Morgunblaðið - 18.09.1981, Blaðsíða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
17
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 5 kr. eintakiö.
Skattar, bílar
og vegir
Forráðamenn Bílgreinasambandsins gripu til athyglisverðrar aðferð-
ar á miðvikudaginn til að vekja athygli manna á því, hve ríkishítin
seilist djúpt í vasa bifreiðaeigenda og þeirra, sem kaupa bifreiðar. 56%
af því verði, sem menn greiða fyrir nýjan bíl, renna í ríkishítina. 56,06%
af verði hvers bensínlítra renna í ríkishítina. Þessi þunga skattbyrði var
í upphafi réttlætt með því, að fjármunirnir myndu renna til endurbóta á
vegakerfinu. Nú er svo komið, að af 73.559 milljónum króna, sem
ríkishítin hirðir af bifreiðaeigendum í einni eða annarri mynd renna
25.242 milljónir króna til vegamála, eða 34,3% af tekjunum.
Þegar litið er á skattbyrðina annars vegar og ömurlegt vegakerfi
landsins hins vegar, hljóta menn að spyrja: Hvers vegna taka þingmenn
ekki á sig rögg og láta af stórhug tii skarar skríða í vegamálum? Er
rúmlega 65% rýrnun á bifreiðatekjum ríkissjóðs dæmigerð um meðferð
fjármuna, þegar þeir renna inn og út úr ríkishítinni? Eða er markvisst
verið að innheimta bifreiðatekjurnar á fölskum forsendum? Framfarir í
vegamálum eru óskadraumur manna í öllum byggðum landsins. Þær eru
í raun skynsamlegasti þáttur byggðastefnu, sem allir sameinast um. í
kosningaslagnum og á milli kosninga er lagt að stjórnmálamönnum að
gera umtalsvert átak í vegamálum, nota bifreiðatekjurnar í þágu
nútíma vegagerðar en lækka þær ella. Sjálfstæðismenn hafa á Alþingi
lagt fram áætlun um að leggja varanlegt slitlag á alla helstu vegi
landsins á nokkrum árum. Slíkt átak er ekki meira á landsvísu, en þegar
ráðist var í að malbika götur í Reykjavík á sjöunda áratugnum. Eins og
Þórir Jónsson formaður Bílgreinasambandsins benti á, þá yrði ekki
amast við hárri skattheimtu á bifreiðar, ef þess sæjust skýr merki, að
fjármununum væri varið til framkvæmda við vega- og umferðarmál.
Við erum vanþróuð þjóð í vegamálum, raunar sýnast sumir þingmenn
líta á útgjöld til vegamála sem einskonar þróunaraðstoð við kjördæmi
sitt eða byggðarlag. Þessi hugsunarháttur verður að breytast. Nú í haust
lýkur framkvæmdum við Hrauneyjafossvirkjun, ráðleysi stjórnvalda í
orkumálum hefur leitt til þess, að þá missa hundruð vinnufúsra manna,
jafnt verkamenn sem verkfræðingar, atvinnuna við þau störf, sem þeir
hafa fyllilega á valdi sínu. Þá verður stórvirkustu vinnuvélum
landsmanna ef til vill lagt og steypustöð lokað. Hvernig væri að veita
þessu prýðilega vinnuafli tækifæri til að takast á við vegagerð, þar til
ráðist verður í næstu stórvirkjun?
Aðstoðarmenn
og smápeningar
Næsta einkennilegar yfirlýsingar hafa verið gefnar undanfarna daga
af aðstoðarmönnum forsætisráðherra og fjármálaráðherra um efni
fjárlagafrumvarps næsta árs. Jón Ormur Haíldórsson aðstoðarmaður
forsætisráðherra reið á vaðið hér í blaðinu á þriðjudag og sagði að
fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1982 gerði ráð fyrir skattalækkunum í
tengslum við komandi kjarasamninga, ákveðin upphæð yrði sett til
hliðar í frumvarpinu til að lækka skatta. Hann vildi engar fjárhæðir
nefna og talaði rósamál. Húskarl fjármálaráðherra, Þröstur Olafsson,
sem sumir segja raunar, að fari með stjórnina yfir ríkiskassanum,
staðfestir að ríkisstjórnin hyggist hafa fjárhæð í frumvarpi sínu til
fjárlaga til að stunda efnahagskúnstir svo sem eins og niðurgreiðslur
eða eitthvað annað. „Það er ekki búið að ákveða neitt nema að eiga
þarna smápening til að geta brugðist við, ef þarf, þegar þar að kemur,"
sagði Þröstur Ólafsson.
