Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 Björn Grétar Ólafs- son Njarðvík - Minning Fæddur 23. janúar 1934. Dáinn 8. septcmber 1981. Gamalt spakmæli segir að öll eigum við okkar Getsemane. Það á nú við um söfnuðinn í Innri- Njarðvík, sem í dag kveður með- hjálpara sinn, Björn Grétar Ólafsson, sem fórst af slysförum, um aldur fram. Getsemane minnir á sorgar- stundir lífsins, sem koma óhjá- kvæmilega, þótt við biðjum öll með Kristi að þær fari hjá. Þungur harmur er kveðinn að fjölskyldu Grétars. Söknuður hennar ber vitni um kærleiks- böndin og hve mikið hann var ástvinum sínum. Enn einu sinni erum við minnt á að sorgin er gjaldið sem greitt er fyrir kær- leikann. Björn Grétar Ólafsson var fæddur þann 23. janúar árið 1934 á Siglufirði. Foreldrar hans voru Ólafur Ágústsson og Ingiríður Björnsdóttir. Grétar var elstur fjögurra bræðra, þeirra Jóhanns, Rúdólfs og Ásgeirs. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum á Siglufirði og þar kynntist hann eiginkonu sinni, Þóru Jónsdóttur. Þau hófu sinn búskap fyrir norðan og mótuðu æ síðan í sameiningu hamingju sína. Þau eignuðust þrjá syni, Jón Magnús, Ólaf Þórð og Rúdólf Grétar, sem er yngstur og enn í foreldrahús- um. Fjölskyldan settist að í Njarð- vík og bjó sér hlýlegt og myndar- legt heimili. Grétar starfaði lengst af hjá Byggingarverktökum á Keflavíkurflugvelli. Auk þess átti hann um tíma hlut í Suðurflugi og hafði sjálfur einkaflugmannspróf. Eg hygg að óvíða séu fjölskyldu- böndin traustari en í Innri- Njarðvík, samfélagi sem stundum er líkt við stóra fjölskyldu. Mikill samgangur hefur ávallt verið á milli heimila Grétars og Ásgeirs, bróður hans, enda steinsnar á milli. Ég kynntist Grétari er hann tók við af Kristni Pálssyni, sem með- hjálpari í Innri-Njarðvíkurkirkju. Hann var traustur, rólyndur mað- ur og þægilegur í viðmóti. Lífsvið- horf hans var heilsteypt, reist á trú og löngun til að láta gott af sér leiða. Hann var áhugasamur um menningar- og líknarmál, starfaði í Lionshreyfingunni og kirkju sinni þjónaði hann af trúmennsku. Grétar var með afbrigðum bón- góður maður og brást aldrei í því sem honum var falið. Hann hafði mikinn áhuga á að efla þátt leikmannsins í kirkju- legu starfi. í þeim efnum var hann framsýnn, sem í svo mörgu öðru, og óragur við að hvetja til dáða. Það væri mikill fengur að fá fleiri leikmenn sem hann til liðs við kirkjuna, menn sem þora að kann- ast við trú sína og sannfæringu. Góður drengur er genginn og skarð hans verður vandfyllt. Ég gat þess í upphafi að öll ættum við okkar Getsemane. En mætum sorgarstundunum með Jesú Kristi, fullviss þess að hann veitir mönnum hlutdeild í sigri sínum. Þannig verður minningin björt og hörmulegt slys breytir þar engu um. Eitt er víst að Grétar hefði aldrei viljað að neinn liði fyrir sig. Hann kaus að miðla öðrum af þeirri trú, sem honum var gefinn og hann bar vitni með lífi sínu og starfi, trú, sem sér að baki Getse- mane sigurinn mikla, sem Jesús Kristur veitir öllum, er deila með honum sorg sinni. Guð gefi að sá veruleiki verði nú líf. Um leið vil ég votta eiginkonu Grétars og fjölskyldunni allri samúð okkar hjóna. Guði séu þakkir sem gefur sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist. ólafur Oddur Jónsson «Mar>fs or aó minnast. mar^s rr hór aA þakka. Kurt só lof íyrir lióna tíA. Marvjs rr aó minnast. marKs or aó sakna. Kurt þorri troKatárin striA.