Morgunblaðið - 11.09.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981
31
Pétur Pétursson sækir að tyrkneska markverðinum. Eins og sjá má.
er öllum brögðum beitt, tyrkneski varnarmaðurinn rígheldur í Pétur,
en þetta brot fölnaði í samanburði við nokkur önnur brot Tyrkjanna.
Ljósm. RAX.
ísland hefur hlotið
4 stig i riðlinum
og á tvo leiki eftir
ÍSLENSKA landsliðið i knatt-
spyrnu á nú eftir að leika tvo
leiki í sinum riðli i undankeppni
heimsmeistarakeppninnar i
knattspyrnu. Þann 23. sept. verð-
ur leikið gegn Tékkum hér heima
og þann 14. okt. gegn Wales á
útivelli. Staðan i riðlinum er
þessi:
Wales 6 4 11 10-2 9
Tékkóslóvakía5 40 1 13—2 8
Rússland 3 21 0 7-1 5
ísland 6 20 4 7-18 4
Tyrkland 6 006 1-13 0
íslenska liðið hefur sigrað Tyrki
tvívegis. Úrslit í leikjum íslenska
liðsins í keppninni hafa orðið
þessi:
Isl.—Wales 0—4
ísl.—Rússl. 1—2
Ísl.-Tyrkl. 3-1
ísl.—Rússl. 0—5
Ísl.-Tékk. 1-6
Ísl.—Tyrkl. 2-0
íslensku landsliðsmennirnir
voru ánægðir með úrslit leiksins
gegn Tyrkjum og höfðu þetta um
leikinn að segja:
Marteinn Geirsson
fyrirliði:
— Þetta var ánægjulegur sigur.
Það var góð barátta í liði okkar
allir leikmenn lögðu sig vel fram.
Við getum verið ánægðir þrátt
fyrir að knattspyrnan hefði getað
verið betri hjá okkur. Veðrið var
slæmt og það setti sinn svip á
leikinn.
Guðni Kjartansson
landsliðsþjálfari:
— Þetta var nokkuð grófur
leikur. Lið Tyrkja lék mun fastar
hér en úti í Tyrklandi. Strákarnir
börðust vel í leiknum. Veðurfarið
bauð ekki upp á að leikinn yrði góð
knattspyrna.
Lárus Guðmundsson:
— Þetta var skemmtilegur leik-
ur. En það setti leiðinlegan svip á
leikinn hversu grófir Tyrkirnir
voru. Það fór mikið úthald í fyrri
hálfleikinn hjá okkur og það
bitnaði á síðari hálfleik. Mér
fannst tyrknesku leikmennirnir
leika vel saman úti á vellinum en
skorta síðan festu upp við markið.
Dómarinn fannst mér vera slakur.
Pétur Pétursson:
— Þetta var nú meiri dómar-
inn, sá var lélegur. Hann var alveg
á þeirra bandi. Leikurinn fannst
mér vera erfiður. Mig skortir
úthald. Tyrkirnir voru mjög gróf-
ir. En leikurinn vannst og það er
jú fyrir mestu. Ég fer strax út
aftur. Ég fékk að koma inná í
síðasta leik með Anderlecht og
vonast til að þetta fari allt að
koma. Og ég vinni mér fast sæti í
liðinu.
Atli Eðvaldsson:
— Þetta var erfiður leikur. En
ánægjulegur sigur. Það er varla
hægt að ætlast til þess að sýnd sé
góð knattspyrna við jafn slæmar
aðstæður og voru í kvöld. Hávaða-
rok og kuldi. Mesta furða hvað
hægt var að eiga við boltann. Nú
er bara að liðið standi sig gegn
Tékkum í næsta leik. Ég hef ekki
enn fengið tækifæri til að spreyta
mig í heilum leik með með Dort-
mund í haust en bíð bara rólegur.
Tækifærið hlýtur að koma og þá
gríp ég gæsina. Branko Zebec er
frábær þjálfari og skemmtilegt að
æfa undir hans stjórn. Vonandi fæ
ég tækifæri á að leika líka undir
hans stjórn. Það er nefnilega
lærdómsríkt, og ómetanleg
reynsla. — ÞR.
Hanga Þórsarar í 1. deild?
Einn stórmikilvægur leikur fer
fram i 1. deild íslandsmótsins i
knattspyrnu i kvöld. Þá eigast
við á Akureyri lið Vals og Þórs
og hefst leikurinn klukkan
18.30. Leikurinn hefur enga
sérstaka þýðingu fyrir Vals-
menn, sem eru hvorki i baráttu
á toppi eða botni. Hins vegar er
Þór i sjóðandi fallhættu og
verður helst að vinna leikinn.
