Morgunblaðið - 11.09.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981
29
13 ??
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
^ flf (UAjnr\~aa'v R
Friðarsókn Rússa og sigur Mitterrand:
„ Að koma í veg fyrir efl-
ingu landvama á Vesturlöndum
Mitterrand ekki róttækari en Benedikt Gröndal44
torum í Sturlungu
ilkurbúi Flóamanna
Velvakandi góður:
I.
Eins og kunnugt er, hafa Rússar
nú hafið svonefnda friðarsókn,
ásamt fylgiliði sínu. Hérlendis eru
það auðvitað kommarnir, sem þar
eru á ferð, í slagtogi við Sovétið.
Friðarsóknin felst í því að reyna
að koma í veg fyrir eflingu
landvarna á Vesturlöndum. Hins
vegar mega Rússar auðvitað fram-
leiða vopn í erg og gríð, og gera
innrásir, þar sem þeir telja sér
henta.
Fyrrnefnd friðarsókn tekur
stundum á sig kynlegar myndir,
eins og þegar rauðleitur frétta-
maður útvarps tók að þráspyrja
nýkjörinn biskup um afstöðu hans
til friðarins, rétt eins og íslenzka
kirkjan hefði staðið fyrir eilífðar
ófriði? Þá tók og rauðleitur frétta-
maður sjónvarps að spyrja Ólaf
Jóhannesson utanríkisráðherra nú
fyrir helgina um afstöðu hans til
friðarins. Gaf ráðherrann þá
glöggt til kynna, að friðarsókn
Rússa væri sú ein, að Brésnéff
hefði í blaðaviðtali látið nokkur
orð falla um friðinn! „Aðþrengd-
ur“, eins og ráðherrann komst að
orði??? — Var þá sem stungið
hefði verið á loftbelg hjá spyrj-
anda, og var allur vindur úr
honum samstundis. Ekki þurfti nú
meira á þann fylgisvein Rússa á
því kvöldi.
II.
Um áratuga skeið hafa kommar
glaðzt mjög yfir því, ef fylgi krata
hefur minnkað í kosningum í
einhverju landi, og hafa jafnan
talið þá fylgisrýrnun stafa af
„svikum við Marxismann". í maí-
mán. sl. gerðist það hins vegar, að
franskir jafnaðarmenn unnu stór-
sigur í kosningum. Þá brá Svavar
Gestsson við og sendi Mitterrand
heillaóskaskeyti. Fróðir menn
staðhæfa raunar, að Frakkar hafi
alls ekkert kannast við Svavar
þennan, er skeytið barst. (Innan
sviga má geta þess, að ósennilegt
er mjög, að Mitterrand mundi
nokkurn tímann hafa gert Svavar
að „Húsamats“-ráðherra þar í
landi)
En Adam var ekki lengi í
Paradís: Fljótt kom í ljós, að
Mitterrand var harður fylgismað-
ur vestrænnar samvinnu og mjög
andstæður Rússum. Enda eru
honum nú ekki vandaðar kveðj-
urnar í þjóðviljanum, sbr. grein,
er þar birtist um síðustu helgi, en
í henni segir m.a., að Mitterrand
sé ekki miklu róttækari en „Bene-
dikt Gröndal og það fólk“, og nú er
allt i einu farið að tala um „Sigur
kratanna" (Ekki sósíalista)????
Þetta ber líklega að skilja svo,
að Svavar hafi endurmetið afstöðu
sína til Mitterrands, — e.t.v. án
matskostnaðar frá hendi fyrrver-
andi vinnuveitanda Gervasonis
hins franska.
Virðingarfyllst, með þökkum
fyrir birtingu.
Guðm. Guðmundsson
Þessir hringdu . . .
Hversvegna hafa
öryrkjar ekki
sömu fríðindi i
ferðamálum og
aldraðir?
1039—2438 hringdi. „Mig lang-
ar til að vita hvers vegna öryrkjar
hafa ekki sömu fríðindi í ferða-
málum og ellilífeyrisþegar," sagði
hún.
„Mér finnst það dálítið skrít-
ið að nú er langt liðið á þetta
öryrkjaár, en þó hefur þessi
spurning aldrei komið fram svo ég
viti. Ég veit að ellilífeyrisþegar fá
afslátt bæði í innanlandsflugi og
með skipum, a.m.k. með Akra-
borginni, og einnig með áætlana-
bílum og strætisvögnum. Þá hafa
nokkrar ferðaskrifstofur oft gefið
gömlu fólki kost á ríflegum af-
slætti t.d. á sólarlandaferðum.
Hinsvegar hef ég aldrei heyrt
um að öryrkjar fengju afslátt hjá
þessum fyrirtækjum sem eru
svona almennileg við gamla fólkið.
Mér fyndist að nú á ári fatlaðra
ætti að athuga hvort ekki væri
rétt að slík fríðindi næði til þeirra
líka. Ekki fæ ég séð að fatlaðir
þurfi síður á slíkum afslætti að
halda en ellilífeyrisþegar og finnst
þessvegna að afslátturinn ætti að
ná til fatlaðra líka.“
Hvenær verður
Reykjanesbraut
opnuð aftur?
Kópavogsbúi hringdi og spurð-
ist fyrir um hvenær gamli Hafn-
arfjíirðarvegurinn (Reykjanes-
braut) myndi komast í gagnið
aftur. „Þessi vegur hefur nú verið
lokaður um nokkurt skeið vegna
einhverra framkvæmda og mynd-
ast stundum ofboðslegt umferðar-
öngþveiti þess vegna, það getur
tekið á annan klukkutíma að
komast í Kópavoginn á annatím-
um,“ sagði hún. „Þess vegna lang-
ar mig til að vita hvenær þessu
verður komið í lag aftur.“
G3P SIG6A V/öGÁ í ^/LVt^AKl
vtjp
Góður matur
— Gott verð
£
Okkar Skráö
verö verö
Ávaxtasalat 100 gr. 6,00
Síldarsalat 100 gr. 5,30
Rækjusalat 100 gr. 6,50
ítalskt salat 100 gr. 6,50 -
ítalskt salat 100 gr. 3,40
Lauksalat 100 gr. 3,40
Skinkusalat 100 gr. 6,80
Hrásalat kr. per kg. 3,20
Ódýra kindahakkið 29,90 41,40
Svínahakk 49,00 73,50
Nautahakk 55,50 81,35
Lambahakk 39,00 57,50
Saltkjötshakk 39,00 57,50
Úrvals saltkjöt 39,50
Nýreykt hangikjötslæri 59,40
Úrbeinuð hangikjötslæri 88,00 109,15
Úrvals hangikjötsframpartar 36,40 77,70
Úrbeinaðir hangikjötsframpartar 69,00 77,70
Frosin ýsuflök (sérvalin) kr. kg. 25,00
Nautagrillsteikur 39,50 51,50
Nauta Roast Beef 97,50 122,40
Nautaschnitzel 107,50 155,55
Nautagullasch 88,50 119,65
Nautainnanlæri 113,00 155,55
Nautahamborgari 4,70 7,00
T-Bonesteik 64,00 84,10
Nýr frosinn lax 80,00
(ath.: góður smálax, sneiddur) 65,80
Ódýra lambalifrin (Ath.: þetta er á hálfvirði.) 18,50 37,15
Svínaschnitzel, það bezta 89,00 121,00
Svínakótelettur 107,50 134,75