Morgunblaðið - 18.09.1981, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
Rofar til í húsnæðismálum stúdenta:
Vík, hæð í Tryggva-
götu og nýbygging við
Sigtún standa til boða
_I>AD IIEFUR komið töluverður kippur í þessi mál að undanförnu <»í
það eru komnar margar íbúðir <>k herherKÍ á skrá hjá okkur, sem
stúdentar Keta leitað til okkar um." sagði Finnur InKÓlfsson formaður
Stúdentaráðs Háskóla íslands i samtali við Morgunblaðið í «ær, er
hann var spurður um ástandið i húsnæðismálum stúdenta.
Finnur sagði að stúdentum
hefðu verið boðin afnot af sex
herbergjum í húsnæði í Borgar-
túni, sem Guðmundur Jónasson
sérleyfishafi á. Að vísu væri þar
ekki eldunaraðstaða, en þrátt
fyrir það gætu stúdentar notað
herbergin og því hefðu þau verið
tekin á skrá. Þá sagði Finnur að
Félagsstofnun stúdenta hefðu ver-
ið boðin afnot af Hótel Vík, sem
stendur við svokallað Hallæris-
plan, en það mál væri algerlega
órætt í stjórn Félagsstofnunar og
því væri lítið hægt að segja um
málið. Einnig væri það ljóst að
það myndi kosta mikla peninga að
fara út í þetta, vegna þess að húsið
væri mjög lélegt og þyrfti mikilla
endurbóta við. Þá væri möguleiki
á að stúdentar fengju efstu hæð
húss sem Sambandið á í Tryggva-
götu.
Það kom einnig fram hjá Finni
að stúdentum hefði verið boðin til
kaups nýbygging við Sigtún, en
þar væri hægt að innrétta tuttugu
íbúðir fyrir stúdenta og yrðu
íbúðirnar um 50 fermetrar að
stærð. En um þetta ætti eftir að
taka ákvörðun í Stúdentaráði og
stjórn Félagsstofnunar.
„Nú erum við með 2 íbúðir og
sex herbergi á skrá umfram eftir-
spurn, en verðið er hærra en það
verð sem við bjóðum á stúdenta-
görðunum," sagði Finnur. „Við
höfum nú vissa möguleika í hús-
næðismálunum, ef ekki verða
Tveggja mán-
aða gæsluvarð-
hald staðfest í
Hæstarétti
ILESTIRftTTllR staðfesti á mið-
vikudaginn gæsluvarðhaldsúr-
skurð yfir manni sem kveðinn
var upp í Sakadúmi fyrir
skömmu. Úrskurður sá var upp á
gæsluvarðhald til 18. nóvember,
en varðhaldið er þetta langt
vegna síbrota mannsins. Er hann
m.a. grunaður um að hafa stund-
að hílaviðskipti á ólöglegan hátt
og notað til þess víxla sem hann
var ekki borgunarmaður fyrir.
stoppaðir á okkur allir peningar,
en við erum hálft í hvoru hræddir
við það. Við þurfum að leita til
ríkisins með fé til framkvæmda og
við spyrjum hvort fjárveitinga-
valdið sé eitthvað að meina með
því, þegar það talar um mikinn
vanda í húsnæðismálunum. Núna
gæti reynt á það, hvort þeir hafi
manndóm í sér til úrbóta, vegna
þess að staðreyndin er sú að það
eru stúdentar sem sprengja upp
verðið á leigumarkaðnum og
skapa vandræðin," sagði Finnur
Ingólfsson.
Allharður árekstur varð um klukkan 21 í gærkvöldí, á móts við KRON-verslun við Norðurfell í
Breiöholti. Þar skullu saman fólksbill og jeppi og valt jeppinn við áreksturinn. Jeppinn er mjög mikið
skemmdur, en fólksbillinn eitthvað minna. Maður úr jeppabifreiðinni var fluttur á slysadeild. en
meiðsli hans voru ekki kunn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Áreksturinn var það harður að
kranabíl þurfti til að flytja bílana burtu. í gærdag urðu 33 árekstrar i Reykjavik og 5 árekstrar i
Kópavogi. Ljósm. Mbl. Július.
