Morgunblaðið - 11.10.1981, Page 15

Morgunblaðið - 11.10.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 15 Opið bréf til Þorsteins Gylfasonar: Að sigra heiminn Eftir Gunnar Tómasson Brthcsda. 14. scpt. 1981 Kæri Þorsteinn. Það var vel bitastætt í fyrir- lestri þínum rauðum hér á dög- unum, og víða höggvið nærri hagfræðingnum Milton Fried- man. En líkt og rautt er til mót- vægis bláu í litrófi sólar, þá virð- ist fátt bera ykkur á milli, sem ekki má í einn farveg fella til lýðljómunar í myrkvum mann- heimi. Opið bréf til Þorsteins Gylfasonar Skáld úr Vesturbænum fór fleygum orðum um kjarna allrar frjálshyggju: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði) Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Steinn Steinarr var fátækur að efnum, en afneitaði þeirri hugmynd félagshyggju, að lífið sé plokkfiskur og að öngla megi með meirihlutavaldi þann hlut, sem ekki vannst á jafnréttis- grundvelli í lífsins spili. Um- ræða líðandi stundar bendir og til þess, að Steinn hafi ekki nauðsynlega litið út fyrir fylk- ingu íslenskra öreiga er hann kvað um „sjálfstæðishetjur með saltfisk í hjartastað". í nafni réttlætis ganga félags- hyggjumenn í vasa skattborg- ara, eða er ekki svo? Sem betur fer fylgir þó ekki hugur máli, því hvorki myndu óperuhús né Kröfluvirkjanir rísa á íslandi svo lengi sem börn svelta í hin- um stóra heimi, því það er skrít- ið réttlæti, sem er eitt vestan lækjar og annað austan. Vel á minnst, er það ekki frjálshyggjumaðurinn Ólafur Björnsson, sem helst hefur hvatt til aðstoðar íslendinga við van- þróuð lönd? Félagshyggjumenn eru allir heiðvirðir menn, og það er sjálfsagt af nféðfæddu lítil- læti að þeir hafi hljótt um ávexti íslenskrar réttlætisstefnu utan landsteina. Hvort frjálshyggja Friedmans sé vísindaleg verður ekki ráðið fyrr en hugtakið „vísindi" er skilgreint. Frjálshyggja er þó vart óvisndalegri en þekking vís- indamanna á alheiminum, en hana taldi Einstein hliðstæða þekkingu þeirri á tunglinu, sem fæst við það að klifra upp á hús- þak um kvöldstund og festa það augum, þ.e.a.s. tunglið en ekki húsþakið. Alröng verður hins vegar að teljast sú meginforsenda máls þíns „að allt frelsi sé frelsi und- an einhverjum hömlum eða hindrunum og lika frelsi til að gera það sem hugann lystir". Sé frelsið að auki „eitt og óskipt", þá myndi meginforsendan úti- loka tilveru hugræns frelsis, því enginn hamlar eða hindrar hugsun manns og samviskugerð- ir nema hann sjálfur. Ef maðurinn er hugsandi vera, þá leiðir það hins vegar af „einu og óskiptu" eðli frelsis svo og af tilveru ótakmarkaðs hugræns frelsis, að einungis tveggja kosta er völ varðandi hagrænt frelsi: annað hvort er það til og ótak- markað, eða það er ekki til. Ef orðbragðið leyfist, þá felst innsta eðli félagshyggju í síðari valkostinum. Solzhenitsyn segir frá því í bók sinni „Fyrsti