Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 Á kristniboðsári Hversvegna eru tölustafir út um allt í texta Biblíunnar? Orðið biblía þýðir bækur. BibL ían er því eiginlega bókasafn. I Gamla testamentinu eru 39 bæk- ur, en í því nýja eru þær 14, og skiptast í guðspjöllin fjögur, postulasöguna, bréf Páls og fleiri höfunda og loks Opinber- unarbókin. Það er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að geta fljótt og fyrirhafn- arlítið fundið ákveðna staði í ritningunni. Því var bókum hennar skipt niður í kafla svo sem algengast er, þar að auki var hverjum kafla skipt niður í vers og þau eru merkt með tölu- stöfunum, sem spyrjandinn minnist einmitt á. Við getum tekið sem dæmi Jólaguðspjallið, eins og það er skrifað hjá Lúkasi í hinni nýju útgáfu biblíunnar. Lagður í jötu 2'En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ág- ústus keisara, að skásetja skyldi alla heimsbyggðina. 2Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var land- stjóri á Sýrlandi. 3Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. 4Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, 5að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð. 6En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. 7Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi. Frelsari fæddur xEn í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. 9Ogengill Drott- ins stóð hjá þeim, og dýrð Drott- ins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, 1#en engill- inn sagði við þá: „Verið óhrædd- ir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: MYður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn, í borg Davíðs. I20g hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“ l3Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og Sögðu: 14 Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á. ,5Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirð- arnir sín á milli: „Förum beint til Betlehem að sjá það, sem gjörst hefur og Drottinn hefur kunngjört oss.“ l6Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið, sem lá í jötu. Dýrðarsöng englanna er til dæmis að finna í 2. kafla Lúkas- arguðspjalls 14. versi, sem oft er skráð þannig: Lúk. 2.14. Fremst í hinni nýju útgáfu biblíunnar er skrá yfir skammstafanir á ritum hennar. Neðanmáls á hverri síðu eru til- vitnanir á aðra staði í biblíunni. Er hér um að ræða lykilorð sem skýra stað eða hugtak í textan- um nánar, varpa á það öðru ljósi og auðveldar þar með lesendum skilning á textanum. Við getum aftur tekið Jólaguðspjallið sem dæmi. Neðanmáls á bls. 71, í Sr. Bernharður Guðmundsson er fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar. nýju útgáfu nýja testamentisins stendur: 2.4 Betlehem Mik 5.1; Mt 2.1+ Þetta felur í sér að orðið Betlehem kemur fyrir hjá spámanninum Mika, 5. kafla 1. versi. Við flettum því upp og þar stendur: Stjórnandinn frá Betlehem 5alOg þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum. Þessi tilvitnun hjálpar þannig lesandanum til þess að skilja hvers vegna Jesús fæddist í Betlehem. Svo hafði verið spáð, hið litla þorp verður einn hlekk- ur í fyrirhugun Guðs. Jólafrá- sögnin fær enn nýjan flöt. Einn- ig er vitnað til Mattheusar guð- spjalls, annars kafla fyrsta vers. Þar kemur orðið Betlehem líka fyrir, enda er þar frásögn af komu vitringanna frá Austur- löndum sem ekki er að finna í jólafrásögn Lúkasar. Þessi til- vitnun bætir þannig fleiri þátt- um í jólafrásögnina. Tilvitnanir neðanmáls hjálpa lesandanum til