Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 Ferðamálaráð íslands: I þessum austurhluta fyrstu hæðar Hótel Esju verður í framtíðinni þjónustumidstöd fyrir gesti hótelsins og aðra, en nú er unnið við fyrsta áfanga þeirrar þjónustumiðstöðvar og er áætlað að taka hann í notkun í jan.—feb. á næsta ári. Hótel Esja stækkar við sig á fyrstu hæð hótelsins BREYTINGAR standa nú yfir á fyrstu hæð Hótel Esju þar sem austurhluti hæðarinnar verður inn- réttaður fyrir ýmis konar þjónustu og mun þar skapast aðstaða fyrir rakarastofu og ýmsar smærri verslanir. Að sögn Einars Olgeirssonar, hótelstjóra Hóte! Esju, verður stækkað í áföngum og nú er ver- ið að vinna við einn þriðja hluta fyrstu hæðarinnar. í austurhlut- anum var lengi til húsa Kr. Kristjánsson með bílaumhoð og verkstæði. Sagði Einar að við þessa stækkun fengi söludeild Flug- leiða sem fyrir er í húsinu stærra rými og einnig Ramma- gerðin. Sagði Einar að meiningin væri að koma þarna upp þjón- ustumiðstöð fyrir hótelgesti jafnt sem aðra, þar sem á boð- stólum væri hin og þessi þjón- usta eins og rakara- og hár- greiðslustofa, minjagripaverzl- anir, smábúðir ýmis konar, nuddstofa og annað. Bætti Einar því við að ekki væri endanlega ákveðið hvað í boði yrði. Það er áætlað að sögn Einars að taka þennan hluta fyrstu hæðarinnar í notkun um mán- aðamótin jan,—feb. á næsta ári, ef allt gengur að óskum. Meðan þessar breytingar yrðu gerðar, yrði gerður gangur frá þjónustu- miðstöðinni í móttökuna og hún stækkuð. Ekki vissi Einar um endanleg- an kostnað við þessar breyt- ingar, en sagði hann ekki mikinn og að hann myndi fljótt skila sér til baka í leigu. Búðirnar verða leigðar út til aðila og sagði Einar að nokkur tilboð væru þegar komin inn. Helsti kostnaðurinn sagði Einar að væri vegna hita- kerfis, en það verður lagt um austurhluta fyrstu hæðarinnar. Mikil aukning á ferðum Bandaríkja- manna til Islands í FRÉTTATILKYNNINGU frá Ferðamálaráði íslands segir að á tímabilinu janúar—ágúst í ár hafi þeim Bandarfkjamönnum er heimsóttu Island fjölgað um rúmlega 17 prósent miðað við sama tímabil árið 1980. Á sama tíma fækkaði ferðamönnum til annarra Evrópulanda, sem eru aðilar að European Travel Commission, um tæplega 2 prósent. Jóhann Ögmundsson í hlutverki Fjalla Eyvindar í samnefndu leikriti 1957. „A senu og í sal“ Æviþættir Jóhanns Ögmundssonar leikara, söngvara og smiðs „Á SENU og í sal“ nefnist titill bók- ar um æviþætti Jóhanns Ögmunds- sonar söngvara, leikara og smiðs á Akureyri og út er komin hjá Skjald- borg á Akureyri. Erlingur Davíðsson skráði æviþættina, en bókin er prýdd fjölda mynda. I lok bókarinnar segir Jóhann Ogmundsson svo: „Mörgu er nú sleppt enda kemst engin ævisaga sjötugs manns í eina bók ef öll væri skráð. Fyrirfram var ég ráð- inn í það særa sem fæsta og helzt engan, enda má oft satt kyrrt liggja.. Eg lofaði hvorki spennandi ævintýrum eða kjarnmiklum hetjusögum og var vandalítið að standa við það. Kannski mátti segja ævisögu mína þannig: Fædd- ur í Hafnarfirði, var fjórtán ár í Flatey, hefur síðan unnið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri, lék um hálft hundrað hlutverka hjá Leikfélagi Akureyrar og nokk- ur annars staðar, setti þrjátíu og átta leikrit á svið hér og þar, söng með Geysi og einsöng með honum og á eigin vegum, á fimmtíu ára leikafmæli á næsta ári.“ Námsstefna Norrænu ungteplarahreyfingarinnar: Norrænu bindindishreyfingunni vex stöðugt fiskur um hrygg HÉR Á LANDI var í byrjun nóvembermánaðar haldin námsstefna á vegum norræna Ung- templarasambandsins, Nordgu. Þátttakendur voru frá öllum Norðurlöndunum nema Græn- landi og var viðfangsefni námsstefnunnar fyrst og fremst að efla samstarf ungtemplarahreyf- inga á Norðurlöndum, miðla reynslu og ræða þau málefni, sem helzt eru á döfinni. Þá var einnig rætt um fjármögnun sambandsins og ungtemplarahreyfinga í hverju landi fyrir sig. Erlendir þátttakendur voru 20, en 7 voru frá Islandi. Morgunblaðið ræddi við þrjá þeirra, Kjell-Ove Oscarsson, formann Nordgu, Sverri Hansen, gjaldkera, og Árna Einarsson, for mann íslenzkra ungtemplara. Kjell-Ove, sem er frá Svíþjóð, sagði að bindindishreyfingin þar væri mjög sterk og innan hennar væru um 400.000 manns. Innan hennar væri mikið um áhrifa- menn innan þjóðfélagsins og því væri hreyfingin áhrifamikil og öflug og færi hún nú ört vaxandi eftir mótbyr liðinna ára. Hann sagði að nú væri komin fram mik- il hugarfarsbreyting í baráttunni gegn vímugjöfum og nú væri mest byggt á fyrirbyggjandi aðgerðum fremur en boðum og bönnum. Starfið beindist aðallega að skól- um, æskulýðsfélögum og íþrótta- hreyfingunni. Sagði hann