Jafnt ráðherrar og opinberir starfsmenn hafa verið taldir bundnir
þagnareiði um efni væntanlegs fjárlagafrumvarps, sé þessi eiður rofinn,
hlýtur það að teljast til hinna mestu tíðinda. Hvers vegna eru
aðstoðarmenn forsætisráðherra og fjármálaráðherra tilbúnir að ræða í
blöðum um „smápeninga" til skattalækkana í tengslum við komandi
kjarasamninga, áður en fjárlagafrumvarpið hefur verið prentað? Stafar
þetta af klaufaskap og reynsluleysi eða af viðleitni til að skapa
ríkisstjórninni vinsemd innan verkalýðshreyfingarinnar? Ásmundur
Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands segist ekkert vita um þetta
mál nema það, sem hann hafi séð í blöðum. Hins vegar er forseti ASÍ
eins og áður tilbúinn til að rétta ríkisstjórninni hjálparhönd. Hann
segir: „Ég tek það þannig, að það eigi að verja því (smápeningunum
innsk. Mbl.) í samráði við verkalýðssamtökin." Þetta skyldu þó ekki vera
30 smápeningar?
Endar
Austur-
bergs
þrengdir?
„UMFERÐARRÁÐ hefur lagt
til við borgarráð að upphækk-
aðar gangbrautir og þreng-
ingar svipaðar þeim og eru við
enda Vesturbergs verði komið
fyrir við báða enda Austur-
bergs,“ sagði Guttormur
Þormar verkfræðingur hjá
umferðardeild Reykjavíkur-
borgar þegar Morgunblaðið
ræddi við hann í gær. Að
undanfornu hefur verið nokk-
ur kurr i íbúum við Austur-
berg sokum hins mikla hraða
sem ökumenn aka á eftir
Austurbergi, sérstaklcga á
þetta við um morgnana en þá
kemur fjöldi unglinga akandi
til náms í Fjölhrautaskólan-
um. á sama tíma og börn við
Austurberg þurfa að komast
yfir götuna á leið til síns
skóla. og tvö börn hafa með
skömmu millihili lent fyrir
bílum á Austurbergi.
Engar gangstéttir eru enn
sem komið er við Austurberg,
en að sögn Ólafs Guðmunds-
sonar hjá gatnamálastjóra þá á
gangstéttin að koma að vestan-
verðu við götuna. Var beðið
eftir því að lokið yrði við að
malbika bílastæði við Fjöl-
brautaskólann og er því nýlok-
ið. Kvað Ólafur að næst yrði
hafist handa við að steypa
kanta við götuna og ef vélar og
bílar fengjust, þá ætti að ljúka
við sjálfa gangstéttina í haust.
Guttormur Þormar sagði að
auk þess sem Umferðarráð
hefði lagt til að komið yrði
fyrir þrengingum og upphækk-
uðum gangbrautum við götuna,
bessir ungu drengir, sem allir eiga heima við Austurberg, hafa
enga gangstétt til að ganga á. Búið var að leggja gangbraut
austanmegin við götuna en af einhverjum ástæðum var tyrft en
ekki malbikaö yfir, þannig að það er erfitt yfirferðar með hjól og
vagna. Eins og sjá má er engin gangstétt komin vestan við götuna.
Ljósm. Mbl. RAX.
þá væri einnig lagt til að
Austurberg fengi aðalbrautar-
rétt gagnvart Hraunbergi og
því væri enn meir áríðandi að
koma fyrir þrengingum á þess-
ari miklu umferðargötu.
Ágúst Pétursson oddviti á Patreksfirði:
Töluvert alvarlegt ástand
framundan í atvinnumálum
Hugur í fólki að rekstri Skjaldar verði haldið áfram
„Það er óhætt að segja að eins
og málin standa i dag þá er
töluvert alvarlegt ástand fram-
undan vegna atvinnumála al-
mennt. Það hlýtur að hafa áhrif
þegar eitt stærsta atvinnufyrir-
tæki staðarins hættir starfsemi
sinni. Við fjöllum um þetta i
sveitarstjórn i dag, en ég reikna
með að þar verði lítið annað hægt
að gera á þessu stigi en kjósa
fulltrúa sveitarstjórnar i sér-
staka nefnd sem starfsfólk
Skjaldar og Verkalýðsfélagið á
staðnum hafa staðið fyrir að
skipa, en sú nefnd og sveitar-
stjórn munu siðan fjalla áfram
um þetta alvarlega mál,“ sagði
Ágúst Pétursson oddviti á Pat-
reksfirði og skrifstofustjóri
llraðfrystihússins Skjaldar.
