Morgunblaðið - 11.10.1981, Side 32

Morgunblaðið - 11.10.1981, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 Óli Björn Kœrne- sted - Minning Fæddur 3. júlí 1938. Dáinn G. októbcr 1981. Á morgun verður Ólí Björn Kærnested, vinur okkar, lagður til hinstu hvíldar. Það er erfitt að trúa því, þegar menn falla frá á besta aldri og í blóma lífsins en samt verða allir að sætta sig við að kailið kemur fyrr eða síðar, og ekki er spurt, hvort menn hafi lok- ið sínum ætlunarverkum. Óli Björn var fullur af lífslöngun og atorkusemi. Hann hafði langt í frá lokið því, sem hann hafði hug á að gera. Við áttum því láni að fagna að starfa með Óla Birni um árabil. Hann var góður samstarfsmaður og góður félagi, alltaf kátur og hress, og leitaðist við að sjá bros- legu hliðarnar á öllum málum. Við vitum að við tölum fyrir munn allra samstarfsmanna hans, j>egar við segjum að hann hafi verið sér- staklega lipur og skemmtilegur í umgengni. Þessir eiginleikar hans voru kannski undirstaðan fyrir velgengni hans í starfi hjá Vífil- felli, en starf hans var fyrst og fremst fólgið í samskiptum við viðskiptavini fyrirtækisins. Óli Björn var mjög vinamargur mað- ur, og átti sérstaklega auðvelt með að kynnast fólki og vinna traust þess. Fréttin um skyndileg veik- indi hans komu eins og reiðarslag yfir okkur starfsfélaga hans, því hér var hann í fullu fjöri daginn áður. Það verður erfitt að fylla það skarð, sem Óbí skildi eftir sig. Við þökkum honum fyrir samver- una fyrir hönd okkar allra, starfs- félaga hans. Jafnframt sendum við eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. Minningin um góðan dreng mun lifa. Magnús Harðarson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Lýður Friðjónsson. Á morgun kveðjum við Víkingar hinstu kveðju vin okkar og félaga Óla Björn Kærnested verslunar- mann, er lést síðastliðinn þriðju- dag langt um aldur fram. Nú þegar hönd sorgarinnar leggst enn einu sinni með fullum þunga yfir okkur Víkinga, er ekki örgrannt um, að okkur þyki nóg komið og mál að linni. Óli Björn eða Óbí svo sem hann var alltaf kallaður í okkar hópi, var fæddur í Reykjavík 3. júlí 1938, sonur hjónanna Gísla F. Kærnested og Hildar Björnsdótt- ur Kærnested, en þau hjónin fluttu í Bústaðahverfið árið 1951. Óbí byrjaði senmma að stunda íþróttir, aðallega knattspyrnu, og þegar Knattspyrnufélagið Víking- ur hóf starfsemi sína í Smáíbúða- og Bústaðahverfinu árið 1953, var hann einn af þeim drengjum, sem þá gekk til liðs við Víking, og lék með félaginu frá 3. flokki og til meistaraflokks. Á þessum árum var Víkingur ekki mikils metinn sem íþróttafélag, en það er full- vissa mín, að ef Víkingur hefði ekki notið manna eins og Óbí, sem létu stóru töpin ekki slá sig út af laginu, þá værum við ekki jafn öfl- ugt félag í dag og raun ber vitni. Persónulega hef ég álitið, að Óbí hafi verið einn af fáum á þessum erfiðleikaárum Víkings, sem hefði þótt fullboðlegur í lið annarra fé- laga, og þess vegna hef ég alla tíð borið sérstaka virðingu og þakk- læti í brjósti til hans fyrir hollust- una við okkar gamla og góða félag. Er keppnisferlinum lauk, tóku við ýmis stjórnarstörf fyrir Knatt- spyrnudeild Víkings, en nú hin seinni ár voru færri