Morgunblaðið - 19.09.1981, Side 10

Morgunblaðið - 19.09.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 Sýning Valgerðar Hafstað ValKerður Árnadóttir Haf- stað hefur verið búsett erlendis sl. 20 ár og í heimsborgum eins og París 0(í New York eða í nánrenni þeirra. Því er eðlileKt að myndverk hennar hafi yfir sér alþjóðlefían blæ og fersk- leika heimsborKarans. Valgerð- ur hefur eins og svo margir af hennar kynslóð mikinn áhuga á litnum sem slíkum og niðurröð- un hans á myndfletinum og fjölskrúðugum einingum, sem dreift er á margvíslega vegu eftir því sem andinn blæs henni í brjóst hverju sinni. Þá eru vinnubrögð listakonunnar mjög vönduð og heildarsvipur sýn- ^Listakonan er í hæsta máta ljóðræn í myndum sínum og þær bera tilfinningaríkri sál vitni er fyrst og fremst útfærir myndir sínar eftir skynrænum kenndum. 44' ingarinnar því mjög sterkur. Það er því erfitt að benda á einstakar myndir er skera sig úr gæðum því að allar hafa þær eitthvað gilt til brunns að bera. Listakonan er í hæsta máta ljóðræn í myndum sínum og þær bera tilfinningaríkri sál vitni er fyrst og fremst útfærir myndir sínar eftir skynrænum kenndum. Valgerður sýndi síðast hér heima í FÍM-salnum að Laugar- ásvegi, sem nú hefur verið lagður niður á meðan verið er að svipast eftir hentugra hús- næði. Það eru tvö ár síðan og þykir undirrituðum þessi sýn- ing öllu sterkari og lífmeiri þótt breytingarnar séu ekki áber- andi miklar. Þá sýndi hún dálítið af ræmumyndum og eru einungis tvær slíkar á þessari sýningu, nr. 4 „Innrím 1“ og 11 „Innrím II“, en þær eru báðar verðar allrar athygli. — Máski er mynd nr. 6 áhrifamesta Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON verkið á sýningunni, litrík og sterk í formi, — ég staðnæmdist einnig við myndir eins og „Staf- henda" (7), „Draugaleg" (21) og „Afhending" (29) sem er ólík öllu öðru á sýningunni og kann að boða breytingar á list Val- gerðar, sem þó er ógjörningur að spá í. Sýning Valgerðar Á. Hafstað er menningarviðburður sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hún lætur lítið yfir sér og listakonan er há- vaðalaus í viðleitni sinni og á ekki til skrum en vinnur þeim mun meira á við nánari kynni. Sýning Helgu Weisshappel Foster Það hefur lengi verið hljótt um Hamragarða sem vettvang myndlistarsýninga en nú sýnir þar frú Ilelga Weisshappel Foster þrjá tugi myndverka. Helga hefur verið mikil atorku- kona á sýningarvettvangi heima sem erlendis og hefur m.a. náð að komst í nokkrar alfræðiorðabækur um myndlist og er meðlimur í suðrænum listaakademíum. Vinnubrögð Helgu eru mjög opin og óþvinguð og hún notar Hins vegar komu nokkrar myndir Helgu á sýningunni hér al- sendis á óvart en það er þá hún bregður á leik og leyfir sér að sprella dálítið í stað þess að hugsa um fagra á/erð/44 gjarna upphleypta áferð til að auka á áhrif og áferð. Litir hennar vilja oft verða mjög íburðarmiklir og það kann und- irritaður síst að meta. Hins vegar komu nokkrar myndir Helgu á sýningunni hér alsend- is á óvart en það er þá hún bregður á leik og leyfir sér að sprella dálítið í stað þess að hugsa um fagra áferð! Á ég hér við myndir eins og „Ommu- horn“ (15), „Tré“ (16) og „And- lit“ (17). Hér kemur fram upprunaleg myndhugsun, sem Hélga hefði mátt sinna meira um dagana. Ekki veit ég hve- nær listakonan gerði þessar myndir því að ártöl vantar með öllu í sýningarskrá sem er sjálfsagt til baga öllum þeim er rita um myndlistir. Ég álít Helgu sterkasta sem listakonu þegar hún vinnur einfalt og í hreinum og ferskum litum hvort sem þeir eru sterkir svo sem í myndunum í litla herberginu eða eintóna eins og í stærri sölunum. Dregið saman í hnotskurn má segja að Helga sé náttúru- barn í list sinni með öllum þeim kostum og göllum er því fylgja og jafnframt barn þess um- hverfis er hún lifir og hrærist í. Mynd- vefnaður * * Asu Olafs- dóttur í vestri gangi Kjarvalsstaða sýnir Ása Ólafsdóttir á þriðja tug vefjalistarmynda sem hún hefur gert á sl. fimm árum en þó eru fæstar myndirnar af nýrri gerð. Ása hefur verið búsett í Gautaborg undanfarið og hlotnast þar ýmis frami t.d. hefur hún fengið starfsstyrk frá sænska ríkinu svo og sam- norrænan styrk. Ása er dálítið sér á parti hvað skoðanir snertir og val myndefna. Hér fyrrum voru það frumstæð andlit er ein- Ása er dálítið sér á parti hvað skoðanir snertir og val mynd- efna. Hér fyrrum voru það frumstæð andlit er einkenndu list hennar og minntu vinnubrögð- in um sumt á list indj- ána.