Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 Nýtt — nýtt Frá ítalíu, skinn húfur, skinntreflar, jersey túrbanar, silkihálsklútar. Frá Sviss, Þýskalandi og Svíþjóö, pils, peysur, vesti, blússur. Glugginn, Laugavegi 49. NÝKOMIN GLÖS í MIKLU ÚRVALI Opiö til kl. 18.00 ídag. HAGKAUP Akureyri, Reykjavík Frá Pétain til Mitterrands með viðkomu í íslenskri „kennslubók“ Guy de Rotschild birti fyrir nokkru grein í franska dagblaðinu Le Monde, eftir að stjórn Mitter- ands hafði tekið bankann, sem hann og fjölskylda hans hafa rek- ið í marga mannsaldra, eignar- námi (eða „þjóðnýtt" hann með öðrum orðum). Hann lét þung orð falla um þetta verk stjórnar Mitt- erands, minnti á, að stjórn Pétains hafði tekið bankann af sér og fjöl- skyldu sinni fyrir fjörutíu árum, j)ví að þau væru Gyðingar, og sagði, að bankinn væri aftur tek- inn af jæim, því að þau væru rík. Og sannleikurinn er sá, að í dæm- inu af Rotschild-ættinni ber mjög á einu samkenni allrar sam- hyggju, hvort sem hún er fasismi Pétains eða sósíalismi Mitterands. Það er, að til verður að vera ein- hver óvinur — einhver, sem kenna má um allt illt og sameina menn gegn. Þeir, sem reyna að nota lægstu hvatir mannsskepnunnar sér til framdráttar, eins og sam- hyggjumenn gera, vita, að miklu 5 auðveldara er að sameina menn gegn einhverju en fyrir eitthvað. Pétain sá Gyðinginn ljóslifandi í Guy de Rotschild, Mitterand sér auðmanninn í honum. Ég veit ekki, hvort Mitterand verður annar Léon Blum Frakk- lands — misheppnaður umbótá- maður, sem hefði aldrei átt að snúa sér frá bóklestri og að stjórn- málum — eða annar Pétain. Þeir, sem svartsýnastir eru, telja jafn- vel, að hann geti orðið Allende Frakklands — geti sorfið svo að miðstéttinni frönsku með skatt- lagningu og verðbólgu, að hún rísi upp í örvæntingu með hjálp ofbeldismanna. Eða hvaðan á hann að fá fé til að efna öll loforð sín? Hann verður annaðhvort að afla þess með skattlagningu eða Hannes H. Gissurarson skrifar frá Oxford með prentun peningaseðla, en það felur í sér verðbólgu. Ég vona, að sú óheillaþróun verði ekki, en margir hafa gert allt of lítið úr þeirri hættu. sem franska lýðveld- ið komst í, þegar Mitterand og menn hans, sem trúa enn á svo gamlar og gatslitnar kreddur sem „þjóðnýtingu", settust í stjórn- arstóla. Mér varð hugsað til íslenskrar „kennslubókar", sem ég hafði ný- lega lesið, þegar ég sá ummæli Guys de Rotschilds. Hún er Mannkynssaga, fyrra bindi (1914—1945), gefin út af Hinu ís- lenska bókmenntafélagi, lesin í flestum framhaldsskólum og sam- in að mestu af tveimur róttækl- ingum, sem námu sagnfræði (eða samhyggju?) í Frakklandi, þeim Lofti Guttormssyni og Einari Má Jónssyni. í henni er sami fjand- samlegi tónninn, þegar talað er um efnamenn, og í ræðum franskra róttæklinga, og sömu samsærissögurnar eru sagðar. (Það er einkenni frumstæðra manna í hugsun, að jæir rekja allt það, sem þeir telja böl, til samsær- is. Nasistar eða þjóðernis-sam- hyggjumenn töluðu um samsæri Guy de Rothschild á veðreiðum með konu sinni. Að sjálfsögðu öfunda smásálir þá ríku menn, sem lifa þægilegu lífi og samhyggja (sósíalismi) er stundum ekki annað en umgerð utan um slíka öfund. Stórkostleg sending af stökum teppum og mottum nýkomin Síðasta sending fyrir jól Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 83577 — 83430. Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 98-25055. Öldungaráðs Gyðinga, sósíalistar tala um samsæri borgarastéttar- innar eða hluta hennar.) I þessari „kennslubók" segir svo í kafla um sögu Frakklands á fjórða áratugnum: „En styrkasta stoð þeirra [þ.e. „hægri aflanna", sem höfundarnir kalla svo — H.H.G.] voru iðjuhöldar sem höfðu með sér öflug samtök (svonefnda kartla) og voru nátengdir fésýslu- valdi einkabankanna. Voldugastur þeirra var Frakklandsbanki en stjórn hans var kosin af 200 stærstu hluthöfunum, hinum frægu „200 fjölskyldum" sem réðu mestu um gang peningamála í landinu." I kaflanum eru síðan sagðar Ijótar sögur af stjórnmála- afskiptum þessa „stórauðvalds". í fróðlegri grein, „The Myth of the „Two Hundred Families““ í tímaritinu Political Studies 1965 rekur Malcolm Anderson frá há- skólanum í Warwick í Englandi, hvernig goðsögnin um fjölskyld- urnar tvö hundruð varð til, en henni trúðu bæði fasistar og kommúnistar, „vinstri" menn og „hægri“ menn. Það voru ekki síst foringjar Róttæka fiokksins franska, sem notuðu þessa goð- sögn til að skýra þá lausung, sem varð í atvinnulífinu á árunum 1924—1926, er þeir stjórnuðu ásamt sósíalistum. En á fjórða áratugnum tóku fasistar að nota þessa goðsögn, enda voru sumir kunnustu kaupsýslumenn Frakk- lands af gyðingaættum, en þá höt- uðu fasistar. Sá maður, Francis Delaisi, er hafði skrifað helsta rit- ið um goðsögnina, Le Ranque de France aux mains des deux cents familles 1936, sem „vinstri" maður, varð síðar meðreiðarsveinn fasista (collaborateur). Goðsögnin lifði þó af heimsstyrjöldina. Annar mað- ur, Henri Coston, sem hafði gefið út hatursrit gegn Gyðingum 1944, Je vous hais, gaf út bókina Le Re- tour des deux cents familles 1960 um þessa goðsögn. Það er athygli vert, að sósíalist- ar og fasistar hafa verið svo sam- mála. En er ekkert hæft í goðsögn- inni? Að sjálfsögðu eru til auð- mannafjölskyldur í Frakklandi, og að sjálfsögðu hafa þær mikil

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.