Morgunblaðið - 11.10.1981, Side 35

Morgunblaðið - 11.10.1981, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981 35 Nýr veitingastaður í Torfunni opnar VEITINGAHÚSIÐ Lækjar- brekka, Bankastræti 2, verður opnuð almenningi í dag klukk- an 18. Þar verða á boðstólum íjölbreyttar veitingar frá klukkan 8.30 á morgnana til 23.30 alia daga. Sérstakur morgunverðarseðill verður til klukkan 11 á morgnana. í há- hefur Þorsteinn Bergsson, for- maður Torfusamtakanna, haft. A þessu húsi, sem upphaflega var byggt 1834 hafa farið fram umfangsmiklar endurbætur, en upprunalegt útlit þess verið haft að leiðarljósi. Sérstaklega hefur verið vandað til verksins og margir lagt lið við samræmingu Eigendur og starfsfólk fegurðar- og verndunarsjónar- miða. Teikningar af húsi og innrétt- ingum hefur Knútur Jeppesen, arkitekt, annazt og bygginga- meistari var Halldór Backman. Raflögn annaðist Ljósvakinn sf., pípulagnir Geir Hansen og málningu Sigurður Pálsson. Skreytingar, svo sem hönnun á matseðli, skilti og fleira teiknaði Sigurður Valur Sigurðsson, myndlistarmaður, og búninga á starfsfólk teiknaði Sigrún Guð- mundsdóttir, fatahönnuður. Eigendur Lækjarbrekku eru Kolbrún Jóhannesdóttir og fjöl- skylda og mun Kolbrún annast veitingareksturinn með börnum sínum, Lindu Ingvarsdóttur og Guðmundi V. Ingvarssyni. Yfir- matreiðslumaður hefur verið ráðinn Walter Ketel. degi og á kvöldin verða réttir dagsins, jafnframt því sem matur af vönduðum sérrétta- seðli hússins verður á boðstól- um meðan opið er. Áherzla verður lögð á góðar kaffiveit- ingar, en þær verða þó ekki framreiddar á matartimum. Vínveitingar verða á staðnum, en aðeins í tengslum við máltíð- ir. Ilúsið tekur um 90 manns i sæti og verður þjónað til borðs á tveimur hæðum. Bankastræti 2 er sem kunnugt er eitt þeirra húsa, sem Torfu- samtökin tóku á leigu hjá ríkinu til endurbyggingar og varð- veizlu, en hafa nú framleigt það til veitingarekstrar. Heildar- umsjón með framkvæmdum Þrjár sölur ÞRJÚ fiskiskip lönduðu afla sínum erlendis á föstudag. Arney seldi 45,8 lestir í Grimsby fyrir 395,8 þúsund krónur, meðalverð á kíló 8,63 krónur. Júní seldi 124,2 lestir í Bremerhaven fyrir 794,9 þús- und krónur, meðalverð á kíló 6,40. Þá seldi Erlingur 105,6 lestir í Cuxhaven fyrir 733,8 þúsund krónur, meðalverð á kíló 6,94 krónur. í næstu viku selja eitt eða fleiri íslenzk skip í Bretlandi eða V-Þýzkalandi dag hvern. Færeyingar búnir að veiða það sem þeir mega af þorski FÆREYINGAR fylltu í vik- unni upp í kvóta þann, sem þeir fengu til þorskveiða hér við land í ár, en samið var um sex þúsund tonn. Hins vegar eiga þeir eftir að veiða um 500 lestir af öðrum fisktegundum, en samtals mega Færeyingar veiða 17 þúsund lestir hér við land. Fjögur færeysk skip eru nú á línuveiðum hér við land og þar af er eitt þeirra nýkomið á miðin. Auk Færeyinganna eru tveir belgískir togarar að veið- um við landið. London er...b sembýður þér næstum því allt í^rir sáralítið Allt sem þú hefúr heyrt um London er satt. Tveggja hæða, rauðir strætisvagnar lulla niður götur fullar af heimsfrægum verslun- um. Verðir drottningarinnar skipta um vakt á vélrænan hátt framan við Buckingham höllina og á hverju homi virðist vera eitthvað sem allir kannast við. Westminster Abbey er rétt hjá Big Ben, sem er aðeins steinsnar frá styttunni af Nelson og hinum megin við homið er PiccadiUy Circus..