Morgunblaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 55 fclk í fréttum Apology? Pass, say BBC Master- mind vekur deilur + Spurningaþáttur Magnúsar Magnússonar í BBC-sjónvarpinu, „Mastermind“, nýtur mikilla vin- sælda, svo sem sjá má af meðfylgj- andi úrklippu úr Daily Mail, sem birtist á annarri síðu blaðsins, þar sem jafnan eru ekki nema stór- fréttir. Af frásögn fréttarinnar má ráða að einn þáttur í þessari spurningakeppni, er að spyrja menn útúr á tilteknu sviði sem þeir velja sér fyrirfram og geta þannig undirbúið sig undir spurningarnar. Skoti nokkur sem tók þátt í keppninni hafði búið sig sérstaklega vel undir þáttinn og einmitt á því sviði sem átti að spyrja hann útúr, mannkynssögu frá 421—404 fyrir Krist. En Magnús fór óvart aðeins aftar í tímatalinu og spurði manninn um stríð Aþen- inga og Spartverja árið 431 f. Kr. og þar var Skotinn ekki nógu vel heima og sagði því „Pass“ og spurningin fór því til næsta keppanda. í frásögninni í Daily Mail eru reglur þessa spurninga- þáttar ekki útskýrðar enda sjálfsagt reiknað með að allir lesendur blaðsins séu þættinum nákunnugir. En þessvegna verð- ur það semsé ekki útskýrt hvaða afleiðingar það hafði fyrir Skot- ann að geta ekki svarað um- ræddri spurningu, nema eftir út- sendingu þáttarins krafðist hann afsökunar frá BBC fyrir að gera sig að jólasveini frammi fyrir alþjóð. En BBC hefur alls ekkert í hyggju að afsaka eitt eða neitt. BBC-menn sögðu, að ef Skotinn hef$i viljað gera at- hugasemdir hefði hann átt að stöðva upptöku þáttarins, svo það hefði mátt bæta úr þessu en ekki krefjast leiðréttingar eftirá. Og þar við situr ... Mitterrand + Hér á síðunni var ný- lega greint frá vangavelt- um dagblaða í Frakklandi um slæma heilsu forset- ans þar í landi, Francois Mitterrand, en engar frekari fregnir hafa borist í þeim efnum. En svona sjá bandarískir teiknarar forsetann fyrir sér, og það eru engin veiklumerki á þeim manni... BOKMENNTAKYNNING HJÁ EYMUNDSSON Klukkan 2 til 4 í dag mun JÓN SIGURBJÖRNSSON leikari lesa úr eftirtöldum bókum: Meðal gamalla granna eftir BRAGA SIGURJÓNSSON, bankastjóra Lífsjátning GUDMUNDU ELÍASDÓTTUR, söngkonu | Sjómannsævi eftir 'jj KARVEL | ÖGMUNDSSON, skipstjóra EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU VI (.LVSIM.A SI.MINN KR: 22480 lUÍAQfhf FÁLKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.