Morgunblaðið - 18.09.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1981
29
Gluggað í Alþingistíðindi:
Hve f jölmenn skyldi „hirðin“
verða i hinni nýju „Hliðskjálf44?
Þórgnýr Guðmundsson skrifar:
„Allir vita að þessi „tíðindi"
eru gefin út ár hvert. Mun fara
eftir atvikum hve heftin eru
mörg í tengslum við hvert þing.
Óhemju lesmál er í hverjum
árgangi og ótæmandi fróðleikur
tengdur stjórnsýslu landsins.
Gætu því ýmsir satt nokkuð
forvitni sína, ef þeir hefðu áhuga
og tómstundir til lestrar.
Þessa stundina hef ég í hönd-
um Alþingistíðindi,— þingskjal,
14. hefti 1980-1981. Þar má lesa
meðal annars: Þingskjal 643.
Fylgiskjal 1. 18. Starfsmenn
Ríkisútvarpsins 1. mars 1981.
(bls. 2103-2109).
Sá er þetta ritar var svo
forvitinn að hann kastaði tölu á
þennan virðulega starfshóp.
Reyndust einstaklingarnir 254
Mikið lið og harðsnúið.
Mér dettur í hug að fleiri
kunni að vera forvitnir. Þess
vegna birti ég þetta. Heimildin
er traust. Hér munu ekki öll kurl
komin til grafar. Vitað er að
Ríkisútvarpið hefur fréttaritara
hér og þar um lönd og álfur.
Almenningur hefur enga hug-
mynd um með hvaða kjörum
þeir eru ráðnir. Varla munu það
vera sjálfboðaliðar.
Rétt er að geta þess að nokkrir
þessara 254 eru ekki í fullu
starfi. Fjórir hafa %, tveir %,
tuttugu og tveir %, einn 2/5 og
níu eru lausráðnir. (Þingskjal
643, bls. 2135.) Ráðamenn stofn-
unarinnar hrópa hástöfum án
afláts, segja að hún sé í fjár-
svelti, þarfnist meira starfsliðs,
meira fjár, rýmri húsakynna
o.s.frv. Húsnæði Ríkisútvarpsins
var þó í apríl 1980 samtals 7174
mz. Aætlað húsrými í nýbygg-
ingu Ríkisútvarpsins er 15.800
mz. (Alþingistíðindi, 14. hefti
1980-1981, bls. 2136.)
Hve fjölmenn skyldi „hirðin"
verða í hinni nýju „Hliðskjálf" í
fyllingu tímans þegar skipað
verður þar í öll sæti?
Þingi og stjórn er skylt að
vera á verði þegar þar að kemur
og gefa þeim ekki alveg lausan
tauminn er þar ráða ríkjum.
Athugasemd við grein um Reykjaréttir
Ilalldór Vigfússon skrifar:
Grein í Morgunblaðinu 13.
þ.m. um hinar endurbyggðu
Reykjaréttir sýnir, að full
ástæða er til að æskja þess, að
blaðamenn og aðrir fari rétt
með nafn eða heiti þessara
rétta og annarra slíkra mann-
virkja. Greinarhöfundur segir
orðið er, því segja má að hvert hár
geri skugga og hver frádráttur
lækkar álagningu. Kirkjuyfirvöld
eru máski á varðbergi um svona
stefnu.
Samkvæmt manntali 1. des.
1980 voru hjón talin vera 91.306.
Hjá þessum fjölda vantar stóran
frádrátt, þótt ekki sé talað um
hærri árstekjur en 5,5—6 milljón-
ir gkr. eins og iðnaðar- og verka-
fólk og bifreiðastjórar höfðu fyrir
árið 1980.
Hann kann lagið
á því hann Pétur
B. Haraldsdóttir hringdi: „Ég
vil taka undir með konu á Selfossi
í Velvakanda 8. september sem
lýsir sérstakri ánægju sinni með
Pétur Pétursson sem morgunþul,"
sagði hún. „Hann hreint og beint
lyftir fólki upp á morgnana með
sínum lögum, ég get ekki orðað
það öðruvísi. Konan á Selfossi,
sem er 67 ára, segist verða tvítug
þegar hún hlustar á hann Pétur,
en ég verð 18 ára.
