Morgunblaðið - 12.12.1981, Page 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
Bændaskógar
Eftir Hákon Bjamason
Það er víðar en á íslandi, sem landbúnaður á { vök að verjast. Sakir
vélvaeðingar, óhóflegrar notkunar á tilbúnum áburði og margs fleira hefur
orðið bylting í öflun matvæla með þeim afleiðingum, að kjör smábænda fara
æ versnandi. Hvarvetna, þar sem ekki er um nýja atvinnumöguleika að
ræða, hljóta búferlaflutninar úr sveit til þorpa og borga að halda áfram eða
jafnvel að aukast. Þetta á sér stað um nær allan hinn vestræna heim.
Við höfum ekki farið varhluta af þessu, og flutningar fólks úr sveitum
halda áfram þrátt fyrir styrki og niðurgreiðslur, ef ekki verður að gert. Slíkt
er erfitt mál og að mestu óleyst hér á landi, en margar hugmyndir hafa
skotið upp kolli til að leysa vandann svo sem refa- og minkarækt, laxa- og
silungarækt ásamt fleiru. Allra síðast kom fram hugmynd um aukna ræktun
byggs í veðursælum sveitum. En allt eru þetta gömul úrræði, sem hafa verið
reynd áður með misjöfnum árangri.
Fyrsta grisjun í Víðivallaskógi í ágúst 1981. Tólf árum eftir plöntun.
(Ljósm.: Halldór Sigurðsson.)
Vandamál
Fáir hafa látið til sín heyra um
þann þáttinn, sem er traustastur
allra til að halda við byggð í sveit-
um, sem hafa sæmileg náttúru-
skilyrði. Hann er sá, að koma upp
skógi á jörðum bænda með svipuð-
um hætti og gert hefur verið í
Fljótsdal undanfarin 12 sumur.
Áður en að þessu er vikið skal sagt
frá grein, sem mér barst í hendur
fyrir fáum dögum, um atvinnu-
hætti tii sveita í Skotlandi eftir
J.P. Newton. Hún nefnist Employ-
ment in the Hills and Uplands.
Atvinnuhættir í hálöndum Skot-
lands eru víða ekki ósvipaðir því,
sem hér gerist. Þar er mikil
sauðfjárrækt, miklu meiri en hér,
en hvorki bændur né húsmenn
geta lengur lifað af þeirri atvinnu-
grein nema með ríkisstyrkjum,
sem geta auðvitað ekki staðið til
eilífðarnóns. Höfundur greinar-
innar bendir á ýmsa möguleika til
smáiðnaðar í nokkrum héruðum,
en víðast er engra kosta völ nema
eins, og hann er sá að auka skóg-
rækt í hálöndunum af fremst
megni.
Hér á landi eru náttúruskilyrði
til allra ræktunar allmiklu erfið-
ari en í Skotlandi, þótt ýmsum
stöðum í hálöndunum svipi til
syðstu sveita landsins að því er
veðurfar snertir.
Traust undirstaða
Fyrir 83 árum var hafist handa
í skógrækt á íslandi, og er því
komin löng reynsla af ræktun ým-
issa trjátegunda. Síðar bættust
fleiri í hópinn fyrir 40—50 árum.
Hér hafa einkum verið 12 tegundir
barrtrjáa og 5 tegundir erlendra
lauftrjáa í stöðugri ræktun, sem
allar hafa borið þroskuð fræ und-
anfarin 15—20 ár. Margar þeirra
hafa fundist sjálfsánar í grennd
skógarteiga, og má því telja þær
nýja og nýta borgara í íslensku
gróðurríki. Því verður ekki á móti
mælt, að við höfum traustan
grunn til að byggja á, þegar horfið
verður að skógrækt í auknum
mæli.
Fyrir 12 árum var hafin ræktun
bændaskóga í miklu stærri mæli
en áður var gert. Gerð var áætlun
um skógrækt á jörðum bænda í
Fljótsdal í Suður-Múlasýslu þar
sem boðnir voru fram styrkir við
fyrstu gerð svo sem girðingar og
plöntur, en síðar á hluti af þeim að
endurgreiðast að nokkru með af-
urðum. Þegar hér er komið sögu
hafa 224 ha lands verið girtir og er
búið að planta í þriðjung þess. I
sumar var meðalhæð elsta lerki-
teigsins, sem plantað var í á Víði-
völlum vorið 1970, 3,5 metrar en
hæstu trén nálægt 5 metrum.
