Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 17
I
Edinborgarháskóla. Var þar við
tölfræðideild háskólans í 2 ár og
vann þar við að semja doktors-
ritgerð um erfðir á sauðalitun-
um. Og það er rétt að þær kenn-
ingar, sem ég setti fram, er al-
mennt viðurkenndar í heimin-
um. Allar upplýsingar, sem ég
hafði hér heima, sem voru mikl-
ar að vöxtum, var ég búinn að
setja á gataspjöld. Tók spjöldin
með mér út. Mun hafa verð sá
fyrsti til að gera tölvugögn í
landbúnaði hér á landi. Það þótti
fáránlegt þegar byrjað var á því
á þeim árum að gera gögn tölvu-
tæk á Islandi.
• Þáttur sauðkindarinnar
— Við getum ekki hætt að
tala um sauðkindina án þess að
drepa á hana, og ásakanir um að
hún eyði landi. Þú fjallar um það
í bók þinni?
— Já, það hefur verið mikið
deilt á fjárbúskap, bæði á
umliðnum öldum og ekki síður
þann sem nú er í landinu, því
haldið fram að sauðfé fari illa
með land. Ég reyni að gera þess-
um þætti eins öfgalaus skil og ég
treysti mér til. Það liggur ljóst
fyrir að við fjárbeit hverfa
ákveðnar plöntur algerlega úr
gróðurlendi. Til dæmis er engin
von til að sjá hvönn á landi, þar
sem sauðfé er beitt. Og hafi
skógi verið eytt, nær hann sér
aldrei upp meðan beitt er. Víðir
lætur mjög mikið á sjá, enda er
hann eftirsóttur og líkt er farið
með margar blómjurtir. Það er
ekki satt að öll beit sé af hinu
illa. I mörgun tilvikum gerist
það eitt að víðir og blómplöntur
hverfa eða verða minna áberandi
í gróðrinum og gras kemur í
staðinn. Þetta má sjá alls staðar
þer sem er nægilega raklent og
gróskumikið til að þar spretti vel
gras. Allt láglendi í Skagafirði
er dæmigert fyrir þessa breyt-
ingu, svo dæmi sé tekið.
— En svo kemur spurningin,
heldur Stefán áfram, hve mikinn
þátt hefur kindin átt í því að
eyða gróðri á viðkvæmum svæð-
um, svo að uppblástur hlytist af?
Um það er allt óljósara að mín-
um dómi og þar hafa margir
fleiri þættir komið til. Ég tek
fyrir marga þá þætti í bókinni,
til að skapa umræðugrundvöll.
— Mér finnst þörf á því fyrir
þessa þjóð að til sé sæmilega rétt
lýsing á fjárbúskap, eins og
hann var frá upphafi vega hér á
landi og langt fram á þessa öld,
lýsingar á því hvernig menn
nýttu hvert einasta líffæri af
kindinni til matar eða annars,
hvernig þeir nýttu ullina og
skinnin til skjóls og hvernig þeir
fóru að því að láta féð lifa af
landinu og lifðu sjálfir af fénu,
sagði Stefán að lokum um til-
ganginn með útgáfu bókarinnar
um íslenzku sauðkindina.
- E.Pá.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
49
Jose Luis Borges í viðtali við brezkan blaðamann:
„Sú hefð
hefur
skapazt
að ég
ekki
Nóbelsverðlaunin“
„Ég er gamall, blindur og afskaplega latur maður sem er að dreyma mig burt frá lífinu,“
sagði Jorge Luis Borges, frægasti og merkasti rithöfundur Suður Ameríku, nýlega í viðtali
við brezkan blaðamann, Douglas Grant Mine, og birtist viðtalið hér í lauslegri þýðingu.
Borges segist hlakka til þegar algleymið taki við, en bætir við: „Þrátt fyrir það líður ekki sá
dagur, aö ég gleðjist ekki um stund, kannski aöeins fáein andartök."
Veggírnir á heimili hans eru þaktir bókum, en hann sér þær ekki lengur, þó gat hann
brosað er hann ræddi um verk sín, lífið almennt og Nóbelsverðlaunin, sem í átján ár hafa
smogið úr greipum hans.