^L kenndu list hennar og minntu vinnubrögðin um sumt á list indjána. En er hún hefur dval- ist ytra hafa þjóðleg viðhorf farið að segja meira til sín og er t.d. mynd hennar af íslenzka torfbænum ein albesta myndin á sýningunni og hefur enda vakið mikla athygli fyrir frum- lega útfærslu. Ása hefur bætt miklu við list sína á fáum árum t.d. hvað blæbrigðaríkdóm snertir og vil ég hér einkum benda á myndirnar „Síðasta sumarið" (11) og „Sumarið eft- ir“ (12). Þá eru föng hennar stórum fjölbreyttari en áður og ljóst er að hér er á ferð Iistakona er hefur ánægju af að glíma við hin margvíslegustu viðfangsefni. Hún vinnur hvort tveggja á sviði fjölbreytileikans sem einfaldleikans og kann að byggja upp lífrænan einfald- leika svo sem við sjáum í mynd hennar „Samband" (19) sem er einkar skemmtileg, hrifmikil mynd, rík af yndisþokka. Það er ekki ofsögum sagt að myndir Ásu Ólafsdóttur geri ganga vestri hluta Kjarvalsstaða hlý- legri og lífrænni og mætti leggja áherslu á fleiri svipaðar sýningar í þessum hluta húss- ins því það er líkast því sem gesturinn sé boðinn velkominn í þetta musteri listarinnar er svo tekst til að líkist þéttings- föstu handartaki. Haldi Ása Ólafsdóttir sínu striki þá er ekki að efa að hún eigi bjart framundan á lista- brautinni og fylgja henni mín- ar bestu óskir. Skúlptúr Hallsteins Sigurðs- sonar Það er mikil þrautseigja í vinnubrögðum Ilallsteins Sig- urðssonar sem undanfarið hef- ur verið með sýningu á skúlp- túr-verkum sínum í eystri gangi Kjarvalsstaða og á stéttinni fyrir utan. Hann hefur ekki einasta unnið jafnt og þétt að myndum sínum heldur í milli- tíðinni byggt risastóra vinnu- stofu í Breiðholtinu en áður hafði hann aðsetur að Korpúlfs- stöðum. Myndir sínar vinnur Hallsteinn í margvísleg efni svo sem steinsteypu, plötujárn og epoxy kvarz og notar að auk ýmis litarefni. Það mætti gjarn- an skilgreina list hans á þann hátt, að hann gangi út frá ^Myndir hans eru þungar og staðar og léttur yndisþokkinn virðist vera honum fjarri skapi. Allt er þetta í samræmi við skapgerð listamannsins og látbragð allt en hann er þéttur á velli og hægur í framkomu, líkt og frændi hans, Ásmundur Sveins- son.M „massívum" forsendum í list sinni svo sem það nefnist á fagmáli. Myndir hans eru þung- ar og staðar og léttur yndis- þokkinn virðist vera honum fjarri skapi. Allt er þetta í samræmi við skapgerð lista- mannsins og látbragð allt en hann er þéttur á velli og hægur í framkomu líkt og frændi hans Ásmundur Sveinsson. Myndirnar á sýningunni spanna yfir tímabilið 1968— 1981 en þó á þetta ekki að vera yfirlitssýning nema að vissu marki því hér vantar hreyfi- og veggmyndirnar, sem hann gjarnan nefnir gólfskrið og fönsun. Það er mikið magn mynda i ganginum, sennilega full mikið þar sem um höggmyndir er að ræða, sem þurfa ákveðið rými til að njóta sín, — hér hefði mátt koma til nokkur grisjun. Hins vegar fer vel um myndirn- ar á stéttinni og tvímælalaust eru það öflugustu myndir sýn- ingarinnar, í senn lífrænastar og hrifmestar og þá einkum rauðu myndirnar. Þykir mér rauða myndin „Ris“ (25) tví- mælalaust hápuntkur sýningar- innar einkum fyrir það að hún er áreynslulausust í útfærslu þ.e. líkast því að vera sprottin upp frá sjálfri náttúrunni. Nú þegar Hallsteinn hefur hin ákjósanlegustu vinnuskil- yrði verður fróðlegt að fylgjast með þróun listar hans á næstu árum og lofa hér plötujárns- myndir hans miklu. Ég hef svo oft ritað um annarskonar myndir Hallsteins á þessari sýningu, t.d. hinar minni steinsteypumyndir svo að ég læt þetta duga að sinni en hvet hann til viðamikilla athafna og hér skipta gæðin meira máli en magnið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.