Morgunblaðið - 11.10.1981, Qupperneq 40
5 krónur 5 krónur
eintakið IffflilplIPIP eintakið
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1981
LjÓ8m: Ólafur K. Majfnússon.
Alþingi var sett í gær, eftir að þingmenn höfðu sótt guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Myndin sýnir alþingismenn og ráðherra ganga til kirkju, ásamt biskupi íslands og
forseta, frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Sjávarafurðadeild SIS:
Samdráttur í út-
flutningi um 9%
ÍITFLUTNINGUR Sjávarafurða
doildar Samhands íslenzkra sam-
vinnufélaga hefur minnkað um
tæplega 9% fyrstu átta mánudi
ársins. miðað við sama tímahil
ári<Y 1980. að sosn Si^urðar
Markússonar. framkvæmda-
stjóra Sjávarafurðadeildarinnar.
Á fyrstu átta mánuðum ársins
flutti Sjávarafurðadeildin alls út
20.570 tonn, en á sama tíma í fyrra
voru flutt út 22.550 tonn.
Samdrátturinn í frystingunni
fyrstu níu mánuði ársins í ár var
um 7,4% að sögn Sigurðar Mark-
ússonar. Hann sagði að fram-
leiðsluminnkunina hér innanlands
vera meginástæðuna fyrir minnk-
andi útflutningi, eins og tölurnar
bæru með sér.
25 hreindýr
fundust dauð
Talið að þau hafi hrapað niður foss í Sauðá
HREINDÝRAVEIÐUM er nýlega
lokið og voru 345 dýr felld á
veiðitimanum. en heimilt var að
veiða 655 dýr. samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið fékk
hjá Runólfi Þórarinssyni í
menntamálaráðuneytinu.
Runólfur sagði ennfremur, að 40
dýr hefðu verið felld í febrúar og
maí, en það var gert í rannsókn-
arskyni vegna fyrirhugaðrar
Austurlandsvirkjunar. Samtals
hafa því 385 dýr verið felld á ár-
inu. Þá kom það fram hjá Runólfi
að 25 dýr hefðu fundist dauð á eyri
á milli Sauðár og Jökulsár á Dal
og teldi hreindýraeftirlitsmaður-
inn á svæðinu greinilegt, að dýrin
hefðu hrapað niður foss í Sauðá.
Sagði Runólfur, að líklega hefðu
dýrin ætlað að synda yfir Sauðá,
en straumurinn hrifið þau með sér
og þau hrapað niður fossinn.
í ár var hreindýraveiði heimiluð
í 31 hreppi í Norður-Þingeyjar-
sýslu, Múlasýslum og Austur-
Skaftafellssýslu og sagði Runólfur
að ekkert dýr hefði verið fellt í 11
hreppum, enda hefði veðurfar ver-
ið óhagstætt á veiðitímanum. í
fyrra voru 560 dýr felld, en þá var
heimilað að veiða rúmlega 1000
dýr.
Janúar — júní:
V iðskiptakjör in
bötnuðu um 1,3%
Um 7% hækkun innflutningsverðs á föstu meðalgengi
VIÐSKII’TAKJÖR hafa lítils-
háttar hatnað á þessu ári, en i
skýrslu Þjóðhagsstofnunar um
framvindu efnahagsmála timabil-
ið janúar til ágúst sl., segir m.a.,
að á fyrri helmingi þessa árs hafi
viðskiptakjör verið 1,3% betri en
á sama tíma í íyrra. Séu álvið-
skiptin hins vegar frátalin er
viðskiptakjarabatinn 4,4%.
—■ Viðskiptakjarabatinn á
þessu ári stafar af hækkun á gengi
dollars gagnvart Evrópumyntum
og verðhækkun á mikilvægum
sjávarafurðum í dollurum. Sé út-
flutningsverðhækkunin frá árs-
meðaltali til fyrri árshelmings
metin í dollurum reynist hún í
heild aðeins 1,8% eða rétt um
fjórðungur þess, sem hún mældist
miðað við breytingu meðalgengis.
Án áls er útflutningsverð á fyrri
helmingi ársins 4,3% hærra í doll-
urum en að meðaltali árið 1980.
Breytingar útflutningsverðs eru
mjög mismunandi. í heild hafa
sjávarafurðir hækkað rösklega um
5% í dollurum, en þeirri hækkun
er mjög misskipt. Veruleg hækkun
er á saltfiski og einnig nokkur á
skreið, mjöli og lýsi, en meðalverð
frystiafurða helzt tæplega
óbreytt. Þá hefur orðið mikil
lækkun á verði áls, kísilgúrs og
kísiljárns svo og á verði ýmissa
iðnaðarvara.