Hjúkrunarfræðingar vinna
stundum allan sólarhringinn
- segir Kristín Óladóttir deildarstjóri á gjörgæsludeild Borgarspítalans
_ÞAI) hefur ríkt mikill hjúkrun-
arfra-ðingaskortur á gjörgæslu-
deild í sumar og það kom fyrir að
hjúkrunarfræðingarnir þurftu
að vinna heilan sólarhring í einu
vegna þessa skorts," sagði Krist-
ín Óladóttir deildarstjóri á gjör-
gæsludeild Borgarspitalans.
„Ástandið var til dæmis þannig
á tímabilinu frá 5. júlí til 15-ágúst
að þá vantaði á 101 dagvakt, 67
kvöldvaktir og 78 næturvaktir.
Þessi störf voru unnin af hjúkrun-
arfræðingum sem tóku á sig auka-
vaktir og hjúkrunarfræðingum
sem vinna hér hlutastörf, og eins
og áður segir þá kom það fyrir að
hjúkrunarfræðingarnir urðu að
vinna allan sólarhringinn til þess
að endar næðu saman.
Það er algjört lágmark að hafa
hér 5 hjúkrunarfræðinga á dag-
vakt, 3 á kvöldvakt og 3 á
næturvakt, en stundum höfum við
orðið að bjargast við 4 hjúkrunar-
fræðinga á dagvakt," sagði Krist-
ín.
„Það hefur verið óvenju mikið
að gera á gjörgæsludeildinni í
sumar, því mikið hefur verið um
slys og svo hefur hjúkrunarfólkið
verið í sumarfríum. Ástandið er
þó að lagast núna og verið er að
ráða nýtt fólk, en það þarf að setja
það inn í störfin og það tekur
tíma. En hér á gjörgæsludeildinni
er mjög erfitt að vera með óvant
fólk.
Skýringin á því hve erfitt er að
fá hjúkrunafræðinga hér til starfa
er líklega sú að hér er um mjög
þunga hjúkrun að ræða og endast
því hjúkrunarfræðingarnir ekki
eins vel og á léttari deildum,"
sagöi Kristín.
CÍOB'
Skólagarðar í Vatnsmýrinní
Að undanförnu hefur talsverðu magni af mold verið komið fyrir í
Vatnsmýrinni og er þetta uppgröftur úr grunnum húsa á
Eiðsgranda. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá
llafliða Jónssyni. garðyrkjustjóra borgarinnar, þyrfti moldin að
síga og vatn þyrfti að renna úr henni áður en hún yrði nýtt. Þá
sagði Ilafliði að sér hefði verið falið að gera tillögu um skólagarða
á þessu sva-ði og einnig sagðist hann búast við að á svæðinu gæti
áframhaldandi ræktun Tjarnarsvæðisins farið fram.
Ljósm. Mhl. Kristján.
Ætlar borgin að yfir-
taka Fjalaköttinn?
MORGUNBLAÐINU barst í gær afrit af bréfi sem
horkell Valdimarsson hefur sent Borgarráði Reykjavík-
ur. í upphafi bréfsins segir Þorkell: Hjá Fasteignamati
Ríkisins liggur fyrir óundirritað bréf, með bréfhaus frá
Borgarskipulagi Reykjavíkur, og er svohljóðandi.
Snældan á Þórshöfn gæti
skrimt fram yfir áramót
„Gatnagerð og veitur kostnaðar-
áætlun.
Borgarskipulag Reykjavíkur
hefur farið þess á leit við embætti
borgarverkfræðings, að veitu-
stofnun og gatnadeild geri hvor
um sig lauslega kostnaðaráætlun
um framkvæmdir í Grjótaþorpi,
samkvæmt tillögunni.
Niðurstöður ættu að geta legið
fyrir fljótlega. Hefja þarf hönnun
þessara þátta sem fyrst.
Húsakaup borgarsjóðs í Grjóta-
þorpi.
Eins og fram hefur komið er
reiknað með því að borgarsjóður
kaupi eftirtaldar fasteignir í
Grjótaþorpi.
Vesturgata 5: verði keypt, lóð-
armörkum breytt vegna Mjó-
strætis, húsið endurbætt og selt
síðan aftur.
Fischersund 1 og 3a: — húsin
keypt til niðurrifs, lóðirnar notað-
ar til aðkomuleiðar að Aðalstræti
6 (Morgunblaðshúsið) og fyrir
bílastæði.
Aðalstræti 8: (Fjalakötturinn).
Stefnt verði að því að borgarsjóð-
ur yfirtaki húsið og geri þar
þjónustumiðstöð fyrir borgarbúa,
— Menningarsetur — miðbæjar-
ins.“
Síðan segir Þorkell í bréfi sínu
að á hinu óundirritaða bréfi
standi. „Ekki til birtingar".