Jose Luis Borges á íslandi 1971.
Hann hefur haft áhuga á hug-
vísindum, frá Búddatrúar kenn-
ingum til norrænna mála og
goöafræði frá unga aldri. Hann
rifjaöi upp Ijóölínu um dauöann
úr ensku miöaldakvæöi: „Hurö-
arlaust er þetta hús og dimmt er
þaö inni“. „Ég hugsa um dauö-
ann sem mikla von,“ sagöi hann.
„Ég vonast til aö þurrkast út,
gleymast algerlega, hverfa í al-
gleymiö." Og hvaö um þær
bókmenntir sem hann lætur eftir
sig — þrjátíu og fimm bindi
sagna og Ijóöa sem hafa verið
þýddar á meira en tuttugu tungu-
mál?
„Fáeinar fingraæfingar, sem
munu falla í gleymsku og dá.“
Hann er nú aö vinna aö ritgerö
um Dante meö hjálp einkaritara
sins, þýöingu á verki dulspek-
ingsins þýzka Angelus Sileseus
yfir á spönsku og safni smásagna
sem hann hugsar sér aö nefna
„Til minningar um Shakespeare."
Borges hefur verið tilnefndur
til Bókmenntaverölauna Nóbels
síöan 1963, en sagöist hafa gefiö
upp alla von um aö fá þau.
„Sú hefö hefur skapazt, aö ég
fái ekki verölaunin og heföir
skulu virtar,“ sagöi hann. „Þaö
hefur orðiö mér til góös aö fá
þau ekki. Ég hef fengið önnur
bókmenntaverölaun í Frakklandi,
Ítalíu og á Spáni — kannski
vegna þess að ég hef ekki fengiö
Nóbelsverölaunin."
Hann hefur veriö kallaöur
orösins snillingur, en sjálfur er
hann hógvær þegar hann íhugar
gildi eigin verka. „Kannski mér
hafi tekizt aö setja saman fáein
orö — ekki heila bók, en kannski
nokkrar blaösíöur sem munu
ekki gleymast. En mér finnst ég
ekki veröur verölauna sem hafa
veriö veitt Rudyard Kipling,
George Bernard Shaw og Willi-
am Faulkner,“ segir hann.
Borges lýsir sér sem anarkista
og kveöst ekki hafa áhuga á
stjórnmálum. Um hershöföingj-
ana sem hafa stjórnaö landi hans
síöan í byltingunni 1976 segir
hann. „Ég held aö þeir séu ekki
sérlega hæfir menn, en þeir vilja
vel, aö mínum dómi.“
Hann segir aö jafnvel áður en
hann missti sjón 1956 hafi hann
ekki lesiö blöö, en hann hefur þó
fylgst meö veröbólgu í Argentínu
og vaxandi atvinnuleysi.
„Þaö er afleitt ástand í þessu
landi og enginn veit ástæöuna.
Kannski orsökin sé siöfræöilegs
eölis. Kannski viö séum á lágu
siöferöisstigi, ofbeidi, mútur,
lygimál. En ég hef ekki upp á
neinar lausnir aö bjóöa. Kosn-
ingar myndu vera hrapalleg mis-
tök.“
Borges segist vera sammála
skozka heimspekingnum Thom-
as Carlyle varöandi lýöræöi; þaö
sé öngþveiti sem búiö sé til í
kjörklefunum. „Lýðræöi er af
hinu illa" segir hann. „Því þurfa
allir aö skipta sér af pólitík?"
Hann á beizkar minningar um
stjórn Perons en áriö 1946 var
Borges sviptur starfi sinu sem
bókavöröur borgarbókasafns
Buenos Aires og settur í að vera
eftirlitsmaöur meö kjúklingum á
kjötmörkuðum borgarinnar.
