Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
45
nú verið nær einráð sem bygg-
ingarefni síðustu 70 árin.
Eg hef stundum nefnt íbúðar-
byggingar á íslandi heimilisiðnað
í gagnrýni á ríkjandi hætti við
byggingu húsa. Það er staðreynd
að langflestir Islendingar hafa
sjálfir að talsverðu marki byggt
sínar íbúðir og þannig hefur nán-
ast öll þjóðin verið beinn þátttak-
andi í verklegum framkvæmdum
þótt vafasamt sé hvort flokka
megi það til verktakaiðnaðar skv.
viðtekinni skilgreiningu. Sjálf-
stæðir byggingarmeistarar, sam-
vinnufélög og verktakafyrirtæki
hafa einnig átt verulegan þátt í
uppbyggingu íbúða. Einkum hafa
frjáls verktakafyrirtæki náð að
sýna hvers þau er megnug þar sem
bæjaryfirvöld hafa sýnt þessum
málum skilning með því að hafa
tryggt lóðaframboð til verktaka-
fyrirtækja eins og t.d. Akureyri.
Nokkuð snar þáttur og nú ört
vaxandi er bygging svokallaðra
verkamannabústaða, en um þá
voru fyrst sett lög 1929 og hófust
framkvæmdir við fyrstu húsin
1931 hér í Reykjavík. Þessi gerð
íbúðarbygginga, sem nýtur sér-
stöðu í fjármögnun frá hinu
opinbera hefur gjarnan verið boð-
in út á verktakamarkaði, enda
kveða gildandi lög um þessar
framkvæmdir á um það.
Hitt er svo annað mál að spurn-
ing er hvort þeim lögum hafi verið
framfylgt t.d. hér í Reykjavík þar
sem stjórn Verkamannabústaða
eða stofnun þess hefur bæði byggt
sjálf i sumum tilvikum og fer í
öllum tilvikum með yfirstjórn og
samhæfingu verkþátta, leggur til
efni, gerir verkáætlanir o.s.frv.
eða samkvæmt eðli verktakaiðn-
aðar starfar sjálf sem aðalverk-
taki.
Virkjanir — rafveitur
Enda þótt fyrsta rafveitan hafi
verið byggð hér á landi 1902 var
það ekki fyrr en með Elliðaáaveit-
unni fyrir réttum 60 árum að tala
má um fyrstu virkjun í þess orðs
skilningi. Afkastageta Elliðaáa-
stöðvarinnar var 1500 kw. 1939 var
samaniögð afkastageta rafstöðva
20 þús. kw., 1962 um 130 þús.
Þróun hefur verið mjög ör á
þessu sviði einkum þó síðustu ár
og þess má geta að afköst nýjustu
virkjunar Islendinga, Hrauneyja-
fossvirkjunar, verða 210 þús.
kwött eða 140-föld afköst Elliða-
áastöðvarinnar fyrir 60 árum,
samt eru aðeins um 10% nýtan-
legrar vatnsorku virkjuð og lítið
sem ekkert af hluta jarðhitaork-
unnar.
Fyrstu virkjanirnar og allt fram
að 1960 voru smáar á mælikvarða
nútímans en þar ber að sjálfsögðu
hæst Sogsvirkjanirnar en fyrsta
virkjun við Sogið var fullgerð 1937
og framkvæmd af danska verk-
takafyrirtækinu Höjgárd &
Schulz og allar virkjanirnar við
Sogið voru framkvæmdar að
mestu af dönskum verktökum,
enda þótt íslendingar yfirtækju
sífellt stærri hlut af stjórnun
þeirra verka og starfsmenn væru
að yfirgnæfandi meirihluta ís-
lenskir. Það var síðan á sjöunda
áratugnum að samþykkt voru lög
um þrjár stórvirkjanir og hafa
þær allar verið reistar nánast al-
farið af hinum frjálsa verktaka-
iðnaði. Sú fyrsta af ísiensk-
dansk-sænskri samsteypu, Foss-
krafti sf., sú næsta af júgóslav-
neska verktakafyrirtækinu
Energoproject og nú síðast nánast
alfarið af íslenskum verktaka-
fyrirtækjum. Islenskir starfsmenn
hafa þó við allar þessar virkjanir
verið í yfirgnæfandi meirihluta og
við síðustu virkjun hafa öll stjórn-
unarstörf jafnt og önnur störf ver-
ið unnin af Islendingum. öll þessi
verk hafa verið boðin út á frjáls-
um verktakamarkaði, en sú síð-
asta, Hrauneyjafossvirkjun var
boðin út í hlutum m.a. fyrir til-
stuðlan verktakasambandsins til
þess að gera innlendum fyrirtækj-
um betur kleift að taka verkið að
sér vegna trygginga-, tolla- og
fjármögnunarmála, sem of langt
mál er að fara út í hér, en þau mál
höfðu vissulega mismunað verk-
takafyrirtækjum þeim erlendu í
vil.