Jafnvel sigur myndi ekki
tryggja Þór i sessi, þvi takist
KR siðan að ieggja Viking að
velli i siðasta leik mótsins,
myndi vesturbæjarliðið halda
sæti sinu vegna betri markatölu
en Þór.
Þá fer einnig fram einn leikur
í 2. deild í kvöld. Þróttur frá
Reykjavík mætir Selfossi á
Laugardalsvellinum og hefst
leikurinn einnig klukkan 18.30.
Lárus og Pétur
í atvinnumennsku?
ÍSLENSKU félagsliðin í knatt-
spyrnu hefja þátttöku sina í
Evrópumótunum i knattspyrnu
í næstu viku, en þar keppa
Valur, Fram og Vikingur. Jafn-
framt leikur íslenska landsliðið
tvo landsleiki í undankeppni
IIM í haust, gegn Tékkum á
Laugardalsvcllinum og gegn
Wales ytra. Nú rennur upp sá
timi keppnistimahilsins, að er-
lend atvinnumannafélög fara á
stúfanna og reyna að næla sér i
efnilega íslenska knattspyrnu-
menn.
Meðal áhorfenda á landsleik
íslands og Tyrkja var Willy
Reinke, vestur þýski umboðs-
maðurinn, sem meðal annars
kom Atla Eðvaldssyni og Magn-
úsi Bergs til Dortmund, Sigurði
Grétarssyni og Ragnari Mar-
geirssyni til Homburg. Má búast
við því að hann og jafnvel fleiri
njósnarar verði á komandi leikj-
um íslensku félagsliðanna og
landsliðsins. Talað hefur verið
um Pétur Ormslev og Lárus
Guðmundsson sem líklegustu at-
vinnumannaefnin þetta keppn-
istímabilið.
• Pétur
FH-ingar sigruðu
Danmerkurmeistarana
UM NÆSTU helgi hefst hand-
knattleiksvertiðin með Reykja-
vikurmótinu. Flest liðin i 1. deild
hafa undirbúið sig af mikilli
kostgæfni undir keppnistimabil-
ið sem er að hefjast. Þrjú lið taka
þátt i Evrópumótunum í hand-
knattlcik í ár. Víkingur, Þróttur
og FH.
Lið FH er nýkomið heim úr
keppnis- og æfingaferð til Dan-
merkur þar sem liðið lék sjö leiki
jafnframt sem æft var á hverjum
degi. Geir Hallsteinsson þjálfari
FH-inga var mjög ánægður með
keppnisferðina sem hann sagði að
tekist hefði framar öllum vonum.
FH lék sinn fyrsta leik gegn
dönsku meisturunum Helsinger og
sigraði þá örugglega 20—16 í
góðum leik. Leikið var tvívegis
gegn Virum, fyrri leikur vannst
24—19 en síðari leikurinn endaði
með jafntefli 17—17. FH gerði
jafntefli við MK-31 21—21.
Leikið var tvisvar gegn Holte
sem varð í öðru sæti í dönsku 1.
deildinni í fyrra. Fyrri leiknum
lauk með jafntefli 26—26. En
síðari leiknum tapaði FH 18—23.
Þá tapaði FH fyrir HG-Gladsaxe
21—19. Einn leikmaður í liði FH
Kristján Arason atti mjög góða
leiki með liði sínu og skoraði
yfirleitt 10 til 12 mörk í hverjum
leik.
Lið Þróttar er nýkomið heim úr
æfinga og keppnisferð frá
V-Þýskalandi. Gekk liðinu vel í
leikjum sínum. Þá fóru Valsmenn
í langa og stranga ferð til Rúss-
lands. Liðið tók þátt í handknatt-
leiksmóti í Moskvu og lék þá gegn
bestu liðum landsins og tapaði
mjög naumlega öllum leikjum
sínum. Þá æfðu leikmenn liðsins
af miklum krafti í ferðinni.
KR-ingar hafa æft vel að undan-
förnu og fór liðiö til V-Þýskalands
í keppnisferð. Eins og sjá má
leggja liðin mikið á sig til að koma
sterk til leiks þegar tímabilið
hefst.
- ÞR.
Víkingur úr
Mosfellssveit!
NÆSTKOMANDl miðvikudag er
fyrsti leikdagur Evrópukeppn-
anna þriggja í knattspyrnu. en
þá fara fram fyrri leikir fyrstu
umferðarinnar. Sem kunnugt er,
keppa að venju þrjú islcnsk lið,
íslandsmeistarar Vals mæta Ast-
on Villa, bikarmeistarar Fram
kljást við irska liðið Dundalk og
Víkingur. sem hreppti UEFA-
sætið, mætir franska liðinu Bor-
deaux.
