Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 SNJÓMOKSTURSREGLUR OKTÓBER 1980 SNJÓMOKSTUR OKT. 1980 Alla daga Alla virka daga Tvo daga í viku Einu sinni í viku meðan fært þykir vegna veðráttu og snjóþyngsla. Heimilt er að opna 2x í viku, meðan snjólétt er. Einu sinni í viku. Einu sinni í hálfum mánuði meðan fært þykir vegna veðráttu og snjóþyngsla. Heimilt að opna vikulega, meðan snjóiétt er. Þegar snjóþyngsli eru mikil eða veðurhorfur slæmar, má moka aðra snjóléttari vegi i stað þeirra, sem kortið sýnir, þó lengri séu. MESTUR kostnaður á íbúa við vetrarþjónustu á þjóðvegum á árunum 1976 til ’80 var á Vestfjörðum eða 329 nýkrónur. Mestur var heildarkostnadurinn á Austurlandi eða 3.892 milljónir nýkróna. Á Vestfjörðum var kostnaðurinn 3.383 milljónir, á Norðurlandi eystra 2.731 milljón, á Vesturlandi 2.137 milljónir, á Reykjanesi 1.886 milljónir, á Suðuriandi 1.406 milljónir og á Norðurlandi vestra 1.288 milljónir. Allt eru þetta meðaltalstölur úr upplýsingariti frá Vegaeftirliti ríkisins. Eins og áður sagði var mestur kostnaður á íbúa á Vest- fjörðum en minnstur var kostnaðurinn á íbúa á Reykja- nesi, eða 14 nýkrónur. Næst mestur kostnaður á íbúa var á Austurlandi eða 310 nýkrónur, 149 krónur á Vesturlandi, 123 krónur á Norðurlandi vestra, 109 krónur á Norður- landi eystra og 73 krónur á Suðurlandi. í regium um snjómokstur á þjóðvegum frá okt. 1980 segir í annarri grein að Vegagerðin greiði helming kostn- aðar við snjómokstur á öllum þjóðvegum þegar beðið hef- ur verið um hann og greiðsla hins helmings kostnaðarins hafi verið tryggð. Óskir sveitarfélaga um helmingamokst- ur gangi að jafnaði á undan óskum einstaklinga. Segir í 10. gr. að á mjög snjóþungum vetrum geti sveitarfélög, sem verða fyrir verulegum útgjöldum vegna snjómoksturs, sótt um endurgreiðslu til Vegagerðar ríkisins á hluta þess kostnaðar sem þeim ber að greiða samkvæmt annarri grein. Endurgreiðsla skal þó aldrei nema hærri fjárhæð en helmingi af hluta sveitarfélaga. Segir í þriðju grein að Vegagerðin greiði allan kostnað við mokstur nokkurra mikilvægra samgönguleiða, þó ekki nema ákveðinn fjölda daga í viku eða mánuði. í samtali við Mbl. sagði Hjörleifur Ólafsson, vegaeftir- litsmaður hjá Vegagerð ríkisins, að áætlað væri að kostn- aður við vetrarþjónustu á þjóðvegum fyrir árið 1981 yrði um fjórir milljarðar gamalla króna eða 40 milljónir nýjar. Þegar væri kostnaðurinn orðinn hátt í 28 milljónir ný- króna frá áramótum. Ekki er búið að reikna skiptingu á milli landshluta. GETUR GJÖRBREYTT ÚTLITI HEIMIUSINS MEÐ NOKKRUM LÍTRUM AF KÓPAL Fáður þér Kópal litakort í næstu málningarbúð. Veldu síðan fallega liti i rólegheitum heima i stofu. Þú ert enga stund að velja liti, sem fara vel við teppin, húsgögnin og gluggatjöldin. Það er alveg ótrúlegt hvað fáeinir lítrar af Kópal geta breytt miklu. Komdu fjölskyldu þinni á óvart - málaðu fyrir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.