Aður en lokið er við þennan þátt
verður kastað hér fram einni
spurningu. Allir virðast sammála
um að islenskir verktakar hafi
öðlast dýrmæta reynslu við síð-
ustu stórvirkjanir. Eiga verktak-
arnir nú að fara á atvinnuleysis-
styrk þangað til ráðamenn geta
komið sér saman um hvar næst
eigi að vinna?
Húsbyggingar hins opinbera
Við Islendingar eigum nánast
engar gamlar byggingar uppi-
standandi en þegar litið er yfir
byggingar hins opinbera frá fyrri
hluta þessarar aldar kemur nafn
eins manns í hugann oftar en allra
annarra en það er Guðjón Sam-
úelsson arkitekt. Sá maður teikn-
aði og hafði yfirumsjón með lang-
flestum þeim stórbyggingum, sem
byggðar voru á íslandi á fyrsta
uppgangstímabili íslensks bygg-
ingariðnaðar upp úr 1920 og er það
nánast með ólíkindum hvað mað-
urinn hefur komist yfir. Lands-
banki, Hvanneyri, Reykholt, Há-
skólinn, Landspítali, Laugarnes-
kirkja, Þjóðleikhús, Arnarhvoll,
Hótel Borg og Eimskipafélagshús-
ið, svo nokkur séu nefnd.
Flestar húsbyggingar hins
opinbera höfðu yfir sér skipaða
byggingarnefnd og sá hún hverju
sinni um framkvæmdina í óljósri
samvinnu við arkitekt og húsið
var byggt í reikning. Öll skipu-
lagning var í mjög lausum reipum
og mun ákvörðunartaka um opin-
berar byggingarframkvæmdir öll
hafa verið það allt fram á síðasta
áratug. Eg vil leyfa mér að vitna
hér í skýrslu nefndar, sem skipuð
var um endurskoðun opinberra
framkvæmda 1965, en þar segir:
„Þótt nefndin hafi ekki eytt
miklum tíma í að kanna, hvernig
ákvarðanir um að hefja opinberar
framkvæmdir verði til eins og nú
standa sakir, telur hún óhætt að
staðhæfa, að hin venjulega aðferð
í því efni sé þessi:
Ráðherra, sem í hlut á, sann-
færist með einhverjum hætti um,
að tiltekin framkvæmd sé nauð-
synleg og samþykkir, að undirbún-
ingur að mannvirkjagerð sé haf-
inn. Hann hlutast þá að jafnaði til
um, að veitt sé í fjárlögum venju-
lega einhver heilleg fjárhæð til
ótilgreindra byrjunarfram-
kvæmda. Að jafnaði er þessi
ákvörðun tekin á grundvelli bygg-
ingarnefndarteikninga einvörð-
ungu og þess kunna að vera dæmi,
að ákvörðun um framkvæmd sé
tekin áður en byggingarteikningar
eru fullgerðar.
Eftirleikurinn að þessari
ákvörðun er allþekktur. Hálfgert
mannvirkið skapar sívaxandi
þrýsting á fjárveitingar, sem ár
hvert eru ónógar. Lausaskuldum
er oft safnað í heimildarleysi og
heildarkostnaður verður nær und-
antekningalaust óhóflegur."
