Morgunblaðið - 18.09.1981, Side 8

Morgunblaðið - 18.09.1981, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981 Tónlrikastarfsemi Tónlistar- félaKs Reykjavíkur hefst næstkom- andi lauKardaK «K eru fyrstu tón- leikar starfsvetrarins 1981 — 1982 Ijóóatónleikar sem þau halda Ólöf Kolhrún llaröardóttir ok dr. Erik Werba. IIvoruKt þeirra þarf að kynna fyrir íslenzkum tónlistarvin- um, <>k Erik Werba reyndar ekki fyrir tónlistarvinum um víða vcr- öld. því aö hann hefur um áratUKa skeiö veriö einn dáöasti pianóleik- ari viö ljoöasonK sem uppi er. Söngskrá þeirra Olafar og Werba er óvenjuleg, þó ekki væri nema fyrir það aö hinir tveir hlutar hennar, fyrir og eftir hlé, bera fyrirsagnir. Heitir fyrri hlutinn „Konur í kvæð- um Goethes", og undir þeirri fyrir- sögn verða flutt tíu lög eftir fimm tónskáld við kvæði Goethes um konur eöa í orðastað kvenna. í þessum kvæðum syngja þroskaðar konur um ástir sínar, drauma og Ólöf K. Ilarðardóttir ok Erik Werha. Tónlistarfélag Reykjavíkur: Vetrarstarfsemin hefst með ljóðatónleikum Ólafar K. Harðardóttur og Erik Werba örlög. Tónskáldin fimm eru Mozart, Beethoven, Schubert, Schumann og Hugo Wolf. Síðari hluti söngskrárinnar ber hins vegar fyrirsögnina „Ungmeyj- arljóð". Þar verða, til mótvægis við kvennaljóð Goethes flutt níu sönglög þriggja tónskálda sem öll fjalla um ungar stúlkur eða eru lögð þeim í munn. Tónskáldin þrjú eru Sibelius, Brahms og Richard Strauss. Tónleikar Ólafar og Werba verða haldnir í Austurbæjarbíói á laugar- daginn og hefjast kl. 2.30. Af öðru listafólki sem fram munu koma á vegum Tónlistarfélagsins í vetur má nefna: ítalski fiðlusnilling- urinn Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson, pianóleikari, koma fram á tónleikum þann 17. október. Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanó- leikari kemur fram á einleikstón- leikum þann 31. október. Hin heims- fræga söngkona Elly Ameling og Dalton Baldwin, pianóleikari, halda tónleika þann 7. nóvember. Söngvar- inn William Parker heldur tónleika í janúar. Áætlað er að pianóleikarinn Dalton Baldwin komi aftur til lands- ins í febrúar og leikur hann þá með söngkonunni Rosmary Landry. Rud- olf Kerer, píanóleikari, kemur fram á tónleikum þann 13. marz. Leifur Þórarinsson tónskáld mun annast tónleika fyrir félagið í apríl og verða á efnisskrá þeirra tónleika ýmis kammerverk eftir hann sjálfan. Þann 8. maí mun fiðluleikarinn Ernst Kovacic halda tónleika. Tónlistarfélagið getur bætt við sig nokkrum nýjum styrktarfélögum. (Fréttatilkynning.) Skákvertíðin er að hef jast Á sumrin ligKur starfsemi TaflfélaKanna að mestu í dvala. en nú þeKar haustar ferð hvert mótið af öðru að hefjast. Um helgina hefst UnKlinKameistara- mót fslands í skákhrimilinu við Grensásveg. Öllum. sem eru 20 ára <>k yngri. er heimil þátttaka. en mótið hefst í kvöld, föstudag. kl. 20., ug lýkur á mánudaginn. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Búast má við því að margir af okkar efnilegustu unglingum verði með. því fyrstu vcrölaun eru ferð á skákmót erlendis, væntanlega unglinga- mót í Noregi eða Svíþj<>ð. En þeir, sem eldri eru, eru þó ekki alveg hafðir út undan um þessa helgi. Vestur á Seltjarnar- nesi hefst á morgun, laugardag- inn 19. september, hið árlega GROHE-skákmót. Mótið hefst í Valhúsaskóla ki. 14 og verður fram haldið á mánudag og þriðju- dag kl. 20. