Morgunblaðið - 11.10.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
31
Viðar Viðarsson
- Minningarorð
asta fulltrúa þessarar merkilegu
kynslóðar hér í húsinu, þökkum
fyrir okkur og biðjum fólki hans
blessunar.
Jón Óskar
Guðmundur Bjarnason var
fæddur 27. júní 1888, og dó 2. okt.
1981. Hann var sonur hjónanna
Bjarna Jónssonar sem ættaður
var austan af Mýrum og Þuríðar
Runólfsdóttur af Hlíðarætt, er
bjuggu í Miðhúsum á Hofi í Öræf-
um.
Guðmundur var þriðji í stórum
systkinahópi og er síðastur þeirra
systkina, sem kveður þennan
heim, þrem mánuðum á eftir elsta
bróðurnum Sveini sem varð 100
ára.
Guðmundur, tengdafaðir, minn
var alinn upp af móður sinni að
mestu því faðir hans dó þegar
hann var þriggja ára.
Þuríður giftist tvisvar aftur en
missti menn sína alla eftir
skamma sambúð úr lungnabólgu,
sem í þá daga var dauðavofan yfir
fólki á manndómsaldri í vatna-
byggðum Öræfasveitar, ekki síður
en sjódauðinn í sjávarplássunum.
Það var löng leið yfir sandana
milli stórvatnanna og menn og
hestar urðu kollvotir og það var 10
til 12 tíma lestagangur úr fjöru
heim á bæi í vestursveitinni. Og í
fjöruna sóttu Öræfingar vetrar-
forða sinn af kjöti og eldiviði,
kindakjötið fékk kaupmaðurinn,
en fólkið át útselinn, sem var
veiddur á haustin allt fram að
jólaföstu. Það var vaðið með næt-
ur (net) í ósum Skeiðarár og fleiri
vatna, og engin höfðu menn
vatnsheld hlífðarföt.
Síðasti maður Þuríðar, Jón
bróðir Bjarna, dó árið 1900 úr
lungnabólgu. Það ár dóu 12 manns
úr lungnabólgu í Öræfum.
Þá var Guðmundur 12 ára og
elsti bróðirinn Sveinn, sem var 19
ára varð forsjá heimilisins, hann
var lipur fjármaður og þá orðinn
frægur fyglingur í Ingólfshöfða.
Aldrei var búsvelta hjá Þuríði
ekkju á Hofi og barnahópurinn
varð myndar- og atgervisfólk.
Guðmundur var talinn meðal
glæsimanna í sinni sveit og með
sterkustu mönnum, frábærlega
snar og fylginn sér ef við lá. Það
frægðarverk vann hann 4 ára, að
hann bjargaði Bjarna bróður sín-
um ársgömlum frá erni sem ætl-
aði að hremma hann í brekkunni
fyrir ofan Hofsbæina, fólkið var
þar skammt frá að rýja fé.
Hann gerðist ungur fyglingur í
Höfðanum og fylgdi bróður sínum,
en 18 ára gamall lenti hann þar í
stórslysi, hann hrapaði 18—20
metra loftfall niður í fjöru, það
þóttu hin mestu undur, að hann
skyldi lifa hrapið af, en jafngóður
varð hann aldrei, var höfuðveikur
æfilangt, annars var hann vel á
sig kominn alla tíð, þar til hann
lagðist inn á sjúkrahús á síðast-
liðnu vori og í banalegunni var
hann hress þegar af honum bráði,
og virkaði þá áratugum yngri, en
hann var.
Börn Þuríðar og Bjarna voru
Sveinn, Jón, Guðmundur, Runólf-
ur og Bjarni, sem fæddist sama
daginn og faðir þeirra dó.
Annar maður Þuríðar hét Þor-
lákur Jónsson, þeirra sambúð var
innan við eitt ár og barnlaus.
Þriðji maður Þuríðar var Jón
bróðir Bjarna, með honum átti
hún 2 börn, Þórhall og Katrínu.
Aldamótaárið fluttist Þuríður
þá nýorðin ekkja í þriðja sinn, að
Fagurhólsmýri, þar er styzt sjáv-
argata í Öræfum og þar var helst
róið til fiskjar, og þar var vöru-
uppskipun þegar veður var bliðast,
en engin er þar höfn og brimrót
líkt og annarsstaðar á suður-
ströndinni, sum vorin gaf aldrei á
sjó. í vondum veðrum urðu þar
mörg skipströnd. Fyrstu ár aldar-
innar fórust þar mest skútur,
seinna togarar. Mörgum sjómönn-
um tóku þeir bræður þátt í að
bjarga á þessum árum.
Bræður Guðmundar voru gleði-
menn málhressir vel og sögumenn
frægir, sérstaklega Sveinn, sem
kunni íslendingasögurnar utanað,
þær er honum þóttu þess virði, og
stóra kafla úr Biskupa og heilagra
manna sögum.
