Morgunblaðið - 11.10.1981, Page 16

Morgunblaðið - 11.10.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 Henning Koppel Myndlist Bragi Ásgeirsson Flestir, sem eitthvað fylgjast með framvindunni í listiðnaði og hönnun í heiminum vita að Dan- ir standa þar mjög framarlega. Þetta má í senn þakka því, að Danir hafa verið opnir fyrir áhrifum utan frá, þeir hafa úr ríkum sjóðum erfðavenju að ausa og svo eiga þeir ágætar menntastofnanir í hand- og listmenntun. Eitt er víst og það •er, að „Danish Design" er heims- frægt vörumerki. Einn af þeim er lögðu grunn- inn að nútíma listhönnun í Danmörku var Henning Koppel er lést á miðju sl. sumri aðeins 63 ára gamall. Nafn þessa manns hefur greinarhöfundur þekkt í áratugi og hefur notið Danski lista- maðurinn Henning Kopp- el bar hróður danskrar list- hefðar vitt um heimsbyggðina. Teikning af konu listamannsins, æting. margra ánægjustunda fyrir framan listgripi þessa snillings, svo mér fannst ég vera honum skuldbundinn um kynningu hér í blaðinu. — Henning Koppel var fædd- ur 1918 og var sonur Valdemars Koppel, sem var aðalritstjóri stórblaðsins Politiken. Hann hóf iistnám í teikniskóla 17 ára gam- all og mun hafa hlotið góða þjálfun í undirstöðuatriðum svo og þolinmæði hjá kennara sínum Bizzie Höyer. Meðal nemenda Höyer var m.a. arkitekt, sem heilt kennslumisseri gerði ekk- ert annað en að teikna egg án þess að hún yrði ánægð og gefur það svolitla innsýn í form kennslunnar. Henning Koppel ætlaði sér alltaf að verða myndhöggvari og stundaði nám hjá Utzon-Frank á Listaháskól- anum í K.höfn og hjá frönskum myndhöggvara í París, Malfrey að nafni. Koppel kom fyrst fram á Haustsýningunni 1935, gerðist félagi í listahópi nokkrum og þar voru m.a. fyrir Jeppe Vontillius og Mogens Andersen, sem nú eru meðal þekktustu málara Dan- merkur. Hann dvaldist land- flótta í Stokkhólmi í seinni heimsstyrjöldinni og vann fyrst hjá steinhöggvara við að höggva risastóra styttu eftir Milles í granít. í Stokkhólmi var Koppel svo heppinn að komast undir Silfurskál, 1948. Hlaut gullmedalíu á Triennalinum í Milanó árið 1951. Tekanna úr silfri, 1952. Hlaut gullmedaliu á Triennalinum i Miianó árið 1954. verndarvæng listvina er tryggðu honum 50 krónur á mánuði hver en í staðinn gerði hann högg- myndir og teikningar fyrir þá. Hann vann og mikið í vatnslita- myndum sem honum gekk vel að selja og m.a. keypti Eugen prins eina mynd, og fyrirtæki nokkuð heila myndaröð og stakk upp á því um leið, að hann reyndi fyrir sér í hönnun skartgripa. Þetta varð til þess að Henning Koppel opnaðist nýtt og víðfemt svið og hann var ekki fyrr kominn til heimalands síns eftir stríðið en hann gerði samning við silfur- verksmiðju Georgs Jensens og var það upphaf samstarfs er stóð í 20 ár. Teljast silfurgripir H.K. merkast framlag til nýsköpunar notagildishluta í Danmörku á seinni tímum. Verksvið Hennings Koppel var nær ótakmarkað, hann var framúrskarandi teiknari og vatnslitamálari, sem hinar fag- urlega skreyttu postulínsskálar hans eru til vitnis um. Hann var góður penni og þar naut hann föður síns, skrifaði bækur og sá um létt pár um allt milli himins og jarðar í laugardagsútgáfu Politiken um árabil. í stuttu máli þá mótaði hann skúlptúra, málaði, teiknaði, vann í silfri, postulíni, hannaði frí- merki, stóla, lampa, matarföt, könnur, hnífapör o.fl., o.fl. — Vann á breiðu efnissviði og markaði sér svo persónulegan stíl, að hann hlaut m.a. þrisvar gullmedalíu á Triennalinum í Mílanó, og svo mjög sóttust menn eftir að líkja eftir gripum hans, að hann hélt hæstaréttar- lögmann til að gæta hagsmuna sinna og sá var í stöðugum mála- ferlum út af meintum hug- myndastuldi óprúttinna. Verk Hennings Koppel hafa öðru fremur yfir sér svipmót hins skapandi mótunarlista- manns og verka gjarnan á áhorf- andann sem sjálfstæðir, svip- miklir skúlptúrar. Þau eru í rík- um mæli lífræn og gædd hár- nákvæmu jafnvægi á milli hreyfingar og hrynjandi, sýna svo ekki verður um villst hve mjög hann nýtur þess að hafa byrjað í hreinni myndlist. Þá reynslu yfirfærði hann svo með glæsibrag á vettvang skapandi listiðnaðar og gaf hér fagurt og raunhæft fordæmi. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.