Morgunblaðið - 19.09.1981, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.09.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 23 Bara nokkuð góð „Noise“ - Einar Vilberg EINAR Vilberg hefur sent frá sér sína þriöju breiðskífu. Ber hún nafniö Noise. Á henni eru 10 lög, öll eftir Einar. Aöstoöarfólk hans á plötunni er greinilega fyrsta flokks, Ólafur Sig- urösson leikur á trommur, Jón Ólafs- son á bassagítar og Þorsteinn Magnússon á sólógítar. Einar sjálfur leikur á gítar. Aöal plötunnar er fyrst og fremst „gamla sándiö" á gítarnum hans Einars, en síðan gítarsólóin hjá Steina. Þetta tvennt lyftir plötunni upp til þeirra betri, sem gefnar hafa verið út á árinu. Jonni á bassanum er góöur aö vanda, þótt ekki beri mikiö á honum sem er miöur. Ólafur trommu- leikari kom mér mjög á óvart og er eitthvaö annaö aö heyra hann spila hér en meö Kamarorghestunum. Flest lög plötunnar eru rokkarar af gamla taginu, eöa eins og þeir hljómuöu á sjöunda áratugnum. Ekki spillir fyrir, aö „sándiö“ er því sem næst sem þá var. Þótt platan sé pottþétt aö flestu leyti, þá er eins og einhvers staöar leki í gegn, og því er hún ekki eins góö og hún gæti orðiö. Ekki láta blekkjast af nýbylgjulegu umslagi þó þaö sé þrumugott. Margir ættu þó aö hafa mjög gaman af þessari plötu Einars og vert aö gefa henni gaum. Bestu lögin eru: „Perfect Charlie“, „MemorÍT es“, Dr. Can’t You“ og „Boogie“. F.S.M. (i<*nosis CLIFF RICHARD er líka annar gamlingi, þó síungur sé. Rétt á eftir „Love Songs“ kemur ný stúdíóplata frá Cliff, „Wired For Sound“, en textinn viö titillagió er eftir B.A. Robert- son, en Alan Tarney sá um upptökustjórn líkt og á „l’m No Hero“. KARLA DE VITO fylgir í kjölfar platna Jim Steinman og Meat Loaf innan tíöar meö sína plötu, „Is This A Cool World Or What?“, en hefur sungiö meö báöum þessum köppum á plötum og báöir kapparnir syngja á hennar plötu í staöinn. BARRY MANILOW kemur meö nýja í lok september, „If I Should Love Again“. Og síöar koma plötur frá Graham Parker, Manfred Mann og Jerry Garcia fyrir áramót. POLICE eru á leiöinni meö splunkunýja rétt bráöum, „The Ghost In The Machine", sem á aö slá fyrri plötur út. TOM TOM CLUB er nýtt fyrirbæri sprungiö út úr Talking Heads Stór plata frá þeim er væntanleg, en lagiö „Wordy Rappinghood" er lagiö sem hefur veriö vinsælt. í lok október er væntanleg safnplata frá QUEEN, „Greatest Hits“. Á henni veröa 17 vinsælustu lögin þeirra. OLIVIA NEWTON JOHN OG SHEENA EASTON eru líka meö nýjar plötur „Physi- cal“ og „You Could Have Been With Me“, og munu báöar vera aö sveigjast inn á rokklínuna. PAUL MCCARTNEY OG KATE BUSH ættu líka aö vera á steypirnum meö nýjar. STARS ON 45 no. 2 er aö koma út í breiöskífuformi, ef fólk hefur enn áhuga, og ný breióskífa er á leiöinni frá ADAM & THE ANTS. DONNA SUMMER er meö nýja á næsta leyti, og í nóvember ætti BLONDIE aö vera meö „Greatest Hits“-plötu. STRAY CATS koma meö nýja í október og MONKEES meö nýja safnplötu í Bretlandi FLESTAR erlendar hljómplötuútgáfur hafa nú þegar tilkynnt þær útgáfur, sem þær verða með fram aö áramótum. Viö höfum af og til tekiö slíkt saman til fróöleiks hér á síöunum þrátt fyrir þaö aö slíkar spár reynist oft á tíðum ná nokkuö lengra fram í tímann, þar sem útgáfum hættir til aö seinka von úr viti í útlandinu sem annars staöar. Nokkrar eru þegar útkomnar erlendis líkt og „Give The People What They Want“ frá Kinks, „Willie Nelson's Greatest Hits And Some That Will Be“, „Dead Set“ frá Grateful Dead, „Nine Tonight“ ný tvöföld hljómleika- plata frá Bob Seger, „Private Eyes“ frá HaM & Oates og „Dance“ frá Gary Numan. BILLY JOEL er á leiöinni meö einfalda hljómleikaplötu sem á eru lög sem voru á „Cold Spring Harbour“, „Piano Man“, „Streetlife Serenade“ og „Turnstiles“ en eins og hann heföi viljaö aó þau hefóu verió upphaflega. Platan heitir „Songs In The Attic“ og er