Morgunblaðið - 11.09.1981, Page 17

Morgunblaðið - 11.09.1981, Page 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið. Viðræður sjálfstæðismanna Yiðræður eru hafnar milli forystumanna Sjálfstæðisflokksins og ráðherra úr röðum sjálfstæðismanna um málefni flokksins og þá sundrung, sem leitt hefur af myndun núverandi ríkisstjórnar. A flokksráðsfundi í nóvember sl. var vísað til þingflokks og miðstjórnar tillögu um, að leitað yrði sátta og samkomulags í deilumálum þeim, sem upp komu í sambandi við stjórnarmyndun- ina. Þessi tillaga hefur síðan verið rædd í miðstjórn og þingflokki. í júnímánuði sl. ákvað þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, að teknar skyldu upp viðræður milli einstakra aðila úr hópi stjórnarsinna og stjórnarandstöðu innan flokksins og hafa þessar viðræður farið fram á peráónulegum grundvelli í sumar. Að þeim loknum var ákveðið að efna til frekari viðræðna og hafa tveir viðræðufundir nú verið haldnir og ákveðið að þessum samtölum verði haldið áfram. Á herðum þeirra, sem þátt taka í þessum viðræðum hvílir mikil ábyrgð. Sjálfstæðismenn um land allt, bæði stjórnarandstæðingar og stjórnarsinnar binda vonir við, að þessar viðræður leiði til einhvers árangurs. Tíminn einn leiðir í ljós, hvort svo verður. Menntamálaráðherra gagnrýndur Deilur milli Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra og forráðamanna Sambands ísl. samvinnufélaga um málefni SÍS-verksmiðjanna á Akureyri og málsmeðferð forsvarsmanna þeirra, halda áfram. í Morgunblaðinu í gær sagði Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, að yfirlýsingar menntamálaráðherra bentu til þess, að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því, hversu vandamál iðnaðarins væru alvarleg. Það er að sjálfsögðu þung ásökun í garð menntamálaráðherra, sem jafnframt er þingmaður Akureyrar og Norðurlandskjördæmis eystra að hann skilji ekki vandamál einnar helztu atvinnugreinar í því kjördæmi, sem hann er fulltrúi fyrir á Alþingi. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri á Akureyri og stjórnarfor- maður SÍS, tekur í sama streng og Erlendur Einarsson. Hann segist ekki skilja þann málflutning menntamálaráðherra, að málflutning- ur forystumanna Sambandsins hafi verið varhugaverður. Júlíus Thorarensen, formaður starfsmannafélags SÍS-verksmiðj- anna á Akureyri, er ekki síður gagnrýninn á ummæli menntamála- ráðherra og segir, að þau „sýna svo sannarlega hug sumra stjórnmálamanna og hvernig þeir bregðast við, þegar fólki finnst nóg komið og það leyfir sér þau ósköp að standa upp og andmæla ... Við höfum ekki áhuga á slíkum ummælum, sem hann hafði um fundinn í Félagsborg. Okkur finnst þau ógeðfelld." Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju á Akureyri, segist ekki skilja sjónarmið Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra. Ingvar Gíslason er óneitanlega illa staddur gagnvart umbjóðend- um sínum á Akureyri, þegar hér er komið sögu. Hann liggur undir þungu ámæli forsvarsmanna Samvinnuhreyfingarinnar og for- svarsmanna starfsmanna SÍS-verksmiðjanna fyrir ummæli sín í Degi á dögunum. Allt bendir þetta til þess, að ráðherrann hafi slitnað úr tengslum við umhverfi sitt fyrir norðan. Leigunám kommúnista Munnsöfnuður Þjóðviljans vegna skrifa í Morgunblaðinu um húsnæðisskortinn í Reykjavík undir vinstri stjórn er með þeim hætti, að leita verður þrjátíu ár aftur í tímann til að finna sambærilegt