP.
ALRÍKISDÓMSTÓLL i Bandarikj
unum er að kanna hvort John P.
Cody, kardínáli. hafi útvegað gam-
alli vinkonu sinni allt upp i eina
milljón dollara úr skattfrjálsum
kirkjusjóðum samkvæmt frétt Chic-
ago Sun Times.
í fréttinni segir, að dómstóllinn
hafi farið fram á að fá allar
fjárhagsskýrslur erkibiskupsdæmis-
ins í Chicago, kardinálans og 74 ára
gamallar vinkonu hans, Helen Dolan
Wilsons, frá St. Louis í Missouri
afhentar.
Erkibiskupsdæmið neitaði að sjóð-
ir þess hefðu verið notaðir ólöglega.
Cody vildi ekkert um málið segja og
ekki var hægt að ná í Wilson. Fréttin
hermir, að grunur leiki á að Cody
hafi lánað Wilson 90.000 dollara 1969
og 1970 þegar hún var að byggja í
Boca Raton í Florida skömmu eftir
að hún hætti störfum sem skrif-
stofustjóri í St. Louis og fluttist til
Chicago.
Jörðuðu
of fljótt
('aracas. 10. scptcmbcr. AP.
26 ÁRA læknir í Venezuela lifði
flugslys í Amazon-frumskógunum
af og var við bestu heilsu í
tjaldbúðum indíána þegar ætt-
ingjar hennar sóttu jarðarför
hennar í Caracas. Fjórir voru með
vélinni. Þrír létust en ættingjarn-
ir héldu að leifar læknisins væru
meðal þeirra sem fundust.
Glæpir í
Bandarikjimum
WaKhington, 10. scptcmbcr. AP.
MORÐ var framið á 23ja mínútna
fresti og rán framið á hverri
mínútu í Bandaríkjunum á síðasta
ári samkvæmt heimildum alríkis-
lögreglunnar, FBI. Glæpum fjölg-
aði um 9% á árinu.
Madrid, 10. Ncptembor. AP.
„GUERNICÁ“, málverk Pablo
Picassos, var flutt til Madrid frá
New York á fimmtudag. Mikill
öryggisvörður var á flugvellinum
við komu myndarinnar og lög-
reglulið fylgdi henni i Cason del
Buen Retiro. sem er bak við
Waldheim
fer fram
SÞ. 10. september. AP.
KURT Waldheim, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
sagði á blaðamannafundi i dag
að hann myndi gegna starfi
framkvæmdastióra eitt kjör-
tímabil til ef Oryggisráð SÞ og
Allsherjarþingið óskuðu eftir
því. Öðru fimm ára kjörtímahili
Waldheims lýkur 31. desember
nk.
Waldheim er fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Austurríkis. Hann
er 62 ára. Þetta er í fyrsta sinn
sem framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna gefur kost á sér í
þriðja sinn.
París, 10. scptcmbcr. AP.
BERNADETTE Devlin McAliskey
var vísað frá Spáni á fimmtudag
og flaug til Parísar til að leita
stuðnings Frakka við írska fanga í
Maze-fangelsinu sem eru í mót-
mælasvelti.
„Við förum þess á leit við frönsk
verkalýðsfélög að þau neiti að
afgreiða breskar vörur sem fara
um franskar hafnir," sagði Devlin
á blaðamannafundi, sem hún hélt
Pradosafnið, en myndin mun
verða þar i framtiðinni.
Picasso málaði myndina fyrir
spönsku stjórnina til að hafa á
heimssýningunni í París 1937.
Hún er af sprengiárás flugvéla
Hitlers undir forystu Francisco
Franco hershöfðingja á bæinn
Guernica í Baskahéraði. Picasso,
sem var í útlegð í Frakklandi eftir
að Franco kom til valda, þvertók
fyrir að myndin yrði flutt til
Spánar á meðan einræðisstjórnin
var við völd. Hann lést árið 1973,
tveimur árum á eftir Franco.
Inigo Cavero, menningarmála-
ráðherra Spánar, var um borð í
vélinni, sem flutti myndina frá
Bandaríkjunum eftir 42 ár. Muse-
um of Modern Art í New York
tilkynnti á miðvikudag að myndin
yrði afhent Spánverjum. Hún er
metin á um 40 milljónir dollara og
þykir með bestu myndum lista-
mannsins.
Snjókoma
í S-Afríku
JóhannesarborK. 10. scptembcr. AP.
ALDREI þessu vant snjóaði i Suð-
ur-Afríku á fimmtudag. Færðin
varð slæm, fóik fylgdist með snjó-
komunni út um glugga og margir
hrugðu ó leik og köstuðu snjóbolt-
um.
„Þetta er fyrsta verulega snjókom-
an síðan 1964,“ sagði talsmaður
veðurstofunnar. „Og hún getur enn
aukist.“ Snjókomunni fylgdu 20
vindstig og meiri kuldi en íbúar
Suður-Áfríku eiga að venjast.
í húsnæði Félags byltingarsinn-
aðra kommúnista.
Hún var handtekin á flugvellin-
um í Barcelona við komuna frá
London á miðvikudagskvöld. Hún
ætlaði að dveljast þar í fimm daga
og tala máli írsku fanganna.
