Morgunblaðið - 11.10.1981, Side 7

Morgunblaðið - 11.10.1981, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 7 GENGI VERDBRÉFA 11. OKT. 1981 VERÐTRYGGÐ VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS: Pr“”ÍS?- RÍKISSJÓÐS 1969 1. flokkur 7.204,47 1970 1. flokkur 6.809,66 1970 2. flokkur 5.064,41 1971 1. flokkur 4.528,81 1972 1. flokkur 3.930,16 1972 2. flokkur 3.334,22 1973 1. flokkur A 2.466,55 1973 2. flokkur 2.272,45 1974 1. flokkur 1.568,45 1975 1. flokkur 1.284,68 1975 2. flokkur 967,64 1976 1. flokkur 916,64 1976 2. flokkur 739,24 1977 1. flokkur 686,57 1977 2. flokkur 575,03 1978 1. flokkur 468,68 1978 2. flokkur 369,87 1979 1. flokkur 312,78 1979 2. flokkur 242,67 1980 1. flokkur 186,99 1980 2. flokkur 147,47 1981 1. flokkur 129,61 Meðalávöxtun spariskirteina umfram vorð- tryggingu er 3,25—6%. Kaupgengi pr. kr. 100.- A — 1972 2.414,86 B — 1973 1.988,89 C — 1973 1.699,37 D — 1974 1.447,73 E — 1974 996,86 F — 1974 996,86 G — 1975 667,65 H — 1976 638,16 I — 1976 488,70 J — 1977 456,15 Ofanskráð gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfiri eru gef- in út á handhafa. HLUTABREF Eimskipafélag Kauptilboö Islands óskast Tollvöru- Kauptilboö geymslan hf. óskast Skeljungur hf. Sölutilboö óskast Fjárfestingarf. Sölutilboö íslands hf. óskast. VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Kaupgengj m.v. nafnvexti Ávöxtun 2Vi% (HLV) umfram 1 afb./ári 2 afb./ári verötr. 1 ár 97,62 98,23 5% 2 ár 96,49 97,10 5% 3 ár 95,39 96,00 5% 4 ár 94,32 94,94 5% 5 ár 92,04 92,75 5%% 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6%% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 80,58 81,63 7%% 10 ár 77,38 78,48 8% 15 ár 69,47 70,53 8’/4% VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGD: Kaupgengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 68 69 70 72 73 86 2 ár 57 59 60 62 63 80 3 ár 49 51 53 54 56 76 4 ár 43 45 47 49 51 72 5 ár 38 40 42 44 46 69 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐ- BRÉF í UMBOÐSSÖLU FJÁRPErrincnRF^iM innnoj hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16. Kvennatímar í badminton 6 vikna námskeiö aö hefjast. Einkum fyrir heimavinn- andi húsmæöur. Holl og góö hreyfing. Morguntímar, dagtímar. Leiöbeinandi Garöar Alfonsson. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1. PLAST hAKRENNUR frá FriedrichsfekJ WÆ J igTGEmil H RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________121. þáttur Fyrir skömmu var fjallað hér um orðasambandið að hafa í fullu tré við einhvern og það skýrt eftir föngum. Til viðbótar hefur Ulfur Hjörvar í Reykjavík þetta að segja til skýringar orða- sambandinu (ónákvæm endursögn eftir símtali): Sú var skoðun föður míns, Helga, að orðasambandið hafi sömu frummerkingu og Halldór Halldórsson hefur talið, að hafa í fullu tré hafi merkt að sigla fyrir fullum seglum. Nú sigldi skipafloti um hafið og var þá sjálfgefið að skip foringjans færi í far- arbroddi. Hann hafði auðvit- að í fullu tré, sigldi fyrir full- um seglum, fór svo hratt sem unnt var. Aðrir máttu ekki gera slíkt hið sama, ef þeir áttu að vera hæfilegir eftir- bátar foringja síns. Þeir höfðu því ekki í fullu tré við hann, þeir vægðu fyrir hon- um að þessu leyti, sýndu að þeir væru ekki jafningjar hans. Þaðan kemur það, að maður hefur ekki í fullu tré við einhvern, ef hann stend- ur honum ekki á sporði, og er þá annað myndhverft orðtak notað til skýringar. Fáir könnuðust við orðið kerlingarsumar sem heyrð- ist í útvarpinu og Þjóðrekur þaðan sendi limru um. Kerl- ingarsumar virðist merkja einhvers konar sumarauki, eða sumarblíða á haustdög- um. Arni Björnsson í Reykjavík hyggur ekki ólík- legt að þetta sé þýðing úr þýsku, en þar er til orðið Alt- weibersommer í þessari merkingu. Ekki vitum við Arni hvort danska er þarna milliliður, og mættu menn gjarna láta frá sér heyra, ef þeir byggju yfir einhverjum fróðleik um þetta orð, til- komu þess og merkingu. Mér er sagt að enskumælandi menn hafi orðin indian sum- mer um sama eða svipað fyrirbæri. Enn heyrum við Stefán Þorláksson á Akureyri sitt- hvað í fréttum útvarpsins, það sem okkur þykir ekki samboðið þeirri stofnun. Einn fréttamanna sagði skýrt og greinilega fyrir skömmu að sýningin opnaði á tilteknum degi. Okkur Stefáni skilst að einhver verði til að opna sýninguna eða birta hana almenningi. Hóti skárra væri að sýningin opnist en opni, því hvað opnar hún? Er hún ekki þol- andi verknaðarins að opna, fremur