Morgunblaðið - 11.10.1981, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
ÞaA var aldeilis uppistand á
Borginni þeuar Mississippi
Delta Blues Band lék þar á
fimmtudagskvöldiA lsta októ-
ber. Húsið yfirfylltist á ör-
skömmum tima og en«inn varð
fyrir vonbrigðum með leik
hljómsveitarinnar. Reyndar mál
manna að sjaldan hefðu þeir lif
að skemmtilegra kvöld á Borg-
inni. Allir sammála um það,
hvort sem þeir flokkast sem
hálfpönkarar. lopapeysurad-
ikalar. heildsalar eða Jón Múli.
Bandið, þo sérstaklega hinn
hálfblindi Sam Myers, bræddi
haustköld hjörtu áheyrenda og
lagði þá að fótum sér.
Varla að áheyrendur vildu
sleppa Sam af sviðinu þegar hann
hætti leik sínum. Sjálfur hafði
hann lýst því yfir að ekki stæði á
hljómsveitinni að spila svo lengi
sem aðdáendur lysti. En skemmt-
unin mátti bara standa fram til
eitt að nóttu og því urðu þeir að
hætta klukkan eitt, svo öllum
reglum væri nú hlýtt, öllum til
sárra leiðinda nema reglugerð-
armönnunum, hvar sem þeir nú
annars halda sig.
Til þess að kynnast ögn meir
þessum svarta töframanni lagði
Pokahornið leið sína á Hótel
Loftleiðir. Það var auðsótt mál að
fá við hann viðtal. Gilti einu þótt
Sam Myers væri nývaknaður og
heldur þreytulegur að sjá, þar
sem hann hallaði sér aftur í stól-
inn upp við gluggann í herbergi
404 með útsýn yfir flugvöllinn, og
bar hendurnar iðulega fyrir aug-
un eins og birtan væri honum
óþægileg. Dæsir full mæðulega
þegar hann er spurður um aldur
og uppruna.
Ég fæddist í borginni Laurel,
um það bil 80 mílur suður af
Jackson, Mississippi, á föstu-
dagskvöldi þann 19. febrúar 1936.
Þann dag snjóaði í Mississippi.
Röddin er djúp og þó nokkuð rám,
manni dettur i hug að séra Bjarni
hefði þess vegna getað lagt fyrir
sig blúsinn.
Vel á minnst Sam, byrja ekki
allir blússöngvarar f kirkjukór-
um þarna “down home“?
Jú, ég var í kirkjukór eins og
flestir sem seinna leggjast í blús-
inn. Munnhörpuna fékk ég svo
um tólf ára aldurinn.
En hvaðan er hlúsinn kom-
inn? A hann eitthvað skylt við
Afríku?
Sam Myers ranghvolfir augun-
um undir hnausþykkum gleraug-
unum, og segir síðan letilega: Nei,
blús er alls óskyldur afríkanskri
tónlist þótt oft sé hann kallaður
þjóðlagatónlist svartra. Ætli
Memphis Tennessee megi ekki
eiga mest.an heiðurinn af blúsin-
um. Þaðan koma margir bestu
lagasmiðirnir eins og hann W.C.
Handy sem samdi fallegan blús.
Ef þið eigið leið um Memphis get-
ið þið séð styttu af honum við
enda Beale-strætis, reist til
minningar um hann. En öll
gömlu húsin í götunni hafa verið
rifin niður. Það er synd. Þessi hús
hefðu verið besta minnismerkið
um W.C. Handy, því mörg hans
bestu laga urðu til þarna í stræt-
unum.
Já, blúsinn er kannski þannig
tónlist sem fæðist í augnablik-
inu, til dæmis meðan beðið er
eftir of seinum strætó?
Bæði já og nei. Sam hugsar sig
um, færir gleraugun upp á nefið
með tvílitum vísifingri. Þetta
fæðist í höfðinu, jú víst, humm.
En svo er að setja niður nóturnar.
Raða niður, kannski kemur blús-
inn úr höfðinu, ha?
En er hlúsinn ekki tónlist
þeirra svörtu? býðir nokkuð
fyrir aðra að reyna sig við hann?
Það fer ekkert eftir litarhætti;
þetta er aðeins háð þeirri menn-
ingu sem tónlistin á rætur í. En
samt má nú deila um það. Johnny
Winter, þú þekkir hann, hann
getur leikið blús eins og svartasta
svart, þótt hann sé hvítasta hvítt.
