Morgunblaðið - 19.09.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
Viramhjú á fyrri öld
Guðmundur Jónsson:
VINNUIIJÚ Á 19. ÖLD. 89 bls.
SóKufélag. Rvík. 1981.
Þetta er fimmta ritið í ritsafni
SaKnfræðistofnunar Háskóla ís-
lands og að ýmsu leyti þeirra best.
Höfundurinn er maður kornungur.
Er þetta prófritgerð hans frá
Háskólanum en birtist «hér aukin
og endurbætt*.
Mig langar fyrst að gera smáat-
hugasemd við afmörkun efnisins
— «19. öld». Aldamót eru merkileg
fyrir þá sök að þá skiptir um
tölustaf í ártölunum — en ef til
vill að fáu leyti öðru. Til dæmis
hygg ég að fátt hafi breyst um
síðustu aldamót varðandi efni það
sem hér um ræðir. Hins vegar
mun sitthvað hafa breyst með
fyrri heimsstyrjöldinni, en eink-
um þó með hinni seinni. Og ekki
aðeins breyst heldur má segja að
þá hafi rás viðburðanna sett púnt
aftan við sögu vinnuhjúa og hjúa-
halds á Islandi í gamalli og
viðurkenndri merkingu orðanna.
Æskilegt hefði verið að Guðmund-
ur hefði teygt sögu sína að þeim
tímamótum. Og vonandi á hann
eftir að bæta henni við þó síðar
verði.
Ritgerð þessi er að flestu leyti
gagnorð og greinagóð. Og smátt er
viðfangsefnið ekki því vinnuhjú
voru á fyrri öld ótrúlega fjölmenn-
ur hluti þjóðarinnar. «Á síðari
hluta 19. aldar voru vinnuhjú
35—40% íslendinga 15 ára og
eldri,* upplýsir höfundur svo
dæmi sé tekið. Flest var þetta fólk
einhleypt sem kallað er. Getur
höfundur þess annars staðar í
ritinu að fyrir hafi komið þegar
leið á öldina að vinnuhjú gengju í
hjónaband. Og þótti ósvinna!
Bændur voru oftast einráðir um
kaup og kjör, en þó ekki alltaf.
Bökmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
^Hins vegar mun
sitthvað hafa breyst
með fyrri heimsstyrj-
öldinni, en einkum þó
með hinni seinni. Og
ekki aðeins breyst held-
ur má segja að þá hafi
rás viðburðanna sett
púnt aftan við sögu
vinnuhjúa og hjúahalds
á íslandi í gamalli og
viðurkenndri merkingu
orðannaíí
Kaup var breytilegt og fór nokkuð
eftir árferði, framboði og eftir-
spurn. Og skyldur voru sannarlega
fleiri en réttindi.
«Vinnuhjú fengu kosningarétt
til sveitastjórna árið 1909, en
kjörgeng urðu þau ekki fyrr en
1926. Þrátt fyrir útilokun frá
kosningaþátttöku greiddu vinnu-
hjú ýmiss konar opinber gjöld.
Þeim bar að greiða lausafjártíund,
ef þau áttu hálft hundrað tíundar-
bært eða meira. Vinnuhjú voru
Guðmundur Jónsson
útsvarsskyld og dagsverk til
prests og ljóstoll til kirkju þurftu
þau að greiða. Þótti mörgum þessi
gjöld geysihá miðað við efnahag
þeirra og óréttlátt, þar sem þau
voru ekki í samræmi við álögur
annarra stétta.*
Lengi vel var fólki skylt að
ráðast í vist til bænda væri það
ekki búandi sjálft. Með því skyldi
bændum jafnan tryggt ódýrt og
stöðugt vinnuafl. En einnig skyldi
með því komið í veg fyrir flakk
sem alltaf tíðkaðist meira heldur
en minna og hlýtur að hafa verið
hvimleitt fyrir þjóðina sem heild,
ekki einungis förufólkið sjálft
heldur allt eins bændur og búalið
sem urðu að taka á sig að veita því
fæði og húsaskjól.
Það var ekki fyrr en á seinni
hluta 19. aldar að vistarbandið var
að nokkru leyti rofið. «Tilskipun
um lausamenn og húsmenn,* segir
Guðmundur, «var gefin út 26. maí
1863. Meginefni hennar var á þá
leið, að mönnum 25 ára og eldri
væri heimilt að leysa sig undan
vistarskyldu með leyfisbréfi. Fyrir
leyfisbréf borgaði karlmaður eitt
hundrað á landsvísu, en kona hálft
hundrað (þetta var geysihátt
gjald, nálægt árskaupi vinnu-
fólks).» \
Með hinu háa gjaldi hafa yfir-
völdin sennilega viljað tryggja að
einungis trúverðugir dugnaðar-
menn gætu keypt sér lausamanns-
bréf, menn sem lítil hætta væri á
að legðust í flakk þó vistarbandið
félli af þeim.