Starf nefndar þessarar, en
störfum hennar stýrði Jón Sig-
urðsson fyrrverandi ráðuneytis-
stjóri, varð síðan til þess að ný lög
voru sett um opinberar fram-
kvæmdir 1969. Skýrsla nefndar
þessarar ber vott um mjög vönduð
vinnubrögð og væri holl lesning
öllum þeim, sem fást við ákvarð-
anatöku í opinberum framkvæmd-
um. Annað aðalmarkmið sem
nefndin setti sér var að finna leið-
ir til að tryggja lágmarkskostnað
hverrar opinberrar framkvæmdar
eftir að hún hefði verið ákveðin.
Var það eindregið álit nefndarinn-
ar að ríkinu bæri að stuðla að því
að sterk verktakafyrirtæki risu
upp en ríkið ætti sem minnst að
koma nálægt sjálfri mannvirkja-
gerðinni, hverju nafni sem nefnd-
ist, eða svo aftur sé vitnað í
skýrslu nefndarinnar þegar mælt
er með að taka upp ákveðna stefnu
við mannvirkjagerð:
„Hin nýja stefna miði að eftir-
töldum mannvirkjum:
1. Skilja algerlega í milli þeirra
aðila, sem „projektera" verk og
hinna, sem framkvæma verkið.
2. Takmarka afskipti þeirra aðila,
sem nota eiga mannvirkið við
undirbúningsstig þess, en gera
þeim ekki að annast fram-
kvæmdastjórn verksins.
3. Bjóða út á einum stað alla
mannvirkjagerð á rikisins veg-
um, sem eðli máls og aðstaða á
markaðnum leyfir útboð á.“
Mér hefur orðið nokkuð tíðrætt
um téða skýrslu af þeim sökum
fyrst og fremst að mér vitanlega
er starf þessarar nefndar eina al-
menna úttektin, sem fram hefur
farið á verktakaiðnaði á Islandi.
Húsbyggingar annarra opinberra
aðila en ríkisins fóru að mestu eft-
ir líkum farveg, en þó munu sveit-
arfélög eins og t.d. Reykjavíkur-
borg mun fyrr hafa farið að bjóða
út. Þannig voru skólabyggingar
eins og t.d. Laugarnesskólinn og
Austurbæjarskólinn steyptar ,upp
samkvæmt útboði og í lok sjötta
áratugsins var Reykjavíkurborg
farin að bjóða út heildarverk til
aðalverktala.
Útflutningur verk-
takaiðnaðar
Það var mikið um það rætt á
nýafstaðinni ráðstefnu OECD um
vísinda- og tækniþróun á íslandi
að Islendingar mættu ekki dragast
aftur úr í þróuninni.
Við vitum að mikið hefur verið
gert og mikið er framundan. Út-
lensk fyrirtæki hafa allt fram á
síðustu ár verið tilkölluð þegar
mikið hefur átt að gera. Útflutn-
ingur verktakaiðnaðar hefur um
langan aldur verið mikilvæg út-
flutningsgrein allra vesturevrópu-
þjóða og opinber yfirvöld hafa
gert sé ljósa grein fyrir mikilvægi
þess útflutnings. Útflutningur í
þessum atvinnuvegi er vel hugsan-
legur því starfsmenn íslensks
verktakaiðnaöar eru með þeim
hæfustu sem gerast. Þrátt fyrir að
nánast öll ytri skilyrði ríkisvalds-
ins séu óvinsamleg, hafa sjálf-
stæðir verktakar reynt útflutning
og það er sérstakt gleðiefni að
elsta starfandi verktakafyrirtækið
á frjálsum markaði, Véltækni hf.,
hefur nú fyrir viku síðan undirrit-
að samning um verklegar fram-
kvæmdir í Saudi-Arabíu, en það
land hefur um nokkurra ára bil
verið einn stærsti markaður hins
alþjóðlega verktakaiðnaðar.
Lokaorð:
Saga verktakaiðnaðar á íslandi
er saga tugþúsunda manna, sem
hafa helgað ævistarf sitt verkleg-
um framkvæmdum. Þeirri sögu
verður ekki gerð grein fyrir í
stuttu erindi.
Þar sem viðfangsefni þessa hóps
hér í dag er spurningin um hag-
kvæmni frjáls verktakaiðnaðar,
vil ég leyfa mér að nefna nokkrar
tölur um markaðshlutdeild hans
undanfarin ár og er þá m.a. stuðst
við svör samgönguráðherra við
fyrirspurn Birgis Isleifs Gunn-
arssonar á Alþingi 22.4.1980.
