Morgunblaðið - 18.09.1981, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
25
Stallone vill ekki
berjast við Ali
+ Sylvester Stallone, sem þekktur er íyrir leik sinn í kvikmyndunum
Rocky I og II, þar sem hann leikur boxara, hefur fengið tilboð um að
keppa við Muhamed Ali fyrrverandi heimsmeistara i þunxavÍRt eða
núverandi heimsmeistara, Larry Holmes, og fyrir viðvikið hafa honum
verið boðnar 5,7 milljónir íslenskra króna. Hér er ekki um nema þrjár
iotur að ræða.
Hinn 35 ára gamli Stallone sem er um þessar mundir staddur í London til
að vera viðstaddur frumsýningu á nýjustu kvikmynd sinni „Victory" er
sagður hafa verið við það að slá til og taka boðinu. Hann sagði þar í viðtali
nýlega, vegna þessa tilboðs: „Það eru margir, sem halda að ég 3é
raunverulegur boxari, en það er svo langt frá því að svo sé. Ef ég tæki þátt
í þessari keppni gæti ég átt það á hættu að verða sleginn til bana.“
Barbara Walters
hæst launaði
kvenmaður veraldar
+ Hinn þekkti bandaríski frétta-
maður ABC-sjónvarpsstöðvar-
innar Barbara Walters endur-
nýjaði nýlega samning sinn við
sjónvarpsstöðina. Sagt er að
hinn nýi samningur hafi fært
henni sem nemur rúmlega fimm
og hálfri milljón íslenskra króna
í árslaun, engin smáupphæð það,
enda er hún nú sögð einn hæst
launaði kvenmaður veraldar.
Mick Jagger ekki
hræddur um líf sitt
+ Mick Jagger, sem segja má að
sé „súperstjarna“ rokksins
verður nú að horfast í augu við
hin 38 ár, sem hann á þegar að
baki.
Þeir, sem fylgst hafa með
Mick Jagger á hljómleikum, hafa
séð að hann er aldrei kyrr á
sviðinu heldur hreyfir sig stöð-
ugt. Um þessar mundir eru
Rollingarnir á ferðalagi um
Bandaríkin og er áætlað að þeir
skemmti í 40 borgum og bæjum.
Jagger hefur þegar komist að
því, að hann hefur alls ekki sama
úthald og hann hafði áður á
hljómleikum. Hann sagði í við-
tali nýlega: „Ég get haldið áfram
að syngja og spila allt mitt líf en
ég get ekki haldið áfram að
hoppa og hreyfa mig svona á
sviðinu eins og ég geri núna.
Eftir nokkur ár mun ég ekki
hafa líkamlegt þrek til þess
arna.
Sagt er að Mick Jagger hafi
hlaupið fimm kílómetra á hverj-
um degi til að halda sér við
líkamlega og til þess að undirbúa
sig undir hljómleikaferðina.
Hvað framtíðinni viðvíkur þá
má gera ráð fyrir að Mick Jagger
leiki í nokkrum kvikmyndum.
Meðal verkefna þá má búast við
því að hann og David Bowie
muni vinna að kvikmynd í sam-
einingu.
Eftir morðið á John Lennon þá
eru margar af stórstjörnum tón-
listarlífsins hræddar um líf sitt
og hafa því ákveðið að hætta að
koma fram á tónleikum, en Mick
Jagger er ekki hræddur við
þetta. Hann sagði í þessu sam-
bandi: „Það er ekki hægt að
eyðileggja líf sitt með því að
vera taugaveiklaður út af svona
hlutum. Það eru og hafa alltaf
verið til brjálæðingar og auðvit-
að verður maður að passa sig á
þeim. Ef það situr einhver slíkur
meðal áhorfendanna og beinir að
þér byssu, þá er ekki mikið hægt
að gera til að fyrirbyggja það
þrátt fyrir það að gerðar séu
allar tilhlýðilegar ráðstafanir.
Journey er vinsælasta rokkhljómsveit Bandaríkjanna
um þessar mundir. Platan Escape er á toppnum
um þessar mundir vestra og er þaö allnokkur
árangur, en ekki lætur Journey þar viö sitja.
Lagiö Who’s Crying Now er á meöal þeirra mest
spiluöu í bandarískum
útvarpsstöövum og
gistir nú topp Heildsöludreifing
10-listann vestanhafs. *t«ÍAorhí
Símar 85742 og 85055