Morgunblaðið - 12.12.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 12.12.1981, Síða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 Odýrir gólfdreglar á ganga og forstofur Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 83577 — 83430 Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055. llótelid í Stykkishólmi Nýting herbergja vaxandi hjá hótelinu f Stykkishólmi Stykkishólmi, 3. desember I98I. NÝLEGA fóru fram hótelstjóraskipti vid hótelið í Stykkishólmi. Guðrún Þorsteinsdóttir sem undanfarin ár hefir stýrt hótelinu hverfur nú frá því en við tekur Sigurður Skúli Bárð- arson. Ég átti tal við Sigurð þegar hann var nýtekinn við. Hann hef- ur mikinn hug á að reka hótelið með rausn. Hótelið er á einum feg- ursta stað í bænum og hefir yfir að ráða tækjum og búnaði öllum sem veitir ferðamanninum ánægjuleg viðskipti. Hann sagði mér að á þessu ári hefði herbergjanýting verið með mesta móti og vaxandi með hverju ári sem líður. Sýnir það að fólk metur aö verðleikum þjónustuna og kemur aftur og aftur. Fyrir næsta sumar er vel bókað og vax- andi aðsókn. Hótelstjórinn bendir á að með þeim samgöngum sem nú ‘ eru hér um slóðir, geti Snæfell- ingar keypt allan veislumat hjá hóteiinu og þar með stuðlað að uppbyggingu góðs fyrirtækis í sinni heimabyggð. Þá vill hótelstjórinn benda höf- uðborgarbúum á að þessi staður er tilvalinn fyrir félög, klúbba og starfshópa að halda hér árshátíðir eða aðra fagnaði, enda ekki langt að fara og skemmtileg leið, og er það veruleg tilbreyting í skamm- deginu, alveg eins og þegar lands- byggðarmenn fara til Reykjavíkur í leikhúsferð o.s.frv. Þá er hugmyndin strax upp úr áramótum að brydda á nýjungum í rekstri með því að halda byggða- kvöid Snæfellinga og i því sam- bandi að fá skemmtikrafta úr við- komandi byggðarlögum. — Verði á veitingum yrði þá stillt í hóf og eins á gistingu, miðað við aðsókn. Þegar vorar mun hótelið taka á móti ferðahópum, leiðbeina þeim og útvega þeim farkosti um fjörð- inn. Þegar fuglalífið er í blóma eru slíkar ferðir dýrlegar. Aðstaða öll er tilvalin fyrir ráðstefnur minni og stærri hópa, Hér hafa verið haldnar nokkrar slíkar og aðilar mjög ánægðir með allan viðurgerning. Þriggja manna stjórn er fyrir hótelinu og er Gissur Tryggvason formaður hennar. FrétUriUri Kodak Ektralite400 myndavél sem vekurathygli Falleg og stílhrein myndavél með linsu f/6.8 — Ijósopi 24 mm. — Innbyggðu flassi — Föstum fókus frá 1,2m til óendanlegt. I fallegri gjafaöskju. Verð kr.: HANS PfTERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER Umboðsmenn S: 20313 S: 82590 S: 36161 um allt land UOLA- GJAFIR Nú getum við boðið AEG smátæki á sérstaklega hagkvæmu verði vegna lækkunar erlendis. Notið tækifærið og kaupið jólagjöfina strax. BRÆÐURNIR ORMSSON HÁ IAGMULA 9 SIMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.