Skjöldur hefur þegar sagt upp
öllu starfsfólki sinu og verður
fyrirtækinu lokað fljótlega. ef
Bréf Jafnréttisráðs til útvarpsstjóra:
Auglýsing innheimtudeild-
ar verði ekki sýnd framar
JAFNRÉTTISRÁÐ hefur ritað útvarpsstjóra bréf, þar
sem m.a. er farið fram á, að hætt verði sýningu
auglýsingar um vangreidd afnotagjöld ríkisútvarpsins,
sem ráðið telur brjóta í bága við jafnréttislög.
í bréfi sínu segir Jafnréttisráð reyna að vera karlmaður.'
m.a.: „Auglýsingar þessar hafa
vakið athygli fyrir fádæma
ósmekklega framsetningu, þar
sem ekkert samræmi virðist vera
milli myndar og texta. I umrædd-
um auglýsingum er karlmaðurinn
sýndur, eins og hönnuður auglýs-
ingarinnar kemst að orði í blaða-
viðtali: .. .„sem nokkurs konar
fulltrúi stofnunar, fastur og stöð-
ugur, virðulegur, eins og stofnun-
in.“ Um konurnar segir hönnuður-
inn: „Stúlkurnar sveigja sig og
beygja til að mýkja formið og
réttlæta þennan stirða texta."
Ennfremur segir hún: „Konan á að
þora að vera kona. Eg tala um
karlmann sem stólpa, aðalaflið í
þjóðfélaginu og konan er vafn-
ingsviðurinn, hún á að standa
honum við hlið. Hún á ekki að
Það er því augljóst, að hér er
verið að túlka úreltar hugmyndir
um stöðu karla og kvenna í
þjóðfélaginu."
Þá segir: „Stjórnvöldum og
opinberum stofnunum ber því
skylda til að stuðla að jafnrétti og
jafnri stöðu kvenna og karla og er
athyglisvert, að ástæða þótti til að
setja sérstakt ákvæði sem bannar
mismunun kynjanna í auglýsing-
um. Jafnréttisráð telur að í marg-
nefndum auglýsingum hafi
ákvæða jafnréttislaganna ekki
verið gætt. Ráðið fer því þess á leit
við Ríkisútvarpið, að það hætti
sýningum á umræddum auglýs-
ingum og taki ekki til sýningar
þær auglýsingar frá innheimtu-
deild Ríkisútvarpsins, sem eru
svipaðrar gerðar."
Spi urt t & svara< s
Geir HaUgrímsson svarar spurningum lesenda um stjórnmálaviðhorfið
Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á næstunni
svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um stjórnmálaviðhorfið. Þeir
sem óska að bera fram spurningar við Geir Hallgrimsson eru beðnir um
að hringja i sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá
spurningar teknar niður. Einnig er hægt að senda þær skriflega til
ritstjórnar Morgunblaðsins. óskaö er eftir að spurningar séu bornar
fram undir fullu nafni.
Magnús Erlendsson
6253 - 2017:
, í Morgunblaðinu 12. sept.
skrifar einn af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins grein, þar
sem hann segir meðal annars, að
á flokksráðsfundi í Sjálfsta'ðis-
flokknum eftir að Gunnar Thor-
oddsen myndaði núverandi
vinstristjórn, hafi sami Gunnar
réttlætt gerðir sínar með cftir-
farandi ummælum: „meirihluti
þingflokks er bundinn af sam-
þykktum flokksráðs en minni-
hlutinn ekki“.
Hver er skoðun Geirs llall-
grimssonar á þessum furðulegu
ummælum lagaprófcssorsins
Gunnars Thorddsens?
SVAR:
í skipulagsreglum Sjálfstæðis-
flokksins segir svo í 10. gr.:
„Flokksráð markar stjórn-
málastefnu flokksins, ef ekki
liggja fyrir ákvarðanir lands-
fundar. Ekki má taka ákvörðun
um afstoðu flokksins til annarra
stjórnmálaflokka nema með
samþykki flokksráðs.“
Ofangreindu ákvæði hefur
ávallt verið fylgt með þeim hætti,
að skylt er að leita samþykkis
flokksráðs þegar Sjálfstæðis-
menn hafa tekið þátt í myndun
ríkisstjórnar með öðrum stjórn-
málaflokkum.