orðbragð. Sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur. Það eina sem Mbl. hefur bent á er sú stefna Sigurjóns Péturssonar og Alþýðubandalagsins að taka húsnæði í Reykjavík leigunámi. Sigurjón sjálfur hefur notað þetta orð. Þetta er stefna alþýðubandalagsmanna í hnotskurn, ef þeir mættu ráða. Leigunám er orð sem lýsir vel áformum þeirra á öllum sviðum. Orðið hrökk óvart út úr Sigurjóni — ekki er það Morgunblaðinu að kenna. En orðið er staðfesting á því, að efst er það í huganum sem hjartanu er kærast. Eitt orð er lítil þúfa. En leigunám hefur þó velt þungu hlassi. En það sem verst er fyrir Sigurjón er hitt — að hann er bæði þúfan og hlassið. Sinfóníuhljómsveit íslands: Ellefu íslensk verk á fjölbreyttri efnisskrá í vetur NÚ ER hafið 32. starfsár Sinfóníuhljómsveitar íslands, og verður það með svipuðu móti og undanfarin ár. Illjómsveitin mun halda 20 áskriftartónleika í vetur, 10 á fyrra misseri, sem hefst 8. október, og 10 á seinna miss- eri, sem hefst 4. febrúar. Aðsókn hefur aukist gífur- iega að tónleikum Sinfóniu- hljómsveitarinnar síðustu ár, og sagði Sigurður Björnsson, framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar, á fundi með blm. í gær, að sérílagi væri ánægjulegt að sjá hvað margt ungt fólk sækti tónleikana. Sigurður sagði.skólatónleika fyrirhugaða á Reykjavíkur- svæðinu á þessu starfsári, sem í fyrra, en einnig mun standa til að halda sérstaka tónleika fyrir eldri borgarana. Sigurð- ur vildi ekki gera upp á milli fjölmargra verka á efnisskrá hljómsveitarinnar í vetur, en 11 íslensk verk eru þar á dagskrá, þar af 6 frumflutt, en Sigurður Björnsson flettir gegnum efnisskrá vetrarins. í fyrra flutti hljómsveitin fjögur verk íslenskra tón- skálda. Þau íslensk tónskáld, sem eiga verk á efnisskránni í vetur, eru: Páll ísólfsson, Karólína Eiríksdóttir, Atli Heimir Sveinsson, Áskell Másson, Jón Ásgeirsson, Hall- grímur Helgason, Jón Þórar- insson, Jón Nordal, Leifur Þórarinsson, Magnús Blöndal Jóhannsson og Þorkell Sigur- björnsson. Guðmundur Emilsson, sem nýkominn er frá námi í Bandaríkjunum, mun í vetur stjórna Sinfóníuhljómsveit- inni í fyrsta skipti á áskrift- artónleikum, en aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar er Jean-Pierre Jacquillat. Þá mun Páll P. Pálsson stjórna hljómsveitinni á fjórum áskriftartónleikum, og nokkr- ir kunnir stjórnendur, erlend- ir, munu heimsækja Island í vetur. íslenskir einleikarar verða níu og íslenskir ein- söngvarar ellefu talsins. Áskriftartónleikarnir hefj- ast 8. október með „Passac- aglia" eftir Pál ísólfsson, „Flautukonsert í D-dúr“ og „Andante" eftir Mozart, og „Sinfónía Fantastique" eftir Berlioz. Sala áskriftarskírteina hefst á skrifstofu Sinfóníu- hljómsveitarinnar að Lindar- götu þann 14. september nk. og hafa eldri áskrifendur for- kaupsrétt til 30. sama mánað- ar. Aðgöngumiðar í lausasölu verða sem fyrr til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndals og Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og þar og á skrifstofunni mun efnisskráin nýja liggja frammi. Gengistap Flugleiöa 22,9 milliónir í ár GENGISTAP Flugleiða síðustu átta mánuði. eða síðan í janúar á þessu ári, nemur 22,9 milljónum króna eða sem svarar til tæplega 2.3 milljarða gamalla króna. Þessar tölur koma fram í frétta- tilkynningu frá Flugleiðum og i niðurlagi hennar segir. að þau gengisvandamál. sem nú eru efst á baugi hjá stærstu