í tilefni Evrópukeppninnar, tók
breska knattspyrnuritið World
Soccer saman viðamikla grein um
Englendingar eru úr leik
UNDANKEPPNI HM í knatt- Frakkland 5 3 0 2 12-5 6
spyrnu er langt á veg kominn, en Kýpur 7 0 0 7 4-25 0
staðan í riðlunum er þó misjafn- lega skýr, raunar víða óráðin 4. riðill: England 7 3 13 12-8 7
með öllu. Mikilvægir leikir fóru Rúmenía 5 2 2 1 4-3 t;
fram í fyrrakvöld eins og greint Noregur 7 2 2 3 11-6 6
var frá, en vegna þrengsla í Ungverjaland 4 2 11 6-6 5
blaðinu hefur ekki verið hægt að Sviss 5 12 2 7-8 4
birta stöðurnar í riðlunum fyrr en nú. Annars staðar á siðunni er 5. riðill: Júgóslavía 5 4 0 1 14-5 8
staðan í 3. riðlinum, sem íslend- Ítalía 5 4 0 1 9-3 8
ingar leika í, en hér að neðan Danmörk 6 3 0 3 10-7 6
kemur staðan i hinum riðiunum Grikkland 5 3 0 2 6-7 6
sem leikið var i á miðvikudags- Luxemborg 6 0 0 6 1-17 0
kvöldið. 6. riðill: Skotland 6 5 10 8-2 10
2. riðill: N.írland 6 2 2 2 5-3 6
Belgía 7 5 11 12-6 11 Svíþjóð 7 2 2 3 5-7 6
írland ,7 3 2 2 14-9 8 Portúgal 5 2 12 4-4 5
Holland 6 3 1 2 8-5 7 ísrael 6 0 3 3 2-8 3
þátttökuliðin þetta árið. Eins og
sjá má af meðfylgjandi klausu úr
WS, er landafræði Bretanna ekki
eins og best verður á kosið. Þarna
er talað um „Mosfellssveitar-liðið
Víking". Hafa fréttamenn líklega
aldrei heyrt Hæðargarðs getið.
Margir
Evrópu-
leikir
framundan
Nú á næstu dögum eru
margir leikir framundan i
Evrópukeppnunum í knatt-
lciksíþróttum. í næstu viku
leika þrjú íslensk lið í Evr-
ópukeppninni í knatt-
spyrnu. Valsmenn halda til
Englands á sunnudag og
mæta sjálfum Englands-
meisturum Aston Villa
næstkomandi miðvikudag á
Villa Park í Brimingham. Sá
leikur er liður í Evrópu-
keppni meistaraliða. Á sama
tíma mætir Fram liði Dund-
alk á Laugardalsvellinum.
Þá leika Víkingar við
franska liðið Bordeaux
fimmtudaginn 17. sept.
kiukkan 17.30 á Laugardals-
vellinum.
En það er ekki bara í
knattspyrnunni sem íslensk
lið verða í eldlínunni. Körfu-
knattleikslið Vals leikur í 1.
umferð Evrópukeppni bikar-
hafa og mætir ensku bikar-
meisturunum Crystal Palace.
Fyrri leikur liðanna fer fram
í London 7. okt. en síðari
leikurinn í Laugardalshöll-
inni 13. okt. Lið FH og
Víkings taka þátt í Evrópu-
keppnum í handknattleik en
þau sitja hjá í 1. umferð. Lið
Þróttar leikur hinsvegar í okt
gegn norska liðinu Kristjan-
sand. Leikdagar eru enn ekki
ákveðnir.
- ÞR.
Einherja-
keppnin
í golfi
um helgina
FÉLAGSSKAPUR þeirra
kylfinga sem hafa farið
Ilolu i Ilöggi nefnist „Ein-
herjar“. Þeir halda árlega
með sér mikið golfmót og
þetta mót þeirra verður nú
um nawtu helgi á Grafar-
holtsvellinum. Ilefst það á
sunnudagsmorguninn kl.
11.00 og verða þá leiknar 12
eða 18 holur allt eítir veðr-
um og vindum. Fyrirkomu-
lagið er „Stableford með 7/8
forgjöf“ og veitt þrenn verð-
laun. Enginn verðlaun verða
fyrir að fara Holu í Ilöggi
enda allir keppendurnir i
mótinu gert það áður. Aftur
á móti verða aukaverðlaun
fyrir að vera næstur holu á
17. brautinni en það telja
Einherjar að sé verðugri
keppni fyrir þá.
r