Bernadettu Devlin hefur verið
meinuð vist á Spáni síðan 1980
fyrir að hafa háð kosningabaráttu
fyrir vinstrisinnaða frambjóðend-
ur í kosningunum 1979.
Borgaryfirvöld í Guernica lýstu
yfir óánægju með að myndin yrði
send til Madrid en ekki Guernica.
Þau sögðu það sýna Böskum mikla
vanvirðingu.
Myndin verður sýnd almenningi
25. október á 100 ára afmæli
Picassos. Hún er í svörtum og
hvítum lit, en næstum hver einasti
Spánverji kannast við hana þó
fáir þeirra hafi nokkurn tíma séð
hana.
íþróttamenn
í framboð?
Osló. 10. september. AP.
EINN framboðslistinn til norsku
þingkosninganna er þéttsetinn
þekktum íþróttamönnum. Tom A.
Schanke, fótboltamaður og pylsu-
og hamhorgarasali. stofnaði flokk-
inn til að mótmæla hversu lítið
íþróttahreyfingin, lamaðir og fatl-
aði og ellilifeyrisþegar fá úr norska
rikiskassanum.
Flokkurinn er kallaöur „idretts-
partiet" eða íþróttaflokkurinn. Sig-
urmöguleikar flokksins þykja litlir
en hann hefur þó þegar hugmynd um
skipun „skuggaríkisstjórnar".
Schanke sjálfur yrði forsætisráð-
herra, Unni Holmen, besta fimleika-
kona Norðmanna, utanríkisráðherra
og Erik Haaker, skíðakappi, fjár-
málaráðherra.
Ný stjórn
Ilaajc. 10. september. AP.
NÝ rikisstjórn mun taka við stjórn-
artaumum i Hollandi i dag. For-
menn Kristilegra demókrata.
Verkamannaflokksins og Demó-
krata 66 komu sér saman um
samsteypustjórn á fimmtudag cftir
að samningaviðræður höfðu staðið i
þrjá og hálfan mánuð. Andries Van
Agt. formaður Kristilegra demó-
krata. verður áfram forsætisráð-
herra. Samsteypustjórn Kristilegra
demókrata og Frjálslynda flokks-
ins missti meirihluta i þingkosning-
um 26. mai sl.
Samkomulag náðist seint um
efnahagsstefnu stjórnarinnar. Óein-
ing ríkir einnig milli flokkanna um
staðsetningu bandarískra eldflauga í
Hollandi. I stefnu stjórnarinnar var
aðeins sagt að hún myndi taka
afstöðu til málsins einhvern tíma á
kjörtímabilinu.
Bemadetta Devlin
rekin frá Spáni
AMERIKA
PORTSMOUTH
Junior Lotte 16. sept.
Bakkafoss 28 sept.
Junior Lotte 7. okt.
Bakkafoss 19. okt.
NEW YORK
Bakkafoss 29. sept.
Ðakkafoss 21. okt.
HALIFAX
Hofsjökull 9. okt.
BRETLAND/
MEGINLAND
Eyrarfoss 14. sept.
Álafoss 21. sept.
Eyrarfoss 28. sept.
Álafoss 5. okt.
ANTWERPEN
Eyrarfoss 15. sept.
Álafoss 22. sept.
Eyrarfoss 29. sept.
Álafoss 6. okt.
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 16. sept.
Álafoss 23. sept.
Eyrarfoss 30. sept.
Álafoss 7. okt.
HAMBORG
Eyrarfoss 17. sept.
Álafoss 24. sept.
Eyrarfoss 1. okt.
Álafoss 8. okt.
WESTON POINT
Urriöafoss 16. sept.
Urriöafoss 30. sept.
Urriöafoss 14. okt.
Urriöafoss 28. okt.
NORDURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 21. sept..
Dettifoss 5. okt. .
Dettifoss 19. okt.
KRISTIANSAND
Mánafoss 14. sept.
Mánafoss 28. sept.
Mánafoss 12. okt.
MOSS
Mánafoss 15. sept.
Dettifoss 22 sept.
Mánafoss 29. sept.
Dettifoss 6. okt.
TRONDHEIM
Selfoss 15. sept.
GAUTABORG
Mánafoss 16. sept.
Dettifoss 23. sept.
Mánafoss 30. sept.
Dettifoss 7. okt.
KAUPMANNAHÓFN
Mánafoss 17. sept.
Dettifoss 24. sept.
Mánafoss 1. okt.
Dettifoss 8. okt.
HELSINGBORG
Mánafoss 18. sept.
Dettifoss 25. sept.
Mánafoss 2. okt.
Dettifoss 9. okt.
HELSINKI
írafoss 17 sept.
Múlafoss 30. sept.
írafoss 12. okt.
RIGA
írafoss 21. sept.
Múlafoss 3. okt.
írafoss 14. okt.
GDYNIA
írafoss 22. sept.
Múlafoss 5. okt.
irafoss 15. okt.
THORSHAVN
Mánafoss 8. okt.
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-framog til baka
frá REYKJAVÍK alla mánudaga
frá ISAFIROI alla þriöjudaga
frá AKUREYRI alla fimmtudaga
EIMSKIP
SÍMI 27100