Tölurnar fyrir fyrri helming
þessa árs sýna um 39% verðhækk-
un innflutnings í krónum frá með-
altali ársins 1980, sem svarar til
um 7% verðhækkunar á föstu
meðalgengi. Á hinn bóginn sýna
útreikningar fyrir 2. ársfjórðung
12% hækkun innflutningsverðs á
föstu meðalgengi frá meðaltali
1980. Þetta gefur vísbendingu um
örari hækkun innflutningsverðs
en gert hefur verið ráð fyrir í
spám þessa árs, sem m.a. voru
reistar á spám ýmissa alþjóða-
Skip leigt til vöruflutn-
inga milli Þórshafnar
og Seyðisf jarðar -
LEIGT hefur verið skip. Elsa F., til að annast vöruflutninga milli
Seyðisfjarðar og Þórshafnar 1 Færeyjum. Samkvæmt fréttum í Dimma-
lætting kemur skipið til Seyðisfjarðar á tveggja vikna fresti, fer frá
Þórshöfn á miðvikudögum og heldur í fyrstu ferðina næstkomandi
miðvikudag, en fer frá Seyðisfirði á laugardögum.
Tómas Arabo, sem er einn af stjórnarmönnunum í færeysk-íslenzka
hlutafélaginu Skiparekstur, segir í viðtali við blaðið að fyrirhugað sé að
halda uppi siglingum allan ársins hring. Hann segir, að Elsa F. hafi ekki
verið leigð til langs tíma og kunni því annað skip að verða leigt til þessa
verkefnis. Arabo segir ennfremur að ekki sé fyrirhugað að byggja skip
vegna þessara vöruflutninga.
stofnana. Þó þarf að hafa í huga,
að ýmis atriði, svo sem breytingar
á samsetningu innflutnings og út-
flutnings, geta valdið óeðlilegum
sveiflum í ársfjórðungstölum, sem
koma síður fram í hálfsárs- og
heilsárstölum.
2200 lesta
skip dregið
200 mílur til
Reykjavíkur
FLUTNINGASKIPIÐ Svendborg
var dregið til hafnar í Reykjavik í
fyrrinótt, en alvarleg vélarbilun
varð í skipinu um siðustu helgi. Þá
var skipið statt rösklega 200 mílur
fyrir suðvestan ísland á leið til
Umanak i Grænlandi.
Iceport, sem einnig er eign Kon-
unglegu grænlenzku verzlunarinn-
ar, var nærstatt og tók Svendborg í
tog eftir að skipverjar höfðu árang-
urslaust reynt að gera við vélarbil-
unina. Það tók fimm daga að draga
þetta rúmlega 2200 lesta skip til
Reykjavíkur en á móti 5—8 vind-
stigum var að sækja allan tímann.
Reynt verður að gera við vélar
Svendborg í Reykjavík. Iceport tek-
ur vörur úr Svendborg og fer með til
Umanak, en saltfarmur Iceport
verður skilinn eftir í Reykjavík. Á
mánudag er flutningaskipið Grön-
land væntanlegt til Reykjavíkur til
að taka saltið og fjórða skip útgerð-
arinnar tekur síðar afganginn af
stykkjavörunum, sem voru um borð
í Svendborg.
Flutningaskipið Elsa F. við bryggju i Færeyjum.
Banaslysí
Svínahrauni
BANASLYS varð í fyrrinótt er
bifreið var ekið út af veginum
skammt fyrir neðan skíðaskál-
ann í Ilveradölum og lézt far-
þegi i hifreiðinni samstundis að
því er talið er, en ökumaðurinn
liggur lífshættulega slasaður á
gjörga-zludeild Borgarspítal-
ans.
Það var klukkan 2.57 að lög-
reglunni á Selfossi var tilkynnt
um að bifreið af gerðinni Volvo
Amazon, árgerð 1966, hefði farið
út af veginum fyrir neðan
Hveradali. Gerðist þetta í neðri
Hveradalsbrekkunni. Bifreiðin
fór þar út úr beygjunni, yfir af-
leggjarann að Kolviðarhóli,
endastakkst og fór nokkrar velt-
ur áður en hún nam staðar í
hrauninu. Ökumaður og farþegi
köstuðust út úr bifreiðinni.
Bifreiðastjóri á langferðabíl
var vitni að slysinu og tilkynnti
um það. Er að var komið var
annar maðurinn látinn og er tal-
ið að hann hafi látizt samstund-
is. Hann var 27 ára gamall
Reykvíkingur, kvæntur, og átti 5
ára dreng. Ökumaðurinn liggur
þungt haldinn og í lífshættu á
Borgarspítalanum, hann er 21
árs gamall Kópavogsbúi. Þeir
voru að koma af samkomu í
skíðaskálanum í Hveradölum.