Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.12.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 51 ará hafði snemma vakið athygli. Aður var litið á Rauðará sem kot, en innan fárra ára var þarna risið stórbýli. Rauðarármjólkin varð fræg sem mesta kostamjólk, auk þess tóku Rauðarárkýrnar að setja mjólkurmet, hvert af öðru. Búgarðurinn, sem þarna hafði ris- ið, varð einnig stolt Reykjavíkur. Bæjarbúar áttu nú kost á meiri og betri mjólk en áður tíðkaðist, og litið var með virðingu til manns.- ins, sem þarna hafði sáð og upp- skorið. Hann fékk nú öðru sinni opinbera viðurkenningu fyrir störf sín, að þessu sinni verðlaun úr Ræktunarsjóði. Arið 1908 var lokið við að reisa mikið og vandað íveruhús á Rauð- ará. Þaðan mátti líta yfir fagur- græna túnbreiðuna til allra átta, — 35 dagsláttur, sem ræktaðar höfðu verið til viðbótar við gamla túnið, mest sáð sléttur og einnig matjurtagarðar. Heyskapur á heimatúni hafði sexfaldast á fyrsta áratugnum, var nú 5—600 hestar, kýrnar voru orðnar tutt- ugu eða rúmlega það, hestar fimm og allmargt sauðfjár. Vilhjálmur Bjarnarson lést árið 1912, 66 ára að aldri, en Sigríður, kona hans, andaðist 1933, áttræð að aldri. A leiði þeirra hjóna voru settir bautasteinar úr Rauðarárlandi. Þorlákur hafði nú alla búsfor- ustu í sínum höndum. Tvö systkini hans voru farin af heimilinu, en Laufey var enn heima. Auk þess var á heimilinu Theódór, hálfbróð- ir hans og Anna Nordal. Bjó Þor- lákur með móður sinni, þar til hann kvæntist árið 1919 Sigrúnu Sigurðardóttur frá Flóagafli í Sandvíkurhreppi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingibjörg Þorkels- dóttir og Sigurður Þorsteinsson bóndi, síðar fasteignasali í Reykjavík. Systkini Sigrúnar voru Árni fríkirkjuprestur, Ásgeir skipstjóri, Þorkell vélstjóri, Sig- urður Ingi, lengi sveitarstjóri á Selfossi og Steinunn, búsett í Reykjavík. Sigrún var glæsileg stúlka. Hún var fædd 1896, og þegar hún tók við búsforráðum á Rauðará reynd- ist hún mikil húsfreyja á alla lund. Þau bjuggu með myndar- brag og héldu uppi heiðri Óðals- ins. En í þeirra tíð tók borgin mjög að sækja að Rauðará. Byggðin færðist hröðum skrefum inn og austur, og þar kom, að Reykjavík tók að heimta skika jarðarinnar undir götur og hús. Og mitt í þess- ari ásókn féll Þorlákur í valinn, langt fyrir aldur fram, árið 1932, fimmtíu og eins árs að aldri. Þau Sigrún og Þorlákur eignuð- ust fjögur börn. Elstur var Vil- hjálmur, sem fluttist vestur um haf og gerðist umsjónarmaður Fiske-safnsins við Cornell-háskóla í Iþöku í New York-ríki. Hann er kvæntur Dóru Eiríksson, vestur- íslenskri konu. Annað barn þeirra Sigrúnar og Þorláks var Ingibjörg, er giftist Jóni K. Hafstein tannlækni. Hún lést 1959. Þriðji í röðinni er Þorsteinn, sem er kvæntur Elfu Thoroddsen, og yngst barnanna er Sigríður Að- albjörg, gift Sigurði H. Egilssyni stórkaupmanni. Sigrún hélt uppi búskapnum af dugnaði og kom börnum sínum til mennta. „En borgin hélt áfram hinni miskunnarlausu sókn að Rauðará. Að lokum var jörðin umkringd, og um stund stóð húsið eins og ein- mana vin í eyðimörk." Fólkið varð að flýja. Sigrún fluttist að Laugabrtkku, sem er nokkru austar við Suðurlands- braut. Þar bjó hún með Þorsteini syni sínum til ársins 1966, er þau létu af búskap og fluttust vestur á Kvisthaga. Sigrún lést 10. ágúst 1979. Þorlákur Bjarnar var fæddur 10. desember 1881. Og í dag minn- umst við hundrað ára afmælis- dags þessa íðilmennis. Og borgin þrengdi sér nær og nær, þrýsti loks að hjartarótun- um, skóf burtu hina glæsilegu við- reisn aldamótaáranna, nagaði hverja rót, eins og hungrað dýr. Hula