Morgunblaðið - 11.10.1981, Page 2

Morgunblaðið - 11.10.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 Skoðanakönnun Dagblaðsins: Fylgisaukning Sjálf- stæðisflokksins - Veru- legt fylgistap Alþýðu- bandalagsins DAGBLAÐIÐ birti á föstudaK niAurstiiöur skoöanakönnunar blaðsins um fyli?i stjórnmála- Kærður fyr- ir að leita á 3 telpur RannsóknarlöKregla ríkisins hefur krafizt Ka-zluvarðhaldsúr- skurðar yfir 38 ára Kömlum manni vejjna kæru um. að hann hafi leitað á stúlkuhörn. Maðurinn var hand- tekinn á fimmtudaKskvöldið ok hefur verið ka'rður fyrir að leita á þrjár telpur. tvær í Hliðunum ok eina í Vcsturhænum. Maður þessi hefur ítrekað verið dæmdur fyrir skírlífisbrot, fyrst ár- ið 1962. RannsóknarlöKreKlan fór fram á K*zluvarðhaldsúrskurð til 11. nóvember og að maðurinn sæti Keðrannsókn. Kröfu rannsóknar- löKreKlunnar átti að taka fyrir í Sakadómi síðdeKÍs í gær. INNLEN-T flokka. Af 600, sem spurðir voru, söKðust 216 vera óákveðnir, eða 36%. 158. eða 26.3% sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn. 89. eða 14.8% vildu ekki svara spurn- inKU blaðsins, 68, eða 11,3% studdu Framsóknarflokkinn, 43. eða 7,2% AlþýðubandalaKÍð ok 26, eða 4,3% Alþýðuflokkinn. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra, sem gáfu upp afstöðu sína til einstakra flokka, studdu 53,6% Sjálfstæðisflokkinn, 23,1% Fram- sóknarflokkinn, 14,6% Alþýðu- bandalagið og 8,8% Alþýðuflokk- inn. 1 könnun, sem Dagblaðið gerði í mái sl. sögðust 46,1% þeirra, sem tóku afstöðu til flokk- anna, styðja Sjálfstæðisflokkinn, 23,6% Framsóknarflokkinn, 19,5% Alþýðubandalagið og 10,8% Alþýðuflokkinn. I síðustu kosningum fengu listar sjálfstæðismanna 37,3% og 22 þingmenn, Framsóknarflokkur fékk 24,9% atkvæða og 17 þing- menn, Alþýðubandalagið 19,7% atkvæða og 11 þingmenn og Al- þýðuflokkur 17,4% atkvæða og 10 þingmenn. Dagblaðið skiptir þing- sætum eftir svörum þeirra, sem tóku afstöðu til flokkanna í könn- un hlaðsins nú, og fengi Sjálfstæð- isflokkurinn þannig 32 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 15, Al- þýðubandalagið 8 og Alþýðuflokk- ur 5. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga Kópavogs: Oðrum flokkum boðið til sameig- inlegs prófkjörs Á FUNDI fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna i Kópavogi. sem hald- inn var á fimmtudagskvöld, fór fram skoðanakönnun um vilja fólks til prófkjöra. Fundinn sátu 47 manns og voru allir nema einn samþykkir þvi að prófkjör skuli halda fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar í vor. Yfirgnæfandi meiri- hluti var með því að prófkjörið yrði haldið cftir áramót. Á fundinum var einnig sam- þykkt einróma tillaga um að bjóða öðrum stjórnmálaflokkum í Kópa- vogi að fram fari sameiginlegt prófkjör allra flokka. Að sögn Richards Björgvinssonar for- manns fulltrúaráðsins voru flokk- unum send bréf þess efnis í gær og óskað svara fyrir 15. nóvember. Skoðanakönnunin var í því formi, að fundarmenn krossuðu við þá kosti sem þeir töldu heppi- legasta. Allir nema einn vildu, að prófkjör yrði haldið. Kosið var um opið prófkjör, eins og haldin hafa verið, og prófkjör, sem bundið yrði flokksmönnum og fékk bundið prófkjör einu atkvæði meira. Niðurstöður könnunarinnar eru hugsaðar sem leiðbeining til stjórnar fulltrúaráðsins. Miklar umræður urðu á fundinum um prófkjör og fyrirkomulag þess og tóku um 30% fundarmanna til máls. I.jósm.: Ólafur K. MaKnúsNun Flugfiskur úr Vogunum Þessi mynd er af nýjum báti frá Flugfiski hf. i Vogum, sem Runólfur Guðjónsson vinnur nú að framleiðslu á. Bátur þessi er 28 feta langur. og reiknast sem sex tonna fiskiskip, sem á að geta gengið allt að 20 til 25 mílur. Þetta er plastbátur, steyptur í Vogum. Áður voru framleiddir 18 og 22ja feta bátar hjá fyrirtækinu, en Hrafn Björnsson byggingarmeistari á Flateyri hefur nú keypt þá fram- leiðslu. Póstur & sími sæk- ir um 20% hækkun Hefur fengið 28,3% það sem af er árinu PÓSTUR og sími hefur sótt um 20% hækkun á gjaldskrám sín- um frá og með 1. nóvember nk. og er beiðni fyrirtækisins til umfjöllunar í samgönguráðu- neytinu. Póstur og sími fékk 10% hækkun 5. janúar eins og önnur ríkisfyrirtæki, síðan kom 8% hækkun í byrjun maí og aftur 8% í byrjun ágústmánaðar sl. Samtals hefur fyrirtækið fengið um 28,3% hækkun á árinu. Jón Skúlason, póst- og síma- Átta handtekn- ir vegna fíkni- efnamáls FÍKNIEFNADEILD lögreglunn- ar handtók sjö menn í Reykjavík aðfaranótt föstudags og hinn átt- undi var handtekinn á föstudag vegna umfangsmikils fíkniefna- máls. Rannsókn er á byrjunarstigi en síðdegis í gær átti að taka ákvörð- un um gæzluvarðhaldsúrskurði. Gísli Björnsson, lögreglu- fulltrúi, sagði í samtali við Mbl. í gær, að óljóst væri enn hve mikið magn kannabisefna væri um að ræða, en ljóst væri að málið er umfangsmikið. málastjóri, sagði í samtali við Mbl., að hann gæti ekki tjáð sig um hækkunarþörf fyrirtækisins, þar sem beiðni fyrirtækisins væri enn til umfjöllunar í ráðu- „Sjálfstæðismenn á Seltjarn- arnesi fylgja ekki í fótspor flokksfélaga sinna i höfuðborg- inni. Á fundi i fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Seltjarn- arnesi nýlega. var ákveðið sam- hljóða að hafa opið prófkjör vegna bæjarstjórnarkosningana næsta vor. Ilinsvegar verður for- val, sem eingöngu er ætlað flokksbundnu sjálfstæðisfólki i bænum,“ sagði Magnús Erlends- son, forseti bæjarstjórnar, í sam- tali við MorKunblaðið í gær. „Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta og öflugasta stjórnmála- aflið i landinu og við teljum það hættulega braut að einskorða prófkjör við flokksbundna menn neytinu. Hins vegar sagði Jón Skúlason, að Pósti og síma væri gert að standa undir rekstri sín- um með eigin tekjum. Á síðasta ári fékk Póstur og sími liðlega 54% hækkun. eingöngu. þegar vitað er, að mik- ill mcirihluti kjósenda flokksins er óflokksbundinn. Einhvern tíma minntist einn af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins orða Krists, þar sem hann segir: „í húsi föður míns eru margar vistarverur", og það er einmitt kjarni málsins, flokkurinn á að vera opinn öllu frjálshuga lýðræðisþenkjandi fólki. Hvort einstaka hægri krati eða fram- sóknarmaður tekur þátt skiptir litlu máli, slíkir vega lítt sem ekk- ert í heildarniðurstöðu prófkjörs — aðalatriðið er að fá fjöldann til samstarfs," sagði Magnús Er- lendsson að lokum. Skólamálin í Kópavogi: Sjálístæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi: Opið prófkjör „Ánægður með afstöðu hinnar nýju stjórnar“ - segir Ólafur Jóhannesson, en Norðmenn eru reiðu- búnir að skrifa undir Jan Mayen-samkomulagið „ÉG ER ánægður með afstöðu hinnar nýju stjórnar og vona að ha'gt verði að skrifa undir sam- komulagið um landgrunnið við Jan Mayen þeKar ég verð í Nor- egi vegna heimsóknar forseta íslands,“ sagði Ólafur Jóhann- esson, utanríkisráðherra. I sam- tali við Mbl. í gær. Svenn Stray, sem tekur við embætti utanríkisráðherra Nor- egs á mánudag, sagði í viðtali í Noregi á föstudagskvöldið, að hann væri reiðubúinn að skrifa undir samkomulagið við Islend- inga um landgrunnið við Jan Mayen. „Samkomulagið var tilbúið til undirritunar fyrir norsku kosn- ingarnar en það þótti rétt að fresta undirritun fram yfir kosningar. Samkomulagið er í samræmi við þær tiliögur, sem komu fram í sáttanefndinni, sem skipuð var. Það er í stórum dráttum um sameiginlegar rannsóknir og nýtingu olíuefna á vissum svæðum landsgrunnsins en að öðru leyti ræður efna- hagslögsaga ríkjanna," sagði Ólafur Jóhannesson að lokum, en hann mun hitta Svenn Stray að máli í Osló þann 22. október. Samkomulag í bæjarstjórn Á hæjarstjórnarfundi í Kópa- vokí á föstudaginn náðist sam- komulag um framhaldsskólamál- efni, sem deilt hefur verið um undanfarið. Samþykkt var sam- hljóða tillaga frá bæjarráði, sem felur í sér menntun á fram- haldsskólastigi í Kópavogi verði I framtíðinni í samræmdum fram- haldsskóla, fjölhrautaskóla með eininga- og áfangakerfi og taki hann til starfa i upphafi skólaárs 1982. Með samþykkt tillögunnar var öllum öðrum framkomnum tillög- um um skólamál frestað. Hin sam- þykkta tillaga er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Kópavogs samþykk- ir að fara þess á leit við mennta- málaráðuneytið að menntun á framhaldsskólastigi í Kópavogi verði í samræmdum framhalds- skóla (fjölbrautaskóla) með einu eininga- og áfangakerfi sem taki til starfa í upphafi skólaárs 1982 undir einni stjórn. Verði mennta- skólinn í Kópavogi ásamt fram- haldsdeildum hluti þess skóla. Bæjarstjórn mun beita sér fyrir því í samvinnu við ráðuneytið að húsnæðismál þess skóla verði leyst til bráðabirgða, svo við megi una. Bæjarstjórn felur bæjarráði að taka nú þegar upp viðræður við menntamálaráðuneytið um ofan- greint."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.