hringurinn" að hvítmálaðar sendibifreiðar bruni um stræti Moskvuborgar merktar Matvælamiðstöðinni. Gistivinir ráðstjórnar að fornu og nýju sjá hér sönnun þess, að í faðmi félagshyggju skorti ekki plokkfisk á nokkurs disk. Farmurinn er hins vegar menn og konur á leið í geðdeild og gúlag, eins og frjálst en fátækt skáld úr Vesturbænum þóttist reyndar vita. Vinarkveðjur þinn einlægur Gunnar Tómasson usaval FLÓKAGÖTU 1 SÍMI 24647 Hamraborg 2ja herb. ný, falleg og vönduö íbúö á 1. hæö ca. 70 fm. Svalir. Allar innréttingar nýjar. Ný teppi. Sér geymsla. Vélar í þvottahúsi. Bílskýll. Einbýlishús Til sölu einbýlishús 6 herb. ásamt útihúsum. Skammt utan viö borgarmörkin. Laus strax. Söluverö 350 þús. Jörö Til sölu viö Akranes. Þaö má greiöast meö verötryggöum veröskuldabréfum. Árnessýsla Einbýlishús í Hverageröi, Stokkseyri og Selfossi og 4 herb. ný tbúö á Selfossi. Dalsel 4ra herb. falleg og vönduö íbúö á 3. hæö. Suöursvalir. Sér þvottahús á hæðinni. Bilskýli. Vesturberg 3 herb. jaröhæö. Laus strax. íbúöir óskast Hef kaupaendur af 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðum. Helgi Olafsson löggiltur fast. kvöldsími 21155. Auðbrekka Kópavogi 5 herbergja góö 125 fm efri sórhæö í þríbýlishúsi meö þremur svefnherbergjum. Róttur fyrir tvöfaldan bílskúr. Verö 720.000. Útborgun 520.000. Símar 20424 14120 Austurstræti 7 Heimasímar Hákon Antontson 45170 Sigurður Sigfúason 30008 Lögfr. Björn Baldursson Opiö í dag frá 1—4 FASTEIGIM AIVIIÐ LUIM SVERRIR KRISTJÁNSSON FJÖLNISVEGI 16, 2. HÆÐ, 101 REYKJAVÍK Opiö í dag 1—3 Höfum til sölu: Einbýlishús: Lindarflöt 150 fm. Verö 1.3 m. Stórateig 140 fm. Verö 1.2 m. Víöigrund 130 fm. Verö 950 þ. Raöhús: Stóriteigur 145 fm. Verö 1 m. Miðvangur 140 fm. Verð 1 m. Unnarbraut 220 fm. Verö 1.4 m. Heióargerði 212 fm. Verö 1.650 þús. Langholtsvegur 180 fm. Verö 1.3 m. Sér hæöir: Auöbrekka 125 fm. Verö 700 þ. Bollagata 181 fm. Verö 1.4 m. 5 til 6 herb. íbúðir: Æsufell 160 fm. Gaukshólar 130 fm. Verö 900 þ. 4ra til 5 herb. íbúöir: Fellsmúli 115 fm. Verö 800 þ. Vesturberg 108 fm. Verö 650 þ. 3ja herb. íbúðir: Hamrahlíö 80 fm. Verö 500 þ. Njálsgata 60 fm. Veró 430 þús. Lambhóll 70 fm. Verö 430 þús. Hverfisgata 70 fm. Verð 290 þ. Einstaklingsíbúöir: Bjargarstigur. Verö 250 þús. Nýlendugata 70 fm. Verö 280 þ. Seljaland. Verö 300 þús. Höfum kaupendur aö: Einbýlishúsi viö Sporöagrunn, Selvogsgrunn eöa á því svæói. Sór hæó innan Elliðaáa. Litlu einbýlishúsi eóa góöu raöhúsi. Möguleg skipti á góöri hæö í Heimahverfi. Nýlegu eínbýlishúsi meö bíl- skúr í Garöabæ. MALFLUTNINGSSTOFA SIGRIOUR AS3EIRSDÓTTIR hdl HAFáTElNN BALDVINSSON hrl 81066 LeitiÖ ekki langt yfir skammt Húseignin Lindargata 12 Höfum í einkasölu húseignina Lindargötu 12. Eignin hefur veriö nýtt undir atvinnurekstur. Auk þess sem á þriöju hæö er góö 5 herb. íbúö. Eignin er laus til afnota