Það er ljóst, að allir þingmenn
flokksins eru bundnir af ofan-
greindu ákvæði. Ef einstakir
þingmenn eða minnihluti þing-
flokks fellir sig ekki við ákvörðun
meirihluta þingflokks, þá er unnt
að skjóta þeirri ákvörðun meiri-
hlutans til úrskurðar flokksráðs.
En bæði minnihluti og meirihluti
þingflokks eru auðvitað skuld-
bundnir að hlíta þeim úrskurði og
heimild flokksráðs er skilyrði
fyrir því að gengið sé til sam-
starfs við aðra flokka.
Flokksráðsfundur Sjálfstæðis-
flokksins haldinn 10. febrúar
1980 lýsti, eins og kunnugt er,
andstöðu við ríkisstjórnina og
málefnasamning hennar.
Það fer því ekki milli mála að
þeir Sjálfstæðismenn, sem taka
þátt í og styðja núverandi ríkis-
stjórn hafa gengið í berhögg við
skipulagsreglur Sjálfstæðis-
flokksins.
Sveinn Guðmundsson,
Iláteigsvegi 2:
Hvaða álytkanir geta sjálf-
sta'ðismenn dregið af úrslitum
norsku Stórþingskosninganna
og sigri Ilægri flokksins?
SVAR:
Ég tel einkum þrennt eiga þátt
í sigri Hægri flokksins.
1. Norðmönnum ofbjóða aukin
ríkisumsvif, skriffinnska og
skattaálögur. Hægri flokkur-
inn hét því að létta skattaálög-
ur og draga úr ríkisumsvifum
og skrifræðinu. Þessi stefna er
í samræmi við baráttumál
Sjálfstæðisflokksins og á sér-
stakt erindi til íslendinga,
þegar skattbyrði hefur aukist
um 60—70 milljarða g.kr. á
síðustu 3 árum vinstri stjrna
og beinir skattar, fasteigna-
skattar, tekju- og einkaskattar
og útsvör hafa hækkað um
30—40% frá því sem var á
árinu 1977. Ennfremur eru
óteljandi þau laga- og reglu-
gerðarákvæði sem á síðustu
árum auka umsvif hins opin-
bera og takmarka athafnasvið
einstaklinga. Sjálfstæðisflokk-
urinn á verk að vinna, að snúa
þessari þróun við.
2. Norðmenn hafa orðið fyrir
vonbrigðum, að olíugróðinn
hefur ekki nýzt þeim eins og
vonir þeirra stoðu til og kenna
stjórn Verkamannaflokksins
um. Við höfum engan olíu-
gróða, þvert á móti orðið að
þola olíuverðhækkanir. En við
höfum orðið aðnjótandi gróða
af auknum þorskafla eftir út-
færslu efnahagslögsögunnar í
200 mílur 1975. A síðustu 5
árum hefur þorskaflinn nær
tvöfaldast, en aukning þjóðar-
framleiðslu og þjóðartekna er
að staðna og kaupmáttur
launa rýrnar. Það er hlutverk
Sjálfstæðisflokksins að nýta
auðlindir landsmanna til nýrr-
ar sóknar til að auka fram-
leiðslu, framleiðni og fjöl-
breytni atvinnuvega og bæta
lífskjör fólksins.
3. Hægri flokkurinn gerði það að
ekkert verður að gert. Aðeins
örfáir einstaklingar hafa starfað
þar undanfarið við pökkun á
skrrið. en þegar allt var i góðum
gangi störfuðu þar frá 120—150
manns, að meðtöldum sjómönn-
um, að sögn Ágústar.
Aðspurður um hvað valdið hafi
þessum gífurlegu erfiðleikum
Skjaldar, sagði Ágúst: „Ég býst
við að það hafi verið margs konar
erfiðleikar í sambandi við útgerð-
ina. Skjöldur á gamlan togara sem
liggur bilaður og á honum stendur
12 ára klössun. Þá á það einnig
gamalt skip, Maríu Júlíu, sem
skortir líka vitjun. Þá eru fjár-
hagslegir erfiðleikar og eigendur
hafa látið í það skína, að þeir vildu
hætta rekstri og margt fleira
mætti nefna."
