Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
hygli fyrir
góða frammistöð
Kins og áður hefur verið greint frá
í Morgunblaðinu, tóku tveir íslend-
ingar, þeir Jón S. Halldórsson og
hórður Valdimarsson, þátt í rally-
cross-keppni erlendis nú nýverið.
Frammistaða þeirra vakti mikla at-
hygli og ekki hvað síst það að þeir
skyldu koma alla leið frá íslandi.
Keppni sú sem þeir félagar tóku þátt
í, var haldin í Hedemora í Svíþjóð og
var liður í Norðurlandameistaramóti
í rally-cross.
Ekki gekk klakklaust að koma
bílum þeim, sem íslendingarnir
aetluðu að aka, til Hedemora þar
sem aksturinn fór fram. Bilarnir
voru afgreiddir frá skipi í rangri
hafnarborg og urðu Jón og Þórður
að sækja þá til Gautaborgar í stað
Helsingjaborgar.
Síðan tók við sleitulaus vinna að
koma bílunum í keppnishæft
stand, því ekki hafði tekist að
Ijúka við það heima á íslandi. Bíll
Jóns, BMW 1800, fékk hressilega
„yfirhalningu" hjá hjálpsömum
Islendingum og VW „bjalla" Þórð-
ar sömuleiðis. Að þessu loknu óku
kapparnir ásamt aðstoðar-
mönnum áleiðis til Hedemora og
var ekið samfleytt á tíunda
klukkutíma og náðist þannig
nokkrum mínútum fyrir keppnina.
Virðist það fylgja Jóni að „vera á
síðasta snúningi" í öllum rallmót-
um er hann tekur þátt í og orðinn
ali |>ekktur fyrir.
Brautin, sem aka átti, var
mestmegnis laus jarðvegur, en
malbik á einum all löngum kafla.
Brautin var að venju hringlaga, en ’
beygjur og hæðir á nokkrum stöð-
um, m.a. var hálfgerður stökkpall-
ur á einum stað og röðuðu margir
áhorfendur sér þar og biðu
spenntir. Alls var 31 keppandi í
þessu rally-crossi og var það há-
mark fyrir fjölda þátttakenda.
Allir voru þeir frá Norðurlöndun-
um.
Keppnin fór þannig fram að
hver keppandi átti að aka fjóra
hringi, 5 bílar óku saman í hvert
skipti. í undanrásunum fengu
ökumenn 3 tækifæri, þ.e. óku í
þremur mismunandi riðlum og var
dregið í þá af handahófi. Þeir, sem
næðu bestum tíma í þessum riðl-
um og bestum heildartíma, kæm-
Norðurlandamótið í rally-cross
Jón S. Halldórsson á BMW
sínum í einni af mörgum flug-
ferdum bílsins. M.a. sagöi eitt
sænskt bílablað að Jón hefði
veriö villtasti ökumaður
keppninnar.
BMW Jóns var ófrýnilegur eftir keppnina, rúðulaus og klesstur
eftir umræddan árekstur.
ust í úrslit.
í fyrsta riðli lenti Jón S. Hall-
dórsson á móti Evrópumeistaran-
um Per Inge Walfridsson á Volvo
343, ásamt tveimur öðrum öku-
mönnum. Bílarnir voru ræstir af
stað og Per Inge náði forystunni,
en Jóni tókst að halda í skottið á
honum, þrátt fyrir 200 hestafla
mismun á afli bílanna. En sú dýrð
stóð ekki lengi, framrúðan hjá
Jóni mölbrotnaði vegna grjótkasts
frá bíl Per Inge. Við þetta dróst
Jón að vonum afturúr. Reyndar
flögguðu stjórnendur keppninnar
Jón út af brautinni, en hann mis-
skildi það. Hélt hann að þeir væru
að vara hann við hættu. Kom Jón
síðan í mark síðastur allra, en
hann gat ennþá gert betur í tveim-
ur öðrum riðlum.
Þórður Valdimarsson lenti einn-
ig á móti sterkum ökumönnum í
fyrsta riðlinum, en hann gleymdi
sér í startinu og sat nær eftir.
Kraftleysi bílsins háði honum
einnig, enda fylgdi hann aðeins
bílunum eftir og átti ekki mikla
möguleika. Ennfremur varð hann
fyrir því óhappi að kertahetta
losnaði í lok akstursins.
