Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 49 Vonarland, vistheimili og þjónustumiðstöð fyrir þroskaheft fólk var formlega tekið í notkun í haust. Vistheimili fyrir þroska- hefta á Austurlandi Vonarland, vistheimili og þjónustumiðstöð fyrir þroskahefta á Austurlandi, var formlega tekið í notkun nú í haust. Þjónustugreinar heimilisins verða í meginatriðum fjórþættar: foreldraráðgjöf, dagvistun, skammtímavistun og langtímavistun. Aðstaða er til að taka á móti tíu einstaklingum í vistun í einu, ýmist í langtíma- eða skammtímavist- un. Einnig er aðstaða til að vera með tíu að auki í dagvistun. Það var fyrsti áfangi Vonarlands, sem tekinn var í notkun, en hann er tvö hús með tengibygg- ingu. Annað húsið er ætlað fyrir þjálfunarskóla og stjórnun og þar er einnig aðstaða fyrir foreldra vistmanna, sem vilja dvelja um tíma og fylgjast með þjálfun og njóta ráðgjafar. Hitt húsið er heimiliseining með 5 svefnherbergjum fyrir tvo, auk annarrar aðstöðu. Við fjölmenna vígsluathöfn kom meðal annars fram í ávarpi formanns SVA, Aðalbjargar Magn- úsdóttur, að fullyrða mætti, að Vonarland væri ekki tekið til starfa, ef ekki hefðu komið til gjafir og framlög félaga og einstaklinga, en stór hluti innbúsins væri keyptur fyrir gjafafé. Af tilefni opnunar Vonarlands voru heimilinu færðar kveðjur og árnaðaróskir og margar góðar gjafir. Á þessu ári er ennfremur ráðgert að ljúka fram- kvæmdum á lóð heimilisins. Norðan við húsin er svo risinn grunnur að sundlaug, sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin 1982. Lionsfélagar á Egils- stöðum hafa gefið alla vinnu til verksins, en Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi hefur lagt til efni. Forstöðumaður Vonarlands er Bryndís Símon- ardóttir. í stjórn SVA sitja nú: Aðalheiður Magnúsdóttir, Fáskrúðsfirði, Hulda Bjarnadóttir, Neskaupstað, Guðmundur Magnússon, Reyðarfirði, Kristján Gissurarson, Eiðum, og Björg S. Blöndal, Seyðis- firði. Byggingarnefnd skipa: Astvaldur Kristófers- son, séra Einar Þór Þorsteinsson og Helgi Seljan. Vistherbergin að Vonarlandi eru einkar smekkleg og hlýleg. Ferðamálaráð varar við erlendum heitum Á FUNDI Ferðamálaráðs íslands, 22. okt. sl. var athygli vakin á þeirri tilhneigingu, sem gætt hefur í vax- andi mæli, bæði í verzlunarrekstri og skemmtiiðnaði, að æ fleiri skemmti- staðir, verzlanir og fleiri aðilar í viðskiptahTinu reka fyrirtæki sín undir erlendum heitum. Samþykkti Ferðamálaráð einróma að vara við þessari þróun, „sem er í algjörri mót- sögn við þá stefnu sem ráðið fylgir og beinist m.a. að verndun og virð- ingu fyrir íslenzkri menningu, sögu og tungu. Ferðamálaráð minnir á að þeir erlendu gestir er hingað koma leggja m.a. leið sína hingað til að kynnast sögu okkar og menningu. Það er hins vegar ekki geðþekk kynning á landi og þjóð, sem að framan er lýst,“ segir í fréttatil- kynningu frá Ferðamálaráði. I samtali við Mbl. benti Heimir Hannesson formaður Ferðamála- ráðs á að samkvæmt lögum væri skylt að íslenzk fyrirtæki bæru nöfn er samræmdust