Morgunblaðið - 19.09.1981, Page 16

Morgunblaðið - 19.09.1981, Page 16
1 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 „Hlakka til að taka á móti Yíkingunum i Bordeaux“ Rætt við Jacques Valade, fyrsta borgarstjóra í Bordeaux, sem hér var staddur vegna Evrópubikarleiks Víkings og Bordeaux Jacques Valade, öldungadeildarþingmaður og fyrsti borgarstjóri i Bordeaux. Honum til hægri handar er Albert GuAmundsson en til vinstri er sendiherra Frakka hér á landi, Desbans. „Borgaryfirvöld í Bordeaux eru ákaflega stolt af velgengni Bordeaux-liósins og þátttöku þess í Evrópuhikarkeppninni. Viö reynum lika að styðja það og styrkja á ýmsa vegu eins og aðra iþróttastarfsemi í borg- inni. enda er hér um að ræða fulltrúa borgarinnar, sem geta borið hn')ður hennar víða þegar vel gengur.“ Þannig fórust Jacques Alade orð, fyrsta borgarstjóra í Borde- aux og öldungadeildarþing- manni, þegar blm. Mbl. tók hann taii stutta stund á heimili Al- berts Guðmundssonar, aðalræð- ismanns Krakka hér á landi. Jacques Alade og kona hans komu hingað til lands í fylgd með franska knattspyrnuliðinu Bordeaux, sem í fyrradag keppti við knattspyrnufélagið Víking í Evrópubikarkeppninni. „Ég er fyrsti borgarstjóri í Bordeaux, hægri hönd yfirborg- arstjórans Jacques Chaban- Delmas, þess kunna manns, og staðgengill hans þegar hann hefur öðrum störfum að gegna. Annars var ég háskólakennari, prófessor í efnafræði við háskól- ann í Bordeaux, þegar Chaban- Delmas fór þess á leit við mig árið 1970, að ég gegndi borgar- stjórastörfum í fjarveru hans en hann fór þá með embætti for- sætisráðherra. Það var í raun upphafið á mínum pólitíska ferli og eftir það var ég kosinn á þing sem öldungadeildarþingmaður fyrir Gaullistaflokkinn." Hvernig er háttað samskipt- um borgaryfirvalda í Bordeaux og íþróttafélaganna þar í borg? „Þau eru bæði mikil og náin, jafnt þar sem annars staðar í Frakklandi, enda er almennt mikill áhugi á íþróttum. Það er líka svo, að engin önnur samtök hafa upp á jafn mikið æskulýðs- starf að bjóða og íþróttafélögin og borgaryfirvöldum ber því í raun skylda til að styðja þau eftir megni. Það gerum við líka og lítum svo á, að þeim fjármun- um sé vel varið, sem til íþrótta- starfseminnar fara. Auk al- mennrar heilsuræktar eru af- reksmenn og afrekslið í íþróttum góð kynning fyrir landið og viðkomandi borg og geta t.d. stuðlað að auknum ferðamanna- straumi, svo eitthvað sé nefnt." Svo að vikið sé að öðru. Hvernig líst þér á þau umskipti sem orðið hafa í frönskum stjórnmálum og fyrirætlanir ríkisstjórnar Mitterands? „Mína pólitísku afstöðu má náttúrulega nokkuð marka af því að ég er þingmaður fyrir gaullista og því í stjórnarand- stöðu, en auðvitað hef ég ýmis- legt um þessi mál að segja. Ríkisstjórnin hefur t.d. á prjón- unum og hefur raunar þegar framkvæmt ýmsar félagslegar breytingar, sem itsjálfu sér væru góðra gjalda verðar ef jafnframt væru gerðar nauðsynlegar ráð- stafanir í fjármálum. Svona breytingar eru nefnilega fjár- frekar og enn sem komið er, er allt í lausu lofti með það hvernig þær verða kostaðar. Eg óttast að þessi stjórn, sem nú situr, taki ekki nógu mikið tillit til þessara einföldu sanninda. I þessum málum er betra að fara hægt í sakirnar ef ekki á að verða verr farið en heima setið." En hvað um þjóðnýtingar- áformin og þær byltingarkenndu breytingar, sem gerðar hafa verið á sjálfstæði sveitarfélag- anna? „Gaullistar eru ekki í sjálfu sér á móti þjóðnýtingu, og það má nefna, að De Gaulle hafði forystu í þeim efnum á sínum tíma. Spurningin snýst þó frem- ur um það hve mikil hún á að vera og fyrst og fremst um hvað á að þjóðnýta, hvaða fyrirtæki. Þegar búið er að þjóðnýta raf- magnsfyrirtækin, járnbrautirn- ar, flugfélögin, bankana og öll helstu stórfyrirtækin, og kannski dótturfyrirtæki þeirra líka, er hætt við að einstaklings- frelsið, frumkvæði einstakl- inganna í þjóðfélaginu, sé farið að verða fremur lítið. Þess vegna finnst okkur vera komið meira en nóg. Þegar ríkið tekur upp á sína arma fyrirtæki, sem eiga í harðri samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum, vill oft fara svo, að baráttuhugurinn, samkeppnis- andinn, hverfi, vegna þess að einstaklingarnir finna ekki til sömu ábyrgðar gagnvart starfi sínu og fyrr. Hvað varðar breytinguna á stöðu sveitarfélagananna get ég sagt það, að sem sveitarstjórnar- maður er ég ekki á jnóti meira valdi til þeirra, en ég tel þó, að eðlilegt samræmi verði að vera í