Þá sagði Ágúst: „Það hefur
verið kosin sérstök nefnd af hálfu
starfsfólks Skjaldar og eru í henni
þrír fulltrúar þeirra og einn frá
Verkalýðsíélaginu. Á þessum
fundi okkar í sveitarstjórn í dag
verður tekin ákvörðun um einn
mann af hendi sveitarstjórnar í
nefndina. Það er auðvitað skylda
sveitarfélagsins að líta eftir at-
vinnumálum staðarins. Hvað þessi
nefnd kann að gera veit ég ekki, en
það liggur svona í loftinu að það er
hugur í fólki að þetta atvinnufyr-
irtæki leggist ekki niður."
Ágúst sagði einnig, að Sam-
bandsfrystihúsið á staðnum hefði
átt við ákveðna erfiðleika að
stríða. Þar hefði komið til hráefn-
isskortur o.fl., en til stæði að þeir
fengju togara frá Siglufirði fljót-
lega og vonandi breytti það ein-
hverju.
„Þetta verkar náttúrulega á allt
atvinnulíf. Fólksfjöldi hér aðeins
rúmlega eitt þúsund manns og
auðvitað virkar það á allt atvinnu-
lífið þegar eitt stærsta atvinnu-
fyrirtækið hættir starfsemi sinni.
Þessa dagana er aðeins verið að
vinna við að pakka skreið og örfáir
einstaklingar sem hafa vinnu við
það.“
Borgarstjórn:
Umræðiir um um-
sókn SAÁ um lóð
undir sjúkrastöð
Á BORGARSTJÓRNARFUNDI i gær urðu umræður um umsókn SÁÁ
um lóð undir sjúkrastöð. Talaði Markús örn Antonsson fyrir málinu
og hvatti einnig til þess að borgarstjórn veitti fé til lagfæringar á vegi
að Silungapolli þar sem SÁÁ hefur nú sjúkrahús aðstöðu sína. Benti
hann á, að verulegur kostnaður stafaði af snjómokstri yfir
vetrarmánuðina sökum þess hvernig vegurinn væri en, sjúklingar
byggju engu að síður við mikið öryggisleysi.
Sigurjón Pétursson taldi tor- skiptavina söluturnsins og benti á
höfuðstefnumáli að treysta ör-
yggi og varnir landsins og
aðild Noregs að Atlantshafs-
bandalaginu, en Verkamanna-
flokkurinn sem hingað til hef-
ur verið sama sinnis, lét bilbug
á sér finna. Enginn vafi er á
því að Sovétríkin reyna nú að
kljúfa Norðurlöndin, Noreg,
Danmörk og Island frá varn-
arsamtökum vestrænna lýð-
ræðisríkja. Það er því sérstakt
fagnaðarefni, að Norðmenn
létu ekki undan þrýstingi að
austan. Við íslendingar erum
undir þessum sama þrýstingi
og það er hlutverk Sjálfstæðis-
flokksins að tryggja sjálfstæði
og sjálfsákvörðunarrétt þjóð-
arinnar með þátttöku í At-
lantshafsbandalaginu og varn-
arsamningnum við Bandarík-
in. Þetta verkefni er því mik-
ilvægara, þegar völd og áhrif
Alþýðubandalagsins fara vax-
andi í landinu og þeir veifa
leynisamningi og bera fyrir sig
neitunarvald, einkum þegar
um er að ræða framkvæmdir
til að skapa varnar- og eftir-
litsstöðinni á Keflavíkurflug-
velli skilyrði til að gegna
hlutverki sínu.
Ég hef hér rakið þrjú megin-
mál, sem eiga þátt í sigri Hægri
flokksins og geta verið okkur
Sjálfstæðismönnum til íhugunar
og fyrirmyndar.
merki á að SÁÁ gæti fengið lóð í
Ártúnsholti, þar sem samtökin
hefðu sótt um lóð á svæði sem
\æri óskipulagt ennþá. Davíð
Oddsson benti á að Sigurjón hefði
nýverið í borgarráði samþykkt
lóðarumsókn frá banka um lóð á
óskipulögðu svæði vestan Glæsi-
bæjar, en hér væri um brýnni þörf
að ræða þar sem SÁÁ hefði aðeins
bráðabirgðahúsnæði fyrir hina
þýðingarmiklu starfsemi sína. Var
málinu vísað til borgarráðs.