útflutnings- aðilum til Vestur-Evrópu séu einnig mjög alvarleg hjá Flug- leiðum. Fréttatilkynning Flugleiða fer hér á eftir: „Vegna þess hve staða Banda- ríkjadollars hefur verið sterk á árinu 1981 hafa Flugleiðir, eins og aðrir útflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar, orðið fyrir gífurlegu gengistapi fyrstu 8 mánuði ársins 1981 vegna viðskipta við Vestur- Evrópu. Frá því í janúar 1981, er far- gjöld Flugleiða í hinum ýmsu Evrópugjaldmiðlum voru ákveðin, hefur nettógengistap félagsins vegna farmiðasölu í helstu Evr- ópulöndum numið 2,9 millj. Bandaríkjadollara eða 22,9 millj- ónum króna. Mestallur flugrekstrarkostnað- ur Flugleiða, þ.á m. eldsneyti, er greitt í Bandaríkjadollurum. Einnig er allur fjármagnskostnað- ur í Bandaríkjadollurum. Annar kostnaður, vinnulaun, varahlutir o.þ.h. er að langmestu leyti einnig í Bandaríkjadollurum eða íslensk- um krónum. Þar sem íslenska krónan hefur fylgt Bandaríkjadollar, og Banda- ríkjadollar verið mjög sterkur, hefur svo til allur kostnaður komið með fullum þunga niður á afkomu Flugleiða, en tekjur í Evrópulöndum mældar í Banda- ríkjadollurum eða íslenskum krónum hafa stórlega rýrnað, þannig að tap Flugleiða vegna hinnar sterku stöðu Bandaríkja- dollarans hefur numið 2,9 milljón- um Bandaríkjadollara eða 22,9 millj. króna. Flugleiðir eru í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir útflutnings- atvinnuvegir þjóðarinnar að því er varðar viðskipti við Vestur- Evrópu. Þau gengisvandamál sem nú eru efst á baugi hjá stærstu útflutningsaðilum til Vestur- Evrópu eru einnig mjög alvarleg hjá Flugleiðum. Karvel Pálmason um innanflokksmál Alþýðuflokksins: Angi af unglingavanda- málinu í Alþýðuflokknum — Fráleitt að menn sem teljast eiga með fullu viti skuli haga sér svona „ÉG TEL. að það verði ekkert sérstakt vandamál að komast yfir þennan anga af unglinga- vandamálinu i Alþýðuflokkn- um. En þessi umræða um sam- einingu við Kommúnistaflokk- inn er hreint fráleit og hreint furðulegt að menn, sem teljast eiga vera með fullu viti, skuli haga sér með þessum hætti,“ sagði Karvel Pálmason alþing- ismaður. er Mbl. ræddi við hann í gær vegna SÍS-málsins svo- nefnda. Tilefni þessara orða Karvels eru ummæli Jóns Bald vins Hannibalssonar nýverið um innanflokksmál Alþýðu flokksins og viðræður við full trúa Kommúnistaflokksins. — Ertu að meina að Jón Baldvin sé ekki með íullu viti? „Ég meina það, að mér finnst furðulegt, að einstaklingar í flokknum skuli leyfa sér að haga sér með þessum hætti, eins og til dæmis Jón Baldvin.“ — Eru það fleiri flokksmenn sem þú átt við? „Það mætti nefna fleiri nöfn, til dæmis Vilmundar.“ — Ert þú upp á kant við þessa „unglinga" flokksins, eins og þú nefnir þá? „Nei, nei, en ég get sagt þeim til syndanna eins og öðrum. Við ætlum bara að berja þá niður.“ — Berja þá niður? „Nei, berja það niður. Þeir komast ekki upp með þetta." Drykkjuvenjur hafa breyst til hiris betra - segir í niðurstöðum kannana á neysluvenjum og viðhorfí til áfengis hér á landi GERÐ hefur verið samanhurð- arkönnun á drykkjuvenjum fólks hér á landi þar sem bornir eru saman 1905 ein- staklingar á aldrinum 20—49 ára annars vegar á árunum 1972—74 og aftur árið 1979. Svo virðist sem drykkjuvenj- ur þessa fólks hafi breyst á tímahilinu. t samanhurðinum kemur fram að nú drekkur fólkið meira af léttum vínum en áður, einnig drekkur það nú oftar og minna í einu. Fólkið