nú þegar. Uppl. á skrifstofunni. Húsafell FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 Adalsteinn PéturSSOn (Bæiarietóahúsinu) simi: B to 66 Bergur Guönason hdl Opiö í dag 1—3. Eyjabakki 2ja herb. ca. 70 ferm. rúmgóö íbúö á 2. hæð, flísalagt baö. Góöar innréttingar. Viöarklætt hol. Þessi íbúð er laus nú þegar. Hraunbær 2ja herb. ca. 60 ferm. íbúö á miöhæö. Flísalagt baö. Eldhús m/borökrók. Þessi íbúö fæst í skiptum fyrir 3ja herb. íbúö i Háaleiti, Kleppsveg eöa Vesturbæ, etv. risíbúö. Birkimelur 2ja herb. ca. 70 ferm. íbúö á 4. hæð ásamt íbúöarherbergi í risi. Mikil og góö sameign. Möguleg skipti á 2ja herb. í Ara-, Dúfna- eöa Blikahólum. Mávahlíö 3ja herb. ca. 100 ferm. íbúö á 1. hæö. 2 saml. stofur og 1 stórt svefnherbergi, bílskúrsréttur. Allt nýlega endurnýjaö. Þessi íbúö fæst í skiptum fyrir 130—150 ferm. hæö í Hliðunum. Hjaröarhagi 3ja—4ra herb. ca. 95 ferm. íbúö á 3ju hæð í blokk. Fæst í skiptum fyrir 5 herbergja hæö í Vesturbænum. Hamraborg — Kóp. 3ja—4ra herb. íbúö á 2. hæö í lyftublokk, nýleg íbúö meö góðum innréttingum. Óskar eftir 3ja herb. íbúö nálægt Austurbæjarskóla. Þingholtin — Dyngjuvegur 3ja til 5 herb. íbúö í Þingholtunum eöa Vesturbæ sem má þarfnast standsetningar óskast. Möguleg skipti á fallegri risíbúð ca. 100 ferm. viö Dyngjuveg. Bogahlíö 4ra herb. ca. 115 ferm. íbúö á 1. hæö i fjölbýli viö Bogahlíö, ásamt herbergi í kjallara tengt íbúðinni. Þessi íbúö fæst í skiptum fyrir 130—150 ferm. hæö í Hlíöunum meö sórinngangi. Snorrabraut 4ra—5 herb. efri sérhæö ca. 100 ferm. ásamt 50 ferm. í risi og bílskúr fæst í skiptum fyrir 3ja herb. nýlega íbúö á 1. tll 2. hæö í Hlíðarhverfi, æskilega í Eskihlíð. MARKADSÞÍÓNUSTAN INGÓLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911 Róbert Árnl Hreiðarsson hdl. Breióholt — Maríubakki 4ra herb. íbúð ásamt geymslum í kjallara. Falleg íbúð, endaíbúð. Mosfellssveit Höfum góöa kaupendur aö lóö- um undir timburhús. Furugrund Kópavogi 2ja—3ja herb. íbúð á 3. hæð, þar af 1 herb. í kjallara. Grímsnes Sumarbústaöaland ca. 9000 fm. Fossvogur — Raöhús Einbýli Eigandi að raöhúsi við Geitland viil skipta á góöu einbýlishúsi i Fossvogi — milligjöf. Sólheimar 120 fm íbúð í tyftublokk. Falleg íbúó. Húsamiðlun Fasteignasala Templarasundi 3 Hafnarfjöröur — Álfaskeið 4ra herb. ibúö í blokk ásamt bílskúrsplötu. Bragagata 2 herb. íbúð ca. 55 fm ásamt þvottaaöstööu. Laugavegur 2 herb. íbúð á 3ju hæö, þvotta- herb. i risi. Klapparstígur 2ja herb. íbúð í kjallara ca. 50 fm með sér inngangi. Lækjarfit — Garöabær 4ra herb. íbúö efri hæð. Sér inngangur Stutt i þjónustu- miðstöö. Vantar 2ja herb., 3ja herb., 4ra herb. íbúðir og sér hæöir á Stór- Reykjavíkursvæöinu — góðir og fjársterkir kaupendur. Símar 11614 — 11616 Þorv. Lúövíksson, hrl. Heimasími sölumanns, 16844.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.