Lagaval Péturs er alveg sér-
staklega gott. Hann velur létt og
skemmtileg lög, sem er einmitt
svo gott að heyra á morgnana.
Þeir eiga að hætta með þessi
þungu lög — þau mætti hafa á
öðrum tímum dagsins. Ég segi
fyrir mig, að ég vil fara létt og kát
í vinnuna, og hann kann lagið á
því að hressa mann upp, hann
Pétur.“
meðal annars: „Reykjarétt,
sem oft gengur undir nafninu
Skeiðaréttir ..." En hluturinn
er, að Reykjaréttir heita þær,
eða öðru nafni Skeiðaréttir.
Sunnanlands, a.m.k. í Arnes-
og Rangárvallasýslu, eru rétta-
heiti frá fornu fari í fleirtölu.
Er litið svo á, að þar sé um að
ræða samstæðu einstakra rétta
þ.e.a.s. almenningur og dilkar.
Að viðhafa eintölu um þetta
lætur okkur Sunnlendingum í
eyrum líkt og sagt væri „buxan
mín“, „skærið mitt“ eða annað
slíkt.
Að þetta sé ekki einhver
hótfyndni í mér, má sjá með
því að blaða í safnritinu
„Göngur og réttir". Þar rita
staðkunnugir menn um hluti,
sem þeir þekkja, og þeir hafa
réttanöfnin í fleirtölu. Ég tek
sem dæmi: Fljótshlíðarréttir,
Reyðarvatnsréttir, Landréttir,
Skaftholtsréttir, Skeiðaréttir,
Tungnaréttir og svo má lengi
telja. Vitna má og í ræðu
Agústs Þorvaldssonar á Brúna-
stöðum, sem hann hélt á 100
ára afmæli Reykjarétta
(Skeiðarétta), og er ræðan birt
í Tímanum þann 1. þ.m. Ekki
vefst fyrir honum að hafa
nafnið í fleirtölu.
„Að fara í réttirnar" er og
jafnan sagt, þó að farið sé
aðeins á einn stað.
Athugasemd
blaðamanns Mbl.
Samkvæmt íslenzkum orða-
bókum og reglum um ritun
íslenzkrar tungu er ekkert sem
mælir á móti því að tala um
fjárrétt i eintölu og t.d. er alltaf
talað um réttarstjóra. Hitt er
svo að jöfnum höndum er talað
um athöfnina réttir í fleirtölu,
svo sem Skeiðaréttir þótt fjár-
réttin sjálf heiti Reykjarétt og
er sú notkun orðsins ekki óal-
geng í málfari heimamanna.
Fjárrétt með mörgum dilkum
er eintöluorð sem stendur fylli-
lega fyrir sínu, en í daglegu tali
er um að ræða eitt af þeim
orðum íslenzkrar tungu, sem
menn get valið um til notkunar.
Hvort tveggja er rétt.
Fullt hús
matar
Okkar
verð
Folaldabuff, nýslátraö ............... 95,00
Folaldagullasch, nýslátraö ........... 89,00
Folalda schnitzel, nýslátraö ... ..... 97,00
Nautaschnitzel .................... 107,00
Nautagullasch ........................ 88,00
Nautainnlæri ..................... 113,00
Nauta roast ........................ 97,50
Nauta grillsteik ...................... 39,50
Nauta bógsteik ....................... 39,50
10 kg. nautahakk ..................... 49,50
Svínaschnitzel ..................... 106,00
Svína mörbráð ........................ 143,00
Svína kótelettur ................... 107.40
Svínalæri ............................. 58,40
Svínabógar ............................ 56,30
Kjúklingabringur ...... ............... 64,50
Kjúklingalæri ......................... 65,50
Lambageiri ........................... 94,00
Marineruö lambarif .... ............... 28.00
Sænsk kryddsteik ...................... 75,00
Lambasteik
(herrasteik, krydduö sérstaklega) 75,00
Opið til kl 7 í kvöld.
Opiö til kl. 4 laugardag
IVui/I laugalsk 2
Sími 86511.
SlGtA V/öGA £ 1/LVt^AN