stundir aflögu til tómstundastarfa. Árið 1977 stofnsetti Óbí versl- unina Búsport í Breiðholti og rak hana jafnframt starfi sínu hjá verksmiðjunni Vífilfelli. í upphafi verslaði hann með búsáhöld og sportvörur, en með tíð og tíma þróuðust mál á þann veg, að bús- áhöldin viku, en eftir stóð aðalá- hugamálið, sportvörurnar, og á þessu ári opnaði hann aðra versl- un undir sama nafni í Breiðholti III, og framundan var stórbygging í Mjóddinni, hinu nýja verzlun- arhverfi í Breiðholti. Hinn 25. september árið 1965 kvæntist Óbí Sigríði Grétarsdótt- ur Kærnested, og eignuðust þau einn son, Gísla, sem nú er 16 ára. Jafnframt gekk hann syni Sigríð- ar, Grétari, í föðurstað. Áður eign- aðist hann dótturina Guðbjörgu Lindu. Gæfa okkar margra Víkinga er, að konur okkar hafa tekið virkan þátt í félagsstarfinu, og svo var um Sirrý konu Óbís, að hún starf- aði mikið í kvennadeildinni, og mátti til tíðinda telja, ef þau hjón- in mættu ekki bæði á spilakvöldin t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát mannsins míns og föður okkar, JÚLÍUSAR R. JÚLÍUSSONAR, múrarameistara, Jónína Þorsteinsdóttir, og börn. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, VALGERDURANDRÉSDÓTTUR, Framnesvegi 5, Reykjavík. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, RANNVEIGAR E. ERLENDSDÓTTUR, Flókagötu 16. Þorbjörg Andrésdóttir, Unnur Andrésdóttir, Teitur Guómundsson, Sigríður Andrésdóttir, Svavar Guönason, barnabörn og barnabarnabarn. vinsælu, sem kvennadeild Víkings hefur séð um nú hin síðari árin. Nú að leiðarlokum drúpum við Víkingar höfði í þögulli sorg og færum látnum félaga þakkir fyrir heilladrjúg störf í þágu félagsins og biðjum algóðan guð um að styrkja eiginkonuna, börnin og móðurina, sem nú eiga öll um sárt að binda. Eg, sem þessi fátæklegu orð rita, færi kærum bróður þakk- ir fyrir allt, fari hann í friði. Knattspyrnufélagið Víkingur Anton Órn Kærnested. Á morgun verður til moldar borinn mágur minn, Óli Björn Kærnested. Óbí, eins og hann var nánast alltaf kallaður, var aðeins 43 ára þegar kallið kom. Þótt 43 ár séu ekki langur tími, átti Óbí að baki fjölbreyttan starfsferil, hafði öðlast mikla lífsreynslu og kynnst mörgum. Aðeins 18 ára að aldri missir hann föður sinn, Gísla Kærnested, sem lést fyrir aldur fram, einnig 42ja ára og úr sama sjúkdómi og hann nú sjálfur. Skyndilega verð- ur hann, elstur sinna fjögurra systkina, að axla þá ábyrgð að að- stoða móður sína, Hildi Kærne- sted, við að sjá heimilinu far- borða. Eg er ekki maður til þess að dæma hversu erfitt slíkt hlutverk getur verið ungum manni, en eitt er víst að Óbí brást ekki. Með að- stoð síns yngri bróður, Antons og síðar systranna Ásthildar og Sig- rúnar, farnaðist þeim vel að byggja upp fallegt og hlýlegt heimili. Kærleikurinn, sem móðir þeirra kenndi þeim, var augljós hverjum manni sem á heimilið kom. Óli Björn lauk námi úr Verzlun- arskóla íslands. Síðan líklega af ævintýraþrá, gerðist hann háseti á farskipum um tíma. Systkinum hans eru minnisstæðir þeir dagar er hann kom úr siglingum, alltaf með eitthvað til að gleðja sína nánustu. Var víst ekki skorið við nögl að kaupa úti í hinum stóra heimi eitthvað til að gleðja aðra og styðja