Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981
fHíurgjti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, slmi 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriítargjald 85 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö.
Marklaus
„kjarnorkuumræða“
Þegar alþýðubandalagsmenn ræða um það hér á landi, að við þurfum
að „komast inn í norrænu umræðuna“ um kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndunum, eru þeir einungis að ræða um það, að þeir
sjálfir verði gjaldgengir meðal þeirra minnihlutamanna, sem telja
heimsfriðnum borgið með því að Norðurlönd iýsi því einhliða yfir við
Sovétríkin, að þau muni ekki verjast af öllum mætti, ef á þau yrði ráðist.
Markleysi þessarar „kjarnorkuumræðu" hefur endanlega verið staðfest í
þingkosningunum í Noregi.
I viðræðum við norræna stjórnarerindreka hefur Igor Semskov,
aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, sá sem fer með Norðurlanda-
mál, ekki viljað gefa neitt til kynna um það, hvað fyrir Sovétríkjunum
vakir, þegar rætt er um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Hann hefur
hins vegar sagt: þið á Norðurlöndunum verðið að koma ykkur saman um
það, sem þið viljið og svo skulið þið snúa ykkur til okkar í Kreml.
Auðvitað vilja Kremlverjar helst fá einhliða yfirlýsingu frá Norðurlönd-
unum á silfurbakka og í því skyni veðja þeir á Alþýðubandalagið og
önnur álíka stjórnmálaöfl.
En hvaða ríkisstjórn á Norðurlöndunum hefur frumkvæði að því
samræmingarstarfi, sem Igor Semskov telur nauðsynlegt? Þegar rætt
var um kjarnorkuvopnalaus svæði á utanríkisráðherrafundi Norður-
landa í Kaupmannahöfn í byrjun þessa mánaðar, var það gert að
frumkvæði norsku ríkisstjórnarinnar. Verkamannaflokkurinn norski
tapaði meðal annars í kosningunum vegna þess, að hann nýtur ekki
sama trausts í utanríkis- og öryggismálum og áður, skoðanabræður
Alþýðubandalagsins í Noregi hafa spillt áliti Verkamannaflokksins. Það
var til að þóknast þessum skaðlega minnihlutahópi, sem fráfarandi
ríkisstjórn í Noregi tók að gefa tvíræðar yfirlýsingar um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd. Ný ríkisstjórn í Noregi mun ekki hafa neitt
frumkvæði að umræðum um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd á
vettvangi norrænna ríkisstjórna. Sænski utanríkisráðherrann Ola
Ullsten hefur gefið til kynna, að það sé brot á sænskri hlutleysisstefnu
að lýsa yfir einhliða kjarnorkuvopnaleysi. Finnska ríkisstjórnin vill, að
farið sé hægt í þessu máli, henni er ekki um það gefið, að hún sé talin
ganga erinda Kremlverja. Anker Jörgensen, forsætisráðherra Dana,
hefur engan áhuga á því, að ræða þetta mál frekar. Ummæli Ólafs
Jóhannessonar utanríkisráðherra benda síður en svo til þess, að ís-
lenska ríkisstjórnin muni hafa hér nokkurt frumkvæði.
„Kjarnorkuumræðunni" verður auðvitað haldið áfram af vinstrisinn-
um á öllum Norðurlöndum, hún er liður í þeim hræðsluáróðri, sem
þessir aðilar telja nauðsynlegan og miðar að því að sannfæra almenning
um, að Sovétríkin séu hættuminni en kjarnorkusprengjan, en byggist þó
á því, að Sovétmenn muni kasta kjarnorkusprengju á Norðurlöndin!
Nýtt frumkvæði stúdenta
r
Inærfellt áratug fóru vinstrisinnar með stjórn málefna stúdenta við
Háskóla íslands, en eins og menn muna misstu þeir völd sín nú í vor.