Héðan af líða ekki meira en 7—10
ár uns bændur geta aflað sér
ágætra girðingastaura við grisjun,
en úr því mun eftirtekja aukast
jafnt og þétt. Þegar þétt er plant-
að, um 6.000 plöntum á ha lands,
er hæfilegt að grisja þriðja hvert
ár, og þegar skógur hefur náð full-
um þroska standa oft ekki nema
300—400 tré á ha. Það verða því
mörg tré, sem falla við grisjun og
öll má nýta til einhvers.
Það er víðar en í Fljótsdal, sem
gerðir hafa verið samningar við
bændur og landeigendur um
plöntun til skóga. A Ystafelli í
Kinn var gerður samningur við
bændur um skógrækt, en með
nokkuð öðrum hætti. Þar hafa
bændurnir haft drjúgar tekjur um
nokkur ár með því að selja jólatré,
og eru þeir hæstánægðir með ár-
angur. Svipaður samningur hefur
einnig verið gerður við landeig-
endur í Skorradal, og þar er sama
upp á teningnum.
Skógrækt
Á Suðurlandi horfir þetta öðru-
vísi við. Þar er Tunguskógur,
rösklega 10 ha að flatarmáli, sem
Fljótshlíðarhreppur á. En hann er
þannig til kominn, að Klemens
Kristjánsson á Sámsstöðum gaf
hreppnum girðingarefni og
Oddgeir Guðjónsson, bóndi í
Tungu lét af hendi land undir
væntanlega plöntun án endur-
gjalds. í land þetta hefur verið
plantað sitkagreni ásamt nokkr-
um öðrum tegundum, einkum
stafafuru. Nú er kominn þéttur
barrskógur um nær allt landið og
hefur skógurinn þegar gefið
nokkrar tekjur af sér, enda hefur
vöxtur hans verið með ágætum.
Á öðrum stað í Rangárvalla-
sýslu hefur verið plantað allmiklu
í land í einkaeign. Upphaflega var
plantað í holur á venjulegan hátt,
en síöan í plógstrengi á skóglausu
landi. Hvorttveggja hefur tekist
vel, en það, sem plantað var og sáð
í plógstrengina, ber mjög af hinu í
vexti og þroska. Árangur af plönt-
un í plógstrengi, bæði hér, í
Haukadal og við Hallormsstaö,
sýnir glöggt að unnt er að koma
upp skógi á berangri á sama hátt
og gert er í Skotlandi, en þaðan
kom hugmyndin um að reyna
þessa aðferð hér á landi.
Mælingar á
vexti skóga
Til lítils væri að ráðast í mikla
skógplöntun án þess að hafa
hugmynd um eftirtekjuna. Mæl-
ingar á vexti skóga eru þó nokkrar
til, en þær elstu hófust 1952.
Lerkiteigur á Hallormsstað hefur
verið mældur á þriggja ára fresti í
nær 30 ár og þær sýna að viðar-
vöxturinn á ha hefur numið yfir 7
teningsmetrum viðar að meðaltali
ár hvert. Af öðrum og yngri mæl-
ingum má ráða að sitkagreniskóg-
ur muni geta vaxið með 4—6 ten-
ingsmetra viðarauka á ári á hekt-
ara lands og jafnvel náð lerkinu er
trén eldast. Svipað gildir um
stafafuru, en hún er öll yngri en
grenið og ná mælingar því ekki
eins langt aftur.
Til þess að ræktun skóga borgi
sig þarf viðarvöxtur á ha lands að
vera milli 2 og 3 tengingsmetrar á
ha á ári, en með því að viðarverð
stígur ört þarf tæplega að ætla
meiri vöxt en um eða rétt innan
við 2 tengingsmetra.
Ræktun á okkar eigin birki er
hinsvegar tvísýn, þar sem vöxtur
þess nær tæplega 1 tenlngsmetra
á ári á ha iands þar sem skilyrði
eru hvað best. Að vísu bætir það
jarðveg og gefur skjól, en með
slíku er sjaldan reiknað.
Hvar eru skilyrði til
skógræktar
Öllum má vera ljóst, að það er
ekki unnt að rækta skóg um allt
land. Til að hafa sem mestan
hagnað verður að hasla skógum
völl í veðursælum sveitum. En af
reynslu okkar má benda á ýmsa
staði og héruð.