við bakið á móðurinni við uppeldið á börnunum. En Óbí verður okkur ekki aðeins minn- isstæður fyrir rausnarhátt sinn. Fjölskyldan og hinn stóri kunn- ingjahópur hans minnist hans lík- lega helst fyrir glaðlyndið og hið næma skynbragð sem hann bar á tilfinningar annarra. Hann var hrókur alls fagnaðar og kunni þá góðu list að gera grín að sjálfum sér svo engum leiddist í návist hans. Systkinabörnin, sem fæst eru pennafær ennþá, minnast glaða frændans, því aldrei sleppti Óbí tækifæri til þess að víkja hlý- legu viðmóti að þeim. Eftirlifandi konu sinni, Sigríði G. Kærnested, kvæntist Óli Björn árið 1965. Þeim varð aðeins eins barns auðið, Gísla, sem nú stund- ar nám í Verzlunarskóla Islands, en Óli Björn ól auk þess upp fóst- urson sinn, Grétar Melsted. Áður hafði hann eignast dóttur, Lindu. Þeim hjónum hafði tekist að byggja sér fallegt heimili, þar sem frændfólk og vinir þeirra hafa margoft notið þeirra miklu gest- risni. Nú síðari árin starfaði Óbí hjá Vífilfelli hf. auk þess að reka tvær sportvöruverzlanir undir nafninu Búsport. Á heimilinu að Brekkuseli 18 ríkir nú mikill harmur. Horfinn er sjónum yfir móðuna miklu dreng- ur góður, sem eiginkona og börn sakna sárt. Móðirin Hildur hefur misst ljúfan son, systkinin bróður sem þau mátu mikils. Ég vona að þessar fáu línur úr saknaðarljóði Jóhanns Bárðarsonar verði þeim huggun í harmi. Ef Kreinum vér markió sem Knæfir hæst þá Kle^i í soknuói verAur stærst aó trúa. aó látinn iifir. Ö.J. Ég veit ekki hvort þú sem lest þessar línur hefur staðið frammi fyrir þeirri raun að ætla að setjast niður til þess að minnast vinar eða ættingja sem fallið hefur frá langt fyrir aldur fram. Þannig er nú ástatt um mig. Við Óbí, eins og Óli Björn var ávallt kallaður, vorum systkina- synir, og nú þegar hann er allur, koma minningar gamalla daga upp í hugann. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar bræðranna, Ádda, Odds og Jonna, og pabba og mömmu þegar ég segi að þegar Óbí kom í heimsókn á heimili okkar á Kleppjárnsreykjum forð- um daga þá bar hann gleðina ávallt með sér. Honum var nefni- lega einkar vel lagið að líta á bjartari hliðar tilverunnar, og ein- mitt þess vegna eigum við öll dýrmætt safn minninga frá sam- skiptum okkar á þessum árum. Sem dæmi um skopskyn Óbí get ég nefnt orðatiltæki sem enn þann dag í dag skýtur upp kollinum hjá okkur. Þannig var, að þegar staðið var upp frá borðum hafði Óbí þakkað fyrir matinn með handa- bandi. Mamma sagði þá eitt sinn við hann: „Óbí minn, segðu bara takk fyrir mig eins og hinir strák- arnir." Að næstu máltíð stóð vin- urinn á fætur og sagði. „Takk fyrir mig eins og hinir strákarnir," og auðvitað hlógu allir dátt. Ég held að þetta litla dæmi lýsi Óbí betur en mér tækist hugsan- lega að gera með langri grein. En ég játa það að eftir á að hyggja sakna ég þess mjög að samskipti okkar voru ekki meiri og nánari en raun ber vitni, og svo sannarlega hittir það mig nú orðtakið — eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En lát frænda míns hefur komið mér til þess að hugsa. Hvernig má koma í veg fyrir að ungir menn láti lífið á þann hátt sem hann. Fyrir á að giska 12 árum leitaði hann læknis vegna óþæginda í hjarta, en