Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
41
Járnbrautanna („British
Rail“) og verkalýðsfélaga
járnbrautarstarfsmanna og
sakir hinna svonefndu Brid-
lington meginreglna (þing
Verkalýðsfélaganna setti þess-
ar reglur 1939. Þær kveða m.a.
svo á, að menn megi því aðeins
vera í tveim verkalýðsfélögum,
að félögin hafi gert með sér
samkomulag um slíkt fyrir-
komulag, innskot mitt. M.T.).
Ef þeir hefðu starfað í öðru
verkalýðsfélagi, sem keppti
við hin félögin, hefði það, að
þeirra dómi, leitt til brott-
rekstrar ur hinum tilgreindu
félögum. Ríkisstjórnin hefir
hins vegar motmælt þessum
málsástæðum.
En hvað sem hæft er í þessu,
þá breytir það ekki hinu, að
kærendur voru undir nauðung
allt að einu, því að þeim hefði
hvort sem var, verið sagt upp
starfi, ef þeir hefðu ekki geng-
ið í eitthvert af hinum til-
greindu verkalýðsfélögum.
57. Þá ber og að hafa í huga að
enda þótt 11. grein gegni
sjálfstæðu hlutverki á tilteknu
sviði, þá ber í þessu máli einn-
ig að skoða hana í ljósi 9. og
10. greinar (sjá mutatis mut-
andis, the Kjeldsen, Busk Mad-
sen and Pedersen judgment of
7. December 1976, Series A No.
23, p. 26, 52).
Hr. Young og hr. Webster
voru mótfallnir stefnumiðum
og starfsemi verkalýðsfélaga
og hr. Young var einnig mót-
fallinn hinum pólitísku tengsl-
um félaganna, „TSSA“ og
„NUR“ (sjá tölulið 34 og 43).
Andstaða hr. James var af
öðrum toga spunnin, hann
lagði áherslu á mikilvægi þess
að hafa frelsi til að velja og
komst að þeirri niðurstöðu að
innganga í verkalýðsfélagið
„NUR“ mundi ekki koma hon-
um að nokkru gagni (sjá tölu-
lið 37).
Verndun skoðanafrelsis,
sem tryggð er í 9. og 10. gr. í
formi frjálsrar hugsunar,
sannfæringar og trúar, svo og
í tjáningarfrelsi, er einnig eitt
af markmiðum félagafrelsis
sem tryggt er með 11. g rein.
Þar af leiðir, að ráðist er að
sjálfum kjarna 11. greinar
með því að beita þvingun af
því tagi, sem kærendur voru
beittir, til þess að neyða þá til
að ganga í félag andstætt
sannfæringu þeirra.
Einnig að þessu leyti er hin
kærða meðferð að minnsta
kosti að því er varðar hr.
Young og hr. Webster — brot
gegn rétti þeirra skv. 11. grein.
2. Dómstóllinn kannar hvort
brotið var réttlætanlegt
58. Ríkisstjórnin hefir lýst yfir
því, að ef Dómstóllinn kæmist
að þeirri niðurstöðu, að brotið
hafi verið gegn réttindum,
sem tryggð eru í 1. mgr. 9., 10.,
og 11. greinar, þá muni hún
ekki leitast við að rökstyðja,
að brotið hafi verið réttlæt-
anlegt skv. 2. rngr.
Dómstóllinn hefir allt að
einu ákveðið að rannsaka
þetta álitaefni af sjálfsdáðum,
enda hafi framlögð málskjöl
og aðrar upplýsingar, sem
Dómstólnum hafa verið látnar
í té, að geyma mikilvægar
málsástæður og lagarök um
þetta efni.
59. Ihlutun í réttindi, sem tryggð
eru með 11. grein, er ekki
heimil skv. 2. mgr., nema hún
sé „samkvæmt lögum", hafi
markmið, sem fullgilt er skv.
málsgreininni, og var „nauð-
synleg í lýðræðislegu þjóðfé-
lagi“ til þess að ná áðurgreind-
um markmiðum. (Sjá, mutatis
mutandis, the Sunday Times
judgment of 26. April 1979,
Series A No. 30, p. 29, 45).
60. Kærendur hafa borið fram
þær röksemdir, að þvinganir
þær, sem þeir kæra yfir, full-
nægi engu þessara þriggja
skilyrða.
Dómstóllinn telur það ekki
nauðsynlegt að skera úr því,
hvort fyrstu tveim skilyrðun-
um sé fullnægt, þar sem hér sé
um álitaefni að ræða, sem ekki
var reifað nógsamlega fyrir
Dómstólnum. Dómstóllinn
gengur út frá því, að íhlutun
þessi hafi gerst „lögum sam-
kvæmt", í skilningi Sáttmál-
ans (sjá Sunday Times judg-
ment, pp. 30-31, 46-49), og hafi
haft það markmið m.a. að
vernda „réttindi af frelsi ann-
arra“, enda er það eina
markmiðið og af þeim, sem
talin eru upp í 2. mgr., sem hér
getur haft þýðingu.