Naumast þarf að taka fram að
vinnukonur voru lakar haldnar en
vinnumenn, bæði í kaupi og að-
búnaði. Segir Guðmundur það
stinga «í stúf við hagkvæmni þá,
sem bændur höfðu af því að halda
vinnukonur í samanburði við
vinnumenn. Vera má, að skýringin
liggi sumpart í því, að vinnukraft-
ur kvenna var að stórum hluta
bundinn í ullarvinnslu, sem var
bændum arðlaus, jafnvel til fjár-
hagslegs tjóns. Hin rígskorðaða
verkaskipting milli kynjanna olli
því, að bændur vildu ekkert frekar
halda vinnukonur en vinnumenn.*
í lokakafla ræðir höfundur um
vinnuhjú sem stétt. Segir þar
meðal annars að margt vinnufólk
hafi verið «úr bændastétt komið,
er beið eftir að jarðnæði losnaði
og ávallt færðist nokkur hluti
vinnuhjúa upp i bændastétt.*
Og því má auðvitað bæta við að
svo kröpp sem kjör margra vinnu-
hjúa voru hafa bændur sjálfir og
skyldulið þeirra ekki lifað miklu
betur. Erfiði og fátækt, ef ekki
sultur og seyra, voru tíðum hlut-
skipti þjóðarinnar með óveru-
legum undantekningum. Um það
eru ærnar heimiidir. En um
vinnuhjú sérstaklega hefur hingað
til fátt verið skrifað og því tel ég
þessa ritgerð bæði tímabæra og
gagnlega.
___________________11
Þau tala
tungum
Ný bók frá Blaða-
og bókaútgáfunni
MORGUNBLAÐINU heíur borist
bókin Þau tala tungum. eftir
handaríska rithofundinn og hlaða-
manninn John L. Sherrill. í þýð-
ingu Sigurlaugar Árnadóttur.
llraunkoti í Lóni. Útgefandi er
Blaða- og hókaútgáfan. og segir
svo meðal annars í kynningu
forlagsins:
„í bókinni segir höfundur frá því
er honum var falið, sem blaða-
manni, að kanna og skrifa um
aukna útbreiðslu tungutals og ann-
arra náðargjafa, sem Nýja testa-
mentið greinir frá. Hann áleit að
hér væri um einangrað fyrirbæri
að ræða, ef til vill forvitnilegt, en
tæpast mjög merkilegt.
John L. Sherrill komst að ann-
arri niðurstoðu. Honum opnaðist
nýr heimir í lífi kristninnar. Hann
kynntist Hvítasunnuhreyfinguinni
og framhaldi hennar „náðargjafa-
vakningunni”, þessum greinum
kristninnar, sem örast vaxa um
víðan heim í dag. Hann greinir frá
sögu þessara hreyfinga og ýmsum
forystumönnum þeirra á lifandi
hátt. Einnig segir hann frá kenn-
ingum og helstu einkennum þess-
ara hreyfinga. Hann segir frá eigin
re.vnslu af náðargjöfum Heilags
anda og hvernig hann fékk sjálfur
að tala tungum og öðlast djúp-
stæða trúarreynslu.
Bókin „Þau tala tungum" hefur
komið út á fjölda tungumála og
vakið verðskuldaða athygli hvar-
vetna.
Bókin er 191 bls. að stærð og
kostar 120 krónur.
Prentun annaöist Prentrún og
bókband var unnið í Arnarfelli.„
Viö
bjóöum
ykkur á
Margt er
sér til gamans
gert
A sýningunni veröa m.a.
sýndir 2 nýir bílar en þeir
eru aö sjálfsögöu frá Fíat-
verksmiöjunum og heita:
Teiknari á staönum. Bói
teiknar portrett og
skopmyndir.
Sparneytni fjölskyldubíll-
inn, sem er ótrúlega rúm
góöur og framhjóladrifinn
\ kynning — allir fá aö
rf\ smakka á hinu Ijúffenga
Soda Stream
FIAT
Lúxusbíll á lágu veröi. \ ^
Gjörbreytt útlit, ný véla- \
stærö, mjög sparneytinn, ^
ýmsir aukahlutir. \ -
'' c
Auk þess veröa á sýningunni \
Fiat Ritmo • Fiat 127 special
_ Fiat 227 Fiorino (sendibíll)
^&Fiat X 1/9 • Polonez og 125 P.
] FÍAT EINKAUMBOOÁ ISLANOI
DAVk1 SIGURÐSSON hl
SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI. SÍMI 77200.
PDLDNEZ
POICNEZ