Annars vegar sá sem nú er sex-
tugur, fæddur og uppalinn á bú-
garði í Mississippi, hann spilar
blúsinn eins og hann tíðkaðist á
hans heimaslóðum. Værir þú
fæddur og uppalinn við sömu
skilyrði myndirðu spila eins. A
þriðja áratug var uppi frægur
hvítur náungi sem hét Jimmy
Rogers og hann hljómaði alveg
eins og hinir, skipti engu máli lit-
araftið.
Nú gerir Sam málhvíld og horf-
ir á, eða réttara sagt, heyrir eftir
Hjörtun slá svipað í
Jackson og Reykjavík
þegar Fokker Flugleiða hefur sig
á loft með drynjandi látum.
Þegar allt kemur til alls, held-
ur hann síðan áfram, ef einhver
hefur blúsinn „í sér“, þá getur
hann spilað. Því blúsinn er miðl-
un ákveðinnar reynslu. Þessi til-
finning hver þú ert og hvað þú
ert. Segjum þú sért blankur, at-
vinnulaus og búir í Ameríku, þá
kemur blúsinn upp í þér. Huh,
huh, hlær Sam Meyers.
Svo kreppan mikla hefur
kannski orðið blúsinum til fram-
dráttar?
Jú, jú, það gerði hún víst, en
hvort það sé jákvætt í sjálfu sér,
ansar Sam og þagnar við. Geispar
síðan mæðulega, greinilega ekk-
ert í mun að halda lengra inn á
þessar brautir.
Jæja. Sam, hversu lengi hefur
þú haldið út þessari hljómsveit?
Það eru orðin níu ár. En auð-
vitað með breytingum, bæði
hljómlistarlegum og á manna-
skipan. Til dæmis rændum við
Big Bob Deance frá Bobby Blue
Band og sjáum svo sannarlega
ekki eftir því, he, he.
En þetta band sem þú heidur
úti núna er á sinni þriðju ferð til
Evrópu. Hvers vegna þessi
þreytandi ferðalög? Lítið að
gera heima i Jackson?
Það er ómögulegt að vera að
spila alltaf í Richards Playhouse,
þarna í Jackson. Fólk fær á
manni leiða. Ferðalögin eru þess
utan orðin hluti af lífinu hjá mér.
Get varla án þeirra verið, já, þau
eru alveg nauðsýn, alger nauðsyn.
Og finnst þér viðtökurnar sem
þú færð vera mismunandi eftir
þjóðum?
Held nú það. Annars er það
undarlegt að hugsa til þess að við
skulum vera fyrsta blúsbandið
sem hingað kemur. Eiginlega al-
veg hlessa á því. En viðtökurnar
hafa verið góðar, hlýlegir áheyr-
endur. Klöppuðu ákaft fyrir
okkur í gær um leið og við birt-
umst. Samt höfðu þeir ekki einu
sinni heyrt í okkur en létu eins og
við værum að koma fram í tutt-
ugasta og fjórða skiptið. Þetta er
nokkuð sem ég á eftir að minnast,
geyma með mér. Já, áheyrend-
urnir, þeir voru góðir.
Líklega var áfengið þeirra
álíka gott, skýtur framkvæmda-
stjórinn, hann Tom Boyd, út úr
sér, og leynir ekki húmorísku
glottinu á vörum sér. Tom er ný-
kominn inn í herbergið og hefur
lítið látið fyrir sér fara fram að
þessu. Hallað sér upp að skápn-
um og fylgst með samtalinu.
Já, samþykkir Sam Myers. Lík-
lega hafið þið ekki bara gott
fer, lapgar mig að spyrja þig
eins. Áttu þér einhvern uppá-
halds tónlistarmann?
Jú, víst. Hann Elmore James,
sem ég spilaði með í gamla daga.
Hann var einstakur í sinni röð,
hann Elmore. Rétt eins og B.B.
King. Þessir menn höfðu sinn eig-
in stíl, sitt handbragð á öllu.
Sama til dæmis hvað Elmore
James spilaði, alltaf hægt að
þekkja hann, eitthvað svo upp-
runalegur.
En hvað með þinar plötur, ein-
hver annarri betri?
Nei, varla get ég sagt það. Þær
eru allar jafnar í mínum augum.
En, flýtir Sam sér að bæta við, ég
nema diskó. Það er bara taktur,
alltaf sá sami með tilheyrandi
skarkala og látum. Það er heldur
varla músik, þetta diskó.
Og þetta verða lokaorð Sam
Myers. Ég kveð svo hann fái frið,
en samt ákveðinn í að sjá hann og
heyra um kvöldið í Félagsstofnun
stúdenta (NEFS).
En heldur brá mér í brún þegar
ég kom þangað um áttaleytið.