að árangur væri nokkuð góður og væri mest að þakka áhrifum Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar og því hve bindindishreyfingin hefði góðan aðgang að kerfinu. Mest áherzla væri lögð á að virkja unglinga 12 til 14 ára, áður en þeir hæfu notkun vímugjafa og kæmi þar öflug félagsstarfsemi og námskeið af ýmsu tagi aö góð- um notum. Taldi hann að nú hefði náðst til 2.000 unglinga árlega. Þá sagði Kjell-Ove að mikill hluti af starfsemi ungtemplarafélaganna væru friðarmál og áhugi á þeim hefði aukizt mjög upp á síðkastið í kjölfar innrásarinnar í Afgan- istan og umræðna um kjarnorku- vopn. Sverri Hansen, gjaldkeri sam- bandsins, er frá Færeyjum. Hann sagði að Nordgu væri fjármagnað með framlögum aðildarfélaganna og framlögum frá Norðurlanda- ráði. Sagði hann Nordgu vera annað stærsta ungdómsfélag Norðurlanda og starfsemi þess mjög útbreidda. Stóru aðildarfé- lögin í Noregi og Svíþjóð væru fjárhagslega vel stæð og veittu þau litlu félögunum í Danmörku, Færeyjum og íslandi bæði fjár- hagslegan stuðning og aðstoðuðu þau á ýmsan hátt með námskeiða- hald og fleira. Sverri sagði, að fyrr hefði bind- indishreyfingin í Færeyjum verið mjög sterk, en hefði svo farið hrakandi þar til nú síðustu árin, að hún væri að ná sér á strik aft- ur. Sagði hann að mikilvægur þáttur í vexti bindindishreyf- ingarinnar í Færeyjum væri auk- ið samstarf við Norðmenn og ís- lendinga. Nú væru um 3.000 félag- ar í bindindishreyfingum í Fær- eyjum, þar með talið ýmsum trú- arlegum hreyfingum. Hann sagði að vaxandi notkun áfengis í Fær- eyjum stafaði meðal annars af götum í áfengislöggjöfinni og Nefndi þar tilvist „ölklúbbanna" svokölluðu, sem enn væru til þó óleyfilegt væri að selja áfengi í Færeyjum. Hann sagði að nú væri mest unnið að því að halda ungl- ingum frá áfengisneyzlu eins lengi og mögulegt væri og þá með fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerð- um. Árni Einarsson sagðist vilja leggja áherzlu á mikilvægi Nordgu, sérstaklega fyrir litlu að- ildarfélögin. Nordgu hefði gert þeim kleift að auka starfsemi sína, bæði með fjárframlögum og annarri aðstoð. Það yki samstarf aðildarfélaganna og auðveldaði þeim starfið. Á vegum þess væru ýmis námskeið og lögð væri áherzla á að losa unglinga við hömlur og feimni, svo þeir gætu tekið óþvingaðan þátt í félagslíf- inu og teldu sig ekki þurfa að neyta áfengis til að geta verið með. Þá hefði litlu félögunum gef- izt kostur á að senda menn á lýð- háskóla fyrir tilstilli Nordgu, þar sem þeir meðal annars lærðu fé- lagslegar leiðbeiningar og leið- togastörf. Kjell-Ove Oscarsson, formaður norrænu ungtemplarahreyfingarinnar, Sverri Hansen, gjaldkeri og Árni Einarsson, formaður íslenzkra ungtemplara. Ljósmynd Mbl. Kmilía Björg. 4SF Árið 1980 og einnig á yfirstand- andi ári hefur Ferðamálaráð, í samvinnu við Flugleiðir hf., varið umtalsverðum fjárhæðum í Bandaríkjunum til kynningar á Islandi og þeim ferðamöguleikum sem hér er boðið upp á. Blaða- mönnum, sem rita reglulega í fjöl- lesin blöð og tímarit, var boðið til íslands bæði árin, svo og hópum ferðaskrifstofumanna frá þeim borgum, þar sem vænlegast þótti að bjóða Islandsferðir. Reglulega voru sendar út fréttir og greinar um Island, sem greiðlega gekk að fá birtar bæði í blöðum og hjá hin- um fjölmörgu útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Ennfremur hefur verið auglýst í tímaritum og blöð- um þar. Eins og áðurnefnd aukning ferðamanna frá Bandaríkjunum ber með sér, hafa þeir fjármunir sem varið var bæði árin skilað sér aftur með góðum vöxtum í þjóðar- búið. Miðað við áætlaða meðal- neyzlu hvers ferðamanns, sem til landsins kemur, hefur upphæðin komið u.þ.b. fjórtánföld til baka, segir í fréttatilkynningunni. I samtali við Heimi Hannesson, formann Ferðamálaráðs, kom fram, að til athugunar er hjá ís- lenzkum ferðamálaaðilum að stór- auka Islandskynningar í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð og er það gert í beinu framhaldi af ppinberum heimsóknum forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til þessara landa í ár. Hefur Ferðamálaráð staðið fyrir sér- stakri kynningardagskrá á Norð- urlöndum og verður kynningunni einkum beint til staða utan höfuð- borga í vetur. Þá mun Ferðamálaráð taka þátt í hinni víðtæku Norðurlandakynn- ingu „Scandinavia today" sem fara mun fram í mörgum stór- borgum Bandaríkjanna veturinn 1980—81. Mun Ferðamálaráð nota þetta tækifæri til að kynna íslenzk ferðamál og er hér að sögn Heimis um einstakt tækifæri að ræða til að koma íslenzkum málum á framfæri á þessu mikilvæga markaðssvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.