hafði í fyrri könnuninni drukkið meira á veitingahús- um en nú hefur drykkjan færst i heimahúsin. Einnig virðist sem áfengisvandamálum þessa fólks hafi fækkað nokkuð. Það eru Tómas Helgason yfirlækn- ir á Geðdeild Landspítalans og Gylfi Ásmundsson sálfræðing- ur á sömu stofnun sem unnið hafa að þessari könnun. Önnur könnun af svipuðum toga spunnin og sem er sam- norrænt verkefni var gerð árið # 1979 og eru það Hildigunnur Ólafsdóttir cand. polit. og Tóm- as Helgason, sem vinna að þeirri könnun. í henni er ekki notast við samanburð heldur tekið úrtak og unnið með það. í þessari könnun kemur fram, að ef litið er á áfengisneyslu íslendinga í samanburði við hin Norðurlöndin, þá virðist sem neysluvenjur líkist mikið og það áfengismagn sem neytt er vera svipað, nema hvað bjórinn bæt- ist ofan á neyslu hinna Norður- landaþjóðanna. Á undanförnum 10 árum hef- ur áfengisneysla aukist á Norð- urlöndunum en þessi aukning er meira hægfara hér á landi. Hins vegar virðist það áfengismagn, sem Islendingar drekka hverju sinni, vera meira en hjá hinum þjóðunum. Þessar niðurstöður, sem hér eru raktar í grófum dráttum, komu fram á fundi, sem nýlega var haldinn í Reykjavík þar sem kynntar voru rannsóknir og áfengismálastefna okkar ís- lendinga og tóku þátt í henni fulltrúar frá hinum Norður- löndunum. Við skulum líta svo- lítið nánar á þessar tvær kann- anir. Neysluvenjur breytast — drukkið meira létt vín Ef bornar eru saman opinber- ar tölur á neyslu áfengra drykkja frá árinu 1880 við tölur frá árinu 1979 þá kemur í ljós, að sterkt áfengi hefur verið 95% af heildarneyslu áfengra drykkja en á árinu 1979 er þessi tala komin niður í 72,6%. Árið 1880 var því hlutur létta vínsins 5% en eftir nýjustu tölum frá 1980 er þessi tala orðin 29%. Hvers vegna hefur þessi breyting orðið á neysluvenjum? Þeir sem standa að könnuninni telja að meðal annars megi rekja þær til þess að íslend- ingar hafa kynnst því er þeir hafa farið meðal annars til sólarlanda að drekka meira af léttu víni. Einnig má rekja breytinguna til þess að á undan- förnum árum hefur það tíðkast að fólk bruggi heima hjá sér öl og létt vín. Nær helmingur neytti heimabruggaðs öls Til að gera sér betur grein - fyrir neysluvenjum þessa fólks og til að fá rétta mynd af heildarneyslunni er ekki nóg að betta súlurit er frá Áfengisverslun rikisins og sýnir meðaltals ársneyslu á hreinum vinanda i léttu vini og i sterku áfengi mælt i litrum á hvern íbúa. Hér sést hvernig salan á léttu vini hefur aukist. Gísli Ásmundsson sálfræðingur, Tómas Helgason yfirlæknir Geðdeild- ar Landspitalans og Hildigunnur Ólafsdóttir cand.polit.. hafa unnið að tveimur könnunum á drykkjuvenjum og viðhorfi til áfengis hér á landi. Ljósm: Rax. miða aðeins við opinberar tölur um sölu á áfengi. Því var úrtakshópurinn spurður hvort hann hefði neytt heimabruggs síðastliðið ár? Kom fram að 43% höfðu neytt heimatilbúins öls, 37% heimabruggaðs létt- víns og 17,9% höfðu drukkið sterka drykki, sem bruggaðir höfðu verið í heimahúsum. Konur neyta áíengis í auknum mæli Ef borinn er saman hópurinn sem gerð var könnun á á árunum 1972— 74 og svo aftur 1979 þá má sjá að áfengisneysla kvennanna hefur aukist úr 72,9% í 77% árið 1979 en aukningin hjá karlmönnunum er sáralítil, eða 90,6% en fór upp í 91,7% árið 1979. Urtakshópurinn var spurður hve oft hann hefði neytt áfengis á síðastliðnum 12 mánuðum að jafnaði og um hvaða drykki hefði