Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 19 SEPTEMBERDAGAR í SÝRLAND11. grein Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Torgiö fyrir framan Sheraton Sýrland. í kveöjuskyni sagði þessi nýi velunnari minn mér, hvað ég ætti aö borga fyrir leigubíl inn til Damaskus. Fyrir alla muni, sagöi hann, láttu þá nú ekki plata þig. Inn til Al-Sham og síöan í upplýsinga- málaráðuneytið Ég veitti því athygli, sem viö ókum í nóttinni inn til borgarinnar, aö hvarvetna stóö Damas. Ég leit- aöi síöar skýringa á því, þaö er reyndar franska nafnið á borginni, en eins og margir vita væntanlega fóru Frakkar meö umboö á Sýr- landi í áratugi, eöa þar til í seinni heimsstyrjöldinni. Damaskus er enska heitiö á borginni, á arabísku heitir hún Al-Sham. Bílstjórinn var hinn ræönasti á leiðinni, ég veit ekki hvort hann taldi sig vera aö tala ensku, a.m.k. skildi ég hann ekki, en maöurinn var gæöalegur, og bíllinn hrörleg- ur. Og inn á Sheraton komumst viö og var heldur tekin aö léttast á mér brúnin og geöillar flugfreyjur brátt gleymdar. Á Sheraton var mér tekiö fagnandi, þaö var eigin- lega eins og þeir heföu alltaf veriö aö bíöa eftir því aö einmitt ég myndi nú koma. Damaskus Shera- ton er bezta hótel sem ég hef veriö á og þjónustuliöiö þar svo lipurt og elskulegt, aö til stórrar fyrirmyndar er. Þaö er töluverö öryggisvarzla í grennd viö hóteliö, kannski ekki aö undra, nokkrum dögum áður haföi sprengja sprungið á torginu fyrir framan hóteliö, þar dóu tuttugu manns og fimmtíu slösuöust. Þaö ber ekki mikið á þessari öryggis- gæzlu og gestir verða ekki fyrir neinum óþægindum. i herberginu var vitaskuid ör- yggislás og auk þess stór tilkynn- ing, þar sem gestir eru beönir aö opna aldrei nema búiö sé aö hringja upp og láta þá vita aö ákveöinn aöili sé á leiö upp. Stúlk- urnar sem gera hreint í herbergj- unum höföu alltaf meö sér eftir- litsmann frá skrifstofunni viö störf og starfsmenn mega aldrei fara inn í herbergin aö sækja þvott og þarf því aö viöhafa talsverðar tilfær- ingar ef maöur þarf aö láta þvo eöa strauja eitthvað. Mér fannst þetta Ijómandi athyglisvert, en hins vegar gat óg ekki, frekar en sönnum islendingi sæmir, tekiö þetta hátíölega, ég svipti dyrunum náttúrlega upp á gátt ef einhver bankaði. Morguninn eftir var föstudagur, en engu aö síöur var Constanti Hamati, sem ég hef áöur minnzt á og er frá upplýsingamálaráöuneyt- inu, mættur meö Kelal bilstjóra aö fara meö mig í smáskoöunarferö og segja mér síöan aö Zahar Jann- an, yfirmaöur PR-deildar ráöu- neytisins, vildi hitta mig morguninn eftir til aö vita, hvaö þeir gætu helzt gert fyrir mig. Það stóö líka allt heima og ég sagöi Jannan, aö mig heföi lengi langaö til aö hitta Assad forseta. Því var nú ver og miöur, hann var þá í Líbýu hjá Gaddafi vini sínum. Ég óskaöi eftir aö fá aö hitta menntamálaráðherr- ann, sem Hamati haföi sagt mér aö væri kona og auk þess skáld, utanríkisráöherrann, fulltrúa PLO, forsvarsmenn kvenréttindasam- takanna til aö forvitnast um stööu konunnar og fara til Quintra — dánu borgarinnar viö landamæri israels. Jannan skrifaöi þetta sam- vizkusamlega niður, þeir myndu gera þaö sem þeir gætu og láta mig vita. Eftir aö viö Hamati skildum velti ég því fyrir mór hvort þetta hlýja viömót og greiðvikni væri ekki bara plat, auövitaö myndu þeir ekki útvega mér neitt af þessum viötölum. Ég huggaöi mig viö aö þá gæti ég bðra slappaö af viö sundlaugina. Ég bar þaö undir tvo brezka sjónvarpsmenn, sem báöir eru hagvanir í Sýrlandi, hvort þeir héldu aö eitthvað yröi gert af því sem ég baö um á svona stuttum tíma. Þeir sögöust báöir hafa þá reynslu af Sýrlendingum, aö þar stæöi allt eins og stafur á bók. Þaö kom líka á daginn, eins og verður vikiö aö í næstu greinum um þessa septemberdaga í Sýrlandi. Damaskus er langtum litríkari en t.d. Amman og hreinlegri en Kairó. Þaö lifa áreiöaniega ekki all- ir í vellystingum praktuglega, en samt verður maöur ekki var viö sára fátækt og þeir staöhæfa aö atvinnuleysi sé nánast ekkert. Ég var iöulega aö rölta um borgina og villtist inn í hverfi, þar sem skikkju- klæddar konur sátu úti fyrir og skeggræddu og börn og kettir hlupu um í leik, og ég spuröi til vegar en þá var tekiö undir hönd mér og ég látin setjast á tröppurn- ar og síðan var náö í te og kexkök- ur og reynt aö halda uppi elsku- legum samræðum, sem yfirleitt strönduöu á vanþekkingu minni í arabísku. En þaö kom mér einna mest á óvart i Sýrlandi, hversu viö- mótsþýtt fólkiö var, einkum þegar tillit er tekiö til þess, hve lítinn áhuga Sýrlendingar hafa sýnt á því aö fá útlendinga inn í landið. Á Sheraton var auðvitaö troðfullt, en þaö voru einkum bisnessmenn, Saudar aö koma á fyllerí, Sýrlend- ingar utan af landi, eöa fólk frá öðrum Arabaþjóöum. Al Azemþjóðháttasafniö Ofið damask Syrlendingar tefla ekki, en nota taflborð fyrir spiliö bagamon um stööina nokkra hríö og valdi mér þann Sýrlending í vegabréfa- eftirlitinu, sem mér virtist einna þekkilegastur, hann var digur og dægilegur og haföi mikiö af gull- tönnum. Ég beiö þangað til af- greiöslu á öörum var lokiö og gekk þá til hans og bauð honum glaö- lega gott kvöld aö þjóölegum ís- lenzkum siö. Hann tók vel kveöj- unni og rétti út höndina eftir vega- bréfinu. Ég sagöi þaö væri nú svo- leiöis, aö óg væri ekki meö áritun, því að einhverra hluta vegna heföu Sýrlendingar ekki sendiráö á is- landi. Hins vegar sagöist ég eiga nokkra dollara . .. hvort þaö myndi nokkuð saka aö selja mér áritun? Nokkru síöar var allt klappaö og klárt, óg haföi reitt fram fjóra doll- ara plús einn fyrir vinsemdina — þaö voru nú öil ósköpin og þar meö var ég komin löglega inn (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.