“ V.Briom. Við hjónin áttum erfitt með að trúa, að hann Grétar væri dáinn. Slík eru slysin, slíkt er kallið, sem við ekki skiljum. Við verðum að leggja allt í hendi hans sem öllu lífi og dauða ræður. Hann hét fullu nafni Björn Grétar Ólafsson, oft kallaður Grétar af vinum sínum. Foreldrar hans voru Ólafur Ágústsson, en hann lést í sept. 1965, og Ingiríður Björnsdóttir, sem býr í nálægð barna sinna hér í Njarðvík. Eftir- lifandi kona Grétars er Þóra Jónsdóttir. Þau eignuðust þrjá syni, Jón Magnús, bílstjóri, ókvæntur, Ólaf Þórð, vinnuvél- stjóri, kvæntur Jónínu Árnadótt- ur og eiga þau tvö börn, Iris Þóru og Árna Björn. Yngsti sonur þeirra, Rúdólf Grétar, býr í foreldrahúsum. Björn Grétar fæddist á Siglu- firði 23. jan. 1934 og er einn af fjórum bræðrum, þeim Jóhanni og Ásgeiri, báðir búsettir í Njarðvík, og Rúdólf, sem er búsettur á Selfossi. Grétar útskrifaðist sem gagn- fræðingur frá Siglufjarðarskóla. Hann starfaði svo á Siglufirði um árabil til sjós og lands við ýmis störf, hann bjó sín fyrstu búskap- arár þar. Ég hef þekkt Grétar í yfir 15 ár og fann fljótt, að hann var mikil- hæfur fróðleiksmaður, las talsvert og hafði gaman af að rökræða ýmis mál. „Margs er að minnast" og „margs er hér að þakka". Hugur og hönd unnu vel saman, hann var fjölhæfur til starfa, lærði til flugs og tók próf sem einkaflugmaður, var gætinn og góður flugmaður. Hann átti um tíma hlut í flugfélagi Suðurflugs hf. Flaug mjög oft sér og öðrum til gagns og gamans. Grétar var smiður á járn og tré ef því var að skipta og vann oft við slík verk og síðast hjá Bygginga- verktökum. Grétar var mjög hjálpsamur öllum sem til hans leituðu og var boðinn og búinn til hjálpar, þó ekki væri leitað til hans, slíkur var Grétar. Hann var mjög félagslyndur og mat mikils þær hreyfingar sem stuðluðu að mannúðar- og menn- ingarmálum. Hann var um tíma í Hjálparsveit skáta, Njarðvík, af alhug og starfaði mikið, hann var beðinn að starfa í Lionshreyfing- unni í Njarðvík, sem hann og gerði, taidi ekki eftir sér sjálf- boðavinnu í þágu mannúðarmála eða ræða mál til góðra verka og leggja til góð ráð. „Guð sé lof fyrir liðna tíð“. Við kveðjum Gretar í sannri trú og þökkum honum góð kynni, vináttu og tryggð, fyrir hinn styrka innri mann, sem speglaðist svo glöggt í meðhjálparastarfi hans í kirkj- unni, hve mikla alúð hann sýndi í verki og gjörðum. Grétar sagði mér, að sér þætti vænt um það starf og ég vissi, að hann sagði hug sinn allan. „Margs er að minnast" og „Margs er að sakna". Við minnumst öll Grétars með þakklæti í huga og djúpum söknuði, en minningin um góðan dreng lifir áfram. Við biðjum guð að styrkja þig, Þóra mín, þessar erfiðu stundir og ykkur öll og mýkja sárin. „Guð þerri tregatárin stríð". óskar Jónsson, Njarðvík. Það var mikil harmafregn, sem barst mér að kvöldi þriðjudagsins 8. september sl., þegar mér var sagt að Björn Grétar Ólafsson hefði látist af slysi á vinnustað rétt í lok vinnudagsins. Ég þekkti Björn Grétar vel í gegnum starf mitt um áraraðir, en nú síðar enn betur sem félaga í Lionsklúbbi Njarðvíkur og vorum við einmitt nú að hefja vetrarstarfið saman í stjórn klúbbsins og hugði ég mjög gott til samstarfs við hann sem ritara í vetur, en oft fer öðruvísi en ætlað er, og naut hans aðeins við á fyrsta fundi okkar, sem var 2. september sl. Björn Grétar var mikið góð- menni og lipur í umgengni, en hug hans sýnir bezt, hve brennandi áhugi hans var fyrir hans mestu hugðarefnum, sem var að starfa fyrir Lionsklúbbinn og svo Njarð- víkurkirkju, en þetta tvennt átti í honum mjög sterkar rætur. Okkur félögum hans í Lions- klúbbi Njarðvíkur finnst nú mikið skarð fyrir skildi, því nú er horfinn af sjónarsviðinu klúbb- meðlimur, sem alltaf var boðinn og búinn til starfa og brást aldrei ef til var leitað, til að starfa fyrir Lion og ég veit, að hann lét það sitja í fyrirrúmi hvenær sem á þurfti að halda. Við í Lionsklúbbi Njarðvíkur, vottum fjölskyldu Björns Grétars djúpa samúð og biðjum Guð að veita þeim styrk í þeim mikla harmi, sem að þeim hefur nú verið kveðinn. Björn Grétar Ólafsson hvíli í Guðs friði. Með Lionskveðju, Karl Pálsson. formaður Lionsklúbbs Njarðvíkur. Fa'ddur 23. janúar 1934 Dáinn 8. september 1981 I dag, laugardaginn 19. sept- ember, verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvíkurkirkju Björn Grétar Ólafsson. Þegar ég minnist látins fjölskylduvinar og mikil- hæfs starfsmanns við kirkjuna okkar í Innri-Njarðvík, komu mér fyrst í hug orð Páls postula: „En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar Guðs, en samarfar Kristi; því vér líðum með honum, til þess að vér einnig verðum vegsamlegir með honum. Því að ég hygg, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast." Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir þær ógleymanlegu, sam- stilltu stundir sem mynduðust á milli fjölskyldna okkar öll þessi ár. Grétar var mjög félagslyndur maður og hafði áhuga á öllum menningar- og líknarmálum. Hon- um var margt til lista lagt, hafði góða söngrödd, átti gott með að tjá hug sinn og var laginn í höndunum. Síðustu árin beindist hugur hans að Lionshreyfingunni sem hann var nú ritari í, ásamt kirkjunni, sem átti stærstan hluta í huga hans. Það verður erfitt að fylla skarðið sem orðið er. Þegar hann gerðist meðhjálpari, fann ég sérstaklega hve trú hans á Krist var örugg, enda kom það fram hve mikilvægt starfið var honum. í öllum verkum Grétars fóru saman skýr hugsun, stundvísi og kraftur. Við öll, starfsfólk kirkjunnar, erum svo þakklát fyrir allt hans góða og göfuga framlag við safnaðarstarfið. Minnumst orða Jesú: „Ég er upprisan og lífið; Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Ilclga Óskarsdóttir Innri-Njarðvík Kveðja frá skólafélögum Þriðjudaginn 8. sept. um klukk- an 22 hringdi kunningi minn í mig og sagði mér að minn gamli skólafélagi og vinur Björn Grétar Ólafsson hefði orðið fyrir slysi fyrr um kvöldið og væri nú látinn. Myrkur var orðið úti og það varð myrkt í huga mér. Ég fór að hugsa um okkar glöðu skóla- og æsku- daga, og ekki síst til síðustu daga maímánaðar síöastliðins, en þá hittust við í Reykjavík sem út- skrifuðumst frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar fyrir 30 árum, og áttum saman ógleymanlegt kvöld. Þar voru gerðar áætlanir um að þessi samstillti hópur hittist aftur að þremur árum liðnum, við önnur og ekki minni tímamót. Grétar, en það var hans skóla- og unglings- áranafn, var einn af hvata- mönnum þess. En nú hefur hópur- inn grisjast, og gleðin og glettnin verður aldrei söm, því hann gat geislaö af gleði og hlegið smitandi hlátri. Björn Grétar Ólafsson var fæddur á Siglufirði 23. jan. 1934, elsti sonur hjónanna Ingiríðar Björnsdóttur og Ólafs Ágústsson- ar, sem bjuggu mestan sinn bú- skap í Innri-Njarðvík. Hann var tekinn í fóstur af hjónunum Rud- ólf Sæby og Jennýu Júlíusdóttur á Sigluf. en þau höfðu einnig alið upp Ólaf, föður Björns. Hann kallaði þau alla tíð afa og ömmu, Minning: Fæddur 3. scptcmber 1896. Dáinn 15. septemher 1981. Sveinn Guðbrandsson var fædd- ur á Brekkuborg í Breiðdal í Suður-Múlasýslu. Faðir hans var Guðbrandur Ólafsson frá Kömb- um í Stöðvarfirði, þá bóndi á Brekkuborg en síðar á Randvers- stöðum, en móðir hans Guðrún Ingibjörg Guðmundsdóttir, fædd á Eiríksstöðum í Fossárdal við Berufjörð. Sveinn var 7. í röð 10 barna fátækra foreiú: .< og þurfti því snemma að taka til hendinni við búskapinn. Ekki mun hafa verið um að ræða kosti á skóla- göngu en foreldrarnir lögðu rækt við að kenna börnunum lestur og skrift og afla bóka eftir því sem efnin leyfðu og fá til láns hjá góðkunningjum. Bróðir Sveins minntist þess að þau systkinin höfðu gaman af að læra vísur og kvæði og nefndi sérstaklega að þeir bræðurnir hefðu haft miklar mætur á Friðþjófskvæðum í þýð- ingu Matthíasar Jochumssonar, ekki síst kvæðinu um það, þegar þeir Friðþjófur og Atli hinn rammi glímdu grimmri lundu og grundina vóðu í kné. Reyndu þeir að leika það eftir en grundin var seig og lét ekki, undan. Því get ég þessa hér að yndi af kveðskap