tímans og skurn borgarinnar liggur yfir gömlu Rauðará. Fyrirheit um frið og afvopnun Andlegt þjóðráð Bahá’ía á íslandi hefur gefið út bæklinginn: Fyrirheit um frið og afvopnun. I honum er að finna yfirlýsingu, sem alþjóðlega Ba- há’ía samfélagið lagði fyrir aukaþing Sameinuðu þjóðanna um afvopnun fyrir röskum þremur árum. í bréfi, sem fylgdi bæklingnum til Morgunblaðsins, segir að hann sé gefinn út „vegna umræðnanna að undanförnu um friðarhreyf- ingar í heiminum og þá miklu ógn, sem mannkynið stendur frammi fyrir vegna vígbúnaðarkapphlaups stórveldanna.” Einnig að líta megi á yfirlýsinguna „sem framlag Ba- há’ía um heim allan til umræðn- anna um frið og afvopnun í Vest- urálfu“. Eðvarð T. Jónsson hefur þýtt bæklinginn Fyrirheit um frið og afvopnun, þar segir meðal annars: „Alþjóðlega Bahá’í-samfélagið telur, að afvopnun sé meginfor- senda fyrir upprætingu styrjalda sem lausnar við vandamálum mannkynsins. Við — eitt samháð mannkyn — byggjum eina litla plánetu á öld, sem mótast af þróun frá þjóðernisstefnu til alþjóða- hyggju, þegar þarfir eins lands og þjóðar hafa enn forgang yfir þarf- ir mannkynsins í heild. Gjörtæk allsherjarafvopnun þjóða heimsins krefst þess þar af leiðandi, að þjóðir og ríkisstjórnir öðlist aukna vitund um lífræna einingu mannkynsins: sérhver maður er eins og fruma í líkama mannkynsins, sérhver þjóð frumu- hópur í líkama plánetunnar, og aðeins þegar líkaminn sjálfur er heilbrigður, geta allir notið heilsu og hamingju. Afvopnun útheimtir ennfremur stofnun heimsbandalags, sem stjórnar réttlátlega ineð tilstyrk nauðsynlegra stofnana í umboði allra stjórna og þjóða. Bahá’íar álíta, að heilbrigði þjóðríkisins og heimsins alls sé áframhaldandi hætta búin, uns allar ríkisstjórnir koma sér saman um stofnun slíks yfirþjóðlegs þings, sem bolmagn hefur til að halda í skefjum — og uppræta smám saman — sundr- ung þjóða í milli. Slíkt heimsþing verður að hafa til umráða nægilegan vopnabúnað og herafla til að koma í veg fyrir árásarstyrjöld einnar þjóðar gegn annarri, eða, ef til slíkrar styrj- aldar kemur, að stöðva árásaraðil- ann; og sérhver þjóð mun einungis hafa þau vopn undir höndum, sem nægja til að halda uppi lögum og reglu innan eigin landamæra. Að- eins með þessu móti verður komið í veg fyrir eyðileggjandi heims- styrjöld og takmörkuð stríð stöðv- uð þegar í stað. Þjóðirnar munu taka höndum saman, ekki einung- is um lausn hnattvíðra vandamála menntunar, fæðuöflunar, atvinnu o.s.frv., heldur einnig hinn brenn- andi vanda alþjóðlegs siðgæðis, laga og reglu, en án þessa getur aldrei orðið um varanlegan frið að ræða.“ Gösta Berlings saga eftir Selmu Lagerlöf Bókin kom fyrst út 1891 og hlaut heimsfrægð og var strax þýdd á fjölda tungu- mála og er nú fyrir löngu klassisk og gefin út í nýjum og nýjum útgáfum víða um heim. Selma Lagerlöf fékk Nóbels- verðlaunin árið 1909, fyrst kvenna. Islenska þýðingin er gerð af Haraldi Sigurðssyni fyrrum bókaverði og kom út 1940. Henni var frábærlega vel tekið, enda seldist hún upp á skömmum tíma. Bókina príða 16 litmyndir úr sögunni eftir Anton Pieck. SelmaLagerlöf V íkurútgáfan The Best of Ottawan heitir þessi bráðskemmtilega plata. Enda er hér að finna öll þeirra beitu iög s.s. Hands Up, D.I.S.C.O., Crazy Music, You’re OK o.fl. Einnig inniheldur platan nýjasta laga þeira, Heip, get me some help, en það lag rýkur nú upp vinsældarlista í Englandi og Evrópu. Þannig að ef þú ert að leita eftir hressri og upplífgandi tónlist er The Best of Ottawan kjörin. Upp með hendur Geffö, tónlistargjöf öfe g sUÍAOf M KARNABÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.