Morgunblaðið - 11.10.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
25
Tveir Islendingar fluttu erindi um rannsóknir sínar. Prófessor Vilhjálmur G.
Skúlason um rannsóknir, sem hann hefur um árabil stundað á efnasamböndum
jurtarinnar kava á Kyrrahafseyjum. Og Kristín Ingólfsdóttir, sem er við framhalds-
nám í London, um rannsóknir sínar í íslenzkum fléttum með tilliti til sýkladrepandi
efna, sem þær innihalda. Hér á síðunni eru viðtöl um þessar rannsóknir.
þess að búa til afbrigðilegu efnin,
þarf maður ekki jurtina. Það má
gera með efnafræðilegum aðferð-
um.
— Nú hefur þú verið að vinna
að þessum frumrannsóknum hér.
Hvað gerist svo?
— Þetta eru rannsóknir, sem
hafa verið unnar hér á landi að
öllu leyti, en byggja eins og allar
aðrar rannsóknir á vinnu, sem
gerð hefur verið annars staðar
áður. Hvert framhaldið verður er
eriftt að segja. Jarðvegurinn hér á
landi er næstum alger eyðimörk.
En ef einhver vill nota sér þessar
rannsóknir mínar, þá er það
velkomið.
— Þú vinnur þetta sem sagt í
þágu vísindanna. Tekur ekki
einkarétt?
— Sumir taka einkarétt á því
sem þeir gera. Ég er ekki að hugsa
um það. Það eina, sem maður
getur gert, er að leggja til. Og
auðvitað er skemmtilegra að það
sem maður gerir hafi notagildi. Ef
einhver vill taka þessi efni og gera
tilraunir á dýrum, þá er það gott.
Ég hefi sjálfur varla aðstöðu til að
gera það sem ég geri, hvað þá
meira.
— Svona greinargerðir um
rannsóknir, eins og þær sem
lagðar voru fram á lyfjafræðinga-
þinginu í Vínarborg, eiga yfirleitt
3—4 höfunda. Þær eru unnar í
hópvinnu. Ég tel affarasælast að
vinna verkefnin þannig sagði Vil-
hjálmur í lokin. Jafnvel svona
afmarkað verkefni krefst mjög
breiðrar þekkingar og því verða
menn að vinna saman.
- E.Pú.
Talið er, að frumheimkynni kava-jurtarinnar sé Nýja-Ginea, en mann- og fornleifafræðingar telja, að hún hafi
fylgt manninum til polynesíska þríhyrningsins (sjá mynd), en þar er kava-drykkurinn ennþá i hávegum hafður til
dæmis á Samóa-, Tonga- og Fidjieyjum.
Fléttan Thamnolia Subuliformis er
eins og stuttur þykkur tvinna-
spotti, og ekki mikið áberandi i
mosanum. Enda vaxa fléttur aðeins
um millimetra á ári.
heiminum, en þær eru taldar á
bilinu 250 þúsund til 550 þúsund.
En aðeins 5—10% af öllum þess-
um jurtum hafa verið rannsakað-
ar með tilliti til innihaldsefna,
sem hafa líffræðilegar verkanir.
Sífellt er verið að vinna að því
víðsvegar um heim að efnagreina
jurtir og prófa verkanir þeirra.
Sem dæmi má nefna efni, sem
vinna á krabbameini, sykursýki
eða hafa getnaðarvarnaáhrif. Til-
tölulega ný af nálinni eru af þessu
tagi efni unnin úr jurt og notuð
Þessi flétta, sem þarna liggur i
mosanum milli stráa, nefnist
Stereocaulon alpinum og eftir
henni sækist Kristin nú mest, hefur
þrengt hringinn úr 17 tegundum
niður í 3.
við vissum tegundum krabbam-
eina. Þetta eru tvö efni, unnin úr
sömu jurtinni, sem nefnist Cat-
haranthus roseus. Þau eru kölluð
vinblastine (VLB) og vincristine
(VCR).
— Tilgangurinn með svona
rannsóknum, eins og þeim sem ég
er að vinna að, heldur Kristín
áfram, er semsagt að finna þessi
efni, einangra þau og ganga úr
skugga um virkni þeirra. Ef slíkt
efni stenst allar prófanir og hefur
ekki skaðlegar aukaverkanir, þá
getur það farið í framleiðslu,
ýmist unnið beint úr jurtinni eða
þá sem tilbúið efni. Ef efnið hefur
aukaverkanir eða er ekki mjög
virkt, þá er það stundum notað
sem fyrirmynd til að búa til önnur
skyld efni. Eitt slíkt er kínín, sem
upphaflega var aðeins lyf við
malaríu, en hefur síðan aftur
verið notað sem fyrirmynd fyrir
nýrri lyf.
Kristín Ingólfsdóttir var, sem
fyrr segir, á förum héðan til
Vínarborgar, þar sem hún hafði
verið beðin um að gera grein fyrir
þessum rannsóknum sínum á al-
þjóðaþingi lyfjafræðinga, en það
sækja lyfjafræðingar og lyfja-
framleiðendur víðs vegar að. En
hvað tekur svo við? Kristín segir
að þessar rannsóknir sínar séu
viðfangsefni í doktorsritgerð, sem
hún ætlar að vinna að í vetur.