fylgdi Sveini síðan alla ævi. Hann kunni margt kvæða og lausavísna og var prýðilega hagmæltur sjálf- ur. Ekki hélt hann kveöskap sín- um á lofti en laumaði einni og einni vísu að góðum vinum. Oftast hygg ég að þær hafi verið gaman- samar. Árið 1919 gekk Sveinn að eiga Steinunni Gunnlaugsdóttur frá Gilsá í Breiðdal og hófu þau árið 1921 búskap að Hryggstekk í Skriðdal og bjuggu þar röska þrjá áratugi, en brugðu þá búi og settust að í Egilsstaðakauptúni þar sem þau reistu sér hús og hafa búið síðan. Hryggstekkur er ekki stór jörð og líklega nokkuð erfið til búskapar, miðað við þeirra tíma tækni, enda fór hún í eyði þegar Sveinn fluttist þaðan. Ekki hygg ég að Sveinn hafi safnað veraldarauði á Hryggstekk, en veit þó að hann hefur átt þar marga góða stund í sambýli við fallegt umhverfi og við húsdýrin, einkum hestana. En mest var þó vert um fjölskylduna. Sveinn hafði foreldra sína hjá sér meðan faðir hans lifði og þau Steinunn eignuð- ust fimm dætur. Ég dvaldist á Hryggstekk hjá þeim í þrjár vikur sumarið 1950. Þetta var mikið óþurrkasumar og stytti sjaldan upp, en þrátt fyrir erfiðleikana ríktu glaðværð og kátína á heimil- og er mér ekki grunlaust um að þar hafi kynslóðabilið verið orðið nokkuð mikið þrátt fyrir þeirra bestu umhyggju. Björn Grétar fór snemma að vinna á síldarplani, en það var fastur og þroskandi liður í uppeldi unglinga á Siglufirði á þeim árum. Síðan var hann all- mörg ár til sjós. Og á Suðurnesin flutti hann kringum 1964. Hér fann hann örugga bólfestu og hér lét hann einn af sínum æsku- draumum rætast, en það var að læra að fljúga, þó hann hafi þá verið kominn með hús og heimili. En hann var mikill áhugamaður um allt er viðkom flugi og flugvél- um. Þegar á skólaárum kynntist Björn eftirlifandi konu sinni, Þóru Jónsdóttur Jóhannssonar skipstj. á Sigluf. og konu hans Oddnýjar Nikodemusard. og áttu þau þrjá sonu, Jón 26 ára, Ólaf 24 ára og Rudólf 15 ára. Með þessum fáu og fátæklegu orðum vil ég fyrir öll bekkjarsystkin þakka samveru- stundirnar og votta eiginkonu hans, sonum, móður, bræðrum og tengdafólki öllu, okkar innilegustu samúð. Fari félagi minn í friði. Iljálmar Stefánsson inu og Sveinn var hrókur alls fagnaðar. Eftir að Sveinn og Steinunn fluttust til Egilsstaða stundaði hann verkamannavinnu. Efnaleg afkoma hefur sjálfsagt verið betri en á búskaparárunum, hann eign- aðist góða kunningja meðal vinnu- félaga sinna og varðveitti alltaf sína léttu lund. Nábýli við dóttur og barnabörn hefur líka verið þeim hjónunum mikils virði á þessum árum. Sjálfsagt hafa þau þó stundum saknað Hryggstekkj- ar á sumrin, en garðurinn þeirra ber því vitni að ræktun og gróður var þeim enn hugleikið. Síðari ár var Sveinn heilsuveill, sjónin dapraðist og sjúkdómar herjuðu, en lundin var alltaf söm. Hann vissi lengi að hverju stefndi, en tók því með æðruleysi og gamanyrðum eins og hans var von og vísa. Þótt Steinunn hafi einnig misst sjón hefur hún verið hraust- ari en Sveinn og hefur hjúkrað honum og annast þrátt fyrir háan aldur. Bæði hafa þau notið ómet- anlegrar umönnunar Guðlaugar dóttur sinnar. Sveinn Guðbrandsson var hóg- vær maður og hæglátur en fastur fyrir og ákveðinn í skoðunum. Hann var mótaður af þjóðrækni aldamótaáranna og hafði mætur á ættjarðar- og náttúruljóðum þess tíma. Mest unni hann þó fer- skeytlunni af öllum kveðskap. Knappt form hennar og kostir á beinskeyttri fyndni áttu vel við lund hans, létta og æðrulausa. Gaman væri að geta kvatt Svein frænda með snjallri stöku, en þar þrýtur máttinn enda eyrað sljóvg- að af lestri atómkveðskapar og annars sem hann hafði litlar mætur á. Því verða þessi fátæk- legu orð að nægja ásamt samúð- arkveðjum til Steinunnar, dætr- anna og barna þeirra. Véstelnn ólason Sveinn Guöbrands- son Egilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.