Morgunblaðið - 12.12.1981, Page 3

Morgunblaðið - 12.12.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 35 Nýr bátur til Stykkishólms StykkÍNhólmi, 30. dót. UM HELGINA kom hingað 17 lesta vélbátur sem keyptur hefir verið í bæinn af þeim Ásgeiri Árnasyni og Eggert Björnssyni, og hyggjast þeir halda honum út til veiða frá Stykkishólmi. Verður Eggert skipstjóri en Ásgeir vél- stjóri. Báturinn hét áður Haftind- ur með heimilisfestu í Hafnarfirði en breytir nú um nafn og heitir Gísli Gunnarsson II. Manheim-vél er í bátnum. Reyndust bátur og vél ágætlega á heimleið þrátt fyrir að veður var vont. Fréttaritari Óheimilt að bjóða kaupbæti Morgunblaðinu hefur borist eftir farandi frá Verðlagsstofnun. „í tilefni af því að nú fer í hönd mesti annatími hjá verslunum vill Verðlagsstofnun hér með benda seljendum og neytendum á að samkvæmt lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti er óheimilt við framboð á vörum að bjóða neyt- endum kaupbæti. Einnig er óheimilt í því skyni að örva sölu, að úthluta vinningum með hlut- kesti í formi verðlaunasamkeppni eða á annan hliðstæðan hátt. Fyrir jól í fyrra bar nokkuð á því að seljendur virtu ekki þessi ákvæði laganna sem skyldi. Marg- ir lögðu sig fram við að finna snið- ugar hugmyndir til þess að örva jólasöluna hjá sér. Ef þær vörur sem seljendur bjóða eru eftirsóknarverðar ætti ekki að þurfa að beita slíkum að- ferðum. Þær torvelda neytendum innkaupastörfin sem fólgin eru í því að velja þær vörur sem eru hagstæðastar og samsvara sem best raunverulegum óskum og þörfum hvers og eins. Ef samkeppni á markaðnum fer að verða fólgin í því að bjóða neyt- endum þátttöku i skemmtilegum getraunum eða spennandi happ- drættum er hún komin út í ógöng- ur. Ekki er unnt fyrir neytendur að bera saman raunverulegt vöru- verð ef alls konar gjafir fylgja kaupunum. Slíkar söluaðferðir eru því óhæfilegar, enda verður vart hjá því komist, að kostnaðurinn af slíku bætist við vöruverðið fyrr eða síðar. Samkeppni söluaðila gagnvart neytendum á að vera fólgin í því að bjóða sem hagstæðast verð, sem mest gæði og sem besta þjón- ustu. Það tryggir best hag neyt- enda. í þeim tilgangi voru laga- ákvæðin um óréttmæta viðskipta- hætti og neytendavernd sett á sín- um tírna." wœm&m HEKIAHF Cotefptkr, Cot. 09 O cru ikióiett vwumerlc,^^^ Loogavegi 170-172,— Sími 21240 NYKOMNIR RAFGEYMARNIR Gísli Kristjánsson: SEXTÁN KONUR Hér er rakinn ferill og framtak sextán kvenna í nútímahlutverkum. Starfsvett- vangur kvenna er alltaf að stækka. Á æ fleiri sviöum, sem áöur voru talin sér- sviö karla, hafa konur haslaö sér völl. Hér segja frá menntun sinni og störfum: Veöurfræöingur, rithöfundur, læknir, loftskeytamaöur, deildarstjóri í ráöu- neyti, safnvöröur, alþingismaöur, fiski- fræöingur, Ijósmóöir, jaröfræöingur, íþróttakennari, oddviti, garöyrkjukandi- dat, félagsráögjafi og arkitekt. Frásagn- ir þeirra geisla af starfsáhuga og lífs- gleöi og fjölbreytni efnis er einstök. BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SE Benedikt Gröndal: RIT I 3. Sígilt og skemmtilegt safnrit. Benedikt Gröndal er meöal afkasta- mestu rithöfunda íslenskra aö fomu og nýju og einna fjölhæfastur og fyndnast- ur þeirra allra. Þetta fyrsta bindi rita hans hefur aö geyma kvæöi, leikrit og sögur, m.a. er hér .Sagan af Heljarslóö- arorrustu“ og .Þóröar saga Geirmunds- sonar“, báöar bráöfyndnar og stór- skemmtilegar. í síöari bindum þessa safns veróa blaóagreinar hans og rit- gerðir og sjálfsævisagan Dægradvöl. SKUGGSJÁ SKUGGSJÁ BÓKABÚO OUVERS STEINS SE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.