Morgunblaðið - 13.09.1981, Qupperneq 15
Víkingur
15
Helgi Helgason:
UNDANFARIN ár hefur verið
Kott samhand milli Víkinxs og
Völsungs á Iiúsavík. Ungt fólk
frá Ilúsavík. sem sótt hefur nám
hingað til Reykjavíkur hefur
gjarnan fylkt sér undir merki
Víkings með góðum árangri.
Bræðurnir Helgi og Hafþór
Helgasynir frá Grafarbakka á
Húsavík eru í þessum hópi, báðir
meistaraflokksmenn i knatt-
spyrnu eins og flestir vita. Og
suður til Reykjavíkur og komst að
hjá Sláturfélagi Suðurlands. Það
var ekki erfitt fyrir mig að velja
Víking, ég þekkti nokkra stráka í
liðinu og einn mjög vel, Arnór
Guðjohnsen, en hann er líka frá
Húsavík.
Hvernig hefur þér líkað dvölin?
— Mjög vel, ég hef verið mjög
ánægður hjá félaginu. Það er
sérlega góður andi ríkjandi innan
þriðji bróðirinn, Aðalsteinn, hef-
ur unnið mjög mikið og gott starf
innan knattspyrnudeiidarinnar.
Foreldrar þeirra bræðra eru Jó-
hanna Aðalsteinsdóttir og Helgi
Bjarnason, gagnmerk hjón. Mik-
ill íþróttaáhugi hefur alla tið
verið á heimilinu og foreldrarnir
eru tryggir fylgjendur Víkings.
Þess má geta i leiðinni, að
unnusta Ilelga, Anna Garðars-
dóttir, sem einnig er frá Húsavik,
keppir i hlakinu hjá Vikingi og
varð íslandsmeistari sl. vetur, en
uppistaðan i blakliði Vikings eru
einmitt stúlkur úr Völsungi.
— Eg gekk í Víking í ársbyrjun
1978 og spilaði mína fyrstu leiki
með meistaraflokki þá um sumar-
ið, sagði Helgi í stuttu spjalli. Ég
var ákveðinn í því að verða
kjötiðnaðarmaður og þess vegna
kom ég suður. Reyndar gat ég lært
iðnina heima á Húsavík en mig
langaði til að breyta til. Því fór ég
meistaraflokksins og rússnesku
þjálfararnir tveir, Youri Ilitschev
og Youri Sedov, hafa verið frábær-
ir.
Nú ert þú í nýrri stöðu í liðinu,
miðvarðarstöðunni, eru viðbrigðin
ekki mikil?
— Jú þau eru að sjálfsögðu
mjög mikil. Ég hef alltaf spilað
stöðu tengiliðs, ef undan er skilið
hálft ár með Völsungi, en þá var
ég líka miðvörður. I vor kom upp
vandamál hjá okkur, það vantaði
skyndilega miðvörð og Youri bað
mig að fara í stöðuna, sem ég
gerði. Mesti munurinn er sá að í
miðvarðarstöðunni eru minni
hlaup en meira stress, maður
getur ekki tekið jafn mikla áhættu
og maður gerði stundum áður. Nú,
svo má ekki gleyma því að maður
fær sárasjaldan að fara upp i
vitateig andstæðinganna og það
þykir mér slæmt því mér finnst
gaman að skora mörk. Það er allt í
lagi að spila í vörninni en tengilið-
arstaðan finnst mér þó meira
spennandi.
Hefur ekki álagið verið mikið á
liðinu í sumar?
— Jú, alveg gríðarlegt, við er-
um búnir að vera í toppbaráttunni
frá upphafi mótsins og það hefur
tekið mikið á taugarnar. Við
höfum fengið mörg tækifæri til að
tryggja okkur sigur en taugarnar
hafa brostið of oft. Þarna spilar
reynsluleysi inní að mínu mati.
Nú er Evrópuleikur framundan,
sá fyrsti sem þú spilar. Hvernig
líst þér á?
— Það verður mjög spennandi
að spreyta sig í Evrópukeppninni,
sérstaklega vegna þess að við
mætum svo sterku liði. En við
erum ákveðnir í að standa okkur
vel. Það þarf líka að afsanna þá
kenningu að 1. deildin hjá okkur
sé miklu lélegri núna en hún hefur
verið undanfarin ár. Hún er að
mínu mati síst lakari, aðeins
jafnari og bilið milli 1. og 2.
Bræðurnir Hafþór (tv.) og Helgi Helgasynir.
deildar hefur minnkað. Það sést á
leikjunum í bikarkeppninni í
sumar, þegar 2. deildarliðin komu
hvað eftir annað á óvart og unnu
lið úr 1. deild.
Og að lokum Helgi, nú ert þú að
ljúka kjötiðnaðarnáminu. Hvað
tekur nú við?
— Ég hef fullan hug á því að
starfa áfram í Reykjavík og spila
riieð Víkingi. Ég kann vel við mig
hjá félaginu og tel að ég geti náð
enn lengra sem knattspyrnumað-
ur undir stjórn Youri Sedov. Það
er því engin ástæða til að breyta
til núna.
'S7 #
Kjötbúð Vesturbæjar,
Bræðraborgarstíg 43, sími 14879.
RAFMOTORAR
frá 0.18 kW .. 315 kW.
STRENGIR OG VÍR
. . Skipsstrengir f mikiu úrvali.
ROFABUNAÐUR
t. d. allar stærdir af spólurofum.
IÐNAÐARKLÆR OG
TENGLAR
RAFMAGNSMÆLAR
fjölbreytt úrval.
Umboðsaðilar:
•^Í/*KiNG HF. m
Sundaborg
Síml: 84000 - nay<i|aWk
„í lagi að spila í vörn
en tengiliðarstaðan
er meira spennandi“