Röðin sem þyrsti að komast inn
náði út á Hringbraut, ekki séð
það verra síðan á brunaútsölunni
á haftaárunum. En fyrir klíku-
skap komst ég inn, kaghýddur af
augnaráði þeirra ráðvöndu sem
ekki áttu kost á því sama.
Margt manna var þegar inn-
andyra og þreföld kös á barnum
og stelpurnar á góðri leið að fá
sinaskeiðabólgu af öllum skrúf-
ganginum.
Fagnaðarlætin urðu meiri en
kvöldið áður, þegar hljómsveitin
skreiddist upp úr kjallaranum og
vopnaðist hljóðfærunum á svið-
inu. Stemmningin var rafmögnuð
allt frá byrjun, klappað, húrrað
og bravóað. Sumir þegar á fleygi-
ferð í taumlausum dansi hvar
sem pláss var til þess í þéttskip-
uðum salnum. Eins og íþrótta-
fréttamenn hefðu sagt: Þeir áttu
salinn eins og hann lagði sig.
Going down slow, eftir St.
Louis, Funny things that I used
to do, eftir Guitar Slim, sungið af
öryggi, þetta var ekta blús. Líka
Fanny Mae. Og þannig gekk fram
að hlé. Róleg lög innan um hröð.
Þannig verður að hafa það, hafði
Sam Myers sagt. Blúsinn er
merkilegur hlutur, má ekki vera
of hægur, þá er hætt við einhverj-
um leiðist eða fyllist af ástarsorg.
En of fjörugur blús getur tryllt
fólkið og hálfbrjálað það.
Þetta sagði Sam Myers, en í
NEFS leiddist sýnilega engum,
frekar að liðið snarbrjálaðist.
Sjálfsagt hafa margir farið heim
með brennda lófa, því annað eins
klapp hefur aldrei heyrst.
Eftir hlé kom hvert lagið öðru
hveravatn í þessu landi. Þið eigið
jafn gott eldvatn, hann kímir.
Og þó, heldur Tom Boyd áfram
eins og til að draga broddinn úr
brandaranum: Áheyrendur nutu
tónlistarinnar af því að blúsinn
er alþjóðlegur enda þótt hann sé
eiginlega þjóðlagamúsik þeirra
svörtu í USÁ. Blúsinn nær inn til
hjartans hvar svo sem þau slá á
jörðinni. Ætli Kínverjar hefðu
brugðist mikið öðruvísi við?
Sam Myers hefur ekkert við
þessum orðum Tom að segja. Tek-
ur ofan gleraugun og nuddar aug-
un, kæfir svo geispa ofan í
kreppta lúkuna.
Okei, Sam, það er ekki vert að
trufla þig lengur. En áður en ég
er ekki þar með að halda því fram
að þær séu allar góðar.
En fyrir utan blúsinn, hvaða
tónlist metur þú mest?
Jazz, for sure.
Nýbylgjan?
Ekki lagt mig eftir henni. Samt
kann ég vel að meta rokkið. Eig-
inlega líkar mér öll tónlist. Lát-
um okkur segja að ef hljómlistin
er góð, þá er hún góð.
Sam Myers nýr saman höndun-
um, blikkar augunum, sleikir var-
irnar. Og þó, ef ég á að vera alveg
heiðarlegur, verð ég að viður-
kenna að mér líkar alls ekki þessi
diskómúsik. Nei, mér líkar allt
betra; Worried life blues, eftir
Big Macco, Off the wall, eftir
Little Walter. Jimmy Reed átti
þarna perluna, Honest I do, lag
sem allir ættu að þekkja og geta
tárast yfir. B.B. King og Elmore
James áttu sinn skammt að
ógleymdum Sam Myers sjálfum.
Og fyrr en varði var allt búið,
alltof fljótt að sjálfsögðu, fannst
flestum. En uppklappið var ekki
sparað frekar en fyrri daginn og
með þeim árangri að The Mississ-
ippi Delta Blues Band lék tvö
Jimmy Reed lög í sárabætur fyrir
trylltan lýðinn. Titill seinasta
lagsins var vel við hæfi: You don’t
have to go, sem því miður var
ekki satt hvað þessum góðu
bandarísku gestum viðkom. Þeir
áttu fyrir höndum reisu til Lux-
emborgar strax í býti laugar-
dagsins og því ekki til setunnar
boðið. En heimsóknin mun lengi í
minnum höfð og til vorkunnar
öllum þeim sem frá urðu að
hverfa á föstudagskvöldið fyrir
viku, getur meira en verið að
Jazzvakning geti sannfært þá um
að vera stop-over á bakaleiðinni.
Það yrði þá í kringum mánaða-
mótin nóv./des., ef af verður.
— Endir.
UMSJÓN BJÖRN VALDIMARSSON