þess að sjá text- ann í víðara samhengi og varpa ljósi á fleiri fleti en blasa við augum við fyrstu sýn. Það verð- ur býsna spennandi að lesa Bibl- íuna á þennan hátt. Ég er spánskur ríkisborgari og finnst það skemmtilegt hjá ís- lendingum að halda upp á 1000 ára afmæli kristniboðs á landinu með sérstöku kristniboðsári Hvað gerðist á kristniboðsárinu? Það er nú engum fært að greina hvað raunverulega gerðist á þessu ári, 1981, sem við höfum haldið hátíðlegt sem kristni- boðsár. Hinsvegar er hægt að tí- unda þá opinberu atburði sem helzt settu mark á kristniboðs- árið. 1. Ellefu kristniboðshátíðir voru haldnar um land allt. 011 próf- astsdæmin efndu til kristni- boðshátíða, en sums staðar voru þau fleiri saman. Söngmála- stjóri, Haukur Guðlaugsson, út- bjó sérstakt sönghefti, með sér- staklega völdum sálmum sem nær allir kirkjukórar landsins æfðu og sungu síðan saman á kristniboðshátíðunum. Hafa því þúsundir manna sungið í sam- kirkjukórum í sumar. Auk söngs pg helgihalds, var kristniboðs á Islandi minnst með margvísleg- um hætti á kristniboðshátíðum í sumar. Voru þær mikið sóttar. 2. Minnismerki um Þorvald víðfórla og Friðrek biskup eftir Ragnar Kjartansson, mynd- höggvara, var settur upp við Giljá í Húnavatnssýslu. 3. Ný útgáfa Biblíunnar kom á árinu. Þetta verk hafði verið á döfinni með hvíldum í 18 ár. Mikill hluti nýja testamentisins var endurþýddur og gamla testa- mentið endurskoðað. Ymiss kon- ar hjálparefni við lesturinn er að finna í þessari nýju útgáfu Biblí- unnar. 4. Ný handbók kirkjunnar var tekin í notkun. í henni eru form fyrií hinar ýmsu kirkjulegu at- hafnir, svo sem skírn, fermingu, brúðkaup og útfarir auk hinnar venjulegu guðsþjónustu. Nefndin sem vann tillögurnar að hand- bókinni, skilaði þeim af sér ein- huga og Kirkjuþing og síðan prestastefna samþykktu þær mótatkvæðalaust. 5. Frímerki sem minnist kristni- boðsársins var gefið út. Sýnir það gamlan róðukross og ber nú þetta kristna tákn frá íslandi út um allan heim. 6. IJtgáfufélagið Skálholt var stofnað. Skal það vinna að útgáfu ýmiss konar fræðsluefnis með kristnum formerkjum, bæði á um og mömmu? Ekkcrt, þau láta alltaf svona þegar ég minnist á þad að við förum saman í kirkju. snældum sem á rituðu máli. Skálholti er einnig ætlað að gefa út blað, sem væri málgagn krist- inna viðhorfa í þjóðfélaginu. 7. 12 nýir prestar vígjast til kirkjulegrar þjónustu á kristni- boðsári og eru nú öll prestaköll skipuð að kalla. Aukning hefur orðið á sérhæfðri þjónustu, svo sem meðal alkóhólista, heyrn- arskertra o.s.frv. Þetta er listi yfir það sem setja má á blað um það sem gerðist. Það sem gerðist í hópum eða meðal einstaklinga, í viðræð- um þeirra eða framtaki, sem fella má undir atburði kristni- boðsársins, er ekki gerlggt að tí- unda. Hinsvegar má segja að óvenjumikil umræða hafi verið í fjölmiðlum um kirkjuleg málefni á þessu ári. Má þar geta bisk- upaskipta, umræðu um friðar- mál, ráðstefnu Lífs og lands um trúmál. Auk þess hefur stærsta blað landsins, Morgunblaðið, kynnt mjög vel viðhorf og verkefni kirkjunnar á þessu ári og er það mikils metið. Jæja Sigríður mín, er ekki kominn tími til að ég lesi svolítið úr heil- agri ritningu. Jú það passar prýðilega séra Jón. Ég laga kaffið á meðan. Jólí nánd á Islandi \ / /> Er það hlutverk prests- ins að skapa „jóla- stemmningu“? Hvað ætli þetta „amen“ þýði eiginlega? Ætli það þýði ekki eitthvað á þessa lund: „Verið þið sæl og sjá- umst aftur um næstu jól.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.