Árið 1978 og 1979 var hlutdeild
verktaka í nýframkvæmdum vega-
gerðar 11—12%, í verkum hafnar-
málastofnunar 14%, við flugvalla-
gerð 13%. Á síðasta ári mun þetta
hlutfall sennilega vera heldur
lægra. Byggingarframkvæmdir
hins opinbera eru nær allar unnar
af verktökum, en langflest mann-
virki eru boðin út í svokölluðum
hlutaútboðum í stað heild-
arútboða.
Allar hitaveituframkvæmdir,
virkjanir og flestar framkvæmdir
sveitarfélaga eru boðnar út á
frjálsum verktakamarkaði. Við
sem höfum boðið til þessa mál-
þings vonum, að íslendingar beri
gæfu til að gera verktakaiðnað að
einni sterkustu atvinnugrein þjóð-
arinnar, ekki aðeins á heimamark-
aði heldur hvar sem íslenskir
starfsmenn geta nýtt reynslu sína,
sem þeir öðlast á Islandi í baráttu
við okkar oft óblíðu náttúruöfl.
Gott er að sýna erlendum gestum
hitaveituframkvæmdirnar okkar,
en hvenær verður íslenskum verk-
tökum gert kleift að leggja hita-
veitur fyrir fjarlægar þjóðir?
Heimur
íslendingasagna
Eftir Úlf
Bragason
Árið 1971 kom út í Leningrad
bók eftir forstöðumann norrænu-
deildarinnar við háskólann þar,
dr. M.I. Stéblin-Kaménskij próf-
essor. Bókin heitir Mir sagi eða
Heimur íslendingasagna. Hún
hefur nú verið þýdd á íslensku og
mun væntanlega verða gefin út í
haust. Er það vonum seinna að svo
merk fræði um menningararf ís-
lendinga koma fyrir almenn-
ingssjónir hér á landi.
Höfundurinn segir í formála
bókarinnar að hún fjalli um heim-
sýn Islendingasagna, einkum
hugmyndir, sem þar koma fram,
um sannleika, einstaklingseðli,
form og innhald, gott og illt, tíma
og rúm, líf og dauða. En þótt
Stéblin-Kaménskij fáist aðallega
við Islendingasögur í þessari bók
sinni slítur hann þær ekki úr sam-
bandi við annan sagnasjóð íslend-
inga á miðöldum. Og það sem
meira er um vert, hann setur þær
í sögulegt samhengi og gleymir
aldrei að viðmið og viðhorf nú-
tímamanna og þar með hans sjálfs
eru önnur en fólksins á ritunar-
tíma sagnanna.
í augum Stéblin-Kaménskijs er
bókmenntaverkið huglægur heim-
ur er birtist þeim sem nýtur þess í
táknum fyrir eitthvað í meðvitund
hans, meira að segja einatt í tákn-
um á táknum. Þetta eru hin töluðu
og skrifuðu orð. En orðin gera les-
andanum erfitt fyrir að skilja
bókmenntir genginna kynslóða því
að merking þeirra hefur breyst
meira og minna um aldir. Merk-
ingarbreytingarnar hafa orðið
mestar á orðum sem notuð eru um
huglæg fyrirbrigði eins og sál,
sannleika og hvað sé gott. Þannig
les jafnvel sá sem rýnir í frumrit-
ið verkið í þýðingu því að það er
erfitt að komast hjá að gæða orðin
þar því innihaldi sem nútíma les-
andinn er vanur. Þar við bætist að
handritin eru oft allt annað en
auðveld aflestrar og verður það
gjarnan til þess að athygli fræði-
mannsins beinist að því sjálfu en
síður að verkinu sem þar stendur
skrifað.
Stéblin-Kaménskij segir einnig
í Heimi Islendingasagna að það sé
jafneðlilegt að sjá fagurfræðileg
viðhorf manna og gildismat í ljósi
sögunnar eins og mannlegt sam-
félag. Hins vegar sé við ramman
reip að draga því jafnskjótt og
notuð séu hugtökin fagurbók-
menntir, raunsæi, höfundarverk,
inntak og önnur slik um gömul
bókmenntaverk sé höfundunum
gerðar upp skoðanir sem trúlega
hefðu aldrei hvarflað að þeim.