Borges sagöi aö eftirlit her-
stjórnarinnar meö því, hvaö
borgararnir mættu lesa og sjá
þyrfti ekki aö vera alveg nei-
kvætt. „Ritskoðun er skárri en
skefjalaust frjálsræöi," sagöi
hann og benti á pornóiö máli
sínu til stuönings, sem væri vaö-
andi uppi í frjálsum þjóðfélögum.
Hann talar stoltur um forfeöur
sína, sem böröust í sjálfstæö-
isstríöi Argentinu gegn Spáni,
svo og styrjöldum sem voru háö-
ar gegn frumbyggjum eftir aö
landiö var opnaö Evrópskum
landnemum. „en nú er ég friöar-
sinni" segir hann. „Ég geri ráö
fyrir að réttlæta megi sumar
styrjaldir, en ef viö viöurkennum
aö hægt sé aö réttlæta stríö get-
ur heimurinn fundiö átyllu til aö
réttlæta öll stríö." Hann hélt
áfram. „Það er hörmulegt aö
heiminum skuli skipt í mismun-
andi lönd. Þannig veröur til jarö-
vegur fyrir ófriö, óreiöu og hatur.
Ég hugsa um sjálfan mig á sama
hátt og Stóumenn geröu, ég er
heimsborgari í víöasta skilningi
þess orös. Ég hugsa um Austin í
Texas á sama hátt og Buenos
Aires eöa Montevideo, Genf eöa
Edinborg. Ég er borgari í heim-
inum.“
Borges hefur haft yndi af
ferðalögum allt sitt líf. Hann seg-
ist hafa verið uppnuminn af Jap-
an, þegar hann var þar á ferö
fyrir skömmu og hann langar aö
fara til Indlands og Kína, áöur en
hann hverfur inn í dimma hurð-
arlausa húsiö í enska miöalda-
kvæöinu.
„Ég óttast ekki viti og el ekki
með mér von um himnaríki.-segir
hann og kveöst vera efasemdar-
maöur í trúmálum.
Borges kvæntist sextugur aö
aldri, en skildi viö konu sína tíu
árum síðar. Hann kveöst ekki
trega aö skilja ekki eftir sig af-
komendur, en velti fyrir sér hvaö
óbornir synir hans heföu fariö á
mis viö.
„Lífið getur veriö voöalegt. En
þaö getur veriö unaöslegt. Því í
ósköpunum ætti aö kveöa niöur
lífiö sem er svo litríkt þótt það sé
á stundum mjög sárt.“
SKUGGSJA
Kvaran: UNDUR ÓFRESKRA
Síðan sögur hófust hafa lifaö frásagnir
um fólk, sem öðlaöist þekkingu án að-
stoöar skynfæranna. Þessi óvenjulega
bók hefur að geyma fjölda sagna af
slíku fólki, dularfullar furðusögur, sem
allar eru hver annarrí ótrúlegri, en einnig
allar vottfestar og sannar.
Enginn islendingur hefur kynnt sér
þessi mál jafn itarlega og Ævar R. Kvar-
an. Þessar óvenjulegu sögur bera því
glöggt vitni hve víöa hann hefur leitað
fanga og hve þekking hans á þessum
málum er yfirgripsmikil.
BÓKABÚD OUVERS STEINS SE
Ruth Montgomery: ÓVÆNTIR GESTIR
ÁJÖRÐU
Ruth Montgomery er vel kunn hér á
landi af fyrri bókum sínum: „Framsýni
og forspár", ,i leit að sannleikanum* og
.Lifið eftir dauðann“. Þessi bók hennar
er óvenjulegust þeirra allra. Megin hluti
hennar fjallar um það, sem höfundur-
inn kýs aö kalla ,skiptisálir“ og hlutverk
þeirra. Tugþúsundir skiptisálna eru
meðal okkar, háþróaöar verur, sem hafa
tileinkað sér Ijósa vitund um tilgang lífs-
ins. Flestar þeirra starfa í kyrrþei mitt á
meðal okkar og leitast við að hjálpa
okkur. Þetta fólk leitast við að þroska
meö okkur lífsskoðun, sem stuðlar aö
kjarki og góðleika.
SKUGGSJA BÓKABÚD OUVERS STEINS SE