þú röltir bara ámilli. Og London er ennþá aðal verslunarmið- stöð Evrópu, uppfull af alls konar tilboð- um. Þú færð t.d. gallabuxur í skemmunni hjá Dickie Dirts í Fulham fyrir 130 krónur og hljómplötur á spottprís í plötubúð- unum við King’s Road. London er.... full af ókeypis fjársjóóum í London eru yfir 400 söfn og listasalir og að þeim er yfirleitt ókeypis aðgangur. Ef þú kaupir farmiða, sem heitir London Transport Red Rover, getur þú ferðast um borgina í heilan dag og skoðað London af efri hæðinni á stórum rauðum strætó. Miðinn kostar aðeins um 33 krónur. London er... ódýr, vinalegur pub Þegar þú verður svangur skaltu gera eins og Bretar gera, bregða þér inn á næsta pub. Þótt þeir séu ólíkir, segja þeir hver Iiondon =1= Ef þú ert hrifinn af knattspyrnu mætti minna á að í London eru 3 fyrstudeildar lið. Þú kemst á leik fyrir30 krónur. Það er fallegt að virða London fyrir sér frá ánni. Þess vegna er upplagt að sigla frá Westminster Pier til Greenwich, - en þar er National Maritime safnið. Þeim 30 krónunum er vel varið - og svo er ókeypis inn á safnið. London er .... hótel við þitt hæfí London er full af hótelum. Þar em lítil hótel þar sem þú færð herbergi fyrir 180 krónur og enskan morgunverð fyrir 25 krónur, stærri hótel á meðalverði og luxus hótel í hæsta gæðaflokki. London er alltof stór í eina auglýsingu. Það er því gott að geta gengið að bækling- um og bókum BTA hjá bókaverslun Snæ- bjamar. En það er ekki nóg. Þú verður að sjá London sjálfa. Þú kemur aftur hlaðinn ómetanlegum minningum og líklegast með afgang af gjaldeyrinum. um sig heilmikið um breskan lífsmáta. Glas af b jór og k jötkaka með salati kostar ekki nema svo sem 25 krónur og vingjamlegt andrúmsloftið kostar hreint ekki neitt. London er.... full af íjöri Það er alveg sama á hverju þú hefur áhuga - leiklist eða tónlist, þú finnur það í London. Þar eru yfir 50 leikhús, 3 ópemhús, 5 sinfóníuhljóm- sveitir, og engin poppstjama hefur „meikaða” almennilega fyrr en hún hefur spilað í London. Nú er líka hægt að kaupa leikhúsmiða á sýningar samdægurs í miðasölunni á Leicester Square fyrir hálfvirði. FLUGLEIDIR lækka ferðakostnadinn Þú getur notfært þér ódým sérfargjöldin og hagstæða samninga Flugleiða við Grand Metropolitan hótelkeðjuna og keypt flugfar og gistingu á einu bretti! Einnig hafa ferðaskrifstofumar á boðstól- um stuttar helgarferðir með flugferð, gist- ingu og morgunverði inniföldum í verðinu. Athugaðu málið, - úrvalið er gott. BRITISH TOURIST AUTHORITY veitír okevpis upplýsingar Ef þú hefur samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn þeirra eða ferða- skrifstofurnar, getur þú fengið sendan bækling frá British Tourist Authority með nánari upplýsingum um London, ásamt verðskrá og ferðaáætlun Flugleiða. t Komdu sem fyrst í heimsókn! nóg að sjá, nóg að gera!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.