Ljúka fyrst verklegu tilraununum,
skrifa síðan ritgerðina og verja
hana. Niðurstöður verða gefnar út
í hennar nafni og leiðbeinanda
hennar við háskólann.
— Síðan ætla ég að koma heim
til íslands, segir Krístín. Maður
óttast svo sem ekki aðgerðarleysi
um æfina. Verkefnin eru næg, þótt
aðstaða hér á landi sé auðvitað
dálítið erfið. En maður sér til.
Kristín og maður hennar verða
bæði við nám í vetur í London.
Maður hennar, Einar Sigurðsson,
fréttamaður, hefur lokið BA-prófi
í fjölmiðlafræði, og ætlar nú að
vera við nám í stjórnmálafræðum
við London School of Economics.
Þau hafa því bæði meira en næg
viðfangsefni þar ytra fram á
næsta sumar. Og væntanlega
áfram á íslandi.
Skrifstofuhald og
skrifstofuhagræðing
Leiðbein
andi:
Stjórnunarfélagið efnir til námskeiös um Skrifstofuhald og
skrifstofuhagræðingu í fyrirlestrarsal félagsins að Síðumúla
23, dagana 19.—21. október kl. 14—18.
Fjallað verður um hlutverk skrifstof-
unnar og gerö grein fyrir þeim verk-
efnum sem þar eru unnin. Kynnt
verður hvernig stjórnskipulag má
hafa á skrifstofum, verkaskiptingu og
annað varðandi starfsmannahald. Að
lokum verður fjallaö um mögulegar
hagræðingaraðgerðir á skrifstofum
og kynnt nýjustu skrifstofutæki sem
notuð veröa á skrifstofu framtíöar-
innar.
Námskeiðið er ætlað skrifstofustjór-
um og öðrum sem annast skipulagn-
ingu og stjórnun á skrifstofum.
Sveinn Hjörtur
Iljartarson.
rekstrarhaKlra'öinK-
Afgreiöslu- og þjónustustörf
Stjórnunarfélagið efnir til námskeiðs
um afgreiöslu- og þjónustustörf og
verður það haldiö í fyrirlestrarsal fé-
lagsins dagana 22., 23. og 26. októ-
ber kl. 14—18.
Fjallaö verður almennt um hlutverk
afgreiöslumanna í verslunar- eða
þjónustustörfum og iögö áhersla á
framkomu, sölumennsku, þjónustu-
lipurö og starfsanda. Gerö er grein
fyrir hagnýtum þáttum afgreiðslu-
starfa, svo sem móttöku pantana,
kassastörfum, verðmerkingu, vöru-
talningu, rýrnun o.fl. Einnig er rætt
um helstu hugtök sölufræðinnar og
hvernig afgreiöslufólk getur nýtt hana
við dagleg störf.
Námskeiöiö er ætlaö afgreiðslufólki í
verslunum og þjónustufyrirtækjum.
Leiöbein
endur:
(>unnar Maark.
viöskiptafra'öinKur.
Uirir horvaröarson.
ráöninKarstjóri.
Stjórnun I
Námskeið um Stjórnun I verður haldið dagana 27.—30.
október kl. 14—18.
Efni: • Hvað er stjórnun? • Hlutverk stjórnandans í
fyrirtækinu. • Samskipti starfsmanna á vinnustaö.
• Samskipti yfirmanna og undirmanna.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnun-
arfélagsins. Sími 82930.
Astjórnunarfélag
SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK
ÍSIANDS
SÍMI 82930
OCalfa-laval
styrkurinn
Sænska fyrirtækið Alfa-Laval AB hefur ákveöið aö
veita þeim, sem vinna aö mjólkurframleiöslu eöa í
mjólkuriönaði, styrk einu sinni á ári næstu fimm ár.
Styrknum skal varið til þess aö afla aukinnar mennt-
unar eöa fræöslu á þessu sviði. Upphæö styrksins er
sænskar kr. 10.000,- hvert ár.
Þeir, sem til greina koma viö úthlutun Alfa-Laval
styrksins, eru:
1. Búfræöikandidatar
2. Mjólkurfræöingar
3. Bændur, sem náö hafa athyglisverðum árangri í
mjólkurframleiðslu.
4. Aðrir aöilar, sem vinna aö verkefnum á sviöi
mjólkurframleiðslu og mjólkuriönaöar eöa hyggj-
ast afla sér menntunar á því sviöi.
Umsóknir meö sem ítarlegustu upþlýsingum um fyrri
störf, svo og hvernig styrkþegi hyggst nota styrkinn,
þurfa aö berast undirrituðum í síðasta lagi fyrir jól.
Uthlutun veröur tilkynnt fimmtudaginn 31. desember.
S
nnáJbtcUurelaA, hf SAMBANDÍSL.SAMVINNUFtlAGA
Suöurlandsbraut 32, Véladeild,
105 Reykjavík. Ármúla 3, 105 Reykjavík.
Sími 86500. Simi 38900.