Guðmundur var hlédrægari en
bræður hans. En á góðum stund-
um lék hann á als oddi, sagði stór-
fróðlega og skemmtilega frá, með
persónulegri kímni.
Hann var unglingur í lestaferð-
um Öræfinga til Hafnar í Horna-
firði og fjöruferðir fór hann fjöl-
margar vetur og sumar, stundum
Ijótar svaðilfarir, vatnavasl með
ferðamönnum, og ferðir yfir
Skeiðarárjökul fór hann margar,
og á Vatnajökli var Guðmundur
með hesta í leiðangri prófessors
Ahlmanns 1936.
Árið 1920 keypti fjölskyldan
jörðina Sel í Skaftafelli og bjó þar
félagsbúi í mörg ár. Skaftafell
mun talið fegurst ajlra staða á ís-
landi og önnur landstærsta jörðin
næst á eftir Möðrudal um eða yfir
200 ferkm.
Þetta sama ár giftist Guðmund-
ur unnustu sinni Sigríði Gísla-
dóttur Kjartanssonar prests að
Sandfelli. Sigríður var óvenju göf-
ug kona sem allir elskuðu og virtu
sem henni kynntust, hún andaðist
fyrir tæpum þremur árum 82 ára
gömul.
Þau eignuðust 4 dætur, Þuríði
Elínu sem dáin er fyrir 22 árum,
Katrínu sem er eiginkona mín,
Rögnu Sigrúnu, sem er ekkja
Bjarna Runólfssonar, stýrimanns
frá Hornafirði og Theódóru sem er
gift Ragnari Ólafssyni, deildar-
stjóra á Skattstofunni.
Guðmundur og Sigríður fluttu
til Reykjavíkur árið 1939 og Guð-
mundur gerðist starfsmaður hjá
Skipaútgerð Ríkisins við höfnina.
Skömmu seinna keyptu þau
ásamt Bjarna bróður Guðmundar
Ljósvallagötu 32, og þar bjuggu
þau til æfiloka.
Æfikvöld þeirra var fallegt og
hamingjusamt og eftir því sem ár-
in liðu varð þeirra samband inni-
legra og eftir að Guðmundur hætti
að vinna við höfnina, unnu þau
heimilisstörfin saman, og eftir að
heiisa Sigríðar fór að bila sá hann
að mestu um heimilishaldið.
Sveinn bróðir hans var í skjóli
þeirra fram á síðasta æfiár.
Börnin, barnabörnin og barna-
barnabörnin hópuðust í kring um
Guðmund, og styttu honum biðina
til endurfunda við Sigríði, sem
hann beið með fullri reisn, en þó
eftirvæntingu.
Við ástvinir hans kveðjum hann
með þökk og virðingu.
Ragnar Kjartansson
Fæddur 24. apríl 1958.
Dáinn 5. september 1981.
Kveðja írá stofu 107 í Fjöl-
brautaskólanum Breiðholti
Ég veit ekki til þess að Viðar
hafi sótt tíma í stofu 107 í Fjöl-
brautaskólanum. Þó hefur varla
nokkur nemandi sýnt þeirri stofu
jafn mikinn áhuga og Viðar. I
stofu 107 er tölva skólans, og þar
fer fram öll kennsla í tölvufræð-
um.
Það var haustið 1980 er ég og
nemendur mínir fórum að veita
Viðari eftirtekt. Mig minnir að
fyrst hafi hann komið og spurt
mig, hvort hægt væri að skrifa
forrit fyrir tölvuna hans. Ég sagði
að eflaust mætti lesa sér til um
það í bæklingum um tölvuna. —
Næsta dag, sem var reyndar föstu-
dagur, kom hann með þykkan
bækling. Reyndar held ég að þeir
hafi verið tveir, a.m.k. fór allur
sunnudagurinn í að lesa þá.
Smám saman þróuðust kynni
okkar. Hann var nær daglegur
gestur í stofu 107. Hann byrjaði
skipulega að lesa sér til um tölvu
skólans og hafði öðlast furðu
mikla þekkingu á því hvernig tölv-
ur vinna og virka. í vor fór hann
fram á að fá að gera vissar breyt-
ingar á einu svokölluðu „start“-
forriti skólatölvunnar og leyfði ég
honum það. í dag þegar kveikt er á
henni, skrifar hún texta, sem mun
í framtíðinni minna okkur á hand-
bragð Viðars.
Veikindi Viðars komu mér og
nemendum mínum mjög á óvart.
Ég hafði hitt hann í haust og hafði
hann m.a. aðstoðað mig við náms-
kynningu fyrir nýnema. Talið
barst að framtíðaráformum hans
eins og oft áður. Stúdentsprófi
ætlaði hann að Ijúka og síðan stóð
til að fara í greinar tengdum
tölvufræðum.
Við í stofu 107 kveðjum hann í
dag með söknuði og munum minn-
ast hans, þegar við kveikjum á
skólatölvunni.
ST.