aö koma út. MARIANNE FAITHFUL kemur meö nýja plötu í lok september sem heitir „Dangerous Acquaintances", en flest laganna eru meö textum eftir listakonuna. „You Are What You ls“ er nafniö á næsta Frank Zappa-stykki. Platan er vitanlega tvöföld og í þetta sinn stúdíópiata, og binda útgefendur miklar vonir viö gamla manninn í þetta sinn. Hilly Jocl þar sem sjónvarpsþættir þeirra veröa sýndir aftur í vetur. Og svo má ekki gleyma þeim Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Ðanks, ööru nafni Genesis, en ný plata er á leiöinni frá þeim, ,.Abacab“. Og í restina þá er breióskífa RINGO STARR, „Stop And Smell The Roses“ líka væntanleg bráólega. Katc llush Stjörnur á plasti fyrir jól Lýður Guðmundsson Fjalli - Kveðjuorð í dag kveðjum við hinsta sinni Lýð Guðmundsson bónda frá Fjalli á Skeiðum. Kynni okkar Lýðs voru ekki gömul, þau hófust sumarið 1978 þegar ég réðst til þeirra systkina á Fjalli í kaupamennsku. Fyrstu drögin að vináttu okkar urðu til vegna sameiginlegs áhuga okkar á hestum og útreiðum. Var Lýður hestamaður og reið mikið út. Oft á kvöldin og ef ekkert sérstakt var að gera á daginn, náðum við í hestana og brugðum okkur á bak. Ekki var alltaf farið langt, kannski á næstu bæi og þeginn kaffisopi um leið og spjallað var við kunningjana, því aðalatriðið var að komast á bak og hreifa hestana. A þessum ferðum kynnt- umst við vel, því Lýður var svo skemmtilega málgefinn og kátur að ekki var hægt annað en taka þátt í samræðum og kætast með. Þegar á sumarið leið og útreiða- túrunum fjölgaði styrktust vin- áttuböndin á milli okkar svo, að veturinn á eftir héldum við sam- bandi á ýmsa vegu. Sumarið 1979 var ég aftur í kaupamennsku að Fjalli, þar sem mér hafði liðið mjög vel hjá þeim systkinum sumarið áður. Það var gott að komast aftur í sveitina og geta verið á útreiðum og við vinnu með Lýð, því hans ómetanlega gleði og létta lund hafði góð smitandi áhrif á mig. Þetta seinna sumar leið við ýmiss konar vinnu og skemmtun. Veturinn á eftir var haldið nokkru sambandi, en sumarið 1980 kom ég þar heldur lítið sökum tímafreks náms míns. Ekki var ég þó alveg búinn að gleyma vinum mínum að Fjalli svo að í sumar kom ég þar all oft, var þá gjarnan í útreiðum. Helgina 29.—30. ágúst var minnst 100 ára afmælis Skeiða- rétta og ætluðum við Lýður að fara ríðandi upp í réttir og taka þátt í hófinu. Þegar ég kem að Fjalli á föstudeginum 28. ágúst varð mér illa brugðið. Hafði Lýður þá verið fluttur til Reykjavíkur á spítala fyrr um daginn, mikið veikur. Sjúkdómurinn reyndist vera heilablóðfall og var útlitið heldur slæmt. Ég varð mjög sleginn að þessari frétt, hann Lýður svona mikið veikur, maður sem hafði verið svo hraustur og frískur, að daginn áður hafði hann gengið lengi um Vörðufeil að gá að kindum. En Guð gaf og Guð tók, því getum við mennirnir ekki stjórn- að. Lýður háði stutta baráttu við sjúkdóm sinn sem endaði á þenn- an vég. Ég þakka fyrir þá gæfu að fá að kynnast Lýði, gangi honum vel í þessari löngu ferð, en ég veit að hann Stjarni hans mun koma á móti honum fullbúinn og spara honum sporin. Góða ferð. Sigurjón Þórðarson Afmœlis- og minmngargreinar ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í séndibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Því ekki að drífa sig i dansinn? Dansskóli Heiöars kennir flesta dansa sem þekkjast og viö kennum fólki á öllúm aldri allt frá 4ra ára og eldri. Þaö finna allir flokk við sitt hæfi hjá Heiöari. v Innritun daglega nema sunnudaga frá kl. 10—12 og 1—7. Símar 39551, 24959, 20345, 74444, 38126. Kennsla hefst frá og með mánudeg- inum 5. október. Kennslustaöir: Reykjavík: Brautarholt 4 Tónabær Drafnarfell 4 Þróttheimar Ársel Bústaóir Seltjarnarnes: Félagsheimiliö Kópavogur: Hamraborg 1 Þinghólsskóli Garðabær: Flataskóli Hafnarfjörður Góötemplarahúsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.