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi og hefur hver þátttakandi 30 mínút- ur til umráða á hverja skák. GROHE-hraðskákmótið fer fram þriðjudaginn 29. október kl. 20. Spcnnan eykst í deildakeppninni Undanfarin ár hefur deilda- keppni SÍ ekki vakið jafn mikla athygli og skyldi vegna mikilla yfirburða Taflfélags Reykjavíkur, sem hefur yfir að ráða flestum af sterkustu skákmönnum landsins. Sú breyting hefur nú verið gerð að TR sendir tvær álíka sterkar sveitir til leiks í fyrstu deild og er við því að búast að keppnin um efsta sætið verði geysispennandi, því eftir að TR hefur verið skipt aukast möguleikar hinna taflfé- laganna, svo sem Taflfélags Kópavogs, Skákfélags Akureyrar o.fl., á því að blanda sér í toppbaráttuna. Skákmönnum í TR hefur nú verið skipt upp í tvo hópa eftir því hvar þeir eru búsettir á höfuð- borgarsvæðinu. í stórum dráttum er skiptingin á þessa leið: Norður- og vesturbær: Friðrik Ólafsson, Margeir Pétursson, Ingi R. Jóhannsson, Jóhann Hjartar- son, Karl Þorsteins, Bragi Krist- Skák eftir Margeir Pétursson jánsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Dan Hansson, Guðmundur Ág- ústsson og Jóhann Þórir Jónsson. Suður- og austurbær: Guðmundur Sigurjónsson, Jón L. Árnason, Haukur Angantýsson, Elvar Guð- mundsson, Björn Þorsteinsson, Stefán Briem, Sævar Bjarnason, Ásgeir Þ. Árnason og Þórir Ólafs- son. Á pappírnum virðist hér vera um tvær ægisterkar sveitir að ræða, en reyndin hefur hins vegar verið sú að mikil forföll hafa verið í sveit TR í deildakeppninni, sérstaklega þegar teflt hefur verið úti á landi. Deildakeppnin hefst á Húsavík föstudaginn 25. september og koma þar allar sveitirnar í fyrstu og annarri deild saman og tefla fjórar umferðir. í fyrstu umferð mætast TR-sveitirnar tvær inn- byrðis og má búast við því að línurnar skýrist nokkuð eftir þá viðureign, þó sú hugmynd að skipta TR-mönnum í tvo jafn- sterka hópa hafi tekist vel í framkvæmd. Ilaustmótin hefjast í október Fyrir jól halda taflfélög í stærri kaupstöðunum jafnan haustmót, sem oftast er jafnframt meistara- mót viðkomandi félags. Á Stór- Reykjavíkursvæðinu verða haldin tvö haustmót. Taflfélag Reykjavíkur hefur sitt mót sunnudaginn 4. október kl. 14. Þátttakendum verður skipt í flokka eftir Elo-skákstigum, 12 í hverjum flokki, nema neðsta flokki þar sem teflt verður eftir Monrad-kerfi. Teflt verður á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum og verður mótinu því lokið fyrir lok október. Keppnin i flokki 14 ára og yngri á haustmóti TR hefst laugardaginn 10. október kl. 14. Taflfélög Seltjarnarness, Kópa- vogs, Garðabæjar og Hafnar- fjarðar halda sameiginlegt haust- mót sem hefst mánudaginn 19. október. Nánari upplýsingar fást hjá viðkomandi félögum. Skákæfingar í skákheimilinu við Grensásveg eru tefld hraðmót með 15 mínútna umhugsunartíma á skák á þriðju- dagskvöldum kl. 20 og 10 mínútna hraðmót á fimmtudögum á sama tíma. Unglingaæfingar TR eru sem fyrr á laugardögum kl. 14— 18. Taflfélag Seltjarnarness er með æfingar á fimmtudögum í Valhúsaskóla, frá kl. 18.30—20 fyrir unglinga og frá 20—22 fyrir aðra. Auglýst er eftir þátttöku í Skólamóti Knattspyrnusambands íslands Þátttökutilkynningar sendist Knattspyrnusambandi íslands, íþróttamiöstööinni Laugardal, box 1011 124, Reykjavík, fyrir 25. september, merkt: „Skólamót". Þátttökugjald kr. 500,- sendist meö tilkynningunni. K.S.Í. Göngu skíða- menn Verö meö bindingum kr. 1620. Nú er rétti tíminn að byrja að æfa fyrir veturinn. Hjólaskíöin eru frábært æfinga- tæki. Veröi Ijós! Gott úrval af allskonar bílaperum. Höfum fengið allar gerðir af perum í bíla, bifhjól og vinnuvélar 6, 12 og 24 volta. Heildsala, smásala. Mjög hagstætt verð. Fást á öllum bensínstöðvum okkar. Perurnar frá Dr. G. Fischer í V-Þýskalandi eru viðurkennd gæðavara. STÖÐVARNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.