Erfitt er fyrir okkur skólafélag-
ana að trúa því, að Viðar Viðars-
son hafi verið kvaddur úr heimi
hér, aðeins 23ja ára gamall og í
blóma lífsins.
Fyrstu kynni okkar af Viðari
urðu haustið 1978. Hóf hann þá
nám við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti, á rafiðnaðarbraut. Það
sem strax einkenndi Viðar í nám-
inu var eljusemi hans og dugnað-
ur. Aldrei stóð hann upp frá nein-
um verkefnum nema þau væru
sómasamlega af hendi leyst.
Höfðu kennararnir mikla ánægju
af að veita honum liðsinni, enda
fáir áhugasamari en hann. Sóttist
Viðari vel námið og átti hann að-
eins hálfan vetur eftir til
sveinsprófs.
Viðar var mjög virkur í félags-
lífinu og gegndi m.a. embætti
formanns Tölvutækniklúbbs Fjöl-
brautaskólans. Hvers konar tölvur
áttu hug hans allan. Las hann
ógrynni fræðirita þar að lútandi
og var fróðastur okkar félags-
manna um þær. En hann var jafn-
framt velviljaður og gjöfull á upp-
lýsingar og leituðu því margir til
hans um þau efni.
Þegar við minnumst Viðars
verður okkur ofarlega í huga
hversu glaðlyndur hann ætíð var.
Ef hlátur heyrðist óma um rafiðn-
aðarstofurnar vissi maður að Við-
ar var það nærri. Hann var ein-
lægur og dagfarsprúður og trúr
sinni sannfæringu allt til hinstu
stundar.
Um leið og við þökkum Viðari
Viðarssyni samverustundirnar
sendum við ættingjum hans og
vinum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Skólafélagar af rafiðnaðarhraut
Fjölbrautaskólans i Breiðholti
Eðlisfræðikompan í FB er ein-
manalegri nú þegar ég á ekki von
á því að sjá hann nafna minn í
dyrunum, tvístígandi vegna
brennandi spurningar eða spenn-
andi uppgötvunar sem hann vill
ræða við mig um.
Þannig var hann, síleitandi að
nýjum möguleikum í rafeinda-
fræðum eða í fullkomnu vasatölv-
unni sinni sem hann hafði lánað
mér til kynningar daginn áður en
hann frétti af sjúkdómi sínum.
Þó hann vissi hve alvarlegur
sjúkdómurinn var gaf hann ekki
upp vonina, heldur kynnti sér
hann af sömu innlifun og áhuga-
mál sín áður.
Á stofu 5 á Landspítalanum
ræddum við lífið, dauðann, sjúk-
dóminn og forrituðum tölvurnar
okkar hvor í kapp við annan. Og
sannarlega var tíminn naumur.
Eftir aðeins hálfsmánaðar legu
var Viðar dáinn.
Stutt kynni okkar skilja mig
eftir fróðari um græskuleysi
mannanna en góðum kunningja
fátækari.
Viðar Ágústsson
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
GUDBRANDURJÓNASSON,
Glaðheimum 8,
verður jarösunginn fró Fossvogskirkju, þriöjudaginn 13. október
kl. 3 síödegis. Þeim, sem vildu mlnnast hans, er bent á líknarstofn-
anir.
Börn og tengdabörn.
Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi
VALDEMAR ÓLAFUR KRISTJÁNSSON,
Austurbrún 6,
veröur jarösettur, þriöjudaginn 13. október kl. 13.30 frá Foss-
vogskirkju.
Helga Sigurbjörnsdóttir,
Kristjón Grétar Valdemarsson, Olga Ragnarsdóttir,
Sigurbjörn Valdemarsson, Ólafía Hrönn Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóöir og fósturmóöir,
JÓRUNN GUÐRÚN GUDNADÓTTIR,
Nökkvavogi 27,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 13. október kl.
13.30.
Helga Jónsdóttir,
Guðni Jónsson,
Árni Jónsson,
Sólveíg Jónsdóttir,
Guðmundur Jónsson,
Valdimar Jónsson,
Guömundur Gíslason,
Einar K. Gíslason,
Halldóra Þorgilsdóttir,
Sólveig Eggerz Pétursdóttir,
Flemming Holm,
Margret Sigurjónsdóttir,
Ingeborg Gíslason,
og barnabörn.
+ Þökkum auösýnda samúö viö andlát tengdafööur. og útför föður okkar og
ÞÓRLEIFS BJARNASONAR,
Kolgeröi 3, Akureyri,
Þóra Þórleifsdóttir Mothes, Christian Mothes,
Hörður Þórleifsson, Svanfríður Larsen,
Friðrik G. Þórleifsson, Sígríöur Sigurðardóttir,
Björn Þórleifsson, Júlíana Lárusdóttir.
¥
Veistu hvaöa litsjónvarpstæki
feest með 2-3 þúsund króna
utboraun og eftirstöðvum til7mánaða?