Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 ÖRYGGIS-HLAÐRUM Með alþjóðlega viðurkenningu Nýborg h/f kynnir öryggis-hlaörúmiö frá Trekanten. Hversvegna öryggis-hlaðrúm 1. Öryggishlaörúmiö er úr völdum viö og tvílakkað. 2. Rúmbotninn er skrúfaður á hliöarfjalir, þannig aö hann getur ekki runniö til. 3. Öryggisfestingar tengja efra og neðra rúmiö. 4. Rúmið er hægt að festa meö tengijárni viö vegg. 5. Stiginn er festur á fjórum stööum, þannig aö hann rennur 6. Efra rúmiö er hægt að fá meö tveim rúmfjölum. Bilið milli rúmfjalanna er haft þaö lítiö aö smábörn geti ekki fest sig þar á milli. 7. Gæöaþrófaö i Þýskalandi og Danmörku Verö kr. 2920,- án dýna kr. 3790,- með dýnum. Innifalið í veröi: 2 rúm 70x190 cm. einn stigi, 2 rúmfjalir, 4 skrauthnúöar, 2 rúmfataskúffur á hjólum og öryggisfestingar. Einnig fáanlegt í 90x190 sama verö. Haustlaukar, ýmsargerðir 30% afsláttur Grænar plöntur í pottum 30% afsláttur Nú er hver að verða síðastur að setja niður haustlaukana. Komið við í Blómavali. Opið alla daga til kl. 21. Nýborg BYGGINGAVÖRUR ÁRMÚLA 23 SÍMI 86755 Kristín Theódóra Nielsen - Attræð -Ar skal rlsa sá or á yrkjcndur fáa ok Kan^a síns vorka á vit fátt um dvolur sá or um mor^un sofur hálfur or auður und hvötum. Þessi vísa Hávamála á einkar vel viö um vinkonu mína og minn- ar fjölskyldu, Dóru, eins og hún er ævinlega kölluð. Kristín Teódóra Nielsen frá Seyðisfirði er áttræð á morgun, þann 12. október. For- eldrar hennar voru Víglundur Þorgrímsson, útgerðarmaður á Mjóafirði, og Jónína Guðrún Þorsteinsdóttir. Þau slitu samvist- um þegar Dóra var barn og hún ólst því upp til unglingsára hjá vandalausu fólki. Eftir að faðir hennar stofnaði heimili á ný með seinni konu sinni flyst Dóra til þeirra að Krossi í Mjóafirði. Árið 1917 ræðst hún svo til Peter Lass- en Mogensen lyfsala á Seyðisfirði, sem afgreiðslustúlka í Apótekinu og þar starfar hún þar til hún gift- ist Axel Nielsen verslunarmanni á Seyðisfirði árið 1923. Dóru og Axel varð þriggja barna auðið. Þau eru: Hlín og Hjalti, tvíburar, fædd 07.12. 1924 og Jónína, fædd 01.02. 1929. Hjalti fórst á Lagarfljóti fyrir allmörg- um árum, með sviplegum hætti, og var það mikið áfall fyrir Dóru, eins og að líkum lætur, en með þeim mæðginum var sérlega mikil ástríkja. Milli heimila okkar var aðeins garðgirðing sem skiidi að, svo það má segja að við krakkarn- ir höfum alist upp sem stór systk- inahópur. Lengst af, sem ég man eftir Axél, var hann heilsulítill, hann hafði verið rúmliggjandi langdvölum og lést á besta aldri árið 1936. Það gefur auga leið, að erfitt hefur verið fyrir Dóru að koma börnunum á legg við þessar að- stæður, þegar hjón almennt með fulla heilsu höfðu vart til hnífs og skeiðar á þessum kreppuárum. En í Dóru býr þrek og þor. Hún lét hvergi á sjá. Heimili hennar og uppeldi barnanna var til fyrir- myndar á allan hátt. Hún var at- orkusöm, úrræðagóð og hafði ríka kímnigáfu. Hún lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Það æxlaðist þannig, kannski ekki að ástæðulausu, að ég leitaði til Dóru með mín vandamál ef ein- hver voru og leysti hún úr þeim bæði fljótt og vel. Vandamálin voru víst ekki stór á mælikvarða nútíma nöldursþjóðfélags en af hennar fundi fór ég oftast ánægð- ur. Eg man eftir tveimur skiptum sem við vorum ekki „dús“. í fyrra tilfellinu var það þegar ég var á leið í sveitina sem vikapiltur og Dóra