Stjórnartíð vinstrisinna í stúdentaráði og Félagsstofnun stúdenta
einkenndist af frumkvæðisskorti og neikvæðri afstöðu almennt til
manna og málefna. Til marks um þetta má geta þess, að ákvarðanir um
að ráðast í smíði hjónagarða og rekstur þeirra tveggja barnaheimila,
sem starfrækt eru í þágu stúdenta, voru teknar áður en hinn dauði tími
vinstri manna hófst. Nú nokkrum mánuðum eftir fall vinstri
meirihlutans er kynnt nýtt frumkvæði til að bæta hag stúdenta og
gengið til verks með jákvæðu hugarfari, eins og yfirlýsingar
forráðamanna stúdentaráðs og félagsstofnunar sýna. Fái andstæðingar
róttæklinganna tóm til að vinna að málefnum stúdenta verður þess
áreiðanlega ekki langt að bíða, að ráðist verði í nýjar framkvæmdir í
þeirra þágu. í því efni er velvilji fjárveitingavaldsins að sjálfsögðu
mikilvægur. Fyllsta ástæða er til að gefa því nánar gætur.
Enn um sambandsleysi
Eins og á hefur verið bent veldur sambandsleysið innan Sambandsins
því, að frystihús SÍS í Keflavík er að stöðvast vegna fjárskorts, á
sama tíma og SÍS festir ótaldar milljónir í risavöxnum stórmarkaði í
Njarðvík. Sambandsleysið innan Sambandsins setur einnig svip sinn á
starfsemi SÍS á Vestfjörðum, ótaldar milljónir eru festar í frystihúsi á
Suðureyri, á sama tíma og frystihús SÍS á Patreksfirði berst í bökkum,
af því að ekki eru til fjármunir til að ljúka smíði þess. Og menn spyrja:
hvert er sambandið milli fjármagnsins og þeirrar hugsjónar, að
samvinnuhreyfingin tryggi öllum jafnmikið atvinnuöryggi?
m alltof langa hríð hafa
veður verið válynd í
Sjálfstæðisflokknum.
Það er hins vegar nátt-
úrunnar lögmál, að öll él stytti
upp um síðir. Hann er ekki smár
sá hópur manna, sem vonar og
treystir því, að svo muni einnig
verða nú, áður en langt um líður.
Það felst í hugtakinu sátt, að
allir aðilar að slíkri gjörð verða að
leggja eitthvað að mörkum, til
þess að hún geti orðið að veru-
leika. Menn verða að rifa seglin og
slá af kröfum sínum. Menn verða
að strika yfir stóru orðin, hvort
sem þeim líkar það betur eða verr.
Menn verða að rétta andstæðingi
sínum sáttarhöndina heils hugar,
hvort sem þeir telja hann í raun
og veru verðugan sátta eða ekki.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
jafn undarlegt fyrirbrigði í tilver-
unni og sumir vilja vera láta.
Hann á sér hljómgrunn í ýmsum
beztu eigindum Islendinga — at-
hafnþrá, frelsisvilja, mannúð og
umfram allt umburðarlyndi, um-
burðarlyndi gagnvart skoðunum
annarra og athöfnum, orðum
þeirra og gerðum. Það er að vísu
rétt, að Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur haft á að skipa traustum
forystumönnum og sterkum leið-
togum, sem svo eru nefndir. Saga
flokksins sýnir það hins vegar með
óyggjandi hætti, að það er fyrst og
fremst umburðarlyndið, sem gert
hefur Sjálfstæðisflokkinn stóran
og haldið honum saman um æði
langt skeið.
Hitt er annað' mál og fellur
undir frumspeki stjórnmálanna,
að menn verða af sjálfstæðum
innri hvötum að gera sér grein
fyrir því, af hverju þeir eru í
stjórnmálaflokki með öðrum
mönnum — og hegða sér sam-
kvæmt því. Eg hygg, að ekki þurfi
að leita langt yfir skammt til þess
að komast að raun um það, að
stjórnmálasamtökum bindast
menn fyrst og fremst til að ná
sameiginlcgum markmiðum —
ekki hver fyrir sig heldur allir
saman Ef viljann til slíkrar sam-
stöðu skortir, næst ekki sá árang-
ur, sem að var stefnt.
Sá maður, sem lýtur ekki af
sjálfsdáðum slíku lögmáli, vegna
þess að samvizka og skynsemi
bjóða honum að gera svo, beygir
sig ennþá síður undir boðreglur og
kennisetningar annarra manna,
jafnvel þótt hann hafi sjálfur átt
nokkurn þátt í því að skapa þær.