Þá var tekin fyrir umsókn frá
eiganda söluturns í biðskýli við
Sogaveg, um leyfi til að bæta þar
aðstöðu. Sigurður G. Tómasson
lagðist gegn þessu og minnti á að
íbúar í hverfinu hefðu kvartað
undan slæmri umgengni við-
að mikið ónæði yrði í hverfinu ef
þarna yrði sett upp aðstaða til að
afgreiða beint í bíla eins og
eigandinn fyrirhugar. Lagði hann
fram viðaukatillögu þess efnis að
ekki yrði leyft að reisa þarna
söluturn með þessu sniði. Var
umsókn verzlunarmeigandans
samþykkti um 10 atkvæðum gegn
5 en viðaukatillagan með 12 sam-
hljóða atkvæðum.
Þá urðu nokkrar umræður um
tillögu Kristjáns Benediktssonar
um skráningu sögu Reykjavíkur,
og var m.a. bent á að hún væri
áður fram komin þó í annarri
mynd væri. Var tillögunni vísað til
borgarráðs og síðan borgarstjórn-
arfundar 15. okt. með 15 sam-
hljóða atkvæðum.
Mikið að gera í
síldinni á Eskifirði
ÞOKKALEG síldveiði hefur verið
hjá reknetahátum á Norðfjarðar-
flóa og í Mjóafirði siðustu nætur.
Flestir hafa bátarnir landað á
Eskifirði og þar lönduðu 6 bátar í
fyrradag og 9 í ga'r.
Ævar Auðbjörnsson fréttaritari
Morgunblaðsins á Eskifirði sagði í
gær, að í fyrradag hefðu verið
saltaðar 500 tunnur á tveimur
söltunarstöðvum og í gær 759
tunnur á þrem stöðum þ.e. hjá
Auðbjörgu, Sæbergi og Friðþjófi.
Síldin þykir nú góð til söltunar og
nú er svo komið að á Eskifirði
vantar fólk í flestöll störf. Kvað
Ævar að rætt hefði verið um að
láta togarana landa í einhverjum
mæli annarsstaðar á meðan síld-
arhrotan stæði yfir. Nú er fjöldi
aðkomufólks kominn til starfa á
Eskifirði.
Runólfur á
Bjarna Ólafssyni.
Isinn
tor-
veldaði
veiðina
Bjarni ólafsson
kominn af rækju-
veiðum við miðlín-
una milli íslands og
Grænlands
BJARNI Ólafsson, loðnu-
skipið af Akranesi, er nú
komið af ra'kjuveiðum við
miðlínuna milli íslands og
Grænlands, og er að búast
til loðnuveiða. Rækjuveið-
arnar gengu bærilega fram-
an af, en eftir skelskiptin á
rækjunni, gerði ís þeim
erfitt fyrir á Bjarna.
— Við vorum við miðlín-
una milli íslands og Græn-
lands, sagði Runólfur Hall-
freðsson, skipstjóri í spjalli
við Mbl., og bara eitt skipa á
stóru svæði, svo það er
kannski erfitt fyrir mig að
segja til um hvort þarna
hafi verið nóg rækjan — en
okkur gekk bærilega fyrri
part úthaldsins. Við hættum
um 20. júlí, því þá byrja
skelskiptin á rækjunni og
standa svona tvær til þrjár
vikur. Seinna úthaldið byrj-
uðum við svo 10. ágúst, og þá
gekk illa. Það var svo mikill
ís á miðunum. Menn telja nú
það sé óvanalegt, að það sé
svo mikill ís á þessum slóð
um um þetta leyti árs og
þetta var langtum meiri ís
heldur en var í fyrra, og
meiri heldur en maður
þekkti þarna í gamla daga.
Jú, ég reikna með að halda
áfram næsta sumar á þess-
um veiðum, það er vel hægt
að stunda þær, held ég, og
það ætti að borga sig ef
eitthvað fæst. Verðið er gott.
Runólfur kvaðst eindregið
vonast eftir því að gengið
yrði til samninga um miðlín
una milli Grænlands og ís-
lands og veiðar við hana, því
þar hefðu Islendingar tölu
verðra hagsmuna að gæta,
sem væri rækjan, en rækju
veiðarnar eru miklar í græn
lenskri lögsögu við miðlín
una í mars, apríl og maí.
Og nú ertu að búa þig á
loðnuna?
Já, ætli ég fari ekki út
eftir helgi. Mér líst vel á
vertíðina. Nú fer hún að
verða góð loðnan og í nóv-
ember er styst að ná í hana
Það hefur gengið tregt, já
en bátar hafa heldur ekki
stundað þetta að marki, og
svo er erfitt að ná loðnunn
svona langt.
*