átti að klippa mig eins og svo oft áður, úr þessu varð krúnurök- un, það eina sem ég gat státað af var fokið út í veður og vind. Sannfæringarkraftur Dóru að hárið kæmi aftur stóðst eins og allt sem hún sannfærði mig um. Annað skiptið var þegar kindin mín svarta brá sér inn í stofu um kvöldmatarleytið og hreinsaði all- an kvöldverðinn sem ætlaður var Angantý prentara og Pétri bak- ara, sem voru kostgangarar henn- ar. Dóra hótaði mér því að sú svarta yrði kærð til Ára sýslu- manns, en hann var það yfirvald sem mér stóð stuggur af, hann hafði svo oft sent okkur Hjalta og fleirum tóninn yfir lónið og marg- sinnis látið Harald „polití" smala okkur saman á „kontorinn“ sinn. Þegar ég var búinn að sannfæra Dóru um að þetta kæmi ekki fyrir aftur, að vísu var kindin mér erfið, eins og allir sem aldir eru upp í of miklu meðlæti, þá féllst hún á að málið væri látið niður falla. Þar sem eltingaleikur við kindurnar hans Sigga Búa var snar þáttur okkar Hjalta á þessum sokka- bandsárum verður eftirfarandi saga að fylgja með. Siggi hafði lof- að okkur að við fengjum sitt hvort lambið við næsta sauðburð ef eitthvert lambanna yrði blátt eða grænt. Þegar ekkert bólaði á þess- um sjaldgæfu lömbum eftir tveggja ára bið lögðum við málið fyrir Dóru. Ég man að hún var nokkuð snögg upp á lagið og sagði að við ættum ekki að láta karlinn vera að spila með okkur. Eftir þessa raun fór ég til Guðmundar á Árnastöðum og hann gaf mér lamb sem var „bara“ svart, en Hjalti var áfram lamblaus. Dóra starfrækti um margra ára skeið bakarí á Seyðisfirði en áður hafði hún kostgangara, sem fyrr er getið og einnig greiðasölu á striðsárunum. Vinnudagur Dóru hefur eflaust oft verið langur og strangur og ætíð hef ég undrast starfsþrek hennar. En hennar að- alsmerki hefur ætíð verið að ganga snemma til hvílu og fara snemma á fætur og útaf því hefur hún sjaldan breytt. Undanfarin ár hefur Dóra búið á Hrafnistu hér í Reykjavík en hún leigði hjá mér á meðan hún var að bíða eftir að komast þar að. Það var oft glatt á hjalla þegar Dóra bjó hér í Aust- urgerði. Þá rifjuðu þær vinkonur, móðir min og Dóra, upp skemmti- leg atvik fyrri tíma frá Seyðis- firði. Ég hafði sérstaka ánægju af að geta skotið skjólshúsi yfir Dóru á meðan hún beið eftir að komast að á Hrafnistu. Frá henni hefur alltaf stafað sérstakur ljómi. Fas hennar er höfðinglegt, hún er reisuleg, tíguleg og sérlega mynd- arleg kona. Yngsti sonur minn sagði einhverju sinni er Dóra bjó hér hjá okkur. „Hún gengur eins og drottning." Svar mitt var að Dóra væri fædd drottning. Glæsi- leiki hennar er sá sami og hefur ávallt verið síðan ég sem barn kynntist Dóru. Á þessum merku tímamótum í lífi þínu sendum við hér öll í Aust- urgerði 10 innilegar hamingjuósk- ir og þökkum þér fyrir ánægjulega samveru og árnum þér alls hins besta um ókomna framtíð. Guðmundur Jónsson Sumarsýningu Asgrímssafns að ljúka SUMARSÝNINGU Ásgrímss- afns sem opnuð var í maí sl. lýkur nú á sunnudaginn. Safnið verður lokið um tima meðan komið verður fyrir nýrri sýningu. Sumarsýningin er yfirlitss- ýning á verkum Ásgríms, sem hann málaði á hálfrar aldar tímabili. Safnið hefur verið fjölsótt í sumar bæði af erlendum og innlendum gestum. Ásgrímssafn Bergstað- astræi 74 er opið yfir vetrarm- ánuðina sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30—16.00. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.