Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 33 fclk f fréttum Burt Ijúslifandi á stra'tum OslóborKar. Ég er engin fígúra - segir maðurinn sem leikur Burt Ronald Reagan gerist nú öldurmannlegur í útliti, en enginn bilbugur er þó á kalli. Þarna makkar hann við þingmenn gegnum síma úr Hvíta húsinu, skömmu áður en atkvæða- greiðslan um skattalækk- anir hans fór fram í sumar er leið. Dreifði flugmið- um ofan af Frelsis- styttunni + LögreKlumönnum í New York brá í brún einn morguninn sem þeir skim- uðu til veðurs. Rigndi þá niður fluumiðum, skrifuðum í nafni bor«- arstjórans með ókennilegum yfirlýs- innum. Kom líka á daginn að bornar- stjóri þeirra hafði ekki látið dreifa neinum fluKmiðum, né yfirleitt haft þ_að í hyKKju. Reyndust fluKmiðarnir komnir frá þrjóti einum uppi á haus sjálfrar frelsisstyttunnar. Arthur Allen hét þrjóturinn ok neitaði hann aö Kefa skýrinKar á atferli sínu, loksins þe^ar löKreKlumenn höfðu hendur í hári hans. Ok nú fær Arthur kallinn að dúsa í fanRelsi, ok bíður dóms fyrir ótaldar sakir. + Richard Mulligan á erfiða daga. Hann fer með hlutverk Burts, karlaumingjans í Löðri. Burt er nú ekkert gáfnaljós, eins og sjónvarpsáhorfendur vita, þó hann leyni á sér, og það er það sem fer fyrir brjóstið á Richard Mulligan, að menn eru hættir að greina milli hans og Burts. — En ég er enginn fígúra, segir hann, ég er leikari og reyni að standa mig í stykkinu. Og nú er hann hættur að leika Burt. Hann var nýlega á ferð í Osló og hinn fúlasti þar við blaða- menn. — Ég er enginn trúður sagði hann, þegar ljósmyndarar báðu hann að þurrka af sér fýlusvipinn fyrir myndatökuna. Hann segist vera þreyttur. — Þessa stundina er ég ekk- ert sérstaklega áfjáður í nýtt hlutverk. Ég ætla að hvílast með konu minni í Los Angeles, þar sem við eigum heimili. Þar eigum við hund og kött og gott bókasafn. Það væsir ekki um mann þar. Mulligan ber á móti þvi að hann vilji taka upp merki Peters Sellers sem Klúsó lögreglufor- ingi í Bleika pardusnum. — Ég á ekkert með það, að vera borinn saman við Peter Sellers, segir hann. Til þess ber ég of mikla virðingu fyrir honum. En hvað var maðurinn svona skapi farinn að gera í Osló. Jú kynna nýjustu kvikmynd sína „S.O.B.", þar sem Julie Andrews flettir sig m.a. klæðum. En hann ætlar ekki að stoppa lengi. — Fyrst verð ég að þjóta til Kali- forníu að þakka fyrir Emmy- verðlaunin sem mér áskotnuðust i fyrra, og svo fer ég heim. Ég á gott heimili. Álfakroppur- inn Lólíta + Ekki eru allar stúlkur álfakroppar, skrifaði Nabokov í Lólítu — eða eitthvað í þá veru. Víst er það að ekki eru allar stúlkur Lólítur. Edward Albee, leikritaskáldið kunna, fékk að kenna á því. Hann mátti sitja sveittur dögum saman reynandi að finna hina einu réttu í uppfærslu sína á Lólítu. Loksins datt hann niður á Blanche Baker. Hún er 24ra ára gömul og fær þarna að spreyta sig á móti Donald Sutherland, sem fer með hlutverk Hum- berts. Sumum finnst hún helst til fullorðin til að fara með hlutverk ellefu ára gamallar stelpu, þó Lólíta sé, en Blanche hefur svar á reiðum höndum: „Ég held að mjög ung stúlka fái ekki skilið hina duldu kynhvöt Lólítu." Þar höfum við það. Söngfólk Kór Dómkirkjunnar getur núna bætt viö söngfólki. Æft veröur á miðvikudagskvöldum og laugardögum um hádegi. Upplýsingar veitir stjórnandi Kórsins Marteinn H. Friöriksson í síma 44548, einnig má hringja í Dómkirkjuna, sími 12113. Vatnshreinsunartæki Vatnshreinsunartæki sem gerilsneiðir vatn, hreinsar loft og vatn, drepur sýkla og gerla. Nauösynlegt tæki í matvælaiönaöi, efnaiönaði, fiskirækt og margt, margt fleira. ísvélar sem framleiða ís úr sjó fyrir öll skip. Hringdu og kannaðu möguleikana. Jón Maríasson, sími 91-73711, box 859, R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.