„Þar sem ég er eigandi fasteigna
í Grjótaþorpi, er mér mjög brýnt
að fá upplýst, hvort bréf þetta
túlki stefnu borgarinnar í skipu-
lagsmálum svæðsins og hvort
bréfið, sem kann að hafa áhrif 4
endurmat húsa og lóða á svæðinu,
hafi verið sent Fasteignamati
Ríkisins með yðar vitund og vilja,“
segir Þorkell að lokum.
- segir Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri
_ÉG SENDI helminginn af starfsfólkinu i fri i dag, vegna
verkefnaskorts, og er nú bara með þrjár manneskjur. Fólkið verður í
fríi fram í nóvember að minnsta kosti," sagði örn Sigurðsson,
framkvæmdastjóri saumastofunnar Snældunnar á Þórshöfn í samtali
við Morgunblaðið í gær. _Við framleiddum einvörðungu úr ull, en
höfum ekki framleitt neitt úr ull frá því fyrir sumarfri. en það var i
byrjun ágúst. Við höfum hins vegar farið inn á aðrar brautir með
jítinn hluta starfsfólksins, til þess að stöðva ekki reksturinn," sagði
Örn .
„Við framleiðum nú það sem við
höfum verið með frá upphafi,
vinnusloppa, en það er aðallega
fyrir nágrennið. Við vorum með
næg verkefni fram að sumarleyf-
um, en nú er verkefnaskorturinn
að draga þetta allt niður. Þeir sem
selja framleiðsluna segja, að það
sé ekki hagkvæmt að selja þetta,
það vanti 15-20% á það að þeir
hafi sína álagningu út úr þessu,“
sagði Örn.
Örn sagði að ástæða þessa væri
sú að framleiðslukostnaðurinn
væri of hár, öllu heldur að gengis-
skráningin væri vitlaus. Einnig
hefðu stóru saumastofurnar á
Suðurlandi aukið framleiðsluna og
ekki væri hægt að horfa fram hjá
þeirri staðreynd, að einhversstað-
ar frá yrði að taka 30-40% fram-
leiðniaukningu hjá stóru sauma-
stofunum. Framleiðniaukningin
kæmi því niður á minni sauma-
stofunum. Örn gat þess að fram-
leiðslunni yrði ekki hætt nema í
ýtrustu neyð, en saumastofan gæti
kannski skrimt með 2-3 manneskj-
ur fram yfir áramót. Hinsvegar
yrði að athuga að þá bæri rekstur-
inn ekki greiðslur af stofnlánum
og fleiru.
Örn taldi þá einu leið færa til
úrbóta, að breyta stefnunni i
atvinnumálum þjóðrinnar, að
hverfa frá núllrekstrarstefnunni
yfir í hagnaðarstefnu. „Það er
alveg staðreynd að hvert það
fyrirtæki sem rekið er með hagn-
aði, skilar þeim hagnaði margföld-
um til baka, bæði tii starfsfólks og
þjóðfélagsins, en núllstefnu-
fyrirtækin eru allsstaðar til
óþurftar,“ sagði Örn Sigurðsson.
Tilboð komið í
Lifshlaup Kjarvals
GUÐMUNDUR Axelsson í Klausturhúlum staðfesti í samtali við
Morgunhlaðið í gær, að hann hefði fengið tilboð í myndvcrkið
Lífshlaup Kjarvals, sem hann hefur nýlega látið gera upp.
Guðmundur vildi ekki segja
hver tilboðið hefði gert, né
heldur hver upphæðin væri, en
sagði að tilboðið væri „þokka-
|egt“, en hann „vildi kannski
meira“. Ekki sagðist Guðmundur
vita hvort von væri á fleiri
tilboðum, en sagðist ætla að bíða
og sjá hvað gerast myndi um
helgina.
Guðmundur sagði einkaaðila
eiga umrætt tilboð og segja
mætti að hann væri safnari.
Ekki vildi hann segja hvort hér
væri um innlendan eða erlendan
aðila að ræða. Þess má geta, að
nokkrir aðilar eru taldir hafa
áhuga á að kaupa Lífshlaup
Kjarvals, og má þar nefna Seðla-
bankann, Reykjavíkurborg, Hús
verslunarinnar og Þorvald Guð-
mundsson í Síld og Fisk.