61. 1 sambandi við þetta síðasta
atriði, hefir athygli Dómstóls-
ins verið vakin á því, að marg-
víslegir kostir fylgi hinum
„lokuðu verkalýðsfélögum"
(„the closed shop system"), frá
almennu sjónarmiði, svo sem
að þá náist betra skipulag í
heildarsamningum, er leiði til
meiri stöðugleika í samskipt-
um aðilja vinnumarkaðarins,
með því sé komið í veg fyrir að
verkalýðsfélög spretti upp eins
og gorkúlur, er aftur hafi í för
með sér stjórnleysi í verka-
lýðshreyfingunni; þetta stuðli
að jafnræði aðilja við samn-
ingaborðið; þetta fullnægi og
þörfum sumra atvinnurekenda
á því að geta samið við félag,
sem hafi fullt umboð frá
verkalýðnum: þetta fullnægi
þeim óskum sumra verka-
lýðssinna að þurfa ekki að
vinna við hlið manna, sem eru
ekki í verkalýðsfélagi; þetta
tryggi það, að þeir sem ekkert
greiða til verkalýðsfélaganna
hagnist ekki á starfsemi
þeirra.
Eigi er við hæfi að fjalla um
þessar röksemdir í þessu máli,
enda er hið „lokaða verkalýðs-
félagakerfi" („the closed shop
system") sem slíkt ekki til úr-
skurðar hér.
62. Það sem á hinn bóginn er hér
til úrlausnar er „nauðsynin" á
þeirri íhlutun, sem kært er yf-
ir. Var það „nauðsynlegt í lýð-
ræðislegu þjóðfélagi" ... til
þess að ná þeim markmiðum,
er verkalýðsfélögin settu sér
með samkomulaginu við
Bresku járnbrautirnar 1975
... að lögheimila uppsagnir
kærenda, enda þótt þeir hafi
verið ráðnir til starfa á þeim
tíma, sem aðild að verkalýðs-
félagi var ekki skilyrði fyrir
atvinnu?
63. Dómstóllinn hefir í dómi sín-
um i Handyside-málinu frá í
desember 1976 talið upp marg-
ar meginreglur, sem hafa ber í
huga, þegar hugtakið „nauð-
syn“ er metið (Series An No.
24).
I fyrsta lagi hefir hugtakið
„nauðsyn" í þessu samhengi
ekki jafn teygjanlega
merkingu og orð eins og
„gagnlegt" eða „æskilegt" (p.
22, 48). Enda þótt samkomu-
lagið við Bresku járnbrautirn-
ar um að koma á fót þessu
„lokaða kerfi“ („closed shop“)
kunni að hafa haft kosti í för
með sér frá almennum sjón-
arhóli séð, ræður það eitt sér,
ekki úrslitum, er meta skal
nauðsyn þeirrar íhlutunar,
sem krafist er undan.
í öðru lagi eru meininga-
munur, umburðarlyndi og víð-
sýni hornsteinar „lýðræðislegs
þjóðfélags" (p. 23, 49). Þó að
einstaklingshagsmunir verði
stundum að víkja fyrir hags-
munum heildarinnar, er það
samt sem áður ekki í anda lýð-
ræðisins, að skoðanir meiri-
hlutans verði ávallt að ríkja:
keppa ber að jafnvægi, sem
tryggii" sanngjarna og viðeig-
andi meðferð á minnihluta-
hópnum, er kemur í veg fyrir
að meirihlutinn misnoti að-
stöðu sína. Þess vegna ræður
það ekki úrslitum í þessu máli,
þó að skoðanir kærenda hafi
átt fylgjendur fáa meðal
starfsbræðra þeirra.
í þriðja lagi verður hvers
konar skerðing á þeim réttind-
um, sem tryggð eru í Mann-
réttindasáttmálanum, að vera
í réttu hlutfalli við þau rétt-
mætu markmið, sem keþpt er
að (p. 23, 49).
64. Dómstóllinn hefir veitt því at-
hygli í þessu sambandi, að
meiri hluti Konunglegu nefnd-
arinnar, sem fjallaði um
verkalýðsfélög og vinnuveit-
endasambönd, og skilaði
skýrslu 1968, lýsi því yfir, að
sérstakar varúðarráðstafanir
væru æskilegar gagnvart þeg-
ar ráðnum starfsmönnum, er
kerfi hinna „lokuðu verkalýðs-
félaga“ („the closed shop“) var
komið á (sjá tölulið 14). Enn-
fremur benda nýlegar kannan-
ir, sem jafnvel voru gerðar
fyrir gildistöku Atvinnulög-
gjafarinnar 1980 (sjá tölulið
24), til þess, að á mörgum
vinnustöðum, þar sem hinu
lokaða kerfi hafði verið komið
á, hafi þess ekki verið krafist
af þegar ráðnum starfs-
mönnum, sem ekki voru
neinu verkalýðsfélagi, að þeii
gengju í tiltekið verkalýðsfé-
lag (sjá tölulið 15). Dóm-
stólnum hefir ekki verið bent i
neinar sérstakar ástæður ei
réttlæti það að koma á slíku
fyrirkomulagi hjá Bresku
járnbrautunum. Það að auki
kemur það fram í tölfræði-
legum skýrslum, sem kærend-
ur hafa lagt fram og eigi er
mótmælt, að verulegur meiri-
hluti af verkalýðssinnum
sjálfum er því mótfallinn, að
þeim mönnum sé sagt upp
starfi, sem mótmæla að ganga
í verkalýðsfélag af gildum
ástæðum.