Fyrir næsta riðil íslendinganna
tóku þeir til við viðgerðir á bílun-
um, rúða fannst til nota í bíl Jóns
og var henni smellt í af mikilli
leikni. Jón lagfærði kúplingu bíls-
ins, sem byrjað hafði að snuða.
Hjá Þórði þurfti aðeins að festa
kertahettu. Voru þeir síðan albún-
ir í slaginn, reyndar var Jón hepp-
inn að fá að vera með, því til
greina kom að dæma hann úr
keppni fyrir að aka með brotna
framrúðu. Líklega hefur það ekki
Sigurvegarinn, Faulke Andersen, fagnar sigri (í miðju) t.h. er
Anders Hulqvist sem hlaut 3. sæti og t.v. Stig Emilson er hreppti
annað sætið.
þótt viðkunnanlegt, Jón kominn
alla leið frá Fróni. Það var sama
sagan í þessu öðrum riðli og í þeim
fyrsta. Hvorki Jón né Þórður áttu
nokkra möguleika gegn kraftmikl-
um bílum hinna. Olíukælir sprakk
hjá Þórði og missti bíllinn við það
þann litla kraft, sem hann bjó yf-
ir.
En þriðji og siðasti riðillinn var
enn eftir. Þar voru Jón og Þórður
einnig í sitt hvorum riðli. VW
Þórðar gaf næstum upp öndina í
miðri braut og gubbaði olíu í allar
áttir, stóð blár reykur afturúr
bílnum, en í mark komst hann.
Jón S. Halldórsson ætlaði sér
stóra hluti, enda síðasti möguleiki
fyrir hann að komast í úrslit.
Hann fékk gott start og leiddi
aðra bíla eftir brautinni og kætti
þá íslenska áhorfendur sem þarna
voru. En skyndilega lentu þrír bíl-
ar í einum hnapp, Jón klemmdist
á milli tveggja VW-bíla og brak og
brestir fylgdu. Jón skellti bílnum
til hliðar við þá og ætlaði að þeysa
áfram, en við það fór kúplingin.
Dólaði hann síðan það sem eftir
var og hugsaði um það eitt að
komast í mark. Þar með lauk þátt-
töku íslands í þessu rally-crossi,
en úrslitin voru enn eftir.
í þeim sigraði Faulke Anders-
son á Escort, sá bíll leit ekki sér-
lega fallega út enda tekið þátt í
mörgum álíka mótum. Stig Emil-
son ók þeim er lenti í öðru, en það
var VW-bjalla. Anders Hulqvist á
Volvo 343 hreppti þriðja sætið,
kom mörgum á óvart að Per Inge,
Evrópumeistarinn, skyldi aðeins
ná sjöunda sæti.
í samtali við Morgunblaðið
Texti
og myndir:
Gunnlaugur
Rögnvaldsson
Jón S. Halldórsson og Þórður Valdimarsson við keppnisbíla
sína. Þeir voru fyrstir íslendinga til að taka þátt í Noröurlanda
keppni í rally-cross.
jKlæðum og bólstrumj
ígötnul h&sgögn> flotwr
_úrval af áklæðum y*
$ BÓLSTRUN
ÁSGRÍMS,
Bergstaðastræti 2,
Simi 16807,
Keflavík
Auglýsing um tímabundna
umferðartakmörkun í Keflavík
Frá laugardegi 5. des. til fimmtudags 31. des. ’81, aö
báöum dögum meötöldum er vöruferming og afferm-
ing bönnuö á Hafnargötu á almennum afgreiöslutíma
verslana.
Á framangreindu tímabili veröa settar hömlur á umferö
um Hafnargötu og nærliggjandi götur ef þurfa þykir,
svo sem tekin upp einstefnuakstur eöa umferð öku-
tækja bönnuö meö öllu. Veröa þá settar upp merk-
ingar er gefa slíkt til kynna.
Keflavík, 2. desember 1981.
Lögregiustjórinn í Keflavík.
-------.---
.
Rauði
kross
Islands
Laugardaginn 5. desember halda flestar
deildir Rauöa kross íslands fundi um
vetrarstarfiö og veröa þeir nánar auglýstir
hver á sínum staö. Rauöi kross íslands
hvetur félagsmenn til þess aö fjölmenna á
fundunum og ennfremur eru aðrir vel-
komnir til þess aö kynna sér hina marg-
þættu starfsemi Rauöa kross íslands og
deildanna. _ ...
Rauöi kross Islands.
\