Sérstaklega sé hætta á þessu með
bókmenntir sem líkjast á einhvern
hátt nútíma skáldverkum eins og
Islendingasögur gera. Af því að
þær séu á ytra borði að sumu leyti
líkar raunsæisskáldsögum hafi
hugmyndir nútímamanna um
skáldskap og jafnvel sálarfræði
verið lesnar út úr þeim.
Það er skoðun Stéblin-Kam-
énskijs að fólk verði að gera sér
grein fyrir muninum á eigin
hugmyndum og samsvarandi hug-
myndum genginna kynslóða og
þannig átta sig á hvað sé sérstætt
við þau bókmenntaverk þar sem
þessar hugmyndir koma fram.
Þetta reynir hann að gera i Heimi
Islendingasagna. Með víðtækri
þekkingu á efninu og opnum huga
hefur Stéblin-Keménskij hér leit-
að nýrra lausna á gömlum við-
fangsefnum í sagnarannsóknum
og komist að athyglisverðum
niðurstöðum.
Þegar sá sem þetta ritar las
bókina Heim Islendingasagna í
norskri þýðingu fyrir sex árum
varð hún honum opinberun líkust.
Eftir að hafa kynnst smáatriða-
rannsóknum íslenskra fornsagna-
fræðinga og sögufölsunum eins og
þeim að Snorri Sturluson hafi ver-
ið nútíma guðleysingi og þjóðern-
issinni fannt honum hann loksins
hafa fundið í höfundi bókarinnar
mann sem sæi skóginn fyrir trján-
um og leitaðist við að skynja hinn
raunverulega anda sagnanna.
Vafalaust hefur fleiri lesendum
farið sem honum og mun fara.
Þessi orð eru síðbúnar þakkir
fyrir bókina. M. I. Stéblin-Kam-
énskij lést í síðasta mánuði. Minn-
ingu hans væri mestur sómi sýnd-
ur hér á landi með því að snúa
fleiri verka hans á íslensku.
Athugasemd frá Bylgjunni:
Talstödvarfé-
lögin eru þrjú
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Talstöðvaklúbbnum Bylgjunni:
„Það vakti óneitanlega furðu
okkar að lesa grein í Morgunblað-
inu þann 3.11. um ársþing Félags
farstöðvaeigenda. Þar segir meðal
annars: „Fulltrúar voru á einu
máli um að ekki beri að hvika frá
þeirri stefnu félagsins að því yrði
úthlutað sanngjörnum fjölda rása
i nýrri skiptingu 27 MHz tíðni-
sviðsins sem nú er til skoðunar í
samgöngumálaráðuneytinu, enda
er FK eina hagsmunafélag notenda
á þessu tíðnisviði." (undirstr. und-
irr.).
Þetta er mikill misskilningur. Á
Islandi eru nú starfandi þrjú
talstöðvafélög á 27 MHz tíðnisvið-
inu, Félag farstöðvaeigenda,
Talstöðvaklúbburinn Bylgjan og
Talstöðvaklúbbur Islands, og eiga
þau að sjálfsögðu öll hagsmuna að
gæta á þessu tíðnisviði.
Talstöðvaklúbburinn Bylgjan
hefur skrifstofu sína að Hamra-
borg 5, Kópavogi. í honum eru um
650 félagar, flestir staðsettir á
höfuðborgarsvæðinu, en þó nokk-
ur fjöldi víðsvegar um landið (t.d.
Sauðárkróki, Stykkishólmi, Suð-
urnesjum, Húnavatnssýslu og víð-
ar), eða á annað hundrað manns.
Skrifstofan er opin alla virka daga
frá 20—22 og er símaþjónusta á
vegum félagsins meðan á opnun-
artíma stendur. Á vegum Bylgj-
unnar eru haldin böll, skemmti-
kvöld, hljómleikar, farið í ferða-
lög, gefið út félagsblað og öll
starfsemi með miklum blóma.
Þess má svo að lokum geta að
Talstöðvaklúbburinn Bylgjan er
tæplega 5 ára gamall félagsskap-
ur.“