Að endingu skal þess getið,
að 1975 voru meira en 95%
starfsmanna hjá Bresku
járnbrautunum þegar orðnir
félagar í verkalýðsfélögum,
„NUR“, „TSSA“, eða „ASLEF“
(sjá tölulið 31).
Öll þessi atriði benda til
þess, að verkalýðsfélög járn-
brautarstarfsmanna hefðu á
engan hátt verið hindruð í að
berjast fyrir hagsmunum
sinna félagsmanna (National
Union of Belgian Police judg-
ment, p. 18, 39), fyrir tilstilli
samkomulagsins við Bresku
járnbrautirnar, enda þótt
gildandi löggjöf hefði ekki
lögheimilað brottrekstur
utanfélagsmanna, sem ekki
vildu ganga í sérstök verka-
lýðsfélög, eins og kærendur.
65. Þegar virt eru öll málsatvik,
þá verður að telja, að skaðinn,
sem þeir hr. Young, hr. James
og hr. Webster hafa orðið að
þola, hafi orðið meiri heldur
en þörf var á til að koma á
viðhlítandi jafnvægi milli
hinna stríðandi hagsmuna, er
hér tókust á, og ekki er unnt
að líta svo á, að þetta hafi ver-
ið í samræmi við þau mark-
mið, sem keppt var að.
Jafnvel þótt veita beri ríki
nokkurt svigrúm til lagasetn-
ingar („margin of apprecion-
tion“) (sjá inter alia, Sunday
Times judgment, p. 36, 59), lít-
ur Dómstóllinn svo á, að
skerðing sú, sem kært er út af,
hafi ekki verið „nauðsynleg í
lýðræðislegu þjóðfélagi", svo
sem krafist er skv. 2. mgr. 11.
greinar. Þar af leiðandi hefir
verið brotið gegn 11. grein.“
Þannig hljóðar sú niður-
staða, sem Dómstóllinn komst
að með 18 atkvæðum gegn
þremur.
Eftir þessi úrslit taldi
Dómstóllinn einróma, að ekki
bæri nauðsyn til að fjalla sér-
staklega um það, hvort einnig
hafi verið brotið gegn 9., 10 og
13. grein Mannréttindasátt-
málans.
Þeir Young, James og Web-
ster hafa verið atvinnulausir
síðan þeim var sagt upp störf-
um.
Samkvæmt 50. g’r. Mann-
réttindasáttmála Evrópu á
Dómstóllinn nú eftir að dæma
þeim skaðabætur fyrir fjár-
tjón og miska vegna uppsagn-
anna, sem þeir urðu að þola,
vegna þess, að þeir höfðu skoð-
anir, sem eigi voru þóknanleg-
ar forystumönnum verkalýðs-
félaganna, en þeir þremenn-
ingar höfðu þó þrek og þor til
að standa og falla með.
Strassborg, 20. ágúst 1981,
Magnús Thoroddsen.
Eldhúsborð klædd
FORMICA endast ævi-
langt, án þess að þurfa
annað viðhald en afþurrk-
unarklút.
Þola sjóðandi vatn,
brennast ekki né fölna
og láta lítt á sjá undan
rispum.
IFORMICA
Inmirmted plastic
Biðjið smiðinn um
FORMICA.
G. Þorsteinsson & Johnson h.f.
Ármúla 1. — Sími 8 55 33.
QRO/a afsláttur
ðll /U vegna
smávægilegra galla
Við höfum fengið enn eina sendingu af
þessum frábæru þýsku stálpottum.
18/10 stál
ofnfastar höldur
að 280 gráðum
<fiss(kf
Þykkur botn með aluminium millilagi.
Stærðir: Verð:
Panna 24 cm ................................ 443,-
Panna 28 cm .................................. 550,-
Kanna 1,9 L .................................. 301.-
Skaftpottur 1,4 L ............................ 338,-
Skaftpottur 2,4 L ............................ 422.-
Pottur 1,9 L ................................. 354.-
Pottur 3,3 L ................................. 445.-
Pottur 5,3 L ................................. 464,-
Pottur 8,0 L ................................. 664,-
Sendum í póstkröfu.
Búsáhöld og gjafavörur
Miöbæ og Glæsibæ,
sími 86440 og 35997.