en gerandi? Þessu mætti kannski bjarga í horn með því að segja að sýningin kynni að opna augu væntan- legra áhorfenda fyrir einu og öðru sem þar birtist. Stefáni þótti líka skörin færast upp í bekkinn, þegar sagt væri í ríkisútvarpinu að- faranótt annan október: ekki segjum við aðfaranótt morgundaginn, heldur morg- undagsins. Mér þykir ein- sýnt að orðið aðfaranótt taki með sér eignarfall í slíkum dæmum, en ekki þolfall. Þá þóttist Stefán hafa heyrt rætt um þann mögu- leika, að Atlantshafsflug Flugleiða yrði rekið alfarið -frá Luxemburg. Eg er ekki eins mikill andstæðingur orðmyndarinnar alfarið og margur annar. Hún er ekki ný af nálinni, og margur góð- ur höfundur hefur látið sér sæma að nota hana, en auð- vitað verður hún hvimleið við ofnotkun eins og önnur orð. En í orðasambandinu, sem Stefán vitnaði tii, er sögnin að reka tvíræð, svo og orðmyndin alfarið, þannig að ég veit ekki hvað það í raun og veru þýðir, ef Atlants- hafsflug Flugleiða verður einhvern tíma rekið alfarið frá Luxemburg. Mér er sem sagt ekki ljóst hvort bæki- stöðvar þess verða þar eða hér. Enn hafa mér, sem betur fer, borist mörg og merkileg bréf, sem ég reyni að gera skil eftir föngum. Ónefndur lesandi blaðsins skrifar mér til dæmis það sem hér fer á eftir, og ég iða í skinninu að fá að gera efni þessa bréfs skil í næsta þætti eða þátt- um: „Kæri þáttur. Nýr biskup var settur inn í embætti í dag, og var m.a. sagt frá því í hádegisfréttum útvarpsins. Ég held ég ýki ekki, þegar ég segi, að orðið herra hafi ver- ið notað 10—15 sinnum um biskupana í fréttinni. Nú- tímafólki gest illa að svona titlatogi. Þegar ég var ungl- ingur minnist ég þess ekki að biskup hafi verið kallaður herra, og þykir mér lítt við hæfi að grafa upp þennan gamla sið. Reyndar vandræð- ast líka margir með orðið séra, vilja sumir ekki nota það, eða nota það ekki, en eru kannski hálfhræddir um að þeir móðgi viðkomandi prest. Það stingur svo í stúf við ís- lenskar talvenjur núna að vera sífellt með eitthvert „virðingarheiti", þegar menn. úr tiltekinni stétt eru ávarp- aðir. íslenskumenn og kirkju- menn eiga margt sameigin- legt, sbr. gildi Guðbrands- biblíu, o.s.frv. Viljið þið nú ekki taka saman höndum og vinna að því að þetta titlatog verði afnumið? Kirkjan setur ekki niður fyrir það. (Ég er ekki frá því að sumum þyki hálfgerð slepja fylgja þess- um titlum sem klerkar einir halda við.) Eru það dönsk áhrif þegar prestar segja guðs orð í stað- inn fyrir orð Guðs, eða guðs barn en ekki barn guðs? Á almanaki sem kristilegt fé- lag gefur út stendur: „Út- breiðum Guðs heilaga orð.“ Þetta er þó „púra danska" eða hvað? Ófagurt finnst mér það vera. Á eignarfalls- orðið ekki jafnan að koma á eftir? Hvers vegna eru orðin guð og drottinn skrifuð með stór- um upphafsstaf í Biblíunni? Ákaflega þykir mér fara illa á því þegar fólk skrifar per- sónufornafnið hann um guð- dóminn með stórum upp- hafsstaf, Hann (þó ekki í Biblíunni). Eru það áhrif frá því að skrifa guð og drottinn með stórum upphafsstöfum? Vinsamlegast útskýrið orðin friðþægja og friðþæg- ing, helst með dæmum. Skv. Biblíunni er friðþægt fyrir syndir, en er maður frið- þægður, eða Guð? Svo eru ýmis kirkjuorð, sem gaman væri að fræðast eitthvað um, t.d. kirkja, guð- spjall, pistill, prestur, djákni, biskup, altari, sakristía, grátur, kór, kórdrengur, lexía, messa, sýnóda, próf- astur, testamenti, kaleikur, obláta, munkur, nunna, stóla, prédika (predika?), tíð- ir, prelúdíum, kollekta, signa, prímsigna, (predikun- ar)stóll. Má nota „víðband" fyrir vídeóband? Mundi hljóðlík- ingin flýta fyrir notkun þess. Með kærri kveðju, lesandi Morgunblaðsins Varnarliðið skilar svæði SAMKVÆMT ósk Ólafs Jó- hannessonar utanríkisráð- herra hefur farið fram á veg- um sendiráðs Bandarikj- anna og varnarliðsins athug- un á þvi að rifin verði girð- ingin um svæði það, sem að- skilur Keflavíkurkaupstað og Innri-Njarðvík. Jafnframt yrði þakin olíu- leiðsla sem liggur um svæðið og það afhent utanríkisráðu- neytinu til ráðstöfunar. Svæðið er hluti af varnar- svæði því, sem varnarliðið fékk til afnota á sínum tíma. Sendiherra Bandaríkjanna, hr. Marshall Brement, hefur nú tilkynnt utanríkisráð- herra, að gengið hafi verið frá formsatriðum svo fram- kvæmdir geti hafist innan skamms. Svæðið verður síðan afhent fyrri eigendum samkvæmt sérstökum samningum þegar umræddum framkvæmdum er lokið, segir í frétt frá utan- ríkisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.