milli starfa sveitarstjórnanna og aðgerða ríkisvaldsins á hverjum tíma. Þess vegna er mér eftirsjá í héraðsstjórunum og ég er hræddur um að stjórnmála- mennirnir fái of frjálsar hendur og verði ekki nógu hlutlausir gagnvart fólkinu, hinum al- menna borgara." Að lokum, Valade, hvernig líst þér svo á þig hér norður við heimskaut, í þinni fyrstu ferð hingað til lands? „Eg er nú bara nýkominn og á förum aftur þannig að ég get nú varla mikið um það sagt. Við fyrstu sýn hefur þó ýmislegt komið mér á óvart og margt öðruvísi en ég hafði gert mér i hugarlund. Mér hefur t.d. fund- ist það eftirtektarvert hve við- mót fólks í garð okkar hjóna, jafnvel bláokunnugs fólks, hefur verið einstaklega hlýlegt og skemmtilegt og þá vil ég heldur ekki láta þess ógetið, að móttök- ur Knattspyrnufélagsins Vík- ings hafa verið í einu orði sagt frábærar og ég hlakka til að geta sýnt þeim sömu gestrisni þegar til Bordeaux kemur." Spurt & svarað Geir Hallgrímsson svarar spurningum lesenda um stjórnmálaviðhorfið Geir Hallgrímsson. formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á næstunni svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um stjórnmálaviðhorfið. Þeir sem óska að bera fram spurningar við Geir Hallgrímsson eru beðnir um að hringja i sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá spurningar teknar niður. Einnig er hægt að senda þær skriflega til ritstjórnar Morgunhlaðsins. óskað er eftir að spurningar séu bornar fram undir fullu nafni. Böðvar Jónsson 1197 2001: Mun Sjálfstæðisflokkurinn heita sér fyrir frjálsum útvarps- rekstri fyrir nastu kosningar? SVAR: Á síðasta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, árið 1979, var sam- þykkt sú stefna að útvarpsrekstur vcrði gefinn frjáls, en að út- varpsstöðvum verði sett ákveðin skilyrði fyrir rekstrinum. Þessari stefnu sinni mun Sjálfstæðis- flokkurinn hrinda í framkvæmd, þegar hann fær aðstöðu til þess. Jafnframt leggur Sjálfstæðis- flokkurinn áherslu á að tryggja sjálfstæði Ríkisútvarpsins, fjár- hagslegan grundvöll þess og starfsaðstöðu. Stefán Aðalsteinsson, Prestbakká 13. Rvík: llvað telur þú að búi að haki yfirlýsingum núverandi meiri- hluta borgarstjórnar Reykjavík- ur um nauðsyn þess að ráðstafa til leigu húsna-ði í Reykjavik. sem er autt og að mati meirihlut- ans illa nýtt? SVAFt: Yfirlýsingar forseta borgar- stjórnar, Sigurjóns Péturssonar um mögulegt leigunám íbúðar- húsnæðis í Reykjavík til lausnar húsnæðisvandanum eru í sam- ræmi við úrræði sósíalista er felast fyrst og síðast í höftum, skömmtunum og valdboði ofan frá. Vaxandi húsnæðisskortur í Reykjavík á rót sína að rekja til stefnu vinstri flokkanna í borgar- stjórn og vinstri ríkisstjórna í landinu síðustu 3 árin. Horfið er frá þeirri stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað, að gera sem flestum, einstaklingum og fjölskyldum kleift að reisa sér þak yfir höfuðið, en þess í stað farið eftir þeirri vinstri stefnu að gera fjölskyldur háðar valdhöfunum með því að þiggja náðarsamlegast íbúðar- húsnæði úr þeirra hendi. Landsmönnum er skipt í verð- uga og óverðuga. Þeir verðugu fá 90% lán, en hinir 16,16% lán miðað við byggingarkostnað stað- alíbúðar, en sá böggull fylgir skammrifi, að hinir verðugu mega tæpast hafa meðaltekjur verka- manns, svq að sýndarmennskan ríður ekki við einteyming. Núverandi meirihluti borgar- stjórnar hefur dregið úr úthlutun lóða og vegna seinagangs og fyrir- hyggjuleysis í skipulagsmálum er frekari samdráttur lóðaúthlutana fyrirsjáanlegur, ef borgarbúar tLVKKÍa ekki stefnubreytingu í borgarstjórnarkosningum á vori komanda. Núverandi valdhafar í ríki og borg hafa hækkað fasteignaskatta og eignaskatta stórlega og ný lög hafa verið sett um leigu húsnæðis, en allt þetta veldur minnkandi framboði á húsnæði og á sinn þátt í þeirri húsnæðiskreppu, sem höf- uðborgarbúar eiga nú við að búa. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Oddviti Alþýðu- bandalagsins upplýsir hvað fyrir þeim sósíalistum vakir, að gera einstaklinga og fjölskyldur sér háða og ráðskast með þeirra hag eins og tíðkast í „sæluríkjum" þeirra austantjalds. Samskonar hugmyndir um hús- næðisskömmtun og leigunám hús- næðis komu fram hér í Reykjavík frá Framsóknarflokknum fyrir um 30 árum, en voru þá skjótlega kveðnar niður. Borgarbúar og landsmenn allir munu og sjá til þess nú að þessi afturganga kommúnista hljóti sömu örlög.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.