Vissulega veit slíkt hverflyndi
ekki á gott og boðar ekki langlífi
þeirra stjórnmálasamtaka, er
hafa marga slíka menn innan
vébanda sinna.
Á þingi ungra sjálfstæðismanna
á Isafirði fyrir skömmu voru
samþykkt tilmæli í tveimur liðum
til landsfundar Sjálfstæðisflokks-
ins um breytingar á skipulagsregl-
um flokksins. Þessar tillögur hafa
vakið nokkra athygli fyrir ýmissa
hluta sakir. Þær eru sprottnar úr
grýttum jarðvegi dapurlegrar
reynslu sjálfstæðismanna síðustu
misseri. Þær eiga annars vegar að
vera andsvar við óheillaþróun í
framboðsmálum Sjálfstæðis-
flokksins við síðustu alþingiskosn-
ingar. Á hinn bóginn vísa þær
beinlínis til myndunar núverandi
ríkisstjórnar, sem mörgum sjálf-
stæðismönnum að minnsta kosti
þótti hvíla yfir sérstæðari svika-
glæra en dæmi eru til um í
íslenzkri stjórnmálasögu síðustu
áratuga.
í fyrri lið tillögu ungra sjálf-
stæðismanna er lagt til, að það
verði gert ótvírætt, að þingmenn
flokksins séu bundnir af sam-
þykktum þingflokks og flokksráðs
um samstarf við aðra flokka um
myndun eða setu í ríkisstjórn.
Litið verði á brot á þessum reglum
sem úrsögn viðkomandi þing-
manns úr Sjálfstæðisflokknum. í
síðari lið tillögunnar er ráð fyrir
því gert, að litið verði svo á, að
sjálfstæðismenn, sem í almennum
kosningum taki sæti á framboðs-
listum, sem réttkjörnar stofnanir
flokksins standa ekki að og þar
sem flokkurinn býður sjálfur
fram, hafi þar með sagt sig úr
Sjálfstæðisflokknum.
Það er út af fyrir sig skiljanlegt,
að tillögur af þessu tagi skuli
verða til og hljóta brautargengi í
samtökum sjálfstæðismanna. Það
kemur að vísu nokkuð á óvart, að
það skuli vera hinir yngri menn í
flokknum, sem taka vilja af skarið
með svo harkalegum hætti. Það
eru ekki ýkjamörg ár, síðan
dómsmálaráðherra úr röðum
sjálfstæðismanna varð fyrir
snarpri gagnrýni hinna yngri
flokksbræðra sinna fyrir það að
standa að breytingu á kosninga-
lögum, er laut að því að tryggja
ráð stjórnmálaflokka yfir því,
hverjir byðu fram í þeirra nafni.
Ákvæði kosningalaga mæla því
svo fyrir nú, að beri sá aðili, sem
eftir Pétur Kr.
Hafstein
samkvæmt reglum flokks er ætlað
að ákveða framboðslista eða stað-
festa hann endanlega, fram mót-
mæli gegn þvi, að listinn sé í
framboði fyrir flokkinn, skuli yfir-
kjörstjórn úrskurða slíkan lista
utan flokka og landskjörstjórn
úthluta uppbótarþingsætum í
samræmi við það. Eins og kunnugt
er, var þessi breyting gerð í
kjölfar framboðs Hannibals
Valdimarssonar í nafni Alþýðu-
bandalagsins árið 1967 í óþökk
þeirra samtaka. Þegar hún var til
meðferðar á Alþingi, varð hugtak-
ið flokksræði mörgum tamt á
tungu, ekki sízt ungum sjálfstæð-
ismönnum. Með þessari skipan
mála, sem ég hygg, að hafi nú
áunnið sér almenna viðurkenn-
ingu, var þó aðeins verið að koma í
veg fyrir, að stjórnmálasamtök
manna þyrftu að þola það, að
einhverjir aðrir byðu fram í þeirra
nafni. Þarna var hvergi tæpt á
úrsögn úr flokki, heldur var aðeins
verið að vernda næsta sjálfsagðan
rétt meirihlutans til að ráða
málefnum samtaka sinna. Nú vilja
Ávísun
sundrit
Séð yfir Reykjarétt í gær, en vinstra megin sést á hluta hestagirðingarinnar. bað var margt um manninn í þes
gær.