einhvern veginn var það allt gleymt, og ég held að engum hafi dottið í hug sú alvara sem þá hefur greinilega verið á ferðum. Að morgni 23. sept. sl. vaknar svo Sirrý kona hans við að ekki er allt með felldu, og síðan þá hefur verið nokkuð ljóst að hverju stefndi. Ég er sannfærður um að á þeirri öld tækni og vísinda sem við lifum hlýtur að vera unnt að framleiða rafeindabúnað fyrir hjartveika og aðra, sem tekur mið af púls og gefur til kynna með skerandi hljóði ef hjartsláttur dofnar veru- lega eða stöðvast. Ég hef þegar borið þetta undir tæknimenntaða menn og eru þeir sama sinnis. Óli Björn var elstur barna þeirra Hildar B. Kærnested og móðurbróður míns, Gísla Kærne- sted. Það er illt til þess að hugsa að nú deyr Óbí 43 ára gamall, en pabbi hans 42 ára fyrir 24 árum. Nk. þriðjudag 13. október hefði Gísli orðið 67 ára. Ég vil fyrir hönd foreldra minna og bræðra votta ykkur, Hildur, Sirrý, börnunum og systkinum Óla Björns okkar innilegustu sam- úð. Óli H. Þúrðarson Minningin um Óla Björn Kærnested er björt, hlý og skemmtileg, þess vegna er enn sárar að þurfa að kveðja hann í blóma lífsins. Milli foreldra minna og foreldra Óla Björns var náin vinátta og ég minnist þess hvílík harmafregn það var á heimili mínu, þegar Gísli faðir Óla Björns lést á besta aldri. Síðan eru mörg ár en tengsl okkar systkinanna við Hildi móðursystur okkar, móður Óla Björns, eru jafnvel meiri en áður, og á heimili hennar höfum við átt marga ánægjustund. Við þau tækifæri var það ekki síst Óli Björn, sem kom mönnum í gott skap. Hann var hnyttinn í til- svörum og hafði einstæðan hæfi- leika til að sjá bjartar hliðar á lífinu. Aðrir verða til þess að rekja störf hans og afskipti af íþrótta- og félagsmálum. I þeim efnum sýndi hann áræði, sem er einkenni hins bjartsýna og glaðværa manns, er ég kynntist í faðmi fjöl- skyldunnar. Þannig mun ég minnast frænda míns Óla Björns Kærnested. í mínum huga, systra minna og fjölskyldna okkar verður minning hans nátengd þakklæti til hans, Hildar móður hans og systkina fyrir góðvild og vináttu. Við send- um þeim Sigríði, konu Óla Björns, og börnunum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þeim styrks frá Guði. Blessuð sé minning góðs drengs. Björn Bjarnason. Á morgun verður til moldar borinn vinur minn Óli Björn Kærnested. Ég mun ekki rekja hér æviskeið hans, aðeins skrifa fáein kveðjuorð. Veruleg kynni okkar hófust fyrir 14 árum, en þá hafði Óbí, eins og hann var jafnan kallaður verið kvæntur eiginkonu sinni, Sigríði Grétarsdóttur, um tveggja ára skeið, og þar eð eiginkona mín og Sigríður voru vinkonur, var ég tekinn í vinahópinn. Mér líkaði strax vel við Óbí. Hann var skemmtilegur og góður vinur. Kímni hans var einstök og hann henti jafnan góðlátlegt gam- an að félögunum og undanskildi þá ekki sjálfan sig. Menn veltust oft um í hlátri, þegar honum tókst sem bezt upp. Það verður hljóðlátara í vina- hópnum eftir fráfall Óbí. Hans verður þar sárt saknað, en á móti koma góðar minningar um hrein- skiptinn og drenglundaðan mann. Ég og fjölskylda mín sendum eiginkonu Óbí og allri fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Finnsson Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.