verið að ræða. Karlar höfðu drukkið að jafn- aði öl 18 sinnum, léttvín 15 sinnum og sterkt vín 22 sinnum. Konur höfðu drukkið öl 7 sinn- um, léttvín 12 sinnum og sterkt vín 13 sinnum. Af þessu má sjá að konur neyta fremur léttra vína auk þess sem það kemur fram í könnuninni að konur eiga minna í áfengisvandamálum en karlar. Karlmenn drekka meira maKn og oftar Þegar spurt var í úrtakskönn- uninni hve mikið áfengismagn viðkomandi drykki í hvert sinn kom í ljós að karlmenn drekka að jafnaði 3 cl. af hreinum vínanda í öli, 5 cl. af hreinum vínanda í léttu víni og 12 cl. af hreinum vinanda í sterku vini. Konur aftur á móti drukku 2 cl. af hreinum vínanda í öli, 3 cl. af hreinum vínanda í léttu víni og 6 cl. af hreinum vínanda í sterku áfengi. Því er það ljóst að mest er drukkið af sterku áfengi enda þótt léttvín sæki á. Það var um það bil helmingur karlmannanna, sem sagði að hann neytti hálfrar flösku af sterku víni, þegar hann neytti áfengis á annað borð en aðeins 5% af konunum sögðust neyta svo mikils magns í einu að jafnaði. Ef karlmaður neytti hálfrar flösku af sterku áfengi, þá drakk konan venjulega ekki nema helming þess magns. Það kom fram þegar borið var saman áfengismagn sem bæði konur og karlar neyttu árið 1972— 74 og svo aftur 1979 að áfengismagnið sem konur neyttu í hvert sinn hafði aukist en minnkað hjá körlum. Drekka nú meira í heimahúsum í samanburðarkönnuninni kom fram að í fyrri könnuninni drukku 44 að meðaltali áfengi á veitingastöðum en þessi tala fór niður í 27 í könnuninni árið 1979. Segja þeir, sem standa að könnuninni, að líklegasta skýr- ingin á þessu sé sú, að nú er fólkið orðið fimm árum eldra og margir hafa gift sig og stofnað heimili á þessu tímabili. Hve oft hefur þú fundið til áfengisáhrifa? Fólk var beðið að segja frá því hve oft það hefði fundið til áfengisáhrifa síðastliðna 12 mánuði. Karlmennirnir höfðu fundið á sér 21 sinnum en konurnar 11 sinnum að meðal- tali. Það má líka geta þess að 98% af körlunum sögðust hafa fundið á sér en 93% af konun- um. Mælikvarði á áfengisvandamál I samanburðarkönnuninni var spurt um níu atriði, sem eiga að benda til áfengisvanda- mála, einkenna eins og að geta ekki hætt, þegar ákveðnum áfengisáhrifum er náð, minnis- leysi, hve oft fólk hafði fengið sér afréttara daginn eftir, hvort viðkomandi hafi verið drukkinn í marga daga í senn eða hvort hann liti á áfengisneyslu sína sem vandamál, hvort fjölskyld- an, atvinnuveitandinn litu á hana sem vandamál eða hvort viðkomandi drykki meira en aðrir í sömu stöðu. Þeir karlmenn, sem höfðu 3 einkenni eða fleiri í fyrri könn- uninni voru 13,0% en í síðari könnuninni 9,1%. Konur voru aftur á móti 2,2% í fyrri könnuninni en 1,2% i seinni könnuninni, samtals 7,9% í fyrri könnuninni en þeirri seinni ekki nema 4,9%. Af þessu má álykta að með hækkuðum aldri, breyttum heimilisaðstæðum, samfara breyttum drykkjuvenjum, hafi dregið úr einkennum sem benda til misnotkunar á áfengi. Lítill hópur, sem er stærsti neytandinn Þegar litið er á heildarneysl- una, þá er það tiltölulega lítill hópur, sem neytir stórs hluta af því áfengismagni sem neytt er. Þetta á þó í ríkara mæli við um konur en karla. 10% af karl- mönnum, sem neyta áfengis, neyta 44% af því heildaráfeng- ismagni, sem karlar drekka og hjá konum eru það 10% sem neyta 56% af því heildarmagni, sem konur neyta. HE.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.