íslenzku málakerfi. Sagði hann að allir hlytu að vera sammála um að þarna væri á ferðinni öfugþróun sem máltilfinningu þjóðarinnar stafaði hætta af sérstaklega hvað varðaði yngri kynslóðina. Benti hann einnig á að vandalaust væri að finna fyrirtækjum íslezk nöfn sem væru betri eða jafngóð erlend- um heitum. Baughóll 50 á Húsavík rís af grunni. Húsavík: Húsiðn framleiðir steyptar einingar Húsavík í nóvember. HÍISIÐN hf. heitir nýtt fyrirtæki, sem hóf störf á Húsavík sl. sumar og framleiðir það steyptar einingar til byggingar húsa. Fyrstu verkefni fyrirtækisins voru bygging spenni- stöðva fyrir Rafveitu Húsavíkur og bílskúrar fyrir einstaklinga. Nú hef- ur fyrirtækið iokið við að reisa ein- býlishúsið, sem er að Baughóli 50. Aður hafa hér verið reist ein- ingahús, en hlutar þeirra hafa verið gerðir á Akureyri og víðar, en slíkt hefur eðlilega í för með sér mikinn aukakostnað vegna flutninga, svo að með því að steypa einingarnar á staðnum sparast peningar og það eykur jafnframt atvinnuna í bænum. Framkvæmdastjóri félagsins er Hilmar Þorvaldsson, húsasmiður. Fréttaritari. ísafjarðarprófastsdæmi: Vel heppnaður héraðsfundur HÉRAÐSFUNDUR ísafjarðarpróf astsdæmis 1981 var haldinn í Bol- ungarvík fyrir nokkru og hófst með guðsþjónustu í Hólskirkju. Séra Torfi Hjaltalín Stefánsson prédik- aði, en sóknarpresturinn, séra Gunn- ar Björnsson, þjónaði fyrir altari ásamt öðrum prestum héraðsins. Fundarstörf fóru fram í Ráðhússal Bolungarvfkurkaupstaðar. Var mál manna, að fundurinn hefði verið hinn gagnlegasti. Skýrsla prófasts Séra Lárus Þorvaldur Guð- mundsson, prófastur í Holti, ræddi í skýrslu sinni nauðsyn á bættum kjörum kirkna við kaup á rafmagni, betri umgengni og hirð- ingu kirkjugarða og þá tregðu, sem ríkir í skilum margra safnaða á reikningum fyrir kirkjur og kirkjugarða. Hann fagnaði nýrri BUalíu-þýðingu og nýrri Handbók fyrir presta og söfnuði. Þá minnt- ist hann og þakkaði kristniboðs- hátíðina á Patreksfirði í sumar leið, en undurbúningur og fram- kvæmd hennar hvíldi mest á séra Jakobi Hjálmarssyni á ísafirði. Tónlistin í kirkjunni aðalmálið Kjartan Sigurjónsson, organisti á ísafirði, flutti framsöguerindi um þátt organistans í safnaðar- starfinu. Fundurinn gerði góðan róm að máli hans og sendi Sam- bandi vestfirskra kirkjukóra kveðju sína og hvatningu til þess að virkja þann söngáhuga, sem nú er meðal kirkjunnar fólks víða um land. Nýir prestar Það er gleðilegt, að nú eru nær öll prestaköll á Vestfjörðum skip- uð. Nýir prestar eru á Þingeyri og Suðureyri, þeir séra Torfi H. Stef- ánsson og séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Fundarslit voru i Hólskirkju, þar sem Bergljót Sveinsdóttir söng einsöng við und- irleik Kjartans Sigurjónssonar. En áður þágu fundarmenn kvöld- verð í boði sóknarnefndar Hóls- kirkju og bæjarstjórnar Bolungar- víkur. (Krótutilkynning) Sr. Torfi H. Stefánsson predikar. Kaffisamsæti að loknum héraðsfundinum. Ljósm. Mbi. Gunnir H*n>«an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.