Fyrst má nefna efri hluta
Fljótsdals, en þar er reynslan
lengst, allt frá 1903. Enda hefur
árangur af Fljótdalsáætluninni
ekki látið á sér standa. í Eyjafirði
eru víða mjög góð skilyrði til
skógræktar, og má ráða það af
þrifum ýmissa trjátegunda í reit-
um víðsvegar í firðinum. Land-
þrengsli hafa valdið því, að menn
hafa ekki hafist handa fyrir löngu.
Fyrsta gródursetningin samkv. „Fljótsdalsáætluninni" við Víðivelli í Fljóts-
dal 23. júní 1970. Plantað var síberisku lerki.
(LJó.sm.: Halldór Sigurdsson.)
Vanhugsuð ákvörðun
sjávarútvegsráðherra
Eftir Hrólf S.
Gunnarsson skipstjóra
Sjávarútvegsráðherra ákvað að
loðnuveiðum skyldi hætt. Ástæð-
an er sögð vera sú, að loðnustofn-
inn sé of lítill og hætta á útrým-
ingu hans. Ráðherra byggir
ákvörðun sína á niðurstöðum
stofnstærðarrannsókna Haf-
rannsóknarstofnunar, en þær voru
framkvæmdar í október og aftur í
nóvember.
Ástæðan fyrir þessari grein
minni er tvíþætt: Annars vegar sú,
að ég dreg stórlega í efa, að niður-
stöður Hafrannsóknar séu réttar
og þá skoðun byggi ég á reynslu
minni sem loðnuskipstjóri í 17 ár.
Hins vegar tel ég, að sjávarút-
vegsráðherra hafi brugðist við of
seint, liggi verndunarsjónarmið til
grundvallar, og niðurstaðan verð-
ur sú, að sjómenn og útgerðar-
menn verða margir hverjir, ekki
allir, fyrir miklu fjártapi, því þótt
sumir hafi nú þegar lokið veiðum,
þá hafa margir rétt byrjað þær og
aðrir eru hálfnaðir. Ef ráðherra
hefði brugðist fyrr við, hefði
stöðvunin haft friðunargildi og
hún hefði ekki mismunað mönnum
eins og nú.
Þrátt fyrir staðhæfingar loðnu-
sjómanna hafa fiskifræðingar
staðhæft ár eftir ár, að loðnu;
stofninn væri nærri uppveiddur. 1
október sl. kom út skýrsla frá
Hafrannsókn og segir í henni að
stofnstærð loðnunnar sé komin
niður í 140.000 tonn. Þarna kom til
álita að hætta loðnuveiðum, en
fyrir orð sjómanna og útvegs-
manna, sem sjávarútvegsráðherra
laði trúnað á, er leyft að halda
áfram veiðum. Miðað við þau
handarbaksvinnubrögð sem á eftir
komu, hefði verið réttast að hætta
veiðum á þessum tíma. Þá hefði
stöðvunin komið jafnt niður á öll-
um og fleiri tonn af loðnu hefðu
verið friðuð en nú.
í byrjun desember kemur út
önnur skýrsla frá Hafrannsókn
sem er niðurstaða úr annarri
mælingaferð stofnunarinnar. í
kjölfar skýrslunnar eru loðnuveið-
ar stöðvaðar. Þá eru 12 skip búin
að veiða kvóta sinn, nokkur í þann
veginn að klára en fjölmörg eru
rétt byrjuð eða hafa aðeins náð
helmingi síns afla. Þessi skip eru
Hrólfur S. Gunnarsson
stöðvuð, en þó er þeim skipum,
sem ekki hafa veitt helming síns
afla, leyft að ná því marki. Leyfi-
legur afli íslendinga á þessu ári er
„Ég tel að sjávarút-
vegsráðherra hafi gjör
samlega brugðist skyldu
sinni, bæði hvað varðar
loðnuveiðar Norð-
manna og einnig hvað
varðar sjómenn og Haf-
rannsókn.“
618.000 tonn og Norðmenn hafa
leyfi til að veiða 82.000 tonn. Þeg-
ar loðnuveiðar eru stöðvaðar eru
aðeins 170.000 tonn eftir af kvóta
ísiendinga og þegar öll kurl koma
til grafar munu rétt um 100.000
tonn verða eftir. Norðmenn hafa
veitt sinn kvóta og rúmlega það. Á
þeirra vegum hafa 160.000 tonn
verið veidd, þ.e.a.s. 80.000 tonnum
meira en þeir höfðu leyfi til.
Af 700.000 tonna leyfilegs
loðnuafla er verið að friða um