Morgunblaðið - 11.10.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
5
KI. 21.30 hefst í sjónvarpinu nýr bandariskur myndaflokk-
ur, Myndsjá (Moviola), og fjallar hann um frægar kvikmynda-
leikkonur, Gretu Garbo og Marilyn Monroe, og baráttuna um
hlutverk Scarlett O’Hara í stórmyndinni frægu, „Gone With
the Wind“. Fyrsta myndin heitir böglu elskendurnir og fjallar
um Gretu Garbo og ástarævintýri hennar og John Gilberts,
einnar þekktustu stjörnu þöglu kvikmyndanna, sem hvarf af
sjónarsviðinu þegar talmyndirnar komu til sögunnar. Á
myndinni hér fyrir ofan eru þau Kristina Wayborn í hlutverki
Gretu Garbo og Barry Bostwich í hlutverki John Gilberts.
Líf og saga
kl. 13.40:
„Snorri á
Húsafelli“
Á dagskrá hljóðvarps kl.
13.40 er framhaldsflokkurinn
_Líf <>k saga“. Fluttur verður
8. þáttur, _Snorri á Húsafelli“.
Ilandrit gerði Bððvar Guð-
mundsson, en stjórnandi upp-
töku er Raldvin Ilalldórsson. í
hlutverki Snorra er Hjalti
RöKnvaldsson. en meðal flytj-
enda má nefna Gunnar Eyj-
ólfsson, Rúrik Ilaraldsson.
iH'iru Friðriksdóttur og Böðvar
Guðmundsson. bátturinn tek-
ur um 75 mínútur i flutnintíi.
Tæknimenn: Ilörður Jónsson
ok Hreinn Valdimarsson.
Snorri Björnsson á Húsafelli,
prestur, skáld, kraftajötunn og
galdramaður með meiru, er ein
þekktasta persóna íslandssög-
unnar á 18. öld. Til eru af hon-
um margar sögur, misjafnlega
sannar, því fáar heimildir eru
um ævi hans sem hægt er að
reiða sig á.
Snorri var Borgfirðingur að
ætt og uppruna, fæddur árið
1710. Átján ára gamall fór hann
í Skálholtsskóla og skrifaði þar
m.a. kómedíuna „Sperðil",
fyrsta íslenska leikritið sem
nefna má því nafni. Síðar var
Snorri prestur á Stað í Aðalvík
á Hornströndum vestur, en
hrökklaðist þaðan vegna
ofsókna galdramanna, að því er
sagan segir. Fluttist hann þá að
Húsafelli og er löngum kenndur
við þann stað. Snorri varð
fjörgamall, komst yfir nírætt,
og ef trúa má sögunum af hon-
um hélt hann ótrúlegum þrótti
og kröftum fram á elliár.
Garðar Cortes er
„tónlistarmaður
mánaðarins“ hjá
sjónvarpinu
Á sunnudagskvöld kl. 20.50
kynnir Egill Friöleifsson
Garðar og ræðir við hann.
Sjónvarp á mánudagskvöld kl. 21.10:
„Suez“
Breskt sjónvarps-
leikrit um Suez-
deiluna 1956
Á mánudagskvöld kl. 21.10
er sjónvarpsleikrit frá BBC,
„Suez“ og fjallar það um
Súez-deiluna 1956 og atburði
sem tengdust henni. Þýðandi
er Jón O. Edwald.
Höfundur leikritsins, Ian
Curteis, leitast við í þessu
verki að svara ýmsum spurn-
ingum um það sem var að
gerast að tjaldabaki á þess-
um tíma, um innrás Breta,
Frakka og ísraela í Egypta-
land og viðbrögð annarra
ríkja.
Michael Gough í hlutverki
Sir Anthony Edcns, forsæt-
isráðherra Breta, í sjón-
varpsleikritinu „Suez“, sem
er á dagskrá á mánudags-
kvöld kl. 21.10.
fiirun dagar í
26.oktober
Enn efnum viö til helgarferöartil hóteli. Viö minnum á aö írska pundið
írlands og bjóöum aö þessu sinni hefur sjaldan verið hagstæöara og aö
fimm daga ferð til Dublin meö sjálfsögöu eru vetrar- og skóla-
gistingu á hinu frábæra Burlington flíkurnar í öllum verslunum.
Skelltu þér með í snaggaralega
Irlandsferð
Verð firá kr. 3.090
Innifalið í verði: Flug, gisting meö
morgunveröi, akstur til og frá flug-
velli erlendis og íslensk fararstjórn.